Verkamaðurinn - 05.03.1948, Blaðsíða 6
VFRKAMAÐURINN
Föstudaginn 5. marz 1948
Sovétríkin bjóða Finnlandi
samning um vináttu og
gagnkvæma aðstoð
Um miðja sl. viku sendi Stalin
Finnum tilmæli um að Sovétríkin
og Finnland gerðu með sér samning
um vináttu og gagnkvæma aðstoð.
Finnsku flokkarnir hafa undanfar-
ið verið að íhuga þessi tilmæli. —
Flokkur fólkdemokrata hefur tjáð
sig fylgjandi því að slíkur samning-
ur verði gerður og síðustu fréttir
herma, að sænski frjálslyndi flokk-
urinn myndi leggja til að viðræður
yrðu tafarlaust hafnar við ráðstjórn-
ina, sömuleiðis jafnaðarmenn.
Mikill úlfaþytur hefur verið í út-
varpi og blöðum afturhaldsins um
víða veröld út af þessum tilmælum
Sovétríkjanna, og er nú ólíkt hljóð
í þeim strokk, heldur en þegar
Bandaríkin voru að gera slíka samn-
inga við Italíu á dögunum og við
öll ríki Mið- og Suður-Ameríku
þar áður.
jþlJoiToijvel <xf
leifG t
7lósbercj Cf.$n&ia\
Klapparelij f
Sósíalistar, Akureyri!
Munið að skrifstofa félagsim er í
Brekkugötu 1. Félagar eru áminntír
um að koma á skrifstofuna.
Opið daglega kl. 4—6.30.
• BARNAHJÁLPIN
fFramhald af 1. síðu).
Jósep Friðriksson ....... 100,00
Hallgrímur Vilhjálmsson . . 70,00
Ingólfur Baldvinsson .... &0,00
Halldór Guðmundsson . . 50,00
Sigurjón Jóhannesson .... 50,00
Ágúst Ásgrímsson........ 100,00
Tryggvi Gestsson ........... 50,00
Guðrn. Guðmundsson .... 100,00
Sigfús Kristjánsson ..... 100,00
Guðrún Gísladóttir ......... 25,00
Gunnar Aðalsteinsson ... 100,00
Benedikt Valdimarsson . . 100,00
Páll Ásgrímsson.......... 100,00
Kári Hálfdánarson ....... 100,00
Ásgrímur Garibaldason . . 100,00
Stefán Árnason.............. 50,00
Sigfús Grímsson ......... 100,00
Kristján Jónsson ........ 100,00
Sverre Strömmen ......... 100,00
Torfi Vilhjálmsson ...... 100,00
Stefán Randversson ...... 100,00
Sigurður Sigurðsson...... 100,00
Jónína Guðmundsdóttir . . 25,00
N. N...................... 15,00
Sigríður Eysteinsdóttir . . 25,00
N. N........................ 40,00
Ole Jörgensen .............. 40,00
Bára Aðalsteinsdóttir .... 100,00
Margrét Vilmundardóttir 30,00
Auður Antonsdóttir....... 50,00
Sigríður Kristinsdóttir .... 25,00
I.ovísa Pálsdóttir ......... 25,00
Helga Guðmundsdóttir . . 40,00
Indíana Kristjánsdóttir . . 40,00
Þórdís Ellertsdóttir ....... 50,00
Jóna Gísladóttir ........... 50,00
Steinunn Kristjánsdóttir . . 30,00
N. N........................ 50,00
Stefán Aðalsteinsson..... 100,00
Árni Jónsson............. 100,00
Gústav A. Guðmundsson . . 100,00
Jóhannes Halldórsson .... 25,00
Arinbmjörn Ciitðmundsson 50,00
Þorlákur Einarsson ......... 70,00
Kristján Guðmundsson .... 25,00
Örn Stefánsson.............. 30,00
Sigrún Þorgrímsdóttir .... 30,00
Söfnunin heldur áfram.
Rabbað við gamlan verkamann,
Sigurð Pétursson, ullarmatsmann
Um daginn rakst eg af eins konar
hendingu inn til Sigurðar Péturs-
sonar, ullarmatsmanns, þar sem
hann býr „sjálfur hjá sér“, eins og
þar stendur, í húsinu nr. 17 við
Hólabraut hér í bæ. Við tókum tal
saman og varð eg þess brátt áskynja
að Sigyrður gat um margt talað og
fylgdist af áhuga með því, sem er að
gerast b;eði innan landspg utan. —
Þessar viðræður mínar við hinn
[ aldurhnigna, silfurhærða erfiðis-
mann, urðu til þess, að mér datt í
hug að hripa niður nokkrar línur
um hann og koma á framfæri.
— Nú er þér bezt að taka júg
saman í andlitinu, því að nú fer eg
að spyrja og skrifa, segi eg við Sig-
urð.
— Það vérður nú að duga, eins og
það er, svarar Sigurður og brosir. —
Þú kemur bara heldur #eint, því að
það munaði litlu að eg ætti merkis-
afmæli fyrir stuttu.
— Svo já, hvað ertu annars orð-
inn gamall?
— Eg varð aðeins 84 ára 1. janúar
síðastliðinn. *
Sigurður er fæddur að I ,itlu-
Tjörnum í Öngulsstaðalireppi. For-
eldrar hans voru Pétur Eiríksson
bóndi þar, ættaður frá Grjótargerði
í Fnjóskadal, og kona hans Margrét
Sigurðardóttir frá Hofdalatungu í
Skagafirði. — Af þessu sérðu, að eg
liefði haft ástæðu til að vera svolítið
montinn, þar sem eg er bæði Þing-
eyingur og Skagfirðingur! bætti Sig-
urður við, þegar hann sagði frá
þessu. — Sigurður var yngstur 7
barna þeirra hjóna. Varð liann
snemma að fara að vinna fyrir sér
og var í vist á ýmsum bæjum í Eyja-
firði um 40 ára skeið, lengst á
Svertingsstöðum, eða samfleytt í .30
ár. Þá fór hann oft til sjós tíma og
tima og allt fram á síðustu ár hefur
Sigurður stundað sjómennsku jöfn-
um höndum og landvinnu.
Árið 1914 fluttist Sigurður til Ak-
ureyrar og hefur átt hér heima síð-
an. Stuttu á eftir að hann kom í bæ-
inn giftist hann Maríu Konráðsdótt-
ur Irá Bakka í Mjóafirði. Ekki varð
þeim lijónum barna auðið, en eina
fósturdóttir ólu þau hjón upp, en
miss.tu hana unga. Konu sína missti
Sigurður 1931. Nokkur fyrstu árin,
sem Sigurður dvaldi hér, vann
hann að netagerð hjá J<>ni Berg-
sveinssyni, nú reindreka Slysavarna-
félags íslands. Jón var þá form.
Verkamannafélags Akureyrar og
gekk Sigurður strax í það félag og
tók góðan þátt í félagsstörfum þar
um langt skeið. Sigurður segir að
mikill áhugi hafi ríkt meðal verka-
manna um félagssamtök sín á þeint
árum. Fundarsókn hafi verið með
afbrigðum góð og mjög mikið hafi
áunnist í að bæta kjör verkalýðsins,
þó atvinnurekendur hefðu alltaf
sýnt lítinn skilning á þörfum og
högum verkamanna. — En sam-
heldnin er það, sem gefur sigrana,
segir Sigurður.
— Hvaða atburður er þér minnis-
stæðastur úr verkalýðssög ubæjar-
ins? spyr eg.
— Novudeilan, svarar Sigurður
hiklaust. Þá voru línurnar skýrar.
Þá gátu atvinnurekendur séð hvað
verkamenn vildu og liverju þeir
gátu ráðið, ef í hart var farið. Ein-
ingin er fyrir öllu og aldrei hefur
verið gert meira axarskaft í verka-
lýðsmálutn bæjarins, en það, þegar
Verkamannafél. Akureyrar var klof-
ið og Verkalýðsfélag Akureyrar
stofnað. Það voru fjörráð. En nú
getuin við hrósað happi yfýr því, að
verkamenn á Akureyri hafa aftur
sameinast og vonandi bera þeir
gæfu til að efla samtök sín enn, frá-
því sem nú er og standast allar
sundrungartilraunir innanfrá og
utan.
Sigurður Pétursson hefur ávallt
skipað sér í raðir hinna róttækari
verkamanna og hann er heill þar
sem hann er. Hann hefur ekki hlíft
sér um dagana. Vinnudagurinn er
orðinn langur og strangur, en þrátt
fyrir þennan háa aldur er hann ekki
setztur í helgan stein, heldur geng-
ur til vinnu flesta daga.
— Það eru eftir taugar í mér enn
°g eg get séð mun á góðri ull og
slæmri, en það er verst með heyrn-
ina, segir Sigurður, um leið og eg
kveð hann.
R. G. Sn.
Táknmynd kjarnorkusýningarinnar
Verður kjarnorkan notuð til eyðingar mannkyninu eða framfara og hagsœldar?