Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1948, Blaðsíða 9

Verkamaðurinn - 22.12.1948, Blaðsíða 9
Þannig svaraði Verkamaðurinn árásum Hriflu- Jónasar á skoðanafrelsið. EHRðlílQURlHH Úigefandi: VerKlýíssaroband NorSurlande *«+»+**" II árg. *•♦»*♦**'* .*♦♦♦■*-♦••♦ *-♦ ♦'♦♦'♦'♦•♦•-• Akureyri, Laugardaginn 22. Nóvember 1930. I 96. ibl,^ ♦*-* ♦♦■♦♦-• •*** ♦*♦.'■■ ■m áf« viðkynningu i *§j hann gæti sparað Bcr irmhugtunirí * {rest um þes*t tiiboð. Og bv»d <«í;í umhugsunsrfresHir sð aðist afskuiyðsleiðfa^pnn M *w*v; að þrt {gja d«g* umhugíun írm.F. U. J., Asgeir Bl. Magnússon, '.yflrvof.ndiú«úh*drm<MtiWM1»r». * . tclonckr* I* FASCISMINN í entaskóla Norðurlands. rekinn úr skóla. Vctkam. mun þad l mínni, þegar Eggett Por* '&$)'», |>íver?ndi form. Féfags ^ jiiraJarrnanna hér i AVureyri, íeg! frá skéljvist f Oagníracða- ftK»itoeyri siðastiiðið vor. skemmra að minnast {jíirrar, er gefin var ú» U hrjsf, þ*r sem nerneird- að sfaría f póiit'skum N®*. fVnto í sijórnmálabiöð. ^ *íur ðpitibetíega og annsð Hefirjregtugerð þesaari Réttar, hvort hön. hafi verið rituð eftír að áðurnefnd reglugerð var út gefin. Þegar nemandir.n kveðst ekki geta neitað þvf, að gre'nin hafi verfð rituð eftir að honum var kunn reglugerðin, þá byður »meistarinn* honum samt tvetm kostaboð. Annað var það, að ef hann vildi opinber- lega birta yfifiysingirþe3S efo's.að gieinina fiefði hann ritað áður en regtugetðmni var hteypt af atokk umtm, þá skyídi hann fá að sítja áfram I íkófanum. Hitt lilboðið var stélt {sfenskra borgara. fengi stæðinginn, nimss'tetöinn. faf þm - að bjarga »framHðarvonnmiW«, m«ð loginni yfiriysingu? Eð* áttí fnat* urinn að sannfajra um sér* stakt eðailynul »me»s!arans«, s*m f*l»st f þvf, að gefa honum þð kost á að fara þann mfJhveg, sð játa sig ó.harfao iif sktffawjt** níé þvi að segja sig úr skóta? f Sófarhringarnir fiðv. áð át’ón*. kvðidf h>ns þriðja d*gs «r ób» kv?ddur saman kenna> afimdwí. Og þar sem engin ti!kynmr.g kom Wt piltinurn um það, að h»t»r. fafrfcí ððf»« . hvoru tiibodino. þá mjj%$ líðandi stundu, en skilur jafnframt, að þeir árangrar, sem þannig nást, eru innan stundar fyrir gíg, nema að þeirra sé neytt til þess að efla aðstöðu verk- lýðsstéttarinnar innan þjóðfélagsins.og þannig leiða liana að því marki, sem hennar bíður: Valdatöku verkalýðsins. Slxkan flokk eiga íslenzku verklýðs- samtökin í Sameiningarflokki alþýðu — Sósíalistaflokknum, og það er þeirra verðmcetastá eign — það, sem á veltur um það, hvort stundarsigrar verklýðs- félaganna í dægurbaráttunni færa verklýðsstéttina fram á leið, að loka- marki hennar, eða ekki. Að sjálfsögðu er þó Sósíalistaflokk- urinn ekki fullkominn, fremur en önnur mannanna hcjrn. Auðvitað hef- ur hann sína veikleika — sína barna- sjúkdóma — jafnframt því sem mögu- leikar hans til mikilla árangra byggj- ast ekki einvörðungu á honum sjálf- um, heldur markast einnig af því fylgi, sem alþýðan veitir honum, því trausti, sem borið er til hans af hinum strit- andi manni, sem að vísu stendur sjálf- ur í dægurbaráttunni fyrir bættum kjörum sínum og stéttar sinnar, en skortir þó, ef til vill, skilning á því, að hverju þeirri baráttu skuli beina, og með hverjum hætti, þannig að sem mestur og varanlegastur árangur náist. Ef litið er til baka, yfir þann eina tug; ára, sem Sósíalistaflokkurinn hef- ur starfað, held ég, að enginn sannur verklýðssinni, sem fylgst hefur með gangi málanna, muni neita því, að Sósíalistaflokkurinn hafi, á þessum stutta tíma, unnið stórvirki fyrir verklýðssamtökin og verklýðsstéttina. Ég ætla ekki að rekja það hér, í ein- stökum atriðum, enda nýbúið að gera það, mjög rækilega, í öðrum blöðum, í tilefni af 10 ára afmæli flokksins. -- Aðeins vil ég minna á, að það var fyrir leiðsögu Sósíalistaflokksins, sem klofn- ingurinn í verklýðssamtökunum var yfirunninn, og sköpuð faleg eining. Um áhrif þeirrar einingar á hags- munabaráttuna og þá stórkostlegu árangra, sem hún hefur fært verka- fólki og öðrum launþegum, þarf ég ekki að upplýsa þá, sem lesa þetta blað. — Einnig verð ég að minna á, að það var fyrir frumkvæði Sósíalista- flokksins, að ráðist var í þá stórfeng- legu nýsköpun atvinnulífsins, sem hafin var um leið og Sósíalistaflokk- urinn gekk til þátttöku í stjórn lands- ins í nýsköpun, sem ekki aðeins lagði grundvöll að öruggri atvinnu og aukn- um tekjum hins vinnandi fólks, held- ur einnig hefur sýnt sig að vera megin straumur þeirrar gjaldeyrisöflunar, sem standa verður undir innfluttum þörfum þjóðarinnar — og hefði þó sannarlega mátt halda betur á þeim málum, en gert hefur verið. Loks verð ég að minna á það, að Sósíalistaflökkurinn hefur, einn flokka, staðið heill og óskiptur á verði um sjálfstæði landsins — barist eftir megni, jafnt fyrir sem eftir síðustu al- þingiskosningar, gegn hvers konar af- sali landsréttinda, átalið harðlega, við livert tækifæri, yfirtroðslur erlends valds hér á landi, og undirlægjuhátt íslenzkra stjórnarvalda í því efni — og varar nú hástöfum íslenzku þjóð- ina við yfirvofandi hættu á ósvifnu ráðabruggi um að innlima land okkar í hernaðarbandalag stríðsæsingamann- anna — og gera það þannig að einum fyrsta skotspæninum í hugsanlegri atomstyrjöld. Það þarf ekki að nefna fleiri dæmi til sönnunar því, að Sósíalistaflokkur- inn er trúr köllun sinni sem forystu- flokkur íslenzkrar alþýðu. En ef ein- hver verklýðssinni kynni að efast um það, að verklýðssamtökin þurfi póli- tíska leiðsögu — kynni að halda, að hin faglega barátta ein feli í sér lausn málanna fyrir vinnustéttirnar, án póli- tískra markmiða, og þá án pólitískrar leiðsögu — þá vil ég biðja hann að at- huga, við hverja er að kljást, jafnvel í sjálfri launabaráttunni — höfuð-við- fangsefni faglegu samtakanna, verk- lýðsfélaganna og sambands þeirra. Það var að vísu sú tíðin — á bernsku- árum verklýðssamtakanna — að átökin fóru yfirleitt fram milli einstakra at- vinnurekenda og viðkomandi verk- lýðsfélags, og urðu verklýðsfélögin þá, ekki ósjaldan, að heyja harða baráttu um það eitt, að fá atvinnurekandann til að viðurkenna verklýðsfélagið sem samningsaðila viðkomandi verkafólks. Nú er sú afstaða atvinnurekenda löngu úrelt, og verklýðssamtcik i n að fullu viðurkennd sem samningsaðili. Þar á eftir færðist hagsmunabarátt- an meira og meira í það horf að verða átök á milli félagssamtaka stéttanna. Verklýðsfélag viðkomandi staðar bar fram óskir og kröfur verkafólksins um bætt kjör, eða mótmælti kjararýrnun, sem framkvæma átti gegn því. At- vinnurekendur beittu þá einnig félags- samtökum sínum, á viðkomandi stað — og að baki hvorutveggja standa svo 9

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.