Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1948, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 22.12.1948, Blaðsíða 1
VERKAMAÐURINN AKUREYRI — DESEMBER 1948 ÚTG.: SÓSÍALISTAFÉLAG AKUREYRAR RITSTJ. OG ÁBM.: ÞÓRIR DANÍELSSON BLAÐSTJÓRN: ÁSGRÍMUR ALBERTSSON. EYJÓLFUR ÁRNASON, JAKOB ÁRNASON PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir vegV‘ Þessar og aðrar slikar spurningar hljóta óhjákvæmilega að vakna i hugum okkar, þegar litið er til baka yfir þrjátíu ára baráttu „Verkamannsins“ oglO ára baráttuSósialistaflokksins. Þegar „Verkamaðurinn“ hóf göngu sina, smáður og fyrirlitinn af auðstéttinni, var verkalýðsbaráttan rétt að hefjast. Alþýðan, hin kúgaða stétt, var að vakna til meðvitundar um mátt sinn og rétt sinn. Málgögn atvinnurekenda gerðu það sem i þeirra valdi slóð til þess að slæva eggjar vopna alþýðurmar, þvi að þeir sáu að völdum sinum og áhrifum í þjóðfélag- inu var mikil hætta búin, ef verkalýðurinn tæki upp á þeim óvanda að krefjast sér til handa þess réttar, sem meiri hlutanum ber að öllum lýðræðisreglum. í þessari baráttu var alþýðunni það Ijóst, að þvi aðeins yrði árangri náð, að hún hefði sin eigin málgögn, sin eigin blöð og timarit. Útgáfa „Verkamannsins“ var þvi bein afleið- ing af baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og betra þjóðskipulagi. „Verkamaðurinn" hefur i þessi þrjátiu ár átt þvi láni að fagna, að vera lengstaj trúr sinu upphaflega markmiði. Óuist er, hvort nokkuð annað islenzkt blað hefur verið nátengdara verkalýðnum og stéttabaráttunni. Við blaðið hafa nær alltaf starfað menn, sem verið hafa í fremstu viglinu alþýðunnar bæði á hinu þólitiska og faglega sviði. Allt sitt rúm hefur blaðið því helgað alþýðunni og málum hennar og lagt henni ærið oft drjúgt lið. ★ Allt öðruvisi var umhorfs þegar einingarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn — vai stofnaður fyrir tiu árum. Þá var verkalýðsbaráttan komin á það stig, að Ijóst var að verða, hverjir voru einlœgir í þvi stríði og hverjir reyndust handbendi afturhaldsins. Verkalýðurinn hafði þá um nokkur ár borist á banaspjótum vegna innbyrðis deilna, sem fyrst og fremst stöfuðu af klofnings- og sundrungarstarfi nokkurra þeirra manna, scm alþýð- an hafði veitt forystu sinna mála. Beztu mönnum verkalýðsstéttarinnar var Ijóst að svo búið mátti ekki standa, slikt ástand myndi hefta eðlilega þróun þjóðfélagsins um ófyrirsjáan- legan tima. Krafan um sameiningu verkalýðsflokkanna átti æ meira fylgi að fagna. Að visu urðu lok þeirra mála þau, að meiri hluti forystumanna Alþýðuflokksins reyndust trúari hagsmunum atvinnurekenda en alþýðunnar, en allstór hópur úr flokknum sagði skilið við hann og stofnaði ásaint Kommúnistaflokki íslands, óskiptum, einingarflokk alþýð- unnar, Sósialistaflokkinn. ★ Frá stofnun Sósialistaflokksins hefur „Verkamaðurinn“ verið málgagn flokksins hér á Ak- ureyri, og verður svo varla minnst annars að ekki sé hins getið um leið. Þeir sigrar, sem náðst hafa eru fyrst og fremst baráttu Sósialistaflokksins og málgögnum hans að þakka. Á þeim áratugum, sem liðnir eru, hafa margir og mikilvægir sigrar verið unnir og við getum i heild verið ánægð með árangurinn. En verkalýðurinn lítur ekki fyrst og fremst yfir farinn veg, heldur fram á leið, til hins ókomna tíma. Þó að nú syrti i álinn og svört blika sé á lofti, veit hann að það er aðeins él, sem léttir aftur, og þegar upp birtir veit, hann að við blasir allur annar heimur, heimur þar sem ríkir friður og brœðralag, en hvtrs konar kúgun, arðráin og undirokun er úr sögunni, þá mun upp rísa riki alþýðunnar, riki sósialismans. 1

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.