Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1948, Blaðsíða 17

Verkamaðurinn - 22.12.1948, Blaðsíða 17
ÞÓRIR DANÍELSSON: Takmarkið er: Ríki sóiíalismans á Islandi Fyrir 30 árum hóf VERKAMAÐ- URINN göngu sína. Hann er elsta verkalýðsblaðið á íslandi, sem enn kemur út. Saga VERKAMANNSINS er saga verkalýðsins á Akureyri, saga mikillar baráttu og margra sigra. Þessi saga verður ekki rakin hér, enda marg- ir til þess færari en ég. Stofnendum VERKAMANNSINS var það ljóst, að til þess að verulegur árangur næðist af baráttu verkalýðs- ins fyrir bætturn kjörum og betra þjóð- félagi varð liann að eiga sitt eigið málgagn, til varnar og sóknar. Reynsl- an hefur sýnt, að þetta var fullkomlega rétt. Þá fyrst, er verkalýðurinn eignað- ist sín eigin blöð, komst verulegur skriður á kjarabaráttuna. Þau 30 ár, sem liðin eru frá því að fyrsta blað VERKAMANNSINS kom út, hafa fært verkalýðnum á Akureyri og allri alþýðu Islands meiri sigra og betri kjör, en menn hafði dreymt um áður. — N ú er það fjarri mér að halda því fram, að þessir sigrar séu eingöngu eða aðallega þessu blaði að þakka, en það hefur átt mjög mikinn þátt í þeim, og hætt er við, að þeir sigrar, sem unnist hafa, hefðu dregist lengur en raun varð á, hefði VERKAMANNSINS ekki notið við. VERKAMAÐURINN hefur frá því fyrsta látið sig bæjarmálefni Akureyrar miklu varða. Hann hefur ætíð fylgt þeim að málum, sem lengst hafa stað- ið til vinsti og mestir framfaramenn hafa verið á hverjum tíma. Framfarir, aukin menning og bætt kjör almenn- ings hafa alltaf átt öruggan málsvara þar sem hann var, en afturhald og fasisma hefir hann talið sína svörnustu óvini. Eins og öll önnur málgögn hinna fátæku og smáu í þjóðfélaginu, hefur VERKAMAÐURINN ætíð átt við allmikla örðugleika að etja í fjármál- um. Reynt liefur verið að bregða fæti fyrir hann á hvern þann hátt, sem hugsanlegur var, en ætíð hefur alþýð- an hlaupið undir bagga og tryggt út- komu hans. Fjárhagur blaðsins hefur líka stöðugt farið batnandi og út- breiðsla þess aukist og verður ekki annað sagt en hvorttveggja sé í sæmi- legu horfi nú orðið, þó að það sé engan veginn á þann veg, að leggja megi árar Prentvélin, sem Verkam. heíur lengst af verið prent aður í. í bát. Áfram verður að lialda og tryggja það að VERKAMAÐURINN verði útbreiddasta blað bæjarins. VERKAMAÐURINN inn á livert heimili er það takmark, sem við verð- um að keppa að og við megum ekkert tækifæri láta ónotað, unz því marki er náð. Þessi árin er stéttabaráttan, barátt- an milli lýðræðis og fasisma, framfara og afturhalds harðari en nokkru sinni fyrr. Árásirnar á verkalýðinn og alla frjálslynda menn, ganga nú lengra og eru ofstækisfyllri en sagan kann að greina. Aldrei fyrr hefur alþýðunni því verið eins mikil nauðsyn á góðum málgögnum og nú, og aldrei hefur ís- lenzku þjóðinni riðið eins mikið á því, að til séu í landinu blöð, sem ekki eru múlbundin Bandaríkjaagentunmu og tilbúin að verja hvaða landráð, sem þeir kunna að finna upp á. Oilum sönnum Íslendingum hlýtur að blöskra virðingarleysi núverandi valdhafa fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, lögum landsins og stjórnarskrá. I full- kominni óþökk alls þorra þjóðarinnar samþykktu hinir 32 alþingismenn Keflavíkursamninginn 5. okt. 1946. Framkvæmd hans liefur verið með þeim endemum, að þess munu fá dæmi. Bandaríkin virðast hafa leyfi til að gera hvað eina, sem þeim býður við að horfa á Keflavíkurflugvelli með fullu samþykki íslenzkra yfir- valda. Allur heimurinn veit, að Kefla- víkurflugvölhir er illa dulbúin banda- 17

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.