Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.04.1951, Síða 1

Verkamaðurinn - 19.04.1951, Síða 1
VERKAMAOURINN XXXIV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 19. apríl 1951 14. tbl. Ellefu verklýðsfélög í Reykjavík hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega uppsögn samninga frá og með 18. maí næstk. til að knýja fram hina sanngjörnu kröfu um vísitölugreiðslu mánaðarlega Formaður „Hlífar“ í Hafnarfirði hefir tjáð sig samþykkan samkomulaginu 11 verkalýðsfélög í Reykjavík hafa sagt upp samningum sínum við atvinnurekendur frá og með 18. maí næstkomandi, og hafa þessi félög gert með sér svohljóðandi SAMKOMULAG milli fulltrúa verkalýðsfélaganna í Reykfavík, sem hafa sam- vinnu um uppsögn samninga sinna við atvinnurekendur rneð pað fyrir augum að fá fulla vísitölu greidda mánaðarlega á kaup félagsmanna. 1. a) Félögin heita því hvert fyrir sig að gera ekki samkomu- lag eða samninga við atvinnurekendur nema fyrir liggi samþykki allra þeirra félaga, sem að þessu samkomulagi standa, þar sem það er ætlun félaganna að samningar verði gerðir samtimis við þau öll. b) Félögin kfósi sameiginlega samninganefnd, sem fari með samninga fyrir hönd félaganna að svo miklu leyti sem sam- eiginlegum samningaviðrœðum verður við komið. 1 aefnd þessa tilnefni Alþýðusamband Íslands einnig einn fulltrúa. c) Ef til verkfalls skyldi koma, verði mynduð sameiginleg verkfallsstjórn. 2. Þurfi félögin að láta koma til verkfalla, telja þau óhjá- kvœmilegt, að stjórn Alþýðusambands íslands tryggi sam- úðaraðgerðir þýðingarmikilla sambandsfélaga, sem hafa fasta samninga, svo sem félaga í nágrenni Reykjdvíkur, Sjó- mannafélags Reykjavíkur óg'Hirís islenzka prentarafélags, þar á meðal tryggingu hins siðastnefnda fyrir stöðvun á vinnu við þau blöð, sem verða gegn verkalýðsfélögunum í vinnudeilunni. 3. Til þess að gera verkalýðnum unnt að halda út í verkfalli, sem kynni að verða langvinnt, telja félögin óhjákvæmilegt að fyrir liggi frá stjórn Alþýðusambands íslands trygging fyrir nægilegri fjárhagsaðstoð frá þvi alþjóðasambandi, er Alþýðusamband Íslands er meðlimur í, og að slikar greiðsl- ur geti hafizt eigi síðar en mánuði eftir að verkfallið hefst. Sömuleiðis að tryggð verði stöðvun á íslenzkum skipum og öðrum farartœkjum erlendis, sem þangað kynni að leita i banni íslenzku verkalýðshreyfingarinnar. Kosningar á aðalfund Kron: Árásinni á kaupfélagið hrundið Samvinnumenn hlutu 2319 atkvæði, en sundr- ungaröflin 1575 íslenzk flugvél týnist Um síðustu helgi fór fram kosning 146 aðalfulltrúa og 49 varafulltrúa á aðalfund Kaup- félags Reykjavíkur og nágrennis. Kosið var að þessu sinni um tvær tillögur, tillögu kjörnefndar og tillögu, sem heildsalar, hægri- kratar og nokkrir Framsóknar- menn stóðu að. Árásarfylkingin hafði ákaflega mikinn viðbúnað, t. d. kosningaskrifstofur víða um bæinn, meira að segja kaup- mannsbúð suður í Kópavogi! Þessi hatrama árás á Kron mis- tókst herfilega, urðu úrslitin þau að listi kjörnefndar hlaut 2319 at- kvæði ,en listi árásarfylkingar- innar 1575. 47 seðlar voru auðir og 6 ógildir, á kjörskrá voru 5874, en atkvæði greiddu 3948. Árásarliðið efndi til sigurhátíð- ar á sunnudagskvöldið í Mjólkur- stöðinni, en sú hátíð leystist upp á heldur leiðinlegan hátt, þegar fregnir fóru að berast af talning- unni. Höfðu árásarmennirnir tal- ið sig vissa með að fá 2200 at- kvæði. Á undirbúningsfundinum 12. þ. m. fólu fulltrúar félaganna, Eð- varð Sigurðssyni (, ,Dagsbrún“ ), Óskari Hallgrímssyni (Rafvirkja- félagið) og Sigurjóni Jónssyni (Járnsmiðafélagið) að hafa á hendi framkvæmdastjórn fyrir samstarfi félaganna. í júní 1936 gerðu spænskir fas- istar uppreist, með stuðningi þýzkra og ítalskra fasista, gegn löglega kosinni ríkisstjórn vinstri flokkanna. Blað Framsóknarflokksins, „Dagur“, tók þá ákveðna afstöðu á móti fastistunum og uppreist þeirra, og skrifaði af samúð með hinni löglega kjörnu lýðveldis- stjórn — enda var Ingimar Eydal þá ritstj. „Dags“ en ekki dollara- dindillinn og pólitíski hálfvitinn Haukur Snorrason. En Ingimar Eydal hafði mörgum árum áður haft allmikið samstarf við verka- lýð bæjarins og meðal annars kosinn fyrst í bæjarstjórn með atfylgi verkamanna og nánu, skipulagsbundnu samstarfi við þá. Framsókn hafði líka um langt áraskeið að kjörorði: Allt er betra en íhaldið, en nú hefur hún ásamt íhaldinu tekið upp kjörorð Hitl- ers, Göbbels og Franco: Niður með kommúnismann. Til staðfestingar á því, hve stefna og starf Framsóknar er orðin gjörbreytt, meira að segja þó ekki sé farið lengra aftur í tímann en 1936, skulu birtar hér orðréttar nokkrar tilvitnanir úr „Degi“: Dagur 30. júlí 1936: „Fyrir nálega hálfum mán- uði brauzt út uppreisn á Spáni gegn stjórn vinstri flokk- anna“.......„Að uppreistinni standa fasistar og konungs- sinnar“. •> 3. september 1936: „Og fasistar á Spáni gera blóðuga uppreisn gegn lög- legri stjórn og eru á góðum vegi með að leggja land sitt og þjóð í rústir“. 10. september 1936: „í sambandi við borgara- styrjöldina á Spáni hefur að undanfömu mest verið rætt um borg eina, er Irun nefnist. Formaður Verkamannafélagsins Hlíf í Hafnarfirði, Hermann Guð- mundsson, var mættur á undir- búningsfundinum og lýsti sig samþykkan þessu samkomulagi. Eins og kunnugt er voru eftir- talin félög áður búin að segja upp samningum sínum: Verka- kvennafélagið Framsókn, Starfs- stúlknafélagið Sókn, Nót, félag netabætingafólks og Mjólkur- fræðingafélag íslands. . . . . Hefur uppreistarherinn sótt ákaft að borg þessari.... Þegar bardaganum lauk var borgin öll í brennandi rústum. Þeir af borgarbúum, sem féllu í hendur uppreisnarhernum, voru allir brytjaðir niður, en þúsundir borgarbúa flýðu í dauðans ofboði yfir landa- mœrin til Frakklands. Upp- reisnarmenn ráku flóttann með skothríð og drápu alla, er þeir náðu til, jafnt konur og bqrn sem aðra.“ Nú eru liðin um 12 ár síðan Franco, leiðtogi spænskra fasista, náði völdunum á Spáni. Mikil breyting hefur orðið í heiminum síðan Franco hóf uppreisn sína. Mussolini og Hitler eru horfnir í skaut jarðar, og Sjang Kai Shek hrakinn af meginlandi Asíu og japanska fasismanum greitt banasárið. Hins vegar hefur sú breyting orðið á, að „Dagur“ er nú orðinn stuðningsblað spænska fasismans og flokkur sá, er gefur hann út, gert ráðstafanir til þess að ísland verði bandalagsríki Spánar. Er þá ástandið á Spáni svona glæsilegt eftir 12 ára stjórn Franco? Við skulum láta stjórn- arblaðið og heildsalamálgagnið „Vísir“ lýsir því, samherja „Dags“ í baráttunni gegn komm- únismanum, enginn þarf að halda að það blað segi ástandið í ríki Franco verra en það er. En „Vís- ir“ segir 6. apríl sl. orðrétt: „Einraðisstjórnin hefur að und- anförnu œ ofan i œ lofað ráðstöf- unurn til þess að draga úr dýrtið- inni, en þœr ráðstafanir hafa reynzt- misjafnlega og óánægjan farið va.x- andi. Hráefnaskortur veldur og erf- iðleikum i iðnaðinum. Hið háa ull- arverð t. d. veldur skorti á fingerð- ari ull en Sþánverjar framteiða sjálfir, þvi að sina eigin ull nota þeir aðeins i grófgerðari dúka. Karl- mannafatnaður i Madrid er nú 75 af hundraði dýrari en hann var i nóvember. Kolaskortur er i landinu og verð- (Framhald á 4. síðu). með þriggja manna áhöfn Fimmtudaginn 12. þ. m. týndist íslenzk flugvél á leiðinni frá London til Prestwick í Skot- landi. Hefur ekkert til hennar spurzt síðan. í flugvélinni voru þeir Páll Magnússon flugmaður, Rvík, en þeir höfðu nýlega keypt Rvík ,en þei rhöfðu nýlega keypt þessa flugvél. Einn Englendingur var einnig í flugvélinni. Leikkvöld Menntaskól- ans á Akureyri Leikfélag Menntaskólans hafði frumsýningu sl. föstudag á hinum bráðskemmtilega gamanleik Sundgarpurinn eftir Franz Arn- old og Ernst Bach. Tókst sýning- in prýðilega og var leikurunum forunnarvel tekið af leikhús- gestum. Leikstjóri er Jón Norðfjörð. Um mörg ár hefur Leikfélag Menntaskólans æft leik á vetri hverjum og hefur Jón Norðfjörð jafnan verið leiðbeinandi félags- ins og leyst það starf af hendi með alveg sérstakri prýði. Leikkvöld Menntaskólans er að verða fastur liður í skemmtana- lífi bæjarbúa, og er það vel farið, bæjarbúar hafa líka sýnt það, að þeir kunna að meta þetta starf skólafólksins, því aðsókn að leik- sýningum Menntaskólans hefur farið vaxandi og þær átt auknum vinsældum að fagna. Aðalhlutverkið í leiknum, Ottó (Framhald á 4. síðu). 1936 var „Dagur" andsiæður Franco, 1951 er hann stuðningsmaður hans!

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.