Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.09.1951, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 28.09.1951, Qupperneq 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 28. sept. 1951 Brot úr ferðaþáttum (Niðurlag). 12. júlí. Klukkan átta hófst þjóðlaga- keppnin, við áttum að syngja fimmtu í röðinni af sjö kórum, svo að alllöng bið varð, þar til röðin kom að okkur, en allir virtust rólegir og öruggir og ekki fum á neinum. Keppnislögin okkar voru þrjú íslenzk þjóðlög, sem sé: „Forðum tíð einnbrjótur brands", „Keisari nokkur mætur mann“ og „Björt mey og hrein“. Þrátt fyrir ofurlítil mistök, sem stöfuðu af því, að lögin voru tilkynnt og sungin í annarri röð en við höfðum vanizt, tókst söngurinn vel og eg held að meðferð okkar að þessu sinni hafi verið með því bezta, sem við höfum gert. A eftir hlustuðum við á síðasta kórinn, en síðan voru sýndir þjóðdansar. Litlu síðar voru úrslit tilkynnt. Fyrstu verð- laun hlaut kór templara héðan úr borginni, en Kantötukór Akureyr- ar önnur verðlaun. Mér er óhætt að segja, að ósvikinn fögnuður hafi gripið alla kórfélaga við þessi úrslit. Allt okkar erfiði og fyrir- höfn á liðnum vetri hafði þó ekki verið til ónýtis. Gieði okkar brauzt þó ekki út í jafn ofsalegum fagn- aðarlátum og hjá sænska kórnum, sem hlaut fyrstu verðlaun, þeir túlkuðu gleði sína óspart með hljóðum og hreyfingum, og entu með því að „tollera" söngstjórann sinn. Við aftur á móti bárum ekki eins mikil ytri merki fagnaðar, en mörgum mun hafa verið hugsað heim og glaðst yfir þvi að geta lagt ofurlítinn jákvæðan skerf til að kynna landið okkar á þessum vettvangi. Eftir að úrsilt höfðu verið tilkynnt, var haldið heim á St. Göran, en þar bjó þessa daga í nábýli við okkur sænskur kór, of- an úr dölum, var setið yfir kaffi- borðum og sungið fram eftir kvöldi. Allir munu síðan hafa gengið til náða glaðir í sinni og ánægðir með þennan fyrsta dag okkar í höfuðborg Svíaveldis og þakklátir þeirri forsjón, sem hafði gert okkur kleyft að fara þessa ferð og komið okkur klakklaust á þennan aðaláfangastað ferðarinn- ar. 13. júlí. Eftir að hafa borðað á Bucken, fórum við til Konserthússins til að hlusta á svokallaða „Palestrína“- keppni, sem átti að hefjast kl. 1. Keppnin er þannig, að allir kór- arnir syngja fyrst sama lagið, eft- ir tónsk. Palestrína, eitt lag eftir Brahms, en þriðja lagið er sjálf- valið. Við höfðum frjálst val um það í hvorri keppninni við yrðum þátttakendur og völdum við þjóð- lagakeppnina. I þessari keppni tóku þátt átta kórar, fyrstu verð- laun hlaut sænskur háskóla-kór héðan úr borginni, en önnur verð- laun fékk Ólafskórinn frá Þránd- heimi. I Konserthúsinu áttum við að mæta til söngs klukkan sjö. Klukkan um hálf átta náðum við loks á áfangastað, rétt í sama mund og kórinn átti að fara að troða inn á „senuna“, þóttumst við hafa sloppið betur en á horfð- ist. Tilhögun var sú þetta kvöld, að fyrst voru verðlaunakórarnir fjórir látnir fara allir í einu inn á „senuna“, þar sem verðlaun voru afhent mjög hátíðlega, býst eg við að sú stund verði okkur öllum ógleymanleg, hver og einn hlaut að verða fyrir áhrifum af þessari hátíðlegu athöfn, óg ekki sízt við Islendingarnir, sem þarna vorum hylltir fyrir listrgen afrek í fram- andi landi. A eftir söng svo hver kór sitt „prógram". Sennilega höf- um við aldrei verið upplagðari til söngs en þetta kvöld, enda gerði söngur okkar svo mikla lukku, að fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna, urðum við að endurtaka eitt lag og syngja aukalag.Egfyr- ir mitt leyti varð ekki fyrir jafn djúpri snertingu af samhug söng- systra og bræðra, sem þetta kvöld, og ef til vill á það eftir að endast bezt af minningum mínum um þessa ferð, sem margar eru óneit- anlga hugljúfar. Konserthúsið tek- ur um 1200 manns í sæti og var það fullskipað þetta kvöld. Höskuldur Egilsson. UTAN ÚR HEIMI Hinn heimskunni danski rithöf- undur Martin Andersen Nexö er kominn til Dresden ásamt fjöl- skyldu sinni. Nexö er nú 82 ára. Hyggst hann að dvelja fyrst um sinn í litlum bæ, sem heitir Rade- beul í nágrenni Dresden. Vinnulaun í Tékkóslóvakíu eru nú 70% hærri en 1946. Sem dæmi um batnandi lifskjör alþýðunnar í Tékkóslóvakíu má nefna að sala á húsgögnum var 84% meiri á fyrra helmingi þessa árs, en á sama tíma í fyrra, saumavéla60% meiri og mótorhjóla 37% meiri. 1. þ. m. var búið að safna í Kína fé til að kaupa fyrir 2.452 flugvélar, sem eru ætlaðar kín- versku sjálfboðaliðunum í Kóreu. —o— Sovét-eistneski kúluvarparinn Heino Lipp setti 10. þ. m. nýtt Evrópumet í kúluvarpi, hann kastaði 16,98 metra. Miklar breytingar hafa nýlega orðið á ritstjórnarskrifstofum enska blaðsins Picture Post. Eru þær táknrænt dæmi um, hvað það er fjarri því að lýðræði og prentfrelsi ríki í Bretlandi. Fyrir nokkru síðan skrifaði James Cameron, einn af fréttariturum blaðsins, grein um hryðjuverkin, sem framin hafa verið í Kóreu undir forustu Bandaríkjanna. Ut af þessari grein urðu deilur milli ritstjórans og eigenda blaðsins, og lauk þeim á þann veg, að James Cameron var sagt upp. — Ráðinn var sérstakur ritstjóri er- lendra tíðinda, og í það starf ráð- inn Sylvain Mangeat, sem áður var stjórnmálafréttaritari Reut- ersfréttastofunnar. Mr. Mangeat var fyrrum einn af starfsmönn- um brezku utanríkisþjónustunn- ar. Mr. Tom Hopkinson, sem var ritstjóri Picture Post þegar deil- umar um hryðjuverka-greinina hófust, fór frá blaðinu; sama (Framhald á 4. síðu). NÆR OG FJÆR Prýðileg framleiðsla. Um þess- ar mundir er sýning á skófram- leiðslu Iðunnar í einum sýning- arglugga KEA. Þessi sýning er sannarlega þess virði að hún sé athuguð gaumgæfilega. Það var að vísu löngu kunnugt ,að Skó- verksmiðjan Iðunn framleiddi vandaða skó og prýðilega fallegar gerðir, en hafi einhver verið í vafa um það, væri ekki úr vegi fyrir hann að skoða skóna, sem eru nú í sýningarglugga KEA. Það er ekki vafi á því, að íslenzk- ar hendur eru þess umkomnar að leysa sitt verk af hendi með prýði, íslendingurinn er að því leyti af dvergakyni. En ömurlegt er til þess að vita, að ríkisvaldið skuli með öllum ráðum reyna að eyðileggja ís- lenzkan iðnað í stað þess að hlúa að honum eins og frekast er unnt. íhaldsblaö hefur orðift: í Viku- tíðindum, íhaldsblaðinu, sem gef- ið er út af svonefndu Skatt- greiðendafélagi í Reykjavík, er eftirfarandi klausa 23. þ. m.: „Það sem hin blöðin hafa lagt til landhelgismálsins er næsta aumlegt, nema ef telja á hinar nákvæmu frásagnir af öllu er viðkom töku rússneska móður- skipsins Tungus í landhelgi á Herdísarvík. Hefur aldrei fyrr í íslenzkum blöðum verið óskapazt meira út af landhelgisbroti en að þessu sinni. Meira að segja not- aði eitt dagblaðið stærsta fyrir- sagnaletur sitt til þess að skýra frá því, að ákveðinn lögfræðing- ur hér í bæ, sem rekur mál- flutningsskrifstofu, og jafnframt er þingmaður fyrir komma, hafi tekið að sér að flytja mál rúss- neska skipstjórans! Var saga! Hefur landhelgisbrot þetta verið slíkt efni í æsifréttir, að skömm er að fyrir íslenzka blaðamenn og sýnir, hvað þeir eru málefnalega rúnir og andlega forpokaðir. (Framhald á 4. síðu). Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, er auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför HREFNU HALLGRÍMSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Jón Sigurgeirsson og börn. Aðvörun Þeir, sem eiga vangoldin iðgjöld, einn eða fleiri mánuði, til Sjúkrasamlags Akureyrar, eru á- minntir um að gera skil nú þegar. Læknum og lyfjabúðum er óheimilt að afgreiða á kostnað samlagsins aðra en þá, er geta sýnt fullkvittaðar iðgjaldabækur. Munið að viðhalda réttindum yðar. Sjúkrasamlag Akureyrar. Gagnfræðaskóli Akureyrar Skólinn verður settur mánudaginn 1. október n. k., kl. 2 eftir hádegi. Akureyri, 24. september 1951. ÞORSTEINN M. JÓNSSON, skólastjóri. Er komin aftur á markaðinn og fæst í Nýlenduvöru- deild KEA og öllum útibúum. Ný félagsbók Máls og menningar Hugvekja til ísfendinga Úrval úr ritum og ræðum Jóns Sigurðssonar til loka þjóðfundar JAKOb BENEDIKTSSON, magister, hefur valið kaflana og séð um út- gáfuna, en SVERRIR KRISTJÁNSSON, sagnfræðingur, ritar framan við bókina stórmerka grein, sem liann nefnir íslenzk stjórnmdlahugsun og Jón Sigurðsson. Bókin er gefin út. í aldarminningu Þjóðfundarins 1851, eins svipmesta at- burðar í sögu íslands, þegar Jón Sigurðsson mótmælti ofbeldi ltins erlenda fulltrúa og Jtingmenn tóku undir einum rómi: vér mótmælum allir, en Jjau mótmæli urðu Islendingum síðan leiðarljós í sjálfstæðisbaráttunni. Félagsmenn á Akureyri eru beðnir að vitja bókarinnar til Elísabetar Eiríksdóttur, Þingvallastræti 14. MÁL OG MENNING

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.