Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.08.1952, Page 2

Verkamaðurinn - 22.08.1952, Page 2
Frelsi og alvinnuleysi Dagur virðist nú horfinn frá þeirri skýringu á atvinnuleysinu og vandræðunum, sem íslenzka þjóðin og þjóðir Vestur-Evrópu eiga nú við að búa, að þessi lönd séu svo harðbýl, að þar sé ekki hægt að lifa góðu lífi. Enda var hún í fyllsta máta einkennileg. Ekki tekur þó betra við, því að eftir leiðara að dæma í síðasta blaði verður varla annað ályktað, en að Dagur telji að í atvinnu- leysinu og vandræðunum felist hið mesta frelsi og lýðræði. Það sé nú eitthvað annað en í löndun- um fyrir austan járntjaldið, þar njóti menn ekki þessa frelsis at- vinnuleysisins, heldur búi við „öryggi fangaklefans". í þessari Dagsgrein segir svo: „Atvinnuöryggi það, sem komm- únistar segja að ríki í einræðis- ríkjunum, er ekki annað en ör- yggi fangaklefans. Fanginn hefur rúm að liggja í og hann fær sinn málsverð útilátinn og nokkur klæði til að skýla nekt sinni. En hann er sviptur dýrmætustu réttindum hvers manns, að fá að ráða för sinni og hegðan sjálf- ur, að vinna hörðum höndum að skapa séríog sínum lifshamingju á þeim vettvangi, sem hugurinn helzt girnist. Þennan dýrmæta rétt varðveita lýðræðisþjóðir Vesturlanda.“ Og svo er haldið áfram og manni ætlað að skilja það, að einmitt af þessum rétti til að skapa sér og sínum lífsham- ingju, leiði atvinnuleysið. Nú er það dálítið undarleg „tilviljun“, að það er einmitt í þeim löndum, þar sem Dagur segir að menn séu sviptir réttin- um „til að fá að vinna hörðum höndum“ að rétturinn til atvinnu er tryggður með stjórnarskrár- ákvæði, en á hinum „frjálsu“ Vesturlöndum finnast engin slík ákvæði, en það aftur á móti talið eðlilegt af ráðamönnum og mál- gögnum þeirra eins og Degi, að nokkurt atvinnuleysi ríki. Hvað er annars mikið frelsi hins atvinnulausa manns? Getur hann gert það, „sem hugurinn helzt girnist?" Tæplega. Hann getur ekki veitt sér og sínum það, sem hann hefði kosið. Val hans milli atvinnugreina og vinnu- staða er í því einu fólgið, að hann getur leitað sér að atvinnu hvar sem er, alveg eins og betlarinn getur barið að dyrum hvar sem er. Frelsi atvinnuleysingjans er bundið við það eitt, sem hann getur fengið fyrir ekki neitt, en það er harla fátt. Hætt er við að orðskrúð Dags um frelsið og lýð- ræðið verði heldur þunn fæða og fjörefnasnauð á borðum atvinnu- leysingjanna í vetur. Það er að vissu leyti rétt, að atvinnuleysið og skorturinn er afleiðing frelsis sérstakrar teg- undar. Það er afleiðing frelsis nokkurra auðamanna og valda- braskara til að ráða yfir verð- mætum þjóðfélagsins, frelsi þeirra til að auðga sig á annarra vinnu, frelsi þeirra til að láta sína þröngu sérhagsmuni sitja í fyrir- rúmi fyrir hagsmunum fjöldans, frelsi þeirra til að traðka á helum um rétti hvers þegns til góðrar af komu og lífshamingju. Frelsið, sem þetta skipulag tryggir hinu vinnandi fólki er aftur á móti aðeins frelsi til að láta arðræna sig, frelsi til að biðja auðmenn- ina um atvinnu og oft aðeins frelsi skortsins. Afturhaldsblöðin kenna afla- leysi og harðæri um öll þau vandræði, sem við eigum nú við að búa. Víst er um það, að síldar- leysið veldur þungum erfiðleik- um, einkum á stöðum, sem byggja atvinnulíf sitt á sildar- verkun og síldariðnaði eins og Siglufjörður, Raufarhöfn og fleiri staðir hér norðanlands. En það eru mörg önnur vandræði, sem ekki stafa af sfldarleysinu. Og heildarafli landsmanna nú á þessu ári er orðinn meiri en undanfarið, þrátt fyrir sfldar- leysið. Nú eru líka aðalvand- kvæðin í því fólgin að selja sjáv- arafurðimar, þ. e .a. s. ef ekki má nota aðrar aðferðir til þess en þær, sem nú eru notaðar. Það er hlálegt, að þeir ráðamenn skuli vera að barma sér yfir aflaleysi, sem ekki eru færir um það að koma þeim afla, sem veiðist, í sæmilegt verð. Það er gagnslítið að fiska og fiska, þegar stjórn- leysið er það mikið, að fiskurinn er látinn safnast fyrir óseldur í landinu eða fluttur til Ameríku til liggja þar óseldur. Tveir for- ystumenn hraðfrystiiðnaðarins hafa nú alveg nýlega skrifað at- hyglisverða grein, þar sem þeir sýna fram á óstjómina á þessum málum. Þeir sýna fram á það, að hér á landi þyrfti ekki að vera neitt atvinnuleysi, ef málum væri þannig skipað, að allir möguleik- ar væru hagnýttir. Þessir menn eru ekki neinir kommúnistar, svo að ritstjóra Dags er þess vegna óhætt að lesa það sem þeir segja. Þeir, sem ekki er alveg sama um, hvernig háttað er lífsaf- komu fólks, hvort nokkuð rætist úr vandræðunum, geta ekki lát- ið sér nægja það, að barma sér og kenna óviðráðanlegum orsök- um. Þaðan af síður dugir að þyrla upp málskrúði og rökleys- um um frelsi, lýðræði og þ. h. í stað þess að horfast í augu við staðreyndirnar. Það gera þeir einir, sem skoða það sitt hlut- verk, að afsaka óstjómina og réttlæta það, að nokkrum hluta þjóðarinnar sé fyrirmunað að bjarga sér. ÞÓRUNN S. TRYGGVASON. (Framhald af 1. síðu). hvert áheyrendasæti skipað. Að vísu er þessi árstími ekki hent- ugur til hljómleika, en hér á svo merkilegur íslenzkur tón- snillingur í hlut, sem er auk þess úr nágrenni Akureyrar, að tóm- læti er varla afsakanlegt. Slíkir afburðamenn í listum og bók- menntum eru þeir, sem gefa ís- lenzku þjóðinni tilverurétt og skapa henni virðingarsess meðal menningarþjóða. Barátta slíkra listamanna er bæði löng og hörð, en áhugi fólksins og skilningur á starfi þeirra og afrekum er þeim ómetanlegur aflgjafi. Auk þess mun engan, sem fer að hlýða á list Þórunnar, nokkurn tíma iðra þess. A. S. Úr skýrslu um starfsemi Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar 1951. 13. starfsár. Sumarið 1951 hóf Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar starf semi sína laugardaginn 7. júlí. Er það nokkru seinna en undanfarin sumur ,en vegna aðgerða (máln- ingar o. fl.) á húsinu, gat það ekki hafið starfsemi sína fyrr. Er þetta þrettánda sumarið, sem heimilið er starfrækt af stúkunni Framsókn nr. 187. Starfsemi heimilisins var hin sama og undanfarandi sumur. — Heimilið var daglega opnað ki 10 f. h. og lokað kl. 23.30 e. h. Veitingar: mjólk, kaffi, öl og gosdrykkir voru framreiddir alla daga. í veitingasal lágu frammi flest blöð og tímarit. í lesstofu var bókasafn heimilisins opið alla daga. Pappír og ritföng fengu gestir eftir þörfum endurgjalds- laust. Skrifuð voru 468 bréf í lesstofu. Heimilið tók á móti 286 bréfum til sjómanna. Annast var um móttöku og sendingu bréfa, peninga og símskeyta og land- símtöl afgreidd. Teknir voru til geymslu ýmsir munir. Útvarp var í veitingasal og píanó og orgel til afnota fyrir gesti heim- ilisins. Starfsfólk heimilisins var að þessu sinni: Lára Jóhannsdóttir, er veitti heimilinu forstöðu, Mar- heiður Viggósdóttir, Ragnhildur Eiríksdóttir og Helga Helgadóttr, er imnu við framreiðslu í veit- ingasal; Baldvina Baldvinsdóttir vann í eldhúsi; Soffía Jóhannes- dóttir sá um brauðbakstur fyrir heimilið. — Gyða Pálsdóttir starfaði við böðin. Ennfremur starfaði Jóhann Þorvaldsson við heimilið um tveggja mánaða tíma. Að þessu sinni starfaði heimilið 66 daga, frá 7. júlí til 10. september, að báðum dögum meðtöldum. Þann 10. sept. var allt aðkomuverkafólk í Siglufirði farið, svo og margir Siglfirðingar komnir suður á land í atvinnu- leit. Flest skip voru einnig hætt síldveiðum fyrir Norðurlandi. Bókasafn heimilisins var opið til afnota fyrir gesti alla daga. Bókasafnið telur nú um 2300 bindi. Bækur voru lánaðar í skip í sérstökum kössum, er heimilið lagði til. Lánuð voru flest 10 bindi í hvem bókakassa. 48 skips hafnir fengu bókakassa og marg- ar skiptu oft um í kössum sínum. Alls voru lánuð út um 1300 bindi. Starfstími heimilisins var að þessu sinni nokkru styttri en venjulega. Aðsókn var mun minni en áður og er það skiljanlegt, því sárafátt aðkomufólk vahn hér í landi. Fá erlend skip, og íslenzku sfldveiði- skipin mestan tímann fyrir aust- an og komu sjaldan til Siglu- fjarðar. Gestafjöldi var sem hér segir: Júlí 2576 Ágúst 3587 September (1.—10.) 649 Alls 6802 Stjórn Sjómanna- og gesta- heimilis Siglufjarðar skipa: Pét- ur Björnsson, Andrés Hafliðason, Kristján Róbertsson. ÚTSALA! 10-50% verðlækkun á öllum vörum! Þessi kostakjör standa yður til boða frá 21. til 30. þ. m. Vörutegundir: Kvenkápur, dragtir, suinarjakkar, sokkar (perlon, nylon, ísgarn, bómull), kvenkjólar, hanzkar, töskur, slæður, belti, húfur úr riffluðu flöjeli, kápuefni, kjólaefni, gardínuefni, rifflað flauel, barnasokkar, Rayon gabar- dine, fóðurefni, o. fl. * ★ ★ Karlmannaskyrtur (tékkneskar), karlamannasokkar, karlmannahattar, hálsbindi og hanzkar. ' NÚ ER TÆKIFÆRI TIL AÐ FÁ SÉR ÓDÝRAR VÖRUR. VERZLUN B. LAXDAL Söluskattur Þeir söluskattsgreiðendur á Akureyri, sem enn hafa ekki greitt að fullu söluskatt fyrir 2. ársfjórðung þessa árs, eru hér með aðvaraðir um, að farið verður að beita lokunarákvæðum í reglugerð frá 5. apríl 1951 í þessari viku og eigi síðar en á föstudaginn 22. þ. m. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 18. ágúst 1952. Frá Barnaskóla Akureyrar Skólinn tekur til starfa þriðjudaginn 2. sept., kl. 9 árdegis. Mæti þá öll börn, fædd 1943, 1944 og 1945. Á sanra tíma hefst sundnámskeið íyrir þau börn úr 4., 5. og*ö. bekkjum (miðað við s. 1. vetur), senr ekki hafa þegar lokið sundprófi. Kennarafundur á mánudag, 1. sept., kl. 1 síðdegis. Skólastjórinn. Vélstjóranámskeið Fiskifélag íslands efnir til vélstjóranámskeiðs á Akur- eyri í haust, og hefst það 1. október n. k. Allar upplýsingar nánrskeiðinu viðkomandi gefur undirritaður, og sé umsóknum skilað til hans fyrir 15. september næstkomandi. Helgi Pálsson. Happdrætti Háskóla Islands Endurnýjun til 9. flokks hefst 25. þ. m. Verður að vera lokið 9. september n. k. Munið að endurnýja í tíma! Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. Auglýsið í Verkamanninum!

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.