Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.01.1954, Síða 5

Verkamaðurinn - 15.01.1954, Síða 5
Föstudaginn 15. janúar 1954 VERKAMAÐURINN 5 Guðrún Guðvorðardóttir: Húsmæðraskólinn og framtíð hans Samvinnustefna og sósíalismi (Bréf frá samvinnumanni) Síimarið 1952 var eg að sýna gamalii vinkonu minni, sem var gestkomandi i bænum, þaö helzta, sem gestum er sýnt: Gróðrar- stoðina, Lystigarðinn, kirkjuna, skólana o. s. frv. Þegar við stóðum andspænis Húsmæðraskólanum, varð henni að orði: „Hvemig stendur á því, að stúlkur héðan koma alla leið til ísafjarðar á kvennaskóla og hafa þó svona fallegan skóla heima hjá sér?“ Þessi athugasemd varð til þess, að eg fór að velta þessu fyrir mér. Eg hafði skoðað skólann óg vissi því að hann var ekki síður i'aliegur og fullkominn innan en utan. Eg fór að spyrja stúikur, sem höfðu verið í húsmæðraskólum annars staðar, hvers vegna þær hefðu ekki heldur farið í Hús- mæðraskóla Akureyrar, það hlyti þó að vera ódýrara. Algengustu svörin voru þau, að þær viidu gjarnan slá tvær flugur í einu höggi, læra hússtjóm og sjá sig um og kynnast nýju umhverfi. Flestar tilfærðu einnig þá ástæðu, að ekki væri heimavist í skólan- um, því að sumar höfðu slæma aðstöðu tii að búa heima og flest- um fannst það óþægilegt. Skólinn tók til starfa haustið 1945 og var aðsókn að honum ágæt fyrstu árin. Var hann þá sóttur bæði af bæjarstúlkum og aðkomustúlkum. — Upphaflega mun hann einkum hafa verið æti- aður fyrir stúlkur úr bænum, og því ekki byggður með heimavist strax í upphafL Þó mun hafa verið gert ráð fyrir því að heima- vist yrði byggð í framtíðinni og jafnvel munu vera til teikningar og gamlar áætlanir þar að lút- andi. Ástæðan tii, að eg tek þetta mál til athugunar nú, er einfaldlega sú, að allmargar konur hafa nú undanfarandi látið í ljósi við mig miklar áhyggjur út af framtíð skólans og jafnvel ótta við, að aukizt ekki aðsókn að honum, kynni svo að fara, að húsinu yrði ráðstafað til annarra nota. Sá þóttur, sem konumar áttu í að koma byggingu Húsmæðraskól- ans í framkvæmd verður áreið- anlega aldrei ofmetinn. Fyrst og fremst með stofnun Húsmæðra- skólafélagsins og forystu þess í fjársöfnim, en almennur áhugi og skilningur kvenna í bænum létti mjög þá starfsemi. Þegar byggingin var komin upp gaf félagið alla innanstokksmuni í skólann, en auk þess átti það fulltrúa í byggingarnefnd hans og síðar skólanefnd. Mér finnst ekkert undarlegt þó konunum, sem búnar eru að leggja fram þetta mikla starf til að koma skólanum upp og gera hann svo vel úr garði, sem frek- ast er unnt, sé ekki sársauka- laust að sjá hann standa lítið sem ekkert notaðan. Það er óhugs- andi að konur almennt geti að- gerðarlausar horft upp á það, að allt þetta mikla starf verði að engu. Orsciklmai til hinnar daufu aðsóknar að skólanum eru eflaust margvíslegar. Aðsókn að skólum almennt hefur mikið dofnað síð- ustu árin ,og munu fleiri kvenna- skólar en þessi hafa staðið hálf- tómir. Versnandi afkoma og sí- felldur hrunsöngur forráðamanna þjóðarinnar hefur dregið mjög úr áræði hinna efnaminni til að ráð- ast í skólagöngu og hafa þessar orsakir auðvitað haft sín áhrif hér eins og annars staðar. Þá hefur skorturinn á heima- vist tvímælalaust verkað í þá átt að stúlkur sæktu síður um skóla- vist, því að aðkomustúlkur munu allar óska eftir heimavist og bæj- arstúlkur flestar kjósa það held- ur en að búa út í bæ. Tilgangur minn með þessum línum er fyrst og fremst að vekja athygli sem flestra kverma á því, hvert stefnir í þessu húsmæðra- skólamáli, og fá þær til að hug- leiða hvað helzt sé hægt að gera til að tryggja það að skólinn komi að fullum notum. Ef konur almennt tækju hönd- um saman undir forystu Hús- mæðraskólafélagsins og beittu áhrifum sínum í þá átt að örfa ungar stúlkur til að sækja um skólann og jafnframt til þess að heimavistin yrði byggð sem allra fyrst, þá held eg að stórt spor væri stigið í þá átt að tryggja það að skóhnn verði í framtíðinni eins og hingað til það, sem honum var frá upphafi ætlað að verða: menntasetur fyrir ungar stúlkur, bæði héðan úr bænum og annars staðar af landinu. Eru Sovétríkin að eign- ast stærsta fiskiskipa- flota heims? Brezka blaðið Financial Times flytur þær fregnir nú fyrir skemmstu, að Sovétríkin eigi nú í smíðum víða á Vesturlöndum fjölda mjög fullkominna fiski- skipa. Meðal þess eru 10 fljótandi niðursuðuverksmiðj ur, hvert 2000 lesta og nokkrir 500 lesta togarar í Kiel og Hamborg og fjöldi tog- ara og annarra fiskiskipa í Bret- landi, þ á. m. nokkurra togara af svipaðra gerð og Jörundur. — Blaðinu telzt svo til, að þegar smíði alls þessa skipastóls er lok- ið, eigi Sovétrikin stærsta og full- komnasta fiskiskipaflota heims. Enn er ósamið við sjómenn Þrátt fyrir að komið er fram í miðjan janúar og tveir mánuðir síðan sjómenn gerðu kunnar kröfur sínar, hefur enn ekki náðst samkomulag í deilunni. Eins og endranær, þegar alþýðan á þessu landi ætlar að rétta hlut sinn eitt- hvað, er það ríkisstjórn aftur- haidsins, sem stendur í vegi fyrir því að samningar razkist. Hálfan annan mánuð lét hún liða án þess að hreyfa svo mikið sem litla fingur til þess að leysa deiiuna, sem er þó svo auðvelt sem verið getur, þar sem sú hækktrn, sem sjómenn fara fram á, er ekki nema lítið brot af því sem t. d. olíufélögin ræna af útgerðinni. Það er öllum að verða ljóst, að bátarnir fást ekki mannaðir, nema gengið verði að kröfunum, en ríkisstjórnin virðist láta sig það htlu skipta, ekki er annað hægt að sjá, en henni gildi það einu, hvort nokkur fiskur verður veiddur eða ekki. Nú eru stöðugt að opnast meiri og meiri markaðir fyrir fisk okk- ar og fiskafurðir, en það ætti vissulega að vera hverri þeirri ríkisstjóm, sem einhvers lætur sig varða hag þess fólks sem hún er umbjóðandi fyrir, hvöt og skylda til þess að gera allt til að fiskveiðarnar gangi sem bezt og greiðlegast. VERKAK VEN N AFÉLAGIÐ EINING hefur SKEMMTIKVÖLD í ÁSGARÐI næstk. sunnudag, 17. þ. m., kl. 8 síðdegis. — Til skemmtunar verður félagsvist og dans Kaffi verður framreitt á staðn- um, en félagskonur eru beðnar að hafa með brauð og sykur. NEFNDIN. Samvhma og komúnismi nefn- ist grein í Degi 13. þ. m. Greinar- höfundur hyggst að gera greinar- mun á samvinnustefnu og sósía- lisma og þá sérstaklega, hver mun ur sé á þeim í framkvæmd. Fyrsti þyrnirinn í augum höf- undar er að rússnesku komm- únistamir skyldu komast til valda með byltingu og slær því föstu að sósíalistar álíti það svik við stefn- una að koma sósíalistisku hag- kerfi á „með lýðræðislegum hætti.“ Þetta hefur nú heyrzt fyrr en hver er sannleikurinn? Tökum nokkur dæmi: Á Spáni sigraði vinstri fylking í þingkosn- ingum árið 1936 og hugðist breyta þjóðskipulaginu í átt til sósíal- isma með þeim þingmeirihluta sem hún hafði. En hvað skeður? Hægri flokkarnir neita að hlýða úrskurði hins kjörna þingmeiri- hluta og hófu uppreisn með fas- istann Francó í broddi fylkingar og náðu völdum eftir ægilegt blóðbað. Og hvers vegna fór svona? Vegna þess að vinstri flokkarnir fóru lagaleiðina í valdatöku sinni og festu sig ekki í sessi með öflugum her, trúandi því, að hægri flokkarnir sættu sig við lýðræðið, þó að þeir væru sjálfir í minnihluta. Með öðrum orðum. Hægri flokkamir telja lýðræðið gott meðan það tryggir hinum ríku meirihluta og stjórn, en það er þeim fjötur um fót ef þeir komast í minnihluta. Byltingaforinginn spánski sendi forseta íslenzka lýðveldisins heillaóskaskeyti í vetur og skeyt- ið var þakkað. ísland hefur við- urkennt spönsku fasistabylting- una sem lýðræðislega! Vill greinarhöfundur skýra fyr- ir mér og öðrum lesendum Dags, hvernig lýðræðinu er háttað í löndum, þar sem t. d. kommún- istaflokkar eru bannaðir og hvernig hægt væri að koma kommúnisma þar á, á lýðræðis- legan hátt? Er lýðræðið þar má- ske fólgið í að yfirheyra sjómenn á öllum skipum, sem sigla til Bandarík j anna ? Vill greinarhöfundur ekki skil- greina orðið lýðræði fyrir lesend- um Dags. Sósíalisminn — sem hann kallar alltaf kommúnisma — er lýðræðislegur, eða getur greinarhöfundur bent á dæmi t. d. úr starfsemi Sósíalistaflokks- ins hér á landi, sem brjóta í bága við lýðræðið? Hvað byltingunni í Rússlandi viðvíkur, þá er um það að segja, að það sem gerðist var að þjóðin reis upp, steypti keisarastjórninni af stóli. Þjóðin varð síðan að berjast við innrásarher frá flest- um eða öllum stórveldum heims svo árum skipti og bar sigur úr býtum. Talar það eitt sínu máli um það, að mikill meirihluti fólksins stóð að byltingunni, enda var ekki hægt að koma hags- munamálum þjóðarinnar fram á svokallaðan lýðræðislegan hátt, þar sem keisarastjómin, í skjóli hervalds, og allir þeir, sem börð- ust fyrir bættum hag þjóðarinnar, voru annað hvort fangelsaðir eða drepnir. Byltingin var í því landi nauðsyn, sem ekki varð umflúin. Greinarhöfundur segir: „.... á byltingu og ofbeldi er stefnan alin, á hatri og heift til náung- ans.... Nú SKyldu fyrrverandi öreigar verða kúgarar, en fyrr- verandi kúgarar verða öreigar" Þarna hefur maður það, þetta er tilgangur sósíaiistískrar bylting- ar! Við skulum athuga þetta nokkru nánar. Með byltingunni í Rússlandi er komið í veg fyrir það, að einn geti hagnast á vinnu annarra og hver og einn, sem unnið getur, verður að vinna, eins og þeir sem á tímum keisarastjórnarinnar létu aðra vinna fyrir sér eða lifðu á eignum sínum, þeir urðu nú að fara að lifa af vinnu sinni. Ef greinarhöfundur kallar þetta kúg un og „að snúa við þjóðfólags- stéttunum“, þá þarf hann að gera sér gleggri grein fyrir merkingu orðsins kúgun og einnig orðsins samvinnufélag. Hvað myndi greinarhöfundur kalla það, ef samvinnusefnunni yxi svo fiskur um hrygg, að ali- ur meginþorri þjóðarinnar færi að verzla við samvinnufélögin en hæti að verzla við kaupmenn, eða ef samvinnumenn yrðu það sterk- ir á þingi að þeir gætu fengið meirihluta fyrir því, að banna alla kaupmannaverzlun á þeirri forsendu að það væri hagkvæm- ara fyrir fólkið að verzla við samvinnufélögin. Þá yrðu kaup- mennirnir að hætta að hafa fé af fólkinu með of háu vöruverði og yrðu því að fara að vinna fyrir sér á annan hátt. Myndi greinar- höfundur kalla þetta kúgun. Samvinnufélögin eru nefnilega ekki til þess að frelsa bara nokk- urn hluta þjóðarinnar imdan verzlunarokri kaupmanna, held- ur alla þjóðina og þar með að fyrirbyggja að kaupmenn geti okrað á fólkinu, alveg á sama hátt og rússnesku kommúnistarnir frelsuðu alla þjóðina frá öllu arð- ráni í hvaða mynd sem það birt- ist. Eg get ekki séð ,að greinarhöf- undur hafi gert samvinnustefn- unni neinn greiða með skrifum sínum, því að það er ekki vænlegt í neinu máli að setja fram eina eða aðra staðhæfingu sem ekki á sér stað í veruleikanum og leggja svo út af henni máli sínu til fram- dráttar. Fólkið er nefnilega farið að gera greinarmun á réttu og röngu. Samvinnustefnan er góð, það seiji hún nær hér hjá ókkur og þarf að ná lengra, en ekki í and- stöðu við sósíalisma, heldur í samvinnu við hann eins og í Rússlandi, þar sem hún hefur náð lengst. Samvinnumaður. Eignast afkvæmi tvisvar á ári Á tveimur býlunum á Naust- um, í nágrenni bæjarins, báru tvær ær rétt fyri rnýárið og tvær rétt eftir áramótin. Voru 3 tví- lembdar og dafna lömbin vel. Á þriðja býlinu er ein alveg komin að burði. Allar þessar ær gengu með lömb í sumar og hafa tvær þeirra borið á þessum tíma áður. KVENFÉLAG SÓSfALISTA heldur almennan kvennafund í Ásgarði þriðjudaginn 19. janúar 1954, kl. 8,30 síðdegis. ; 1. Ávarp: Ingibjörg Eiríksdóttir. ; 2. Ræða. Guðrún Guðvarðardóttir. j; 3. Ræða: Elísabet Eiríksdóttir. 4. Upplestur: Elísabet Geirmunds. j 5. Kvikmynd (íbúar skóganna).. j; Allar stuðningskonur C-listans velkomnar meðan húsrúm leyfir. STJÓRNIN. Bæjarstjórastarfið á Akureyri er laust til umsóknar. Umsóknir sendist skrifstofu bæjarstjórans á Akureyri fyrir 5. febrúar næstkomandi. Bæjarstjóri.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.