Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.01.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 22.01.1954, Blaðsíða 2
9 VERKAMAÐURINN Föstudginn 22. janúar 1954 UERKflDlflÐURinn - vikublað. - Ú tgefandi: SÓSÍALIST AFÉLAG AKUREYRAR. Ritncínd: Björn Jónss., ábyrgðarm., Jakob Árnas., Þórir Daníelss. Afgreiðsla: Hafnarstraeti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 75 au. eintakið. Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Togaraútgerðin, hraðfrystihúsið og afturhaldsfiokkarnir TVÖ eru þau mál, sem á síðari árum varpa skýrustu ljósi á eðli og bardagaaðferðir afturhalds- flokkanna í bæjarmálum Akur- eyrar og segja jafnframt ólýgna sögu um þrautseiga og að lokum sigursæla baráttu verkalýðshreyf ingarinnar og Sósíalistaflokksins. Þessi mál eru togaraútgerðin og hraðfrystihúsmálið. ÁRIÐ 1937 átti Sjómannafélag Akureyrar og formaður þess, Tryggvi Helgason, frumkvæði að því að upp voru teknar umræður í bæjarstjóm um togaraútgerð hér í bænum. Allar tillögur í þá átt voru í heilan áratug drepnar af fulltrúum Framsóknar og íhaldsins. En eftir að Sósíalista- flokkurinn og verkalýðsfélögin, undir forustu þeirra ,höfðu með rökföstum málflutningi og óþreyt andi starfi skapað einróma al- menningsálit, sem ekki varð leng- ur staðið í móti, vannst að lokum sigur og er Kaldbakur sigldi inn á Akureyrarhöfn 1947 var því fagnað sem einum merkasta áfanga í atvinnusögu bæjarins. Og nú í dag reyna þeir sömu flokkar, sem í tíu ár streittust gegn því að héðan yrðu gerðir út togarar, að Ijúga á sig heiðurinn af þessu einu mesta gæfuspori, sem stigið hefur verið í atvinnu- málum kaupstaðarins og þykjast nú verið hafa hinir einu og sönnu brautryðjendur í þessum efnum!! SEINT Á ÁRINU 1951 ritaði Sósíalistafélag Akureyrar bæjar- stjóm erindi, þar sem sett var í fyrsta sinn fram hugmyndin um byggingu hraðfrystihúss. Síðan em nú liðin 2y4 ár. Allan þann tíma hefur Sósíalistaflokkurinn og málgagn hans, verkalýðsfélög- in og ýmsir frjálslyndir menn í bænum, nótað til þess að vinna málinu fylgis og framgang. — Og nú í dag er svo komið að naumast finnst sá maður í bænum, að hann sé ekki eindreginn fylgismaður málsins og telji það enga bið þola. Þegar svo er komið sjá aftur- haldssinnarnir sitt óvænna, ná- kvæmlega á sama hátt og í tog- aramálinu. BLAÐINU er snúið við og nú „vilja allir Lilju kveðið hafa“. — Við getum meira að segja lesið þá sþeki þessa dagana í Degi og Is- lendingi, að í rauninni hafi Fram- sóknar- og Ihaldsliðið verið hinn eini og sanni bakhjarl í hrað- frystihússmálinu, enda þótt blá- kaldar staðreyndir ,bókfestar í fundargerðum bæjarráðs og bæj- arstjómar sanni að þessir flokkar stóðu að því við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar 1952, 1953 og 1954 að fella allar fjárveitingar til frystihússins og að þeir stóðu jafnvel að því gerræði við undir- búnings málsins að fella 10—15 þús. kr. fjárveitingu til þess að unnt yrði að gera nauðsynlegar áætlanir og teikningar varðandi bygginguna, en þetta létu þeir menn sér sæma, sem nú telja sig eina hafa undirbúið málið á raun- hæfan hátt, en eru nú sem áður reiðubúnir til þess að grípa hvert tækifæri, sem kann að bjóðast, hverja erfiðleika sem í vegi kunna að verða, til nýrra fjörráða við þetta mesta lífsbjargarmál vinnustéttanna í bænum. EN meðal annarra orða, finnst framfarasinnuðnu fólki í bænum, firmst alþýðu bæjarins, ekki að hún sé nú þegar búin að togast nógu lengi á við afturhaldsflokk- ana um framfaramál sín, um möguleika sína til viðunandi at- vinnuskilyrða. Finnst henni ekki að auðveldari væri sú aðferð að leysa þessa flokka frá meirihluta- aðstöðu sinni og völdum heldur en að þurfa sífellt að heyja láng- varandi baráttu fyrir hverju ein- stöku máli, sem varðar hag henn- ar. Komandi ár munu, án alls vafa, bera í skauti sínu ný viðfangsefni í atvinnu- og framfaramálum bæjarfélagsins og sagan um tog- araútgerðina og hraðfrystihúsið mun endurtaka sig í öllum slíkum málum. Sú saga hefur kennt okk- ur að það er dýrt að kjósa aftur- haldið. Dýrara en nokkur alþýðu- maður hefur efni á. — b. V erkamannafélag Akureyrarkaupstaðar heldur Aðalfund í Alþýðuhúsinu, sunnudaginn 24. janúar kl. 1,30 e. h. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Lagabreytingar. 3. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins. 4. Kosningar. 5. Önnur mál. Þess er vænst að þeir félags- menn, sem skulda áfallin ár- gjöld, greiði þau, enda sýni félagsmenn skírteini eða ár- gjaldskvittanir við innganginn. Stjórnin. ^HHIHIHHHMHHHIIIIHIHHHHIHHHIIHtlMHtHHIHItlll.^ NÝJA-BÍÓ | í leit að liðinni ævi | (Random Harvest) i Hin ógleymanlega og fræga stór- : E mynd, sem allir verða að sjá. = i Aðeins fáar sýningar eftir. i Aðalhlutverk: i RONALDCOLMAN og GREER GARSON. i Sunnudag kl. 3, 5 og 9: i Konunglegt brúðkaup i Skemmtileg amerísk dans- og § i söngvamynd í eðlilegum litum. i Aðalhlutverk: JANE POWELL ERED ASTAIR PETER LAWFORD SARAH CHURCHILL i Kvikmyndin LÍFIÐ í SKÓGUNUM verður sýnd félögum og gest- um þeirra n. k. sunnudag, kl. 4, í Ásgarði (Hafnarstræti 88). MÍR. ATVINNA Stúlka, vön saumaskap, get- ur fengið atvinnu nú þegar. Saumastofa Björgvins Friðrikssonar s.f. Sími 1596. Ný fata- og dragtarefni tekin upp í hverri viku. Saumastofa Björgvins Frðirikssonar s.f. Sími 1596. -K Heimilisiðnaðarfélag Norðurl. ráðgerir að byrja bókbands- og saumanámsskeið á næstunni. Upplýsingar í síma 1488 og 1026. AUGLÝSING nr. 4/1954 frá Innflutningsskrifstofunni um sóknir um ný fjárfestingarleyfi Þeir aðilar, sem ætla að sækja um ný fjárfestingar- leyfi á þessu ári, þurfa að senda Innflutningsskrifstof- unni umsókn fyrir 10. febrúar eða póstleggja umsókn í síðasta lagi þann dag. Eyðublöð undir nýjar umsóknir fást hjá Innflutn- ingsskrifstofunni í Reykjavík og hafa verið send oddvit- um og byggingarnefndum utan Reykjavíkur. Ekki þarf að sækja um fjárfestingarleyfi vegna fram- kvæmda, sem frjálsar eru samkvæmt lögum um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o. fl. 24. des. 1953, en það eru í fyrsta lagi íbúðarhús, þar sem hver íbúð, ásamt tilheyrandi geymslu, þvottahúsi og þess háttar, er allt að 520 rúmmetrar, í öðru lagi peningshús og heyhlöður, í þriðja lagi verbúðir og veið- arfærageymslur og í fjórða lagi þær framkvæmdir, sem fullgerðar kosta í efni og allt að 40 þúsund krónur. Reykjavík, 15. janúar 1954. Innflutningsskrifstofan. i TILKYNNING frá Menntamálaráði Islands 1. Um ókeypis för. í febrúar- og júlímánuði n. k. mun menntamálaráð úthluta nokkrum ókeypis förum með skipum Eimskipa félags íslands til fólks, sem ætlar milli íslands og út- landa á þessu ári. Eyðublöð fyrir umsóknir fást í skrifstofu ráðsins. Ekki verður hægt að veita ókeypis för því námsfólki, sem kemur heim í leyfi. — Ókeypis för til hópferða verða held’ur ekki veitt. 2. Um fræðimannastyrk. Umsóknir um fræðimannastyrk, sem veittur er á fjárlögum 1954, verða að vera komnar til skrifstofu menntamálaráðs fyrir 15. marz n. k. Umsóknunum fylgi skýrslur um fræðistörf umsækjenda síðastliðið ár og hvaða fræðistörf þeir ætla að stunda á næstunni. 3. Um styrk til náttúrufræðirannsókna. Umsóknir um styrk, sem menntamálaráð veitir til náttúrufræðirannsókna á árinu 1954, skulu vera komn- ar til skrifstofu ráðsins fyrir 15. marz n. k. Umsókn- unum fylgi skýrslur um rannsóknarstörf umsækjenda síðastliðið ár og hvaða rannsóknir þeir ætla að stunda á þessu ári. Félagsmenn eru beðnir að skila brauðarðmiðum frá ár- inu 1953, á aðalskrifstofu vora fyrir 15. febr. næst komandi. Kaupfélag Eyfirðinga. AÐVÖRUN Að gefnu tilefni aðvarast almenningur hérmeð um það, að bera ekki eld að sorphaugum bæjarins, þar sem slíkt getur valdið því, að ódaunn berist til býla í nágrenn- inu. — Þeir, sem uppvísir verða að þessu, verða látnir sæta refsi- og skaðabótaábyrgð. HEILBRIGÐISNFND.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.