Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.05.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 07.05.1954, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 7. maí 1954 r^*sr^s*sr#^^#^r^#^#sr#^r*^#^ TILKYNNING til meðlima Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar og Sjómannafélags Akureyrar Félagsmenn eru minntir á að rélagsgjöldin féllu í gjald- daga í janúarmánuði, og er innhejmta þeirra því hafin. Þeir félagsmenn, sem síður vilja að gjald þeirra sé inn- heimt hjá vinnuveitendum, eru vinsamlega beðnir að greiða þau fyrir 15. maí n. k. Litið verður svo á að þeir, sem ekki hafa greitt fyrir þann tíma, óski eftir að gjöldin verði innheimt hjá vinnuveitendum. Skrifstofan í Verka- lýðshúsinu er opin kl. 4.30-7 alla virka daga nema laugardaga. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. Sjómannafélag Akureyrar. BAZAR \ verður haldinn í Verkalýðshúsinu n. k. sunnudag, 9. maí, * kl. 2.30'síðdegis. Verður þar margt góðra og nytsamra muna. Félagskonur eru beðnar að koma munum í Verkalýðs- | húsið í dag, kl. 5-7, eða á morgun, kl. 1-3. NERNDIN. \ r*^#-.r#'^**.*sr#-.r^#^#^#**^#'^*^*^ Akureyrarbörn fá síarf við fisk- þurrkun og garðrækt í sumar Ákveðið hefur verið að Vinnu- skóli Akureyrarbæjar taki til starfa 20. þ. m. og standi til 20. september í haust. Skólinn tekur á móti 11, 12 og 13 ára börnúm og verða verk- efni þeirra að starfa við fiskþurrk un og garðrækt. Garðræktin. Skólinn legurr til ókeypis kennara, áhöld, útsæði og áburð, — verður börnunum greitt með væntanlegri uppskeru, allt að 8- faldri, en það sem fram yfir er, gengur til Vinnuskólans. Stjórn skólans mun og aðstoða á allan hátt við sölu jarðávaxtanna. Börnunum verður úthlutaður reitur til matjurtaræktar. Mun skólinn sjá um útvegun á plönt- um, en börnin greiði sjálf and- virði þeirra. Fiskverkunin. Tekinn verður þveginn saltfisk ur til sólþurrkunar á fiskgrind- um á svæði norðan Glerár. Börn- in,sem þar vinna.mæti þann dag- inn, sem ekki er unnið við garð- ræktina, til vinnu við fiskinn. Á- kveðið er að greiða börnunum nokkra byrjunargreiðslu á klst., en endanlega greitt við skólaslit, eftir því sem fiskverkunin gefur af sér. Þau börn, sem óska eftir vinnu í skólanum, eru skuldbund in að vinna jöfnum höndum við garðrækt og fiskþurrkun. Umsóknir fyrir 12. mai Allar nánari upplýsingar gefur Vinnuskólanefndin. Símar 1334 og 1645. Skriflegar umsóknir um vinnu í skólanum þurfa að hafa borizt fyrir 12. maí n.k. í Bóka- verzlun Eddu h.f., Akureyri. Vinnuskólanefndina skipa: Árni Bjarnarson, formaður, Guðmundur Jörundsson, útgerð- armaður, frú Guðrún Guðvarðar- dóttir og frú Hlín Jónsdóttir. - 1. maí (Framhald af 1. síðu). formaður Bílstjórafélagsins, Stef- án Arnason, verkam., Tryggvi Helgason, formaður Sjómanna- "élagsins og Þórir Daníelsson, rit- ari Verkamannafélags Akureyr- arkaupstaðar. Voru ræður þeirra aiira.hinar áheyrilegustu, stuttar Dg hnitmiðaðar. Allir lögðu ræðumenn ríka áherzlu á nauð- syn þess að styrkja alþýðusamtök in jöfnum höndum stjórnmála- lega og faglega. Jón Rögnvalds- son, formaður Bflstjórafélagsins, mælti í stuttri en snjallri ræðu m. a. á þessa leið: „___hlýtur það að verða krafa verkalýðssamtakanna í dag til allra sinna manna, að þeir geri hugmyndina um einn stóran verkalýðsflokk sem fyrst að veruleika, og ekki síð- ar en við næstu alþingiskosn- ingar___ Þið, sem mál mitt heyrið, hefjið baráttuna fyrir hugmyndinni um einn sterkan verkalýðsflokk strax í dag-----" Guðrún Guðvarðardóttir, for- maður Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna stjórnaði útifundinum af skörungsskap. Síðar um daginn, að lokinni kröfugöngunni, var kvikmynda- sýning og barnaskemmtun, en um kvöldið voru dansleikir að Varðborg og í Alþýðuhúsinu. — Var þar alls staðar húsfyllir, nema á kvikmyndasýningunni. Sýna hátíðahöldin hér að þessu sinni, að ekki vantar nú nema herzlumun til þess að 1. maí verði sá þáttur í starfi verkalýðssam- takanna, sem vera ber. Rausnarleg gjöf Við vígsluathöfn ÆsKulýðs- heimiiis tempiara a sl. nausti th- kynnu iiaudor rriojonsson, iyrrv. ritstjori, að hann neioi aKveoiö ao geía heimiimu boiia- safn sitt. bi. miðvikudag afnenti svo Haiidor ggöf sína og haíöi stjorn heimiusins boö imu iyrir írettamenn af pvi tiieíni, og syndi peim sainio. Hefur pvi vertð smekkiega komio fyrir í einni stoíu heimiiisins ásamt með öor- um boisum, sem pví haía verið geínar af ymsum útgefendum. — Lfegnt bóitasafnmu er svo lestrar stoia iyrir gesti heimiisins. - Sain Haudors er um 1500 bindi bóka, tímarita og biaða og er þar margt merkra og veromætra bóka. Mæti þar til nefna Isiend- ingasögurnar allar, Þjóðsögur Jons Arnasonar, Þjóðsögur Oiafs Davíðssonar, Flateyjarbók, rit- söfn allmargra höíuna, Gests Pálssonar, Jónasar Haligrímsson- ar, Guðmundar Guðmundssonar, Guðmundar Hagalín, Kristínar Sigfúsdóttur, Ljóömæli Hannesar Hafstein o. m. fl. Þá eru þar rit- söfn Strindbergs, Björnsons og nokkuð annrra góðra erlendra bóka. Þá er nokkuð af blöðum og tímaritum, sem sjaldgæf eru orð- in, svo sem Nýjar Kvöldvökur fram á þennan dag og blöð þau, Verkamaðurinn og Alþýðumað- urinn, sem Halldór ritstýrði um fjölda ára. Er Verkamaðurinn þar „komplett" til 1930 og er eitt af 2*-3 eintökum, sem til eru á landinu öllu, og því stórveiðmætt orðið. Eiríkur Sigurðsson, yfirkenn- ari, þakkaði Halldóri í ræðu, fyrir hina rausarlegu gjöf og allt það mikla starf, sem hann hefði lagt af mörkum fyrir Góðtemplara- regluna um tugi ára, en Halldór þakkaði þann sóma, sem gjöf sinni hefði verið sýnd með að- búnaði öllum og lét í ljósi sann- færingu um nytsemi þess upp- eldisstarfs sem Æskulýðsheimilið ynni og mundi vinna, ekki einasta fyrir æskulýð Akureyrar heldur og með áhrifum sínum á æsku- lýðsstarfsemi í okkar landsfjórð- ungi. Eins og að líkum lætur eru aft- urhaldsblöðin æf yfir því góða samstarfi, sem tekizt hefur kring- um hátíðisdag verkalýðsins. Sjá þau nú hilla undir þá tíma að dagar hlutdeildar flialdsaflanna í alþýðusamtökunum verði senn taldir Afstaða yfirgnæfandi meirihluta verkalýðsins í Al- þýðuflokknum til áframhaldandi samstarfs við fhaldið innan verka lýðshreyfingarinnar, er þegar mörkuð: Áhrif flialdsins verða að þurrkast út, tekið verði upp sam- starf við sósíalista og aðra sam- einingarmenn innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Slíkt samstarf er þegar orðin staðreynd í mörgum verkalýðsfélögum og það var gleðileg staðreynd 1. maí um land allt. Verði trúlega haldið áfram á sömu braut, er sameining alþýð- unnar í einum sterkum verka- lýðsflokki ekkert fjarlægt tak- mark. Samstarf innan verkalýðs- hreyfingarinnar er óhjákvæmi- lega fyrsti áfanginn. * HÚSMÆÐRASKÓLAFÉLAG AKURERAR heldur aðalfund í kvöld (föstudagnn 7. maí) kl. 8.30 í Húsmæðraskólanum. — Venjuleg aðalfundarstörf. — Kaffidrykkja eftir fund. Samsöngur Kantötukórs Akureyrar Föstudaginn 30. apríl sl. hélt Kantötukór Akureyrar hljóm- leika í Nýja-Bíó undir stjóm Björgvins Guðmundssonar tón- skálds. Kantötukórinn er nú inn- an skamms búinn að starfa hér í bænum í 22 ár og orðinn Akur- eyringum kunnari en frá þurfi að segja. Hann var stofnaður á sín- um tíma til þess fyrst og fremst að flytja Alþingishátíðarkantötu Björgvins Guðmundssonar, eins og nafn hans bendir tU, og raunar verðist hlutverk hans hafa verið það aðallega að flytja tónverk föður síns og stjórnanda, B. G Við því er ekkert nema gott að segja, því að Björgvin er afkasta- mikið tónskáld og margt gott ligg ur eftir hann, og þess vegna ástæðulaust fyrir hann að setja ljós sitt undir mæliker. En í þetta skipti skipuðu fleiri höfundar sæti á söngskránni en áður, því að söngstjórinn sjálfur átti aðeins um helming þeirra verka, sem flutt voru, og er það ekki illa þeg- in tilbreyting á hljómleikum Kantötukórs Akureyrar, án þess að kastað sé rýrð á tónverk Björgvins Guðmundssonar. Aðrir höfundar á hljómleikaksránni voru Jóhann Ó. Haraldsson. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, F. Möhring, H. Wetterling og A. E Marschner. Kórinn hefur nú æft af kappi undanfarna mánuði enda bar konsertinn þess glöggt vitni, því að sjaldan eða jafnvel aldrei hefur kórinn verið betur æfður en nú. Einsöngvarar með kórnum voru Helga Sigvalda- dóttir og Hallfríður Árnadóttir, en undirleik annaðist Árni Ingi- mundarson. Þetta var í alla staði vel heppn- aður konsert, enda viðtökurnar sftir því. Varð kórinn að endur- taka sum lögin, og söngstjóranum bárust blóm. Konsertinn var vel lóttur .Hafi stjórnandi og kór bökk. Áheyrandi. Guðrún Á. Símonar söng í gærkvöldi í Nýja-Bíó á vegum Tónlistarfélas Akureyrar. Var þar húsfyllir og var söng ungfrúarinnar tekið af ákafri hrifninu. Umsögn um sönginn birtist í næsta blaði. 1. MAÍNEFNDIN heldur fund í Verkalýðshúsinu í dag kl. 6. Gengið frá reikningum yfir hátíðahöldin. — Stjórnin. * HJÓNABAND: Ungfrú Jó- hanna Birgitta Winther og Karl Fridtjof Hovgaard skósmiður. *FIMMTUGUR varð sl. mið- vikudag, 5. maí, Hjálmar Hall- dórsson, sjómaður, Norðurgötu 12 hér í bænum. .- Stóraukið öryggi, fleiri flugferðir (Framhald af 1. síðu). Reykjavflc—Akureyri hafa flutn- ingar aukizt stórlega frá ári til árs, og má fullyrða að flutningar stóraukast enn á þessari leið, eink um eftir að nýi flugvöllurinn hjá Akureyri verður tekinn í notkun, en það verður að því að tahð er í fyrsta lagi næsta vetur, en með nokun þessa nýja flugvallar stór- batna Öll afgreiðsluskilyrði til þæginda fyrir farþega. í kjölfar radiovitanna hefur siglt stóraukið öryggi og flugdögunum hefur líka fjölgað mikið af þeim ástæð- um og fer sífjölgandi." „Og hvað er að frétta um flug- ið á öðrum flugleiðum innan- lands.** „Við fjölgum flugferðunum milli Reykjavfltur og Vestmanna- eyja og verða farnar tvær ferðir á dag alla virka daga vikunnar og ein ferð á sunnudögum. Til Sauðárkróks verða þrjár ferðir vikulega og tvær til Siglufjarðar og fjórum sinnum til Egilsstaða. Þá má sérstaklega benda á það, að tvisvar í viku verður flogið milli Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar og Kópaskers. Til ísafjarðar verða flugferðir alla virka daga og auk þess til 5 annarra staða á Vestfjörðum. Þá er um ýmsar aðrar flugleiðir eða flugferðir að ræða eins og sjá má í hinni nýprentuðu sumarflug- áætlun okkar. En með því að fjölga flugferð- um milli Reykjavflcur og annarra fólksflestu héraða og bæja lands- ins hefur Flugfélag íslands reynt að verða við óskum manna um betri samgöngur." „Já, þetta verður ekkert smá- ræðis vafstur í ykkur, þið hljótið að hafa heilan her manns í þjón- ustu ykkar?" „Já, það er orðinn allálitlegur hópur. Félagið hefur nú afgreiðsl ur og umboðsmenn á 25 stöðum víðs vegar á landinu og í þjón- ustu félagsins er nú alls um 150 manns, og eins og kunnugt er hefur félagið afgreiðslu hér á Akureyri í Kaupvangsstræti 4, og er forstöðumaður hennar hr. Kristinn Jónsson, fulltrúi." „En flugið til útlanda í sum- ar?" „Um það er þetta aðallega að segja: Flogið verður frá Reykja- vík til Prestvick—London alla mánudaga og heim alla þriðju- daga. Frá Reykjavík—Osló— Kaupmannahöfn alla laugardaga ^g heim alla sunnudaga. Frá Reykjavík til Kaupmanna- hafnar samdægurs fram og til baka alla miðvikudaga frá 15. iúní." Við þökkum svo Hilmari Sig- urðssyni fyrir ýtarlegar upplýs- ;ngar um leið og við kveðjum hann og óskum þess að gifta megi 'ylgja öllu flugi og öllu starfi Flugfélags fslands.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.