Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.05.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 21.05.1954, Blaðsíða 1
UERKflnmeuRinn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 21. maí 1954 17. tbl. Vísitalan óbreytt Framfæi-sluvísitalan miðuð við 1. maí hefir reynzt 158 stig og kaupgjaldsvísitalan 148 stig. Kaupgjald helzt því óbreytt eftir 1. júní, nema þar sem samning- ar kunna að breytast. Fyrsti áfanginn að Sigfúsargarði Húsið við Tjarnargötu 20. Frá þvi hefir verið skýrt hér i blaðinu að Minningarsjóður ís- lenzkrar alþýðu um Sigfús Sig- urhjartarson hefir fest kaup á húseigninni Tjarnargötu 20 í Reykjavík, ásamt stórri lóð á ein- um glæsilegasta stað í höfuðborg- inni og er hugmyndin sú að þar rísi í framtíðinni samkomuhús og starfsmiðstöð fyrir íslenzka al- þýðu og flokk hennar, Sósíalista- flokkinn. Kaupin á Tjarnargötu 20 eru fyrsti áfanginn að því marki og til þess að unnt sé að ná honum þarf samstillt átak allra sósíalista og annarra sem unna minningu hins ástsæla alþýðuforingja. Fyrsta takmarkið er að safna einni milljón króna fyrir 17. júní og er sú söfnun hafin um allt land. Hefir hún þegar hlotið hin- ar ágætustu viðtökur og eru þeg- ar komnar inn 270 þús. krónur. Eign sú sem hefir verið keypt og sú veglega og nauðsynlega bygging, sem þar á að rísa í fram- tíðinni verður sameign allar hinn ar sósíalistisku alþýðuhreyfingar í landínu og því er það metnaðar- mál að sem flestir eigi hlut að því mikla átaki, sem hér er verið að gera. Hér á Akureyri tekur skrifstofa Sósíalistaflokksins og Sigtryggur Helgason gullsmiður við fram- lögum í söfnunina. CUÐRÚN L SÍMONAR söng í Nýja-Bíó á vegum Tón- listarfélags Akureyrar hinn 6. þ. m. Við hljóðfærið var Fritz Weisshappel. Ungfrú Guðrún Á. Símonar hefir stundað nám um mörg ár hjá ágætum kennurum, síðast á Italíu. Hún hefir hljómmikla, bjarta sopranrödd, framúrskar- andi blæfagra, þýða og hreina. Það er fljótfundið, að hún hefir tekið nám sitt og alla list sína mjög alvarlega og einskis látið ófreistað til að ná sem full- komnustum árangri, enda má segja, að svo miklu valdi hefir hún náð á rödd sinni og allri meðferð hennar, að þar var eigi að finna blett né hrukku, og urðu hin smæstu atriðin þar eigi út undan. En það er eitt aðalsmerki allrar listar, að vandað sé jafnt til hins smæsta sem hins stærsta. Ungfrú Guðrún hóf söng sinn með lagi eftir hið ágæta ítalska tónskáld: G. B. Pergolesi, sem andaðist árið 1736, aðeins 26 ára að aldri. Þetta fagra lag, jafn ferskt og hreint í dag og það var fyrir meir en tveim öldum, var flutt á þann hátt, að þegar mátti öllum áheyröndum vera ljóst, að hér söng bæði gáfuð og vel menntuð listakona. Næsta lag var Lasciatemi morire eftir C. Monte- verdi (1567—1643), höfund hinn- ar eiginlegu óperu, — dásamlega fagurt lag og eftir því vel sungið. Þriðja lagið var Povera Rosa eftir S. C. Marchesi. Næst kom eitt lag eftir Schu- bert og tvö eftir Brahms, hvert Sameiginlegl málgagn Sjálfsteðismanna og Bandaríkjahers hefur Iryllla Mac- Carly-árás á utanríkisráSh. A þriðja hundrað hafa lokið sundkeppninni Samnorræna sundkeppnin hófst hér í bænum að kvöldi s.l. laug- ardags með opnunarathöfn við sundlaugina. Þar lék Lúðrasveit Akureyrar, Ármann Dalmanns- son formaður ÍBA flutti ávarp- og síðan þreytti 7 ára drengur Ólaf- ur Hrólfsson (rafvirkja Stur- laugssonar) 200 m sundið en Lúðrasveitin lék þjóðsönginn á meðan. Síðan syntu um 80 manns og hafa nokkuð á annað hundrað bætzt í hópinn síð'an. Mikið fjöl- menni var viðstatt opnunarat- höfnina og spáir byrjunin góðu um að Akureyringar láti sinn hlut ekki eftir liggja, þrátt fyrir slæm skilyrði til sundiðkana og bæti hlut sinn stórlega frá síð- ustu keppni, en þá voru þeir með næst lægstu hlutfallstölu allra bæja á landinu. öðru betur flutt. Lag Schuberts: Dauðinn og mærin, var þannig flutt, að ég tel vafasamt, að hægt sé að gera það betur. Þessu næst komu þrjú ísl. lög eftir Pál Isólfsson, Jón Þórarins- son og Þórarin Jónsson, öll bet- ur sungin en ég hefi áður heyrt þau. Þá komu tvö ensk lög og að síðustu tvær óperuaríur: Donde lieta úr „La Bohéme" e. Puccini og C'era un re, un re di Thulé, úr „Faust" eftir Gounod. í óperu- lögunum naut hin fullkomna söngtækni söngkonunnar sín ágætlega. Undirleikur Weisshappels var í alla staði hinn prýðilegasti, svo sem vænta mátti. Áheyrendur, sem voru margir, létu óspart í ljós' hrifningu sína og gleði yfir söngnum og leikn- um, og fjöldi blóma barst. Söng- konan varð að endurtaka sum lögin og syngja aukalög, þar á meðal aríu úr óperunni „Caval- leria Rusticana" eftir Mascagni. Var það lag ásamt lagi Schuberts, sem að ofan er getið, einna bezt sungið af öllum lögunum. Þótt rödd Guðrúnar sé „lyr- iskur" sopran, þá bendir flutn- ingur hennar á þessum óperu- lögum, sem hún söng, eindregið á það, að hún sé eigi síður „dramatisk" söngkona. Vonandi fær hún bráðlega hlutverk við sitt hæfi í Þjóðleikhúsinu. Að öllu samanlögðu finnst mér hún vera glæsilegasta listakon- an, sem sungið hefir hér á Akur- eyri. Askell Snorrason. Ráðherrann fyrst auðmýktur á herfi- legasta hátt - síðan borinn þeim sök- um að hann sé erindreki Rússa! Kemur Bjarni Ben. aftur? Timinn afhjúpar njosnara, sem starfa í skjóli Kristins „Tíminn" birti fyrir skömmu athyglisverða grein um hið nána samband milli Sjálfstæðisflokks- ins og njósnadeildar Bandaríkja- hersins á Keflavíkurflugvelli. Sýndi það fram á að tveir af aðalnjósnurum hersins, Daði Hjörvar og Hilmar Biering ann- ast útgáfu svonefnds Flugvallar- blaðs í vinnutíma sínum og í húsakynnum hersins, en blað þetta er málgagn Sjálfstæðis- flokksins á vellinum og gefið út Nýja skólalöggjöfin hefir opnað möguleikana fyrir verklegu námi Athyglisverð sýning á handavinnu nemenda Gagnfræðaskóla Akureyrar í ræðu, sem Þorst. M. Jónsson, skólastjóri hélt við opnun handa- vinnusýningar Gagnfræðaskól- ans, fyrra sunnudag, ræddi hann m. a. nokkuð um árásir þær gegn fræðslulöggjöfinni, sem hafnar eru úr ýmsum áttum. Kvað hann þær oft byggðar á lítilli þekkingu og sanngirni. Nefndi hann m. a. dæmi þess er þjóðkunnur stjórn- málamaður hélt því fram nýlega að skólaskyldan væri 3 árum lengri en hún í rauninni er, að allt starf skólanna væri hneppt í „landsprófsfiötra", og að hvert barn væri skyldað til að læra tvö erlend mál. Hið rétta væri að enginn væri skyldur til að þreyta landspróf og engin skylda væri að nema tvö erlend mál. Hitt væri aftur á móti staðreynd að flestir vildu hefja eitthvert tungumála- nám, enda væri það brýn nauð- syn með okkar þjóð. Taldi skóla- stjórinn rétt að hefja tungumála- nám þegar í bernsku, þannig að allir hefðu vald á einu máli auk móðurmálsins. Einn mikilvægasta kostinn við nýju skólalöggjöfina taldi skóla- stjórinn það, að með henni hefðu möguleikarnir til að fara inn á verklegt nám opnast, en verklega námið væri sízt óvænlegra til hollra uppeldisáhrifa en bóknám- ið. Taldi hann að stefna bæri að því að auka verknámið, eftir því sem kostur væri á. Kvað hann brýnt verkefni að auka húsa- kost skólans með tilliti til aukins verknáms og fjölgunar nemenda með því að byggja eina hæð ofan á hluta skólahússins/ enda væri skólinn nú fjölmennasti fram- haldsskóli landsins, utan Rvíkur. Voru nemendur er innritast höfðu í skólann s.l. vetur 328 að tölu, en á sýningunni áttu 292 nemendur samtals 1722 gripi. Voru 584 þeirra unnir í sauma- stofu, 209 í hannyrðum, 150 í smíðastofu og 779 bækur voru bundnar. Áætlað vinnuverðmæti unninna muna var kr. 142.575.00 og er þá lágt metið og langt neð- an við venjuleg vinnulaun. Bar sýningin öll kennurum og nem- endum gott vitni um alúð og ástundun. Við opnun sýningarinnar var m. a. staddur Ásgrímur Stefáns- son forstjóri Fataverksmiðjunn- ar Heklu og skýrði hann frá því að fyrirtæki hans hefði ákveðið að bjóða nokkrum stúlkum úr skólanum atvinnu, vegna þess að reynzlan hefði sýnt, að nemend- ur, er þar hefðu notið skólavistar, væru jafnbetri starfsmenn en aðrir. Með þessu vildi fyrirtæki hans einnig gera tilraun til þess að hefja eðlilega samvinnu milli skóla og atvinnuvega. af sameiginlegu hlutafélagi Sjálfstæðismanna og Bandaríkja- manna. Ennfremur að þeir félag- ar hafi jafnframt það starf með höndum að njósna um skoðanir starfsmanna á flugvellinum og lepja í eyru yfirmanna sinna. Hins getur Tíminn ~að engu að auðvitað hefði það verið skylda utanríkisráðherrans að stöðva slka starfsemi um leið og honum var um hana kunnugt, en ekkert slkt hefir verið aðhafzt og þögn- in ríkt í herbúðum Tímamanna þar til Flugvallarblaðið tók að nota rúm sitt og áhrif fyrst og fremst til þess að spilla jákvæð- um árangri af samningum þeim, sem staðið hafa yfir frá því í des. s.l. milli utanrfkisráðherrans og Bandaríkjamanna, en Bandaríkja menn hafa í þeim viðskiptum öllum leikið sér að utanríkisráð- i herranum og gert hann að hlægi- legum ómerkingi í augum al- þjóðar. Utanríkisráðherrann rússneskur erindreki! Síðastliðinn mánudag kastar þó fyrst tólfunum í árásum Flug- allarblaðsins (þ. e. Bandaríkja- hersins og foringja Sjálfstæðis- fiokksins) á dr. Kristin. Er hann í einni ofstækisfyllstu og haturs- fyllstu grein sem sést hefir í is- lenzku blaði borinn þeim sökum að hann styðji kommúnista til njósna og skemmdarverka í þágu Rússa og sendi njósnara þeirra (Framhald á 4. síðu). Samningaviðræður hafnar í Rvík. Fyrsti fundur samninganefnd- ar Verkamannafélagsins Dags- brúnar og Vinnuveitendasam- bands íslands var haldinn s.l. þriðjudagskvöld. Náðist ekki samkomulag á þeim fundi. Hér í bæ eru enn engar við- ræður hafnar um nýja samn- inga milli vinnuveitenda og þeirra verkalýðsfélaga, sem sagt hafa samningum sínum upp, miðað við 1. júní.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.