Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.05.1954, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 21.05.1954, Qupperneq 3
Föstudaginn 7. maí 1954 VERKAMAÐURINN S ÚTBOÐ Tilboð óskast í byggingu fiskgeymsluhúss (viðbygg- ing við fiskverkunarstöð vora). — Útboðslýsing ásamt teikningum afhendast á skrifstofu vorri gegn kr. 200,00 skilatryggingu, eftir fimmtudag 20. þ. m. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Frá vðtnsveitunni Fólk er vinsamlegast beðið að vökva ekki lóðir og garða á tímabilinu frá kl. 9 að morgni til kl. 8 að kveldi, vegna mjög mikillar vatnsnotkunar. Sérstaklega fyrri part vikunnar. Ennfremur, að gefnu tilefni, eru þeir, sem byggja hús, áminntir um að hafa samband við vatnsveitustjóra, áður en þeir leggja vatnspípur f húsgrunn þann, sem þeir eru að byggja, samkvæmt vatnsveitu-reglugerðinni. Vatnsveitan. TILKYNNING frá lánadeild smáíbúða Þeir, sem hafa í hyggju að sækja um lán úr lánadeild smá- íbúða á þessu ári, þurfa að senda umsóknir til félagsmála- ráðuneytisins, Túngötu 18, Reykjavík, fyrir 1. júlí n. k. Umsókninni þarf að fylgja: Skilríki fyrir lóðarréttindum, Uppdráttur af húsi því, sem lántakandi hyggs fá lánið út á. Ef um einstaka íbúð í sambyggingu er að ræða, þá grunn- teikningu af íbúðinni. Upplýsingar um stærð fjölskyldu, fjárhagsástæður og húsnæðisástæður umsækjanda. Þeir, sem sóttu um smáíbúðalán á árinu 1953, en enda úr- lausn fengu, þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar, en nauðsynlegt er að þeir sendi Lánadeild smáíbúða vottorð byggingarfulltrúa hlutaðeigandi staða (oddvita þar sem enginn byggingarfulltrúi er) á hvaða byggingarstigi íbúðir þeirra eru. Umsóknareyðublöð munu fást hjá oddvitum og bæjar- stjórum, í Reykjavík hjá Veðdeild Landsbankans. Félagsmálaráðuney tið, 19. maí 1954. AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Nýja Bíó á Akureypri föstudaginn 28. og laugardaginn 29. þ. m. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis föstudaíginn 28. maí. D a g s k r á : 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fund- arins. 2. Skýrsla stjórnarinnar. 3. Skýrsla framkvæmdastjóra. Reikningar félagsins. Umsögn endurskoðenda. 4. Ráðstöfun ársarðsins og innstæðna innlendra vöru- reikninga. 5. Erindi deilda. 6. Framtíðarstarfsemin. 7. Önnur mál. 8. Kosningar. Akureyri, 10. maí 1954. Félagsstjómin. í STUTTU MÁLI Bœtt símaþjónusta hjá KEA. Þann 10. þ. m. var tekin í notk- un hjá Kaupfélagi Eyfirðinga ný sjálfvirk símastöð fyrir 15 bæjar- línur og 90 símatæki innanhúss. Er þetta ein fullkomnasta sím- stöð hérlendis og jafnvel þótt víð- væri leitað. Var hennar orðin brýn þörf, þar sem eldri stöðin, sem nú er tekin úr notkun var orðin nær aldarfjórðungs gömul og svaraði ekki nútímakröfum. Er blaðamönnum var boðið að skoða stöðina kvað framkvæmda- stjóri einkum tvennt unnið við uppsetningu stöðvarinnar: Við- skiptamenn félagsins hefðu mun greiðari aðgang að deildum verzl- ananna og verksmiðjunum en áður og auk þess væri allt starf auðveldara með því að nú væri betra og greiðara samband milli hinna ýmsu starfssviða í verk- smiðjum, skrifstofum og deildum en áður var. Ágúst Guðlaugsson verkfræðingur annaðist uppsetn- ingu stöðvarinnar. Sparifjárstarfsemi meðal barna. í jan. s.l. samþykkti bankaráð Landsbanka Islands að bankinn skyldi hafa forgöngu um spari- fjárstarfsemi meðal skóíabarna landsins, sem fyrst og fremst mið\ að því að glæða og styðja spam- aðaranda og ráðdeild meðal upp- vaxandi æsku í landinu. Hefir bankinn ákveðið að gefa hverju barni frá 7 ára aldri sparisjóðs- bók með 10 króna innstæðu á næsta hausti og verður svo gert framvegis árlega, fyrst um sinn, jeim börnum sem við bætast. Helzti hvatamaður að því að þessi starfsemi er hafin er Snorri Sig- fússon, námsstjóri, en hann hefir kynnt sér ýtarlega slíka starfsemi meðal skólabarna á Norðurlönd- um, en þar hefir hún verið hafin fyrir löngu og er talin hafa gefið góða raun. í Svíþjóð hafa t. d. allt að 80% skólabarna tekið þátt í slíkri starfsemi og innstæðufé þeirra numði 238 milljónum króna (1952). Má af því sjá að hér er ekki um neina smámuni að ræða, þótt uppeldisáhrifin séu auðvitað aðalatriðið. Ný íþróttamet. Fjögur ný íslandsmet hafa ver- ið sett nýlega í sundi. Pétur Kristjánsson, Ármanni, setti nýtt met í 50 m. skriðsundi á 32,6 sek. Magnús Guðmundsson (Kefla- vík) setti drengjamet í 200 m. skriðsundi, synti á 2.56,4 mín. Helgi Sigurðsson, Ægi, í 400 m. skriðsundi karla á 5.04,4 mín. Helga Haraldsdóttir, K. R., í 50 m. skriðsundi kvenna á 32.2 sek. Met þessi voru sett í Sundhöll Reykjavíkur 11. þ. m. Þá hefur Kristján Jóhannesson, hinn svarfdælski hlaupagarpur, sett nýtt íslandsmet í 3000 metra hlaupi. Tími hans var 8.45.8. Eldra metið átti Kristján sjálfur, setti það 1952. Metið setti Krist- ján á innanfélagsmóti UMSE í s.l. viku. Bandarískar herflugvélar yfir Norðurlöndum. Undanfamar vikur hafa orðið nokkur brögð að því að ókunnar flugvélar hafi verið á sveimi yfir Norðurlöndum að næturþeli. Her stjórnir Danmerkur, Noregs, Sví- þjóðar og Finnlands gáfu í fyrstu í skyn að um sovétflugvélar væri að ræða, en nú þykir upplýst að flugvélar þessar séu bandarískar og séu að æfingum í árásarferð- um til Sovétrikjanna, auk þess sem þær hafa flutt og dreift bandarískum áróðri í flugrita- formi. Hefir sumt af flugritum þessum lent vestan landamæra Sovétríkjanna og þykir samsetn- ingurinn ekki leyna uppruna sín- um. fiiniiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiimiiiHiiiiiiiiiiMHiiiiiiifmiiiiiiiiiiuiuiiiifiiiiifHn Sumaráætlun frá 1. apríl 1954 milli Reykiavíkur og eftirtaldra borga: STAFANGUR frá: — mánud. — föstud. til: — miðvikud. — sunnud. OSLÓ frá: — mánud. — föstud. til: — miðvikud. — sunnud. KAUPMANNAHÖFN frá: — mánud. — föstud. til: — miðvikud. — sunnud. GAUTABORG frá: — fimmtud. eftir 27. maí: til: — laugard. HAMBORG frá: — mánud. — föstud. til: — miðvikud. — sunnud. eftir 27. maí: frá: — mánud. — fimmtud. til: — sunnud. — miðvikud. NEW YORK frá: — þriðjud. — laugard. til: — mánud. — föstud. eftir 27. maí: frá: — þriðjud. — föstud. — til: — mánud. — fimmtud. laugard. í sumar verða flugvélar Loftleiða h.f. sex daga vikunnar | í Reykjavík á austur- eða vesturleið yfir Atlantshafið. | Nýju fargjöldin: aðra leiðina báðar leiðir Stafangur kr. 1470.00 kr. 2646.00 Osló kr. 1470.00 kr. 2646.00 Kaupmannahöfn kr. 1600.00 kr. 2880.00 Gautaborg kr. 1600.00 kr. 2880.00 Hamborg kr. 1778.00 kr. 3201.00 New York kr. 2807.00 kr. 5053.00 LOFTLEIÐIR H.F. SÍMI 81440 Afgreiðsla á Akureyri í Ferðaskrifstofunni, sími 1475. Hiiiiimmimimiimmmimmmiimmmmm iiimiiiimiiiiimiiimimiiiiiiimiiimmmmtii iiiimiiimiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiimiiiimmiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiimimmiimmm Söluskattur Þeir, sem enn eiga ógreiddan söluskatt í umdæminu fyrir síðasta ársfjórðung, sem féll í eindaga 15. þ. m. aðvarast hér með um, að verði skatturinn eigi greiddur nú þegar, verður lokunarákvæðum 4. mgr. 3. gr. 1. nr. 112, 1950, ! beitt og verður lokun framkvæmd eigi síðar en mið- vikudaginn 26. þ. m. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 20. maí 1954. ........iimmmmmmim imMinMiiiiimiMiiiiiiMuumi immmmmmmmmmmmmmiimiMmmM IMMMMMMMMIMMMIIMMMMMMMMMM)MMIMMMMMMIMIMMII||i Gilbarco-olíubrennarar og olíugeymar til húsakyndingar jafnan fyrir- } liggjandi. — Útvegum olíukynta katla, elda- i vélar og hvers konar önnur olíukynditæki I með stuttum fyrirvara. Olíusöludeild KEA. Sími 1860. iimmmmmmmmmmmmmmmmmiimi iiiiiMiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiii tiiiii' Tilkynning frá Bæjarsfjóra Bæjarbúar eru minntir á, að tilkynna flutning á skrif- stofu bæjarstjóra, og láta það ekki dragast. Bæjarstjóri.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.