Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.07.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 23.07.1954, Blaðsíða 1
VERKflnuföURinn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 23. júlí 1954 23. tbl. Flokkurinn Flokksfélagar eru ininntir á að félagsgjöldin fyrir 3. ársfjórð ung eru fallin í gjaíddaga og eru allir beðnir að gera skil á þeim næstu daga, annað hvort til deildargjaldkera eða til skrifstofu Sosíalistafélagsins. Freklegt brot á hernáms- | Verður rafmagn leitt frá Laxárvirkjun sammngnum Njósnadeild bandaríska her- námsliðsins hefnir sín á pólitízk- um andstæðingi með því að fes.ta upp af honum myndir og lýsingar eins og tíðkast þegar lýst er eftir morðingjum. í síðustu viku gerðist sá fá- heyrði atburður á Keflavfkur- flugvelli að njósnadeild hersins lét festa upp í íbúðarbröggum, matskálum, skrifstofum og víðar myndir og lýsingar af Guðgeiri Magnússyni frá Raufarhöfn. Undir myndunum er af aflokinni nákvæmri lýsingu um aldur, hæð, þyngd, háralit, augnalit og kyn, birtar ásakanir um að hann sé „útsendari Þjóðviljans áróðurs- málgagns kommúnistans á ís- landi." Bræði njósnadeildarinnar gegn Guðgeiri mun eiga rætur sínar í því að hann ritaði nýlega 2 grein- ar í Þjóðviljann, greinagóða lýs- ingu á spillingartengslum ís- lenzku leppanna og hernámsliðs- ins og lífi og starfi á flugvellinum. Slíkar aðfarir, sem gerðar hafa verið að Guðgeiri muni algert einsdæmi, nema um sé að ræða morðingja eða stórhættulega glæpamenn og þekkjast naumast nema í Bandaríkjunum og annars staðar en þar sem morð og rán eru daglegir viðburðir. í hernámssamnuignum var því lofað að herinn hefði engin afskipti af íslenzkum stjórn- málum. Efndirnar hafa nú reynst þær að herinn og ísl. njósnadindlar hans skipa ís- lenzkiun mönnum á bekk með morðingjum fyrir þær sakir einar að aðhyllast aðrar stjórn- málaskooanir, en hernámsliðið hefir velþóknun á. Freklegri Kvennanefndin komin heim Fimm af þeim átta konum, sem að undanförnu hafa ferðast um Sovétríkin í boði kvennasamtaka þar, komu heim 18. þ. m., en þrjár úr nefndinni hafa enn nokkra viðdvöl á Norðurlöndum. Konurnar dvöldu 3 vikur í Sovétríkjunum og ferðuðust víða um. Voru þær fyrst fjór daga í Leningrad og síðan tvo daga í Moskvu, en héldu svoo þaðan til Georgíu, þar sem þær voru í þrjá daga. Dvöldu þær síðan í þrjá daga á hvfldarheimili námu- verkamanna í Sochi, sem er bað- staður við Svartahafið. Þaðan héldu þær til Moskvu aftur og voru sex daga um kyrrt þar. Gekk öll ferðin mjög að óskum og mættu þær hvarvetna atburða gestrisni. samningsbrot og svívirðing á íslenzkum lögiun og skoðana- frelsi er vart hægt að hugsa sér. Þessar glæpsamlegu aðfarir vöktu þegar í stað megnustu gremju og fyrirlitningu íslend- inga á Keflavíkurflugvelli og öll þjóðin mun fordæma þær. Lögreglustjórinn á Keflavíkur. flugvelli hefir nú, eftir kröfu lög- fræðings Guðgeirs Magnússonar látið taka myndirnar niður, en atvik þetta sýnir engu að síður hvers virði hernámsliðinu og ís- lenzkum njósnurum þess er skoð anafrelsi og samningsefndir, og við hverju má búast af þeirra hendi, hvenær sem þeir telja sér fært að níðast á hvorutveggja. Gula í saltfiski stafar af kopar í saltinu Geir Arnesen, verkfræðingur hefur undanfarið ár fengist við rannsóknir á gulu í saltfiski, en hún hefur á liðnum árum valdið milljónatjóni. Rannsóknir hafa nú borið þann árangur, að fulll- sannað er að gulan stafar af kop- ar, sem er í sumum tegundum af salti. Auðvelt er aS ganga úr skugga um koparinnihald salt- tegundanna og ætti því, í framtíS- inni, aS vera unnt að girða fyrir frekara tjón af þessum sökiun. Talið er að guluskemmdirnar hafi á sl. 5 árum valdið 10—20 millj. kr. tjóni. Hefur Geir Arne- sen því unnið hið nýtasta verk með rannsóknum sínum. Ungur sjómaður hverfur í hafi til Auslurlands? Verði horfið að því ráði, verður án tafar að hefja nýja virkjun Laxár Aðfaranótt sl. laugardags varð það sviplega slys á togaraniun Kaldbak aS einn hásetanna, Hallur Antonsson, Rauðamýri 14 hér í bæ, féll fyrir borð og drukknaði. Sjópróf, sem fram fóru á Pat- reksfirði, er skipið kom þangað, hafa ekki leitt í ljós, hvernig þessi hörmulegi atburður hefur orðið. Skipið var á leið á veiðar eftir löndun í Reykjavík er þess varð vart að Hallur var horfinn. Hallur var aðeins 19 ára að aidri, sonur hjónanna Margrétar Vilmundardóttur og Antons Sig- urjónssonar. Hinn mesti mynd- ar- og efnispiltur. Er hér um að ræða fyrsta dauða slysið er orðið hefur á togara héðan frá Akureyri. Á síðasta Alþingi voru sam- þykkt lög um virkjun Lagarfoss og mun hafa verið gert ráð fyrir 3000 kw. stöð sem fyrsta áfangá. Lög þessi voru staðfesting á marg gefnum loforðum stjórnar- flokkanna um virkjanir fyrir Austurland og munu Austfirð- ingar hafa litið svo á, að með þeim væru byrjunarframkvæmd- ir tryggðar. Nú hefur komið í ljós, að ríkis- stjórnin hefur í hyggju að fram- kvæma ekki lögin um virkjun Lagarfoss. Fyrra miðvikudag hélt raforkumálaráðheri-a, Steingrím- ur Steinþórssoon, fund með for- ustumönnum Austfirðinga um raforkumál. Var fundurinn hald- inn að Egilsstöðum. Á fundinum voru og mættir raforkumálastjóri og forstöðumaður Rafveitna rík- isins. Þar gerðu þeir fundur- mönnum grein fyrir þeirri hug- mynd að leiða rafmagn frá Lax- árvirkjun til Austurlands, en fresta virkjunarframkvæmdum þar. Án samráðs við Laxárstjórn. Fundarmenn munu hafa Utið Friðaröflin vinna stórsigur Bandarikjunum mistókst að koma í veg fyrir að friður kæmist á í Indo-Kína Eftir átta ára styrjöld í Indó- Kína ríkir nú aftur friður í þessu náttúruauðuga landi. Voru samn- irigar um vopnahlé undirritaðir í Genf í fyrrinótt og fyrradag. Að því er fregnir herma eru meginatriði samninganna þessi: Vopnahlé á að vera komið á ekki síðar en 28. þ. m. á öllum meginvígstöðvum í Indó-Kína. Viet Nam, sem er stærsta og fólksflesta ríki Indó-Kína, verður skipt í tvennt, fyrst um sinn, ná- lægt 17. bréiddarbaug norður- breiddar. Fær Sjálfstæðishreyf- ingin norðurhlutann með um 13 milljónum íbúa, en Frakkar og leppstjórn þeirra suðurhlutann með um 9 milljónum íbúum. Hernaðaraðilar flytja heri sína brott hver af annars yfirráða- svæði. Frakkar hverfa á brott úr borgunum Hanoi og Haiphong, en Sjálfstæðisherinn af stórum svæðum víðs vegar í suðurhluta landsins. Öll þrjú ríki Indó-Kína mega ekki leyfa erlendum ríkjum her- stöðvar í landi sínu né gerast að- ilar að hernaðarbandalögum. Eftirlitsnefnd, skipuð fulltrúum frá Indlandi, Kanada og Póllandi, eiga að sjá um að samningarnir séu haldnir í öllum ríkjum Indó- Kína. Plómutré ber ávöxt hér í bænum Ekki skal fullyrt um það, hvort einsdæmi muni vera hérlendis að plómutré beri ávöxt hérlendis en fágætt mun það vera. Jóhann Jónsson, skósmiður, Krabbastíg 2 hér í bænum, hefur nokkur plómutré í garði sínum og gerði hann glerskýli um eitt þeirra fyrir fáum árum. Hefur þetta borið þann árangur að tréð hef- ur náð eðlilegum þroska og stóð þakið blómum snemma sumars og eru ávextir þess þegar á góðri leið með að ná fullum þroska. Almennar þingkosningar eiga að fara fram hið fyrsta í Laos og Kambodía og eigi síðar en 20. júl 1956 í Viet-Nam. Verður þá mynduo.ein stjórn í Viet-Nam og Frakkar hverfa jafnframt úr suð- urhluta landsins. Átta af níu aðalfulltrúum Gen- far-ráðstefnunna rlýstu því yfir að ríki þeirra myndu bera saraan ráð sín ef vopnahléð yrði rofið. Níundi fulltrúinn, aðstoðarut- anríkisréðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir að stjórn hans gæti ekki fallist á að gerast aðili að þessari skuldbindingu. Flutti hann jafnframt yfirlýsingu um að Bandaríkin muni skoða það sem alvarlega ógnun við frið og öryggi ef vopnahléð yrði rofið. í Frakklandi er almennur og mikill fögnuður yfir því að samn- ingar hafa tekist um vopnahlé í Indó-Kína. Að vísu eru borgara- blöðin mjög hnuggin en telja þó að um annað hafi ekki verið að ræða fyrir Frakka en að semja. í Bandaríjunum er geysileg gremja hjá auðmönnum og blöð- um þeirra og stjómmálapeðum. (Framhald á 4. síðu). þessar fyrirætlanir með tor- tryggni og haldið fast við að stað- ið yrði við gefin fyrirheit um virkjun Lagarfoss. Lauk svo fundinum að raforkumálaráð- herra hét því að fullnaðarákvörð- Un skyldi tekin um eða úr næstu mánaðamótum. Sterkar líkur eru fyrir því, að mjög fast verði sótt, af hendi rík- isstjórnarinnar að leiða raf- magnið frá Laxá, enda þótt engar viðræður hafi enn farið fram um málíð við stjórn Laxárvirkjiuiar- innar, sem þó hlýtur að skoðast sem ráðandi aðili um það, hvern- ig raforkunni verði ráðstafað. Ónóg orka. Afgangsorka Laxárvirkjunar mun nú vera um 7000 kw. þegar allt er í lagi. Ef 3000-^1000 kw. af þeirri orku væru leidd til Aust- urlands yrðu því ekki eftir nema um 3000 kw. sem upp á yrði að hlaupa með aukna raforkuþörf Akureyrarbæjar og víðlendra héréaða, sem byrjaS er nú að rafvæða. Sé því gert ráð fyrir því að athafnalíf dafni hér um slóðir með eðlilegum hætti verð- ur augljóst að mjög skammt verður þess að bíða að Laxár- virkjunin verði ófullnægjandi. Enn er þess að gæta að fram- kvæmdir þær við Mývatn, sem tryggja eiga snuðrulausan rekst- ur Laxárvirkjunarinnar, hafa nú (Framhald á 4. síðu). ORÐSENDING til kaupenda blaðsins Nú þessa dagana er inn- heimta áskriftargjaldanna að hefjast, en gjalddagi þeirra var 1. júní. Væntir blaðið þess að kaupendur bregðist vel við og greiði áskriftirnar, allir sem einn, og helzt við fyrstu heim- sókn innheimtumanns. Fjárhagur blaðsins er þröng- ur eins og oft áður, og er því hin mesta nauðsyn á skilvísri greiðslu. Áskriftargjaldið er hið sama og áður, kr. 30,00, en hærri greiðsla er að sjálfsögðu þakk- samlega þegin og hafa all- margir þegar sýnt þ árausn að greiða mun hærri upphæðir. Með næsta blaði verða póst- kröfur sendar til kaupenda úti á landi og eru kaupendur þar vinsamlega beðnir að gleyma ekki að innleysa þær.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.