Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.08.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 27.08.1954, Blaðsíða 4
4 VIRKAMAÐURINH Föstudaginn 27. ágúst 1954 Mikið brunatjón að Grund í Eyjaf. 01 ís-breiinarinn olíukynditækið, sem er óháð rafmagni ★ Hefir þegar fengið mikla og góða reynllu reynslu í bæ og byggð. •¥■ Fæst t 4 suerðum með kötlum, sem sérstak- lega eru byggðir fyrir brermarann, en reymst einnig ágætlega í mörgum gerðum af kolakötlum. * Er mjög sparneytinn og búirm fyllstu öryggistækjum. Höfum olíugeyma af ýmsum stærðum og þaulvana menn við lagningar. ISLANDS £ <4 Sósíalistafélag Akureyrar heldur félagsfund í Ásgarði n. k. mánudag, 30. þ. m. kl. 8.30 e. h. Aríðandi mál á dagskrá. Fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIN. Happdrætti Háskóla íslands Endurnýjun til 9. flokks hefst í dag. Verður að vera lokið fyrir 10. sept. Endurnýið í tíma. Bókaverzl. Axels Kristjánssonar h.f. NYKOMIÐ: Efni í ungbama-galla, stakka og regnkápur (4 Iitir). — Dacron-efrtin gullfallegu í drengjaföt og dragtir (4 litir). — Bómullar-gabardine í galla- buxur á börn og unglinga, í mörgum litum. — Karlmanna-nærfatnaður, sokkar og ótal margt fleira. EDDA h.f. Hafnarstræti 96, sími 1334. Snemma á föstudagsmorguninn í síðustu viku varð þess vart, að eldur var uppi í fjóshlöðu Snæ- bjarnar Sigurðssonar bónda á Grund í Eyjafirði. Var slökkvi- liðið á Akureyri beðið aðstoðar um kl. 6 um morguninn og fór það þegar fram eftir með slökkvi- áhöld. Var þá eldurinn orðinn allmagnaður í hlöðunni og kom- inn í þak fjóssins, sem er sam- byggt. Voru dælur settar í bæj- arlækinn, en hann var vatnslíttill, svo að önnur leiðsla var lögð í læk um 400 metra þar frá, og fékkst þannig nóg vatn. Sunnan- stormur var á, er æsti eldinn og torveldaði slökkvistarfið. Brann þama þak hlöðunnar og fjóssins, sem að öðru leyti er byggt úr steini. Kýr voru ekki hýstar, en nokkur svín voru í fjósinu. Fór- ust 2 þeirra í eldinum. í hlöðunni voru um 500 hestar af töðu. Brann talsverður hluti hennar, auk þess sem miklar skemmdir urðu af reyk og vatni. Var heyið grafið upp fram eftir öllum degi og borið úr hlöðunni. Talið er víst, að um sjálfíkveikju hafi verið að ræða, enda hafði hitnað talsvert í heyinu fyrr í sumar eins og víða hefur reynzt, þar Fyrstu frásagnirnar um furðuverkin í Kína Um síðustu mánaðamót voru 700 ár liðin frá fæðingu Marco Polo, kaupmannssonarins í Vene- zia. í endurminningum sínum segir hann frá mörgu, sem sam- tíðarmenn hans töldu uppspuna einan — alveg eins og afturhald vorra tima trúir engu um þá furðulegu hluti, sem nú eru að gerast í Kína. Marco Polo var fyrsti Evrópu- maðurinn, sem sá steinkol notuð sem eldsneyti. Honum segist svo frá um þennan atburð: „Það er staðreynd, að í öllu Kathai (Norður-Kína) er ein- hvers konar svartur steinn í fjöll- unum, sem menn grafa úr jörðu og nota sem eldsneyti. Ef maður lætur þessa steina á eldinn á kvöldin og gætir þess að það kvikni í honum, mun maður finna þá brennandi á morgnana, og þeir gefa svo framúrskarandi hita, að menn nota í öllu landinu ekki annað eldsneyti. Að vísu er gnægð af trjávið, en menn nota hann ekki sem eldsneyti, því að þessir svörtu steinar brenna bet- ur og kosta minna.“ Önnur vara, sem einungis Kín- verjar kunnu á þeim tímum að búa til, var postulín. Olíuna lærði Marco Polo líka að þekkja í Kína. Hann lýsir líka pappírspen- ingunum. Þessir pappírsseðlar voru prentaðir með trémótum tæpum 200 árum áður en prent- listin var fundin upp í Evrópu. íbúð til sölu 3ja herbergja íbúð í inn- bænum er til sölu. Uppl. t síma 1516 og 1503 sem súgþurrkun er enn ekki fyr- ir hendi. Bóndinn, Snæbjörn Sigurðsson, hefur beðið mikið eignatjón við bruna þennan, en hann var stadd ur í Reykjavík þennan dag. Minningarathöfn um Hall Antonsson Minningarathöfn um unga sjó- manninn, Hall Antonsson, sem drukknaði af togaranum Kald- bak, 16. júlí sl., fór fram í Akur- eyrarkirkju í gær, að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Pétur Sigur- geirsson flutti minningarræðuna. Sr. Friðrik J. Rafnar, vígslu- biskup, hefur, samkvæmt eigin ósk, fengið lausn frá prests- og prófastsembætti frá 1. okt. næstk. Er prestsembætti hans því laust til umsóknar og er umsóknar- frestur til 1. október. Ríkisskip efnir til Grímseyjar- farar nú um helgina með m.s. Esju. Verður lagt af stað kl. 8 að morgni sunnudags og komið aftur til bæjarins að kvöldi sama dags. Fararstjóri verður Hermann Stefánsson. Farseðlar verða seld- ir hjá Eimskip kl. 4—7 í dag og á morgun. Þorgeir Pálsson hefur opnað málverkasýningu að Ráðhústorgi 7 (þar sem áður var útibú Lands- bankans). Sýnir hann þar 60—70 olíumálverk og vatnslitamyndir. Er þetta fyrsta sjálfstæða sýning Þorgeirs, en áður hefur hann sýnt á samsýningum fristundamálara, bæði hér í bæ og í Rvík. Verkakvennafél. Eining efnir til berjaferðar sunnudaginn 29. ágúst, ef næg þátttaka fæst. — Félagskonur snúi sér til skrifstofu verkalýðsfélaganna í Verkalýðs- hsúinu, sem er opin alla virka daga kl. 16.30—1‘ og tilkynni þátttöku sína í síðasta lagi fyrir föstudagskvöld. Hjónaband. Þ. 21. þ. mán. voru gefin saman í hjónaband af séra Pétri Sigurgeirssyni ungfrú Sara Guðrún Valdimarsdóttir og Jó- hann Steinmann Sigurðsson, vef- ari á Gefjun. Heimili þeirra er að Felli í Glerárþorpi. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína imgfrú Svanfríður Jónasdóttir, Þingvallastræti 1, og Jóhann Sigurðsson rafvirkjanemi. Vísindaakademía Sovétríkjanna hefur látið fara fram rannsókn á lifnaðarháttum 130 manna, sem voru 100 ára eða eldri. Það kom í ljós að 80 prósent þeirra höfðu stundað býflugnarækt! Þetta gæti bent til þess að gríski spekingur- inn Demokritos frá Abdera, sem sjálfur varð 109 ára, hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði: Not- aðu ríkulega hunang fyrir maga þinn og ríkulega olíu á hönmd þitt Jóhanna Magnúsdóttir frá Kambfelli í Eyjafirði verður ní- ræð 30. þ. m., nú til heimilis í Norðurgötu 11. Verður girðingin aldrei reist? Alþýðublaðið upp'ýsti ný- lega og Alþýðumaaurinn í kjölfar þess „að hi ðeina raun- verulega við hana (þ. e. her- nómsgirðínguna) sé það, að foringjar vamarliðsins hafi DREGIST A að MÆLA MEÐ því, að Bandaríkjaþing AT- HUGI, hvort það VILJI taka ó fjárlög næsta árs fjárveitingu til hennar. Ekki þarf að efa að þessar athyglisverðu upplýsingar eru fengnar frá fyrstu hendi, þar sem einn helzti foringi Al- þýðuflokksins, Emil Jónsson, átti sæti í nefndinni, sem „samdi“ um girðingamar og þær dularfullu reglur sem ekki má birta. En aumkunarverður birt- ist utanríkisráðherrann í ljósi þessara uppljóstrana: Flytur þjóð sinni hin ákveðnustu lof- orð, sem síðan reynast fleipur eitt. Bókasafnarar! Getum útvegað nokkur ein- tök af eftirfarandi nr. af hin- um ágætu útgáfum Altnordische Sagabibliothek: 1. Ares Islánderbuch (Golther, 1923), kr. 15.00. 2. Örvar-Odds Saga (Boer, 1892), kr. 24.00. 3. Egils Saga Skallagrímssonar (Finnur Jónsson, 1924), kr. 63.00. 5. Flóres Saga ok Blankiflúr (Kölbing, 1896), kr. 17.50. 7. ívens Saga (Kölbing, 1898), kr. 26.00. 8. Grettis Saga Ásmundarsonar (Boer, 1900), kr. 66.50. 11. Kristnisaga — Þáttr Þorvalds ens víðförla — Þáttr ísleifs biskups Gizurarsonar — Hungur\faka (Kahle, 1905), kr. 29.50. 12. Clári Saga (Cederschiöld, 1907), kr. 17.50. 14. Hálfs Saga ok Hálfsrekka (Le Roy Andrews, 1909), kr. 24.00. 15. Hálfdanar Saga Eysteinsson- ar (Schröder, 1917), kr. 24.00. 16. Vatnsdæla Saga (Vogt, 1921), kr. 35.50. 17. Drei Lygisögur — Ála flekkssaga — Egils saga ein- henda ok Ásmundar ber- serkjabana — Flóres saga konungs ok sona hans (Lagerholm, 1927), kr. 57.00 18. Ágrip af Nóregs Konunga Sögum (Finnur Jónsson, 1929), kr. 20.00. Ennfremur þessar bækur: Bjarnar Saga Hítdælakappa (Boer, 1893), kr. 18.00. Eddalieder (Finnur Jónsson, 2. bindi, 1888-1889), kr. 36.00. Zwei Fomaldarsögur (Dett- er, 1891), kr. 18.00. SENDUM í PÓSTKRÖFU. Bóka- og blaðasalan. Pósthólf 202, Akureyri. Fegrunarfélag Akur- eyrar heldur hlutaveltu og hefur merkjasölu til ágóða fyrir starf- semi sína á afmælisdegi bæjarins, — á sunnudaginn kemur. Félag þetta vinnur þarft og ágætt starf, sem of mörgum sést yfir. Ættum við bæjarbúar að sjá sóma okkar í því að rétta því hjálparhönd, þegar tækifæri gefst, svo sem í þetta sinn með því að gefa muni til hlutaveltunnar, sækja hana og kaupa merki félagsins. Allar þær kirkjur, sem voru eyðilagðar á stríðsárunum í Var- sjá, hafa nú verið byggðar upp aftur. Hún var í kvennakómum og hann var líka músíkalskur. — Kvöld nokkurt voru þau ó gangi í skuggsælum garði, sem einungis tunglskinið lýsti upp. Þau urðu snortin af hinu rómantíska um- hverfi og hann laut niður að henni og kyssti hana — á mitt ennið. — Da capo, hvíslaði hún, en helzt einni áttund neðar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.