Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.11.1954, Page 3

Verkamaðurinn - 12.11.1954, Page 3
Föstudaginn 12. nóv. 1954 VERKAMAÐURINN 3 SIGURGEIR JÓNSSON söngkennari og organleikari frá Stóruvöllum Fæddur 25. nóv. 1866. — Dáinn 4. nóv. 1954 Þegar ég man fyrst eftir mér nokkru fyrir síðustu aldamót, heyrði ég oft talað um ýmsa merkismenn, sem á einn eða ann- an hátt þóttu skara fram úr sam- tíðarmönnum sínum. Þessir menn voru jafnan nefndir með virð- ingu og oft með mikilli aðdáun. iiitt nafn var það þó, sem mér fannst meiri Ijonu um en önnur nofn, og það var naímö Sigurgeir a Storuvöllutn, eins og hann var þá jaínan nefndm'. Og það sem gaf nafni hans siíkan ijoma hjá foreldrum mínum og öðrum þeim, er ég heyrði tala um hann, var það, að hann gat öðrum betur leikið á hljóðfæri, sungið og látið aðra syngja. En söngur var í mín- um augum í þá daga hin æðsta fegurð og uppspretta gleðinnar. Ekki átti ég þó því láni að fagna að sjá Sigurgeh' á Stóru- völlum eða kynnast list hans fyrr en á aldamótahátíðinni á Ljósa- vatni. Þar stýrði hann stórum blönduðum kór, sem söng fjölda ættjarðarsöngva og mörg önnur fögur lög. Þetta var einhver allra minnisstæðasti viðburður á bemskuárum mínum, og óx ljóminn um nafn Sigurgeirs mjög í augum mínum við hann. Ég var ögn farinn að spila á orgel og orð- inn allvel læs á nótur, þegar þetta var, og átti ég því léttara með að gera mér grein fyrir meðferð lag- anna, ekki sízt þar sem ég kunni þau flest eða öll. Vakti það eink- um eftirtekt mína, að flest lögin voru sungin af miklu meira fjöri og lífi en ég hafði áður heyrt og urðu mér mörg sem ný opinber- un. Sigurgeir Jónsson var kominn af þingeyskum bændaættum í báðar ættir. Foreldrar hans voru hjónin Aðaibjörg Pálsdóttir og Jón Benediktsson á Stóruvöllum í Bárðardal. Jón var sonur Bene- dikts Indriðasonar frá Fornastöð- um og Guðnýjar Jónsdóttur frá Mýri. Þau bjuggu á Stóruvöllum, og var Benedikt síðari maður Guðnýjar. Voru þau einhver merkustu bændahjón í Þingeyj- arsýslu á sínum tíma. Jón faðir Sigurgeirs þótti og hinn merkasti maður. Aðalbjörg móðir Sigur- geirs var dóttir Páls Jóakimsson- ar í Hólum í Laxárdal og fyrri konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Páll var bróðir Jóns á Þverá, föð- ur Benedikts á Auðnum og þeirra systkina. Eru þetta alkunnar ættir. Þegar Sigurgeir var að alast upp heima á Stóruvöllum, var þar eitt hið mesta menningar- heimili í Þingeyjarsýslu og þótt víðar væri leitað. Fór þar saman mikil verkmenning, bæði í bún- aðarháttum og heimilisiðnaði (faðir hans var t. d afburða góð- ur söðlasmiður) og mikil andleg menning, mikill lestur góðra bóka, bæði íslenzkra og á Norð- urlandamálum, og umfram allt iðkun sönglistar. Hafði t. d. Arn- grímur Gíslason málari, sem var þar um tíma allmarga vetur, mik- il áhrif í þá átt. Margt fólk var í heimili, og var þar oft sungið í kór. Stýrði Benedikt bróðir Sig- urgeirs söngnum. Hann fluttist ungur til Vesturheims, og kom þá í hlut Sigurgeirs að vera söng- stjóri á heimihnu og í dalnum. Var hann þá eigi langt kominn yf- ir fermingaraldur. En sönglistin var köllun hans, og hann stund- aði hana í heimahúsum af sama áhuga og kappi eins og margir ís- lenzkir alþýðumenn hafa um ald- ir stundað ýmisleg fræði og listir, sem hafa sérstaxiega verið ahugamal þeirra, og varð hann íijott mjög vei að sér. Þó nægði honum það ekki, heldur hélt hann til Heykjavíkur og iagði þar stund á tóniist, einkum pianó- og orgeileik 1091—1892. Keimari hans var frú Anna Petersen, móðir dr. Helga Péturss. Þótti hún ágætur kennari, enda færði Sigurgeir tilsögn hennar sér vel í nyt. Aðra skóia sótti hann ekki, nema hvað hann var einn vetur á lýðskóla Guðmundar Hjaltasonar. Var það fyrr en hann fór til Reykjavíkur. Guðmundur Hjaltason var mjög merkur skóiamaður, og var hon- um einkar lagið að hrífa unga menn og vekja áhuga þeirra á hverskyns menningarmálum. Árið 1895 gekk Sigurgeii að eiga Friðriku Tómasdóttur frá Litluvöllum í Báiðardal. Þau bjuggu síðan á Stóruvöllum á nokkrum hluta jarðarinnar. Jafn- framt búskapnum stundaði Sig- urgeir sönglistina, lék á hljóð- færi, æfði kórsöng og kenndi mörgum hljóðfæraleik. Árið 1904 brugðu þau hjónin búi og fluttust til Akureyrar. Tók Sigurgeir þegar til óspilltra mál- anna við að kenna hljóðfæraleik. Jafnframt stundaði hann hér múraraiðn, sem hann hafði num- ið heima á Stóruvölliun, er þeir bræður reistu þar vandað íbúð- arhús úr steini. Kennari hans þar heima í þeirri iðn var Steinþór Björnsson á Litluströnd, er num- ið hafði í Kaupmannahöfn. Þótti Sigurgeir ágætur starfsmaður í þeirri grein, og mátti segja, að hvert það verk, er hann snerti á, léki í höndum hans. Eitt af því, er hann lagði stund á. var að stilla hljóðfæri. Það er hið mesta vandaverk og er talið, að til þess þurfi sérstakan lærdóm. En Sig- urgeir kenndi sér þetta sjálfur og tókst svo vel, að orð var á gert og var lengi eini píanóstillari hér í bæ. Þegar Magnús Einarsson hætti að leika á kirkjuorgelið og að stjórna kirkjusöngnum, tók Sig- urgeir við því starfi. Það var árið 1911. Hélt hann því til 1941. Var bæði orgelleikur hans og kirkju- söngurinn mjög vandaður og smekkvíslegur, svo að orð var á gert. Um nokkurra ára skeið kenndi hann söng í Bamaskólanum og Gagnfræðaskólanum. Þá má ekki gleyma því, að hann æfði hér blandaðan kór og stjórn- aði honum um nokkur ár. Ekki hafði ég tækifæri til að heyra þann kór nema einu sinni, síðasta skiptið er hann söng. Minnist ég þess söngs með óblandinni gleði. Sigurgeir mun hafa kennt um 700 manna hljóðfæraleik. Hafa margir þeirra stundað framhalds- nám í tónlist og orðið þar dug- andi. Sigurgeir Jónsson var fríður maður og höfðinglegur. Hann var fjörlegur og glaðlegur í bragði og hélt sér mjög vel. Stundaði hann kennslu fram í háa elli. Hann var mjög félagslyndur. Var hann alla tíð bindindismaður og starfandi meðlimur Góðtempl- arareglunnar um marga áratugi, var þar organleikari og söng- stjóx-i. Hann tók þátt í menning- arfélagsskap á fleiri sviðum, t. d. starfaði hann mikið í félagsskap guðspekinga. í síðasta sinn stýrði Sigurgeir söng á söngmóti ,,Heklu“ 1948, þá nær 82 ára. Stýrði hann þá hinum mikla söngfiokk, er allir sambandskórarnir sungu sameig- inlega hið fagra lag Magnúsar Einarssonar: „Mikli guð“. Gerði hann það af slíkri festu, myndug- leika, öryggi og skaphita, að flutningur þessa lags varð kórón- an á þessum minnisstæðu hljóm- leikum. Kona Sigurgeirs er látin fyrir meir en an. Pau eignuoust mu börn. Eut þeirra, Agnes. cto ung, hin mesta etmsstUiKa, nvers manns hugijúfi. Hin iiía öii og eru veimetm og vinsæl. Oli hata þau erft meira og minna af lista- gáfum föður síns og fjöinreyttu hætiieiKum. Þau eru: Paii, Kaup- maður á Akureyri, Vigfús, ljos- myndari, ReyKjavík, Gunnar, píanóleikari og söngstjóri, R.vík, Hermína, píanóieikari, R.vík, Jón, kennari, Akureyri, Eðvarð, ljós- myndari, Akureyri, Höi-ður, ljós- myndari, Vestmannaeyjum, og Haraldur, verzlunarstjóri, Akur- eyri. Ekki þarf að efa, að ef Sigur- geir Jónsson hefði á unga aldri gefið sig tónlistinni einni á vald og lært hana til hlítar og starfað í því umhverfi, þar sem allar gáf- ur hans og hæfileikar hefðu notið sín að fullu, þá hefði hann orðið mikill listamaður, sem hefði orð- ið þjóðinni til mikils sóma. Og þó er í raun og veru óvíst, hvort hann hefur ekki einmitt unnið þjóðinni enn meira gagn með því að starfa eins og hann gerði, með- al alþýðunnar sem einn af henni. Áhrif hans hafa orðið þýðing- armeiri en hægt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði, og starf hans á eftir að bera ávöxt langt fram um ókomin ár. ekki aðeins í þessum bæ, heldur hvar sem nemendur hans lifa og starfa. Með Sigurgeiri Jónssyni er fall- inn einn hinna ágætu manna, er mestan menningarsvip hafa sett á Akureyri um langt skeið. Blessuð sé minning hans. A. S. MAN-O-TILE plastveggdúkur MAN-O-TILE PLASTVEGGDÚKUR fyrir eldihús og baðherbergi fyrirliggjandi í mörgum litum. Svo sem: grænn, grár, blár, gulur og fcveir bleikir. MAN-O-TOP COUNTER fyrir eldhúsborð í sama litaúrvali. ATLAS-LÍM, þolir raka og bleytu. ERUM FLUTTIR í Haínarstræti 97, bakhúsið (gengið upp með Hótel Goðafoss). Höfum mikið úr\ral af vönduðu og fallegu, dönsku silfurpletti. Einnig alls konar handsmíðaða skartgripi, úr gulli og silfri. Sérstaklega fjölbreytt úrval af steinhringum. Trúlofunarhringar með stuttum fyrirvara. Kaupið hjá fagmönnum. Það borgar sig bezt. Sigtryggui- & Eyjólfur, gullsmiðir. Gardínustengurnar marg eftirspurðu eru komnar. ByggmgavönHlcild KEA. hreinsoi. vemdon mýkii oq fegraf hýfiina — Biðjið um RÓSA-sAPU HAPPDRÆTTI Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra VINNINGUR: Dodge Custon Royal bifreið raódel 1955. Aðeins 8000 miðar. — Verð kr. 100.00. Dregið verður 23. desember n. k. Á Akureyri eru miðar seldir í Bókabúð RIKKU.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.