Verkamaðurinn - 12.11.1954, Side 4
4
VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 12. nóv. 1954
María Markan Östlund
Hún söng hér á Akureyri á
vegum Tónlistarfélags Akureyr-
ar síðastliðinn laugardag. —
Við hljóðfærið var Fritz Weiss-
happel. — Hljómleikarnir fóru
fram í Nýja-Bíó. Húsfyllir var,
og mikil fagnaðarlæti meðal
áheyranda. — Söngkonan fékk
blómvendi og varð að syngja
mörg aukalög og endurtaka lög.
Ég hefi ekki heyrt Maríu
Markan syngja fyrr, svo að ég get
engan samanburð gert á söng
hennar fyrr og nú. En mér duld-
ist það ekki við fyrsta lagið, að
hér var á ferðinni ágæt söng-
kona, sem bjó yfir fullkominni
kunnáttu, skilningi og draina-
tískum krafti. Röddin er bæði
mikil og fögur. Framan af átti
hún í nokkurum erfiðleikum með
röddina, eins og oft kemur fyrir
hjá þeim, sem mikið hafa sungið,
ekki sízt þegar syngja þarf að ný-
afstöðnu ferðalagi. En frú María
Markan lét það ekki á nokkurn
hátt á sig fá, enda lagaðist þetta
fljótlega og röddin kom fram,
björt, silfurskær og þýð eins og
fiðla í snillingshöndum.
Ekki vantar
umhyggjuna!
Ritstjóri fsl. helgar ofurlítið af
„hinu ódýra lesefni" blaðsins
þeim upplýsingum Verkamanns-
ins, sem birtar voru 15. okt. sl.,
að vélar til hraðfrystihússins
væru fáanlegar með hagstæðum
lánskjörum í Austur-Þýzkalandi.
Hefur ritstjórinn uppi tilburði til
að sanna að þetta geti ekki talizt
svo fréttnæmt, að hæft geti hinu
vandaða og ódýra lesefni íslend-
ings. Ekki telur blaðið þetta þó
aðalástæðuna fyrir því að þessi
frétt fann ekki náð fyrir augum
ritstjórans, heldur sé hún sú, að
blaðið beri svo mikla umhyggju
fyrir bæjarbúum, að það vilji
ekki, að því er helzt verður skil-
ið, spilla hugarró bæjarbúa með
því að „vekja vonir manna með
„ótímabærum“ fréttum um að
málið sé að leysast."
Má þetta teljast alveg óvenju-
leg manngæzka og umhyggja hjá
blaðinu, ekki sízt þegar þess er
gætt að nú er senn liðið heilt ár
frá því að þetta sama blað skýrði
frá því „að frystihúsmálið væri
komið í örugga höfn“. Þá var
umhyggjan ekki alveg jafn mikil,
enda stóðu þá kosningar fyrir
dyrum.
Vafalítið er það einnig sprottið
af einskærri umhyggju fyrir bæj-
arbúum að ritstj. íslendings gerir
sér hægt um hönd og fullyrðir að
varðandi nefnt vélalán „sé aðeins
um uppástungu um athugun að
ræða,‘. Staðreyndin er hins vegar
sú, að fullvíst er að möguleikar
fyrir láni fyrir vélum frystihúss-
ins og afurðasala fyrir andvirði
þeirra er fyrir hendi. Hitt er svo
auðvitað verkefni stjómar Ú. A.
að meta það, hvort þeir mögu-
leikar eru hagstæðari en aðrir,
sem henni kunna að standa opnir.
Um það hefur Verkamaðurinn
ekkert fullyrt að svo komnu
máll
Söngskráin var fjölbreytt. Inn-
lendir og erlendir ljóðsöngvar og
tvær óperuaríur: Draumur Elsu
úr „Lohengrin“ eftir Wagner og
Voi lo sapete úr „Cavalleria
rusticana“ eftir Mascagni. í
óperulöguniun naut hin mikla
rödd og tækni söngkonunnar sín
sérlega vel, en mörg hinna „lýr-
isku“ laga urðu engu síður
ógleymanleg, og skal ég nefna
sérstaklega Söng bláu nunnanna
eftir Pál ísólfsson, Til skýsins
eftir Emil Thoroddsen, Heimi
eftir S. Kaldalóns (aukalag) og
Augun bláu eftir Sigfús Einars-
son (aukalag).
Undirleikur Weisshappels var
með miklum ágætum, svo sem við
mátti búast.
A. S.
Góðar undirtektir í
hlutafjársöfnuninni
Unnið hefur verið að því und-
anfarna daga að bera út um bæ-
inn ávarp stjórnar Útgerðarfélags
Akureyringa og leita undirtekta.
um hlutafjárkaup. Vinna 30 menn
að þessu starfi og verður allvel
ágengt, að því er bezt verður enn
vitað. Er nefndarmönnum nær
hvarvetna vel tekið og hafa
margir þegar skirfað sig fyrir
hlutafjárloforðum.
Eitthvað mun hafa borið á því
að einstaka menn hafi haft í
frammi áróður í þá átt að hluta-
fjársöfnunin væri eins konar
betliherferð og að hlutabréfin
yrðu raunverulega lítilla fjár-
muna virði. Að sjálfsögðu er þetta
hin herfilegasta blekking. Hluta-
bréf í Útgerðarfélagi Akureyr-
inga munu nú raunverulega vera
mun meira virði en nafnverð
þeirra hljóðar upp á, þegar tillit
er tekið til þess hve eignir félags-
ins hafa verið afskrifaðar mikið á
undanförnum árum. Allt bendir
til þess að hraðfrystihús muni
renna svo styrkum stoðum undir
starfsemi félagsins að hlutafjár-
eign í því verið mjög álitleg eign.
Hlutafjáraukningin á því ekkert
skylt við betliherferð, heldur er
þar um hrein viðskipti að ræða.
Viðskipti, sem jafnframt því að
vera örugg ráðstöfun fjármuna,
mun á komandi árum færa bæj-
arbúum stórfellda möguleika til
bættrar atvinnu og afkomu.
Síldarleit enn án
árangurs
M.b. Garðar leitaði síldar í gær
og fyrradag hér innfjarðar og
kastaði tvisvar. Veiðin reyndist
mjög lítil (4—5 tunnur í kast) og
eingöngu kræða. Verður leitinni
hætt í bili.
RITDÓMURINN
um ljóðabók Braga Sigurjóns-
sonar, sem birtist á 2. síðu blaðs-
ins í dag, er eftir Rósberg G.
Snædal, en nafn hans undir
greininni hefur fallið niður.
■K KIRKJAN. Messað í Akureyr-
arkirkju kl. 2 e. h. n.k. sunnu-
dag. Prófasturinn, sr. Sigurður
Stefánsson, setur sr. Kristján
Róbetrsson inn í annað prests-
embætti Akureyrarprestakalls.
* KANTÖTUKÓR AKUREYR-
AR. Æfing að LÓNI í kvöld kl.
8.30Allir þeir, sem hafa hugsað
sér a ðstarfa með kórnum í vet-
ur, eru vinsamlega beðnir að
mæta, og eldri félagar, sem
kunna að hafa í fórum sínum
nótur frá liðnum árum, að taka
þær með á æfinguna.
■K MÁLVERKASÝNINGU Kjar-
vals lauk á sunnudagskvöldið
og höfðu þá 3100 manns skoðað
hana. Er það áreiðanlega met-
aðsókn og sýnu meiri hlut-
fallslega en í Rvík, en þar voru
sýningargestir um 11 þúsund
og þótti það þó einsdæmi.
* HJÓNABAND. Ungfrú Krist-
jana Ríkey Tryggvadóttir og
Bjarni Sigurðsson (Sigurðar O.
Björnssonar, prentmeistara). —
Ungfrú Helga Ingibjörg Stein-
dórsdóttir og Ólafur Stefáns-
son.
-K NÝJA-BXÓ sýnir um þessar
mundir stórmyndina Quo Vadis
eftir samnefndri sögu, sem
þýdd hefur verið á íslenzku og
margir hafa lesið. Er myndin
stórvel gerð og vel leikin. Á
það sérstaklega við um aðal-
hlutverkið, Neró keisara, en
hann leikur Peter Ustinov. Er
leikur hans frábær. Akureyr-
ingar hafa fyllt Nýja-Bíó að
undanfömu vegna þessarar
myndar.
■K GLÆSILEGT HAPPDRÆTTI.
Blaðið vill vekja athygli á
happdrætti Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra, sem auglýst er
í blaðinu í dag. Fer þar saman
glæsilegur vinningur og gott
málefni.
Hljómplöfur:
NÝ AMERÍSK DANS- OG
DÆGURLÖG SVO SEM:
Long John
Secret love (Doris Day)
There must be a reason
(Frankie Laine)
Shippin Soda
Make love to me
(Jo Stafford)
April and you
(Jo Stafford)
o. m. fl.
EINNG NÝJUSTU DANS-
OG DÆGURLÖGIN Á
NÓTUM.
Bókaverzlun
Axels Kristjánssonar h.f.
Sími 1325.
Verkfall ástralskra hafnar-
verkamamia.
26 þúsundir verkamanna eru
nú í verkfalli í Ástralíu. Nær
verkfallið 'til allra hafna landsins
og hefur staðið í viku. Um 150
skip liggja óafgreidd. Verkfallið
beinist gegn frumvarpi stjórnar-
innar, en samkv. því er vinnu-
veitendum falið að beina hafnar-
verkamönnum til þeirra hafna.þar
sem vinnu þeirra er mest þörf,
en þetta verkefni hefur hingað til
verið í höndum verkalýðssamtaka
hafnarverkamanna sjálfra. Talið
er, að verkfall þetta kunni að
standa mjög lengi, þar eð báðir
aðilar, verkamenn og ríkisstjórn,
segjast óhagganlegir í afstöðu
sinni. Stjórnin hefur í hótunum
um að kveðja hermenn til vinnu
við hafnirnar.
Enskir hafnarverkamenn
unnu sigur.
Fyrra laugardag lauk verkfalli
hafnarverkamanna, sem staðið
hafði yfir í flestum hafnarborg-
um Bretlands í rúmlega mánað-
artíma, Var verkfall þetta háð til
að knýja fram viðurkenningu á
því að verkamenn væru að því
sjálfráðir, hvort þeir ynnu eftir-
vinnu eða ekki.
Samkomulagið var á þá lund,
að samningar verða þegar í stað
hafnir milli hafnarstjórnanna og
fulltrúa verkfallsmanna um eft-
irvinnureglurnar Meðan viðræð-
urnar fara fram eru verkamenn
frjálsir að því að neita eftirvinnu.
Ef fullnaðarsamningar hafa ekki
tekizt að mánuði liðnum munu
foringjar verkfallsmanna koma
saman og ræða frekari aðgerðir.
Úrslit deilunnar eru talið mjög
mikið áfall fyrir hægrikratana,
sem stjórna TUC, /Alþýðusam-
bandi Bretlands ,því að verkfall-
ið var háð í trássi við stjórn sam-
bandsins og samningar að lokum
gerðir án allrar milligöngu, enda
hafði Félagi hafnarverkamanna
þá verið vikið úr sambandinu.
Fmmvarp um stækkun
lögsagnarumdæmisins
Félagsmálaráðherra hefur lagt
fram á Alþingi frumvarp um
stækkun lögsagnarumdæmis Ak-
ureyrar í samræmi við þá samn-
inga, sem gerðir hafa verið um
sameiningu Glerárþorps og Ak-
ureyrar.
Gert mun ráð fyrir að frum-
varpið verði afgreitt fyrir áramót
og sameiningin fari þá fram.
KJÓLAEFNI
t miklu úrvali.
UNDIRFÖT
margskonar
ÓDÝRIR nylonsokkar
SMÁBARNAFATNAÐUR
MARKAÐURINN
Geislagötu 5.
LOGTAK
Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram, á
kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum
liðnuin frá birtingu þessarar auglýsingar fyrir ógreidd-
Hm þinggjöldum á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu 1954,
veitingaskatti, söluskatti, gjaldi af innlendum tollvör-
um, lögskráningargjöldum, aðflutningsgjöldum, út-
flutningsgjöldum, skemmtanaskatti, skipulagsgjaldi,
vitagjaldi, lestagjaldi og bifreiðagjöldum.
Skrifstofu Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu,
10. nóvember 1954.