Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.01.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 13.01.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 13. janúar 1955 JAKOB ÁRNASON: Ástandið í alþjóðamálum batnaði stórlega á sl. ári Frelsishreyfingar nýlenduþjóðanna færðust mjög í ásmegin og barátta þeirra og friðarbarátta alþýðuríkjanna neyddu upphafsmenn kalda stríðsins til undanhalds svo verulega dró úr því Vaxandi andstaða Arabaríkj- anna gegn nýlenduveldunum. Á s.l. hausti gerðu Tékkar og Egyptar með sér viðskiptasamn- ing. Samningur þessi hefur valdið gífurlegum óróa og feikna ugg í herbúðum Vesturveldanna, eink- um hjá Bretum og Bandaríkja- mönnum. Þó er þessi samningur aðeins venjulegur viðskiptasamn- ingur, en samkvæmt honum fá Egyptar m. a. vopn fyrir bómull. Fylgismenn og upphafsmenn kalda stríðsins telja hann hins vegar ógnun við öryggi ríkjanna við aust- anvert Miðjarðarhaf og ógnun við heimsfriðinn og hafa ekkert til sparað að básúna þessa kenningu út um víða veröld að undanförnu. í raun og veru er þetta alveg öf- ugt. Bæði bandarikjastjóm og stjóm Bretlands er ljóst, að andinn frá Genf er að vinna á í þessum löndum og að andspyrnan gegn hernaðarbandalögum heimsvalda- sinnanna, sem beint er gegn Ráð- stjórnarríkjunum og öðrum al- þýðuríkjum, fer vaxandi. íhaldsblaðið Times í London varð að játa þetta eins og greini- lega kemur fram í eftirfarandi um- mælum í ritstjórnargrein þessa áhrifamikla blaðs 10. okt. s.l.: ,rFram að þessu haía Vestur- veldin verið hinir einu varðmenn og sáttasemjarar í löndunum við austanvert Miðjarðarhaí. Hin her- fræðilega þörf þeirra, olíuauðæfi, sem þau ráða yfir á þessu svæði, álit þeirra í arabalöndunum síðan í fyrri heimsstyrjöldinni, tilraunir þeirra á síðustu tímum til að varð- veita hið ótrygga jafrtvægi milli ísrael og Arabanna — allt þetta samanlagt hefur orðið til þeess að Vesturveldin hafa skoðað löndin fyrir botni Miðjarðarhafs sem sitt áhrifasvæði." Og þá eru ekki síður athyglis- verð ummæli hins kunna frétta- skýranda, Walter Lippmanns, í grein, sem hann birti nýlega í stórblaðinu New York Herald Tri- bune. Hann segir að það hafi komið hinum þremur stóru vestur- veldum algjörlega á óvart, þegar Sovétríkin á síðustu mánuðum fóm að koma fram á sviðið sem fjórða stórveldið í löndunum við austanvert Miðjarðarhaf. Lipp- mann telur að undir þessum kring- umstæðum verði Bandaríkin ann- að hvort að „taka á móti hólm- gönguáskorun Ráðstjórnarríkjanna og reyna að undirbjóða þau eða semja við Ráðstjórnarríkin um áhugamál þeirra og áhugamál okk- ar,“ skrifar Lippmann orðrétt og bætir síðan við: ,J báðum tilfellum mun vera nauðsynlegt að taka til nýrrar yf- irvegunar og endurskoðunar fyrir- hleðslukenninguna (þá pólitík, sem er í þvx fólgin að halda Ráð- stjórnarríkjunum innan núverandi áhrifasvæða þeirra. Aths. höf.), eeins og við beitum henni í fram- kvæmd. Við höfum haldið því fram, að allar þjóðir yrðu að ger- ast aðilar að hernaðarbandalögum okkar eða verða skoðaðar sem samherjar á feiðinni til að verða leppríki kommúnista. Þessi hættu- lega kredda hefur eitrað aístöðu okkar gagnvart Indlandi, sem er stærsta og áhrifaríkasta frjálsa tík- ið í Asíu. Hún hefur, íráMarokka til Indonesíu, aflað okkur orðróms fyrir blanda okkur í innanlands- mál hinna nýju ríkja með því að styðja flokksbrot, sem beita sér fyrir bandalögum okkar.... Flækjur hernaðarlegra samninga, sem eru afar óvinsælir í öllum löndum, og samdráttur fjárhags- legrar aðstoðar, hefur gert okkur mjög særanlega, þegar herferð Sovétríkjanna er annars vegar. Sovétríkin láta af hendi vopn án þess að krefjast, að þjóðir skrifi umsvifalaust undir hernaðarsamn- inga. Þau auka fjárhagslega aðstoð sína einmitt um leið og Hollister (forstjóri hinnar „alþjóðlegu sam- starfs-stjórnar“ Bandaríkjanna. At- hugasemd höf.) reynir að skera niður hjáfp okkar." Vopnasala Tékka engin ógn- un við friðinn. Hið nýja í ástandinu við austan- vert Miðjarðarhaf er aðeins það að Egyptaland og Sýrland og önn- ur Arabaríki, láta nú, sérílagi eftir ráðstefnuna í Bandung, ekki Vest- urveldin skipa sér lengur fyrir verkum, en hafa hins vegar aukið mótspyrnu sína gegn hernaðar- bandalögum Vesturveldanna. Það er þetta ,en ekki tékknesku vopn- in, sem er hin raunverulega orsök hins allt að því skelfingaríulla hugarástands stjórnmálamanna og stríðsæsingamanna Vesturveld- anna. En vitanlega er ekki nema eðlilegt að vopnasölum Vestur- veldanna gremjist að aðrir selja sams konar vörur og þeir. Þeir missa vissulega spón úr aski sín- um, Það liggur sem sagt í augum uppi að vopnasala Tékka er áreið- anlega engin ógnun við friðinn yf- irleitt né friðinn milli Israel og Arabaríkjanna. Fréttaritari „Times“ í Israel skrifaði blaði sínu 9. marz s.l. eftir- farandi ummæli Jahn Jernegans, sem er embættismaður í þeirri deild bandaríska utanríkisráðu- neytisins, sem fjallar um ríkin við austanvert Miðjarðarhaf: „Israel er ekki í neinni stórri hættu. . . . raunverulega er að líkindum minni hætta á að það verði fyrir árás en nokkurt annað ríki á þessu svæði." Og seinna, eða 29. ágúst, leggur „Times" áherzlu á, að Israel hefði byggt upp öflugasta her af löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafs, að undanteknu Tyrklandi." 3. okt., eða eftir að fregnin barst um egypska-tékkneska viðskipta- samninginn, viðurkennir „Times“ að Nasser, forsætisráðherra Egyptalands, hafi ,fiæstum áreið- anlega rétt fyrir sér, þegar hann sagði að lsraeí hefði upp á síð- kastið eflt meira herstyrk sinn en Egyptaland." Þessar tilvitnanir nægja til að sýna að það eru ekki tékknesku vopnin, sem eru orsök óróans út af horfunum við austanvert Miðjarð- arhaf. Það sem Vesturveldin óttast mest eru horfurnar á því að Sovét- ríkin og alþýðulýðveldin séu nú fær um að bjóða fjárhagslega að- stoð — án pólitískra skilyrða — til að byggja upp atvinnulíf hinna afturúrskotnu eða vanræktu landa við austanvert Miðjarðarhaf. Því að þá mundu þessi ríki verða fær- ari um að losa sig undan yfirráð- um hinna voldugu olíuhringa og hvers konar brögð þeirra og und- irferli, og öðlast þar með raun- verulegt sjálfstæði. Slík fóm getur ekki orðið til tjóns fyrir ísraelsku þjóðina. Hún mun þvert á móti sjá sér hag í því að taka þátt í þeirri þróun og losa sig jafnframt sjálfa úr greipum Bandaríkjanna, sem ásamt Bret- landi og Frakklandi hafa verið og | eru hinir raunverulegu friðarspillar I í löndunum við botn Miðjarðar- hafs, en slík þróun ein er fær um að leggja grundvöllinn að frið- samlegri og traustri sambúð við Arabaríkin. í kjölfar andans fró Genf. Auðhringar Ameríku hafa allt fram að þessu aðeins þekkt eina leið til að afla sér markaða fyrir offramleiðsluvörur sínar: hervæð- ingu og stríðsundirbúning. En nú virðist annað hljóð vera að koma í strokkinn: batnandi markaðshorf- ur í kjölfar minnkandi spennu í alþjóðamálum, í kjölfar andans frá Genf. Þannig sendu t. d. yfir 100 kunnir menn í Bandaríkjunum Eis- enhoweer forseta kröfu, um miðj- an okt. sl., um að á ráðstefnu utan- ríkisráðherranna í Genf yrðu fundnar leiðir og ráð til að efla andann frá Genf. I því sambandi I t | - Síðari grein - | I I var m. a. krafist að raunhæfar ráð- stafanir yrðu gerðar til að „auka þau viðskipti, sem öll ríki í austri og vestri hafa þörf fyrir“ og að finna „nýja afstöðu til vandamála viðvíkjandi hernaðarlega mikil- vægum vörum.“ Meðal þeirra, sem undirrituðu þessa áskorun fyrirfundust ekki einungis kunnir kirkjuhöfðingjar, ekki aðeins frægir vísindamenn svo sem prófessor Linus Pauling, sem hlaut Nobelsverðlaunin í efnafræði í fyrra, heldur einnig menn eins og Ernest Weir, sem er einn af framkvæmdastjórum Nati- onal Steel Company, sem er eitt af hinum stóru fyrirtækjum Morg- anauðhringsins, og James War- burg, sem er forstjóri Bank of Manhattan. Jafnframt gerðist þau tíðindi, að í blaði, sem er gefið út af amer- íska verkalýðssambandinu A. F. L., sem nú hefur sameinast öðru stærsta verkalýðssambandi Banda ríkjanna, blað sem fram að þessu hafði af miklu ofstæki og offorsi stutt kalda stríðið, fóru nú að birt- ast greinar um hina geysistóru fé- lagslegu landvinninga, sem unnt væri að vinna í mynd hvers konar þjóðfélagslegra umbóta, með stór- felldum niðurskurði á hernaðarút- gjöldum Bandaríkjanna, t. d. úr 35 milljörðum doll. á síðastl. ári mið- ur í 10 milljarða dollara. Talsmenn kalda stríðsins hljóta nýtt áfall. Ferðalag þeirra Bulganins og Krútsjeffs til Indlands, Burma, Kasmir og Afganistan, sem var þvílík sigurför, að engin dæmi þekkjast slík, var mikið og örlaga- rikt áfall fyrir talsmenn kalda stríðsins, enda olli ferðalag þeirra gífurlegri skelfingu og kvíða í her- búðum Vesturveldanna, og þá fyrst og fremst í Washington og London. Þessi reginótti hefur kom- ið greinilega í ljós í útvarpi og blöðum Vesturveldanna. New York Times birtir t. d. 20. nóv. s.l. m. a. langa grein með svo- hljóðandi fyrirsögn: „Stjórn- kænskusókn Sovétríkjanna", ásamt feiknastóru korti af ferðalögum þeirra Bulganins og Krútsjeffs til Peking í sept—-okt. 1954, Belgrad í maí—júlí 1955, Genf og Austur- Berlínar í júli, Indlands, Burma, Kasmir og Afganistan í nóv. og des. og að loknum löngum bolla- leggingum um í hverju sóknin er fólgin segir blaðið orðrétt: „í stuttu máli, Vesturveldin standa nú andspænis margbreyti- legri einvígisáskorun, sem lítur út fyrir að ætli að verða einhver harðasta raun sem um getur í sögu sambúðar Austurs og Vesturs, raun, sem ekki er hægt að mæta með hernaðarbandalögum. Lund- únablaðið Economist sagði í síð- ustu viku: Það, sem frjálsar þjóð- ir, bæði í Vestrinu og t Asíu, standa andspænis, er áskorun um baráttu upp á líf og dauða, sem er ekki síður hættuleg vegna þess að hún er að mestu leyti óhernaðar- legs eðlis." Og „ New York Times“, 20. nóv., segist ennfremur í grein und- ir fyrirsögninni: „Nýjar stjóm- kænskulistir Rússa ná yfir stærra svæði en áður“, meðal annars svo frá: „S tjórnmálamenn Sovétríkjanna hafa nú þegar unnið marga sigra og hætta er á að þeir vinni fleiri. Hvernig eigi að koma í veg fyrir þá, er ennþá óleyst vandamál, sem blasir við V esturveldabandalag- inu.“ Og til að undirstrika ennþá meira hrakfarir Bandaríkjanna í kalda stríðinu segir blaðið að „aðstaða Bandartkjanna sé hvarvetna versn- andi.“ „Endalok heils tímabils amerískrar hemaðarstefnu". Oll hernaðarlist Norður-Atlants- hafsbandalagsins var byggð á þeirri þóttafullu tilgátu að Vest- urveldin hefðu yfirburði á sviði atomvopna. Þegar þetta reynist argasta fjarstæða, hrynur öll bygg- ingin. Það er því engin furða þó að allir bandarískir hernaðarfræðing- ar skeggræði nú þá klípu, sem bandarísk hernaðarstefnu er kom- in í. Bandaríski hernaðarsérfræð- ingurinn, Walter Millis, skrifaði í „New York Herald Tribune", 25. júní 1954: „Frá varnarmálaráðstefnunni t flotastöðinni í Quantico, sem Iauk í síðustu viku, kom dálítið í ljós, sem lét í eyrum eins og lokið væri heilu tímabili amerískrar hernað- arstefnu. Það birtist í varnaðar- orðum frá Mr. Donalds A. Quarles, aðstoðarritara hjá rarmsókna- og tilraunastofnun hermálaráðu- neytisins. Hann taldi að tækni- fræðileg aðstaða okkar gagnvart Sovétríkjunum sé ekki eins hag- stæð og fyrir ári síðan. . . . Bilið, hvað yfirburði okkar snertir, heíur mitmkað. Við getum ekki lengui reitt okkur á mjög Iangt tímabil, hvað snertir tækni- fræðilega yfirburði okkar og til- komu tæknifræðilegra yfirburða Sovétríkjanna; og við verðum að varpa frá okkur voninni, sem vakn aði í hugum svo margra eftir 1945 — um, að við gætum ætið með höggi tæknifræðilegs hugvits tryggt stöðuga hernaðaryfirburði yfir Kreml. 1 Quantico virtist koma skýrar í Ijós, en nokkru sinni fyrr, sá raunveruleiki, að við getum ekki I fundið lausn á hinu miskunnar- lausa hernaðarvandamáli að því er snertir tæknitræðilegu hliðina Þetta er nokkurs konar keppni, þar sem gagnslaust er að vonast eftir auðveldum „vinning", þar sem við getum stundum verið eins langt á eftir á sumum sviðum eins og við erum á undan í öðr- um greinum, og með tilliti til þessa er fjarstæða að vonast eítir endan- legum, stöðugum yfirburðum í nokkurri mynd.“ Með þessum ummælum var í raun og veru lýst yfir að ófreskja kalda stríðsins hefði hlotið holund- arsár. Og eftir síðustu vetnissprengju- tilraunina' í Sovétríkjunum undir- strikar New York Times 25. nóv. s.l. enn rækilegar, hvílíkt afhroð formælendur kalda stríðsins hafa goldið, en blaðinu farast m. a. svo orð: „Þar eð við verðum nú að játa að það sé staðreynd að Sovétríkin eigi vetnissprengju, verðum við að taka til nýrrar athugunar hernað- arlist okkar í Ijósi þeirrar stað- reyndar. A herafli okkar t. d. að byggja áætlanir sínar í svo stórum stíl á tilgátunni um, að strið í framtíðirmi muni verða kjarnorku- stríð, ef báðir aðilar hafa sams konar vopn, og við komum til með að eiga í höggi við jafnoka okkar á kjarnorkusviðinu? Og, er það af- farasæl pólitík að grundvalla al- mennar varnir á tilgátunni um kjarnorkuárásir eingöngu, þegar hugsanlegur óvinur hefur vopn, sem eru eins máttug eins og það, sem Moskva hefur nú sprengt? Þetta eru einungis fáar af þeim spurningum, sem óhjákvæmilega vakna.“ Atburðir undanfarinna mánaða sýna sem sagt ótvírætt að hernað- arstefna Bandaríkjanna, „policy of strength“ og kalda-stríðsstefna þeirra hefur beðið úrslitaósigur, eins og mun koma enn betur í ljós næstu mánuði. Og þessi ósigur er svo mikill og auðsær að Bandarík- in hafa jafnvel ekki séð sér annað fært en að viðurkenna hann sem óhagganlega staðreynd, og þá um leið neyðst til að viðurkenna að þau séu ekki sterkasta aflið í heiminum. (Framhald á 4. síðu). Á myndinni sjást Bulganin, Krútsjeff og Nehru, við móttökurnar í Delfí. Það er þjóðlegur siður í Indlandi að fagna vinum sínum með því að hengja blómsveig eða blómaíesti á hála þeirta.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.