Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.01.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 13.01.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 13. janúar 1956 VERKAMAÐURINN 3 STIKLUR FJÓLUR OG GRÆNT BAND. . Stundum er gaman að athuga seinheppni í orðalagi blaðanna. Það &etur verið spaugilegt, jatnvel átakanlegt, að sjá fjól- ur t hugsun og máli hjá mönnum, sem ættu að vera orðnir þjálíaðir og sæmilega kunnandi eftir öll þau ár, sem þeir hafa stjórnað mál- gagni fjölda fólks. Það er ábyrgðarhluti að skrifa móðurmálið, tungan er viðkvæm og tjóar ekki að slumpa á val orða og orðtaka eins og óskamm- feilinn mangari í vöruvali og verð- lagningu. Þar feynir á brjóstvit og hárnákvæma þekking, ekki ein- ungis á öryggi í meðferð allra parta ræðunnar og notkun hátta og falla, heldur irmlifun í sál máls- ins eins og afar okkar og ömmur voru gædd, eí þau voru sæmilega af guði gerð. Það er broslegt að rekast á menn, sem eiga að baki sér margra ára atvinnu af því að skrifa íslenzku, sjá þeim eins og skussum á skólabekk bregðast æ ofan í æ bogalistin í að beita orð um og orðtökum, af því að þeir eru þeim ekki samgrónir. Tungan á að vera þjónn hugsunarinnar, en ekki herra, maðurinn herra móð- urmálsins. Sérstakur þáttur er í mikilsvirtu ensku tímariti, heitir „This Eng- land“ (Þetta England), og helgað■ ur málfjólum og kostulegum hugs- anaskekkjum. Þar birtast glefsur úr ræðu og riti hvaðanæva af Eng- landi, sem lesendur ritsins senda og hlýtur sá, sem furtdvís er á vit- leysur og ambögur, verðlaun íyrir að béfída á þessi glöp annarra landa sinna. Skammt er að minn- ast dálkanna í Helgafelli ínu gamla, Undir skilningstrénu, sem Magnús heitinn Ásgeirsson armað- ist. Þá er og á margra vitorði, að Jón Helgason norrænuprófessor í Kaupmananhöfn, safnar af kost- gæfni leirskáldskap íslenzkum, sem birzt hefur á prenti, lætur binda harm í grænt band og les síðan gestum sínum til stundar- gamans. Meðal grænbandingja hans getur að finna m. a. Thor Thors, sendiherra, sem orti í skóla^ blöð á sínum tíma eins og hann ætti lííið að leysa, og einn veginn er í þeirra hópi bróðir borgar■ stjórans í Reykjavík, Jónas Thor- oddsen. Vér þyritum græna dálka í blöðin hér á þessum upplausnar- tímum tungunnar og hugsunarinn- ar. BURST ÚR NEFI. I þetta sinn er á ferðinrti blaðið íslendingur, dags. 5. þ. m. Á ior- síðu er þessi ljómandi klausa um „hvari“ Hauks Snorrasonar til höi- uðstaðarins: „. .. . tekur Haukur við starii hjá Tímanum og verður væntan- lega (leturbr. mín) meðritstjóri við það blað. . . . „. . . . Haukur Snorrason er meðal iærustu blaðamanna lartds- ins og hefur mjög (ritstjóra virðist skrautlegra að nota atviksorðið einmitt hér) gert sér far um að fylgjast með tímanum (hér er þó víst ekki átt við stóra bróður Dags fyrir sunnan!) í allri blaða- mennsku, fljótur og aikastamikill í starfi.., Gömul orgel og ný í Verkamanninum 6. jan. síðastl. er smágrein, er nefnist Stiklur. I grein þessari er lítilsháttar vikið að fjársöfnun þeirri, sem nú er hafin í þeim tilgangi að fá vandað og fullkomið pípuorgel í Akureyr- arkirkju. Greinarhöfundur tekur það réttilega fram, að mannvinur- inn Albert Schweitzer hafi oft mikið á sig lagt til að bjarga frá eyðileggingu gömlum kirkjuorgel- um. Síðan segir höf., að Albert Schweitzer hafi talið, „að stáss- orgel væri ekki atriði í guðshúsi." Síðan bætir höf. við: „En senni- lega hefst nú mikið kapphlaup um söfnun fyrir hið nýja orgel Akur- eyrarkirkju, svo að við næstu jól geti borgararnir dásamað sig og bæinn fyrir það, hve þeir hafi ver- ið guði þóknanlegir. Skyldi þeim finnast þeir heyra fremur í guði í gegnum rafknúna tónana?" Af því að mér virðist hér gæta nokkurs misskilnings, vil ég víkja að þessu máli nokkrum orðum. Eg get ekki skilið hin tilfærðu orð höf. á annan veg en þann, að hið væntanlega orgel eigi að verða einhvers konar nýmóðins rafmagnstæki, sbr. „rafknúná tón- ana“. Þetta er misskilningur. Hið væntanlega orgel á að verða pípu- orgel, einmitt af sömu gerð og gömlu kirkjuorgelin, sem mann- vinurinn Albert Schweitzer hefir svo mjög lagt sig fram til að bjarga trá eyðileggingu. Aftur á móti er núverandi „orgel“ í Akureyrarkirkju raf- magnstæki, sem framleiðir raf- knúna tóna. Pípuorgelin eiga sér langa sögu og merkilega. Uppruna þeirra má rekja óralangt aftur í miðaldir eða jafnvel til fornaldar. Þau hafa lengi verið notuð bæði til að flytja tónlist í hljómleikasölum og kirkjum. Kirkjan hefir að vísu oft notað ýmisleg önnur hljóðfæri stundum heilar hljómsveitir, en þegar farið var að smíða fullkomin pípuorgel, varð það höfuðhljóð- færi hverrar stórrar kirkju, af því að hljómar þess voru allt í senn: fegurri, fjölbreyttari, voldugri og hátíðlegri en hljómar nokkurra annarra hljóðfæra, og það hefir haldið því sæti síðan sem óum- deildur konungur allra hljóðfæra I öllum meiri háttar hljómleikasöl- um eru einnig höfð vönduð pípu- orgel, t. d. voru þau í hljómleika sölum þeim, sem ég kom í, bæði Leningrad og Moskva. Á 16. og 17. öld og fram á 18, öld náði orgelsmíðin þeirri mestu fullkomnun, sem hún hefir náð til þessa dags. Þrátt fyrir ýtrustu við- leitni hefir orgelsmiðum nútímans ekki tekizt að smiða orgel sem jafnist við þessi aldagömlu hljóð- færi að hljómfegurð. Verið getur að gömlu hljóðfærin hafi batnað með aldrinum, eins og títt er með gamlar fiðlur. Flestar pípur orgel- anna eru gerðar úr tré eins og fiðl- urnar. Þegar þessa er gætt, þá er skilj- anlegt, að Albert Schweitzer, sem er einhver ágætasti orgelsnillingur aessarar aldar, léti sér annt um að varðveita þessa ómetanlegu dýr- gripi, og orð hans um „stássorgel eiga vissulega ekki við orgelhljóm- inn, heldur við ytra útlitið, því að sumum hefir fundizt gömlu orgelin ekki nægilega skrautleg. En jafnvel þó að ekki takist að smíða orgel, sem að fullu jafnist við hin beztu gömlu orgel (fremur en fiðlusmiðum tekst að smíða fiðlur, jafngóðar gömlu ítölsku fiðlunum), þá er það þó óneitan legt, að pípuorgelin bera langt af öllum öðrum slíkum hljóðfærum, enda eru það einu hljóðfærin, sem í raun og veru heita orgel (organ) Fyrir nokkrum árum voru fundin upp í Bandaríkjunum svo nefnd Hammond-orgel. Þau eru eins kon- ar rafmagnstæki, sem framleiða ratknúna tóna. Þau voru auglýst með „amerískum hraða“, og því haldið fram, að þau væru enn þá fullkomnari en pípuorgelin. Urðu margir til að trúa þessu, og út- breiddust þau nokkuð á fyrstu ár- unum. En reynslan varð öll önnur. Nú vill enginn orgelsnillingur líta við þeim. I Akureyrarkirkju er nú eitt slíkt hljóðfæri keypt og gefið kirkjunni einmitt á þeim tíma, þegar sú trú var allalmenn, að þarna væri fund- ið orgel framtíðarinnar. Þetta var mjög höfðingleg gjöf, því að hljóð- færið var nokkuð dýrt. En þó að þetta rafknúna orgel uppfyllti ekki þær vonir, sem gefendurnir og aðr- ir gerðu sér um það, þá er kirkjan og söfnuðurinn samt í mikilli þakkarskuld við þá. En sú skuld á eigi og má eigi standa í vegi fyrir því, að fengið verði verulega gott pípuorgel, og munu engir skilja það betur en gefendurnir sjálfir. Gott og vandað pípuorgel, jafn- vel þó að það geti ekki að fullu jafnazt við gömlu pípuorgelin, sem Albert Schweitzer var að bjarga frá glötun, — það mundi verða ómetanleg lyftistöng tónmenningar í bænum. Og það kostar upp kom- ið ekki meira en þrír til fjórir vandaðir fólksbílar kosta. Sá, sem hefir einu sinni heyrt snilling leika á gott pípuorgel, gleymir því aldrei. Á. S. Og hér er rúsínan: „. ... Var því kannske ekki að vænta, að Akureyri héldist á hon- um, og er hann ekki eina burstin, sem Reykjavík dregur úr nefi Ak- ureyrar eða Norðurlands." (Letur- br. mín.) Hinar burstirnar úr nebbanum á Akureyri eru sennilega Vignir Guðmundsson, frændi Jóns Sveins- sonar, skattadómara, og Jóhann Scheving, þýðari hjá Hjartaásnum, sem eiga að auðga menninguna á Suðurnesjum — vesgú! Vonandi verður þess ekki að vænta (svo að eg noti tungutak Jakobs Ó. „Hnökrat“ Péturssonar sjálfs), að Reykjavík dragi hann — Jakob Ó. — úr nefinu á bæn- um okkar. Okkur veitir ekki af svona skemmtilegheitum á stund- um. — HRANl. Nokkur orð til náungans Þau gerast nú tíð, stóru höggin er dauðaslysum valda í okkar litla þjóðfélagi. Menn falla í valinn fyrir aldur fram frá stórum barna- hóp, glæstum framtíðarvonum, djarflegum áætlunum og gullnum draumum. Þjóðin missir dugandi þegna. Astvinirnir stara ráðþrota fram í mistur óvissunnar með tár í augum og harm í hjarta. Hvað á til bragðs að taka, þegar fyrirvinn- an er horfin og sætið autt? Börnin skilja ekki neitt í neinu. Pabbi, stóri, góði, sterki pabbi, er skyndi' lega horfinn, kemur aldrei aftur. Þetta er síendurtekinn raunveru- leiki. Efst eru mér nú í huga hin óhugnanlegu slys í Skíðadal Svarfaðardalshreppi. Fyrst á Ytri- Másstöðum, nú á Hjaltastöðum. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. AÐALFUNDUR Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verð- ur haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 9. júní 1956 og hefst kl. 1.30 e. h. D A G S K R A : I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfir- standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1955 og efnahagsreikning með at- hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum félags- ins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sein upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir lilut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félags- ins í Reykjavík, dagana 5.-7. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fund- inn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 30. maí 1956. Reykjavík, 28. desember 1955. STJÓRNIN. Leiklistarskoli Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar og Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna tekur til starfa 21. þ. m. Væntan- legir nemendur komi til innritunar í Lóni sunnudag- inn 15. þ. m. kl. 2—4 síðdegis. U pplýsingar varðandi skólann gefa Guðrún Guðvarð- ardóttir, sími 1753, og Guðmundur Gunnarsson, sími 1772. Símaskráin Þar sem verið er að búa nýja símaskrá undir prentun eru þeir símanotendur, sem óska að koma breytingum eða leiðréttingum í skrána, beðnir að senda mér þær skriflega fyrir 18. janúar n. k. SÍMASTJÓRINN. Nokkur fótmál á milli, og fáir dag-, ar. Skíðadalur er í sárum og sveit- in öll. Hver spyr annan: Hvers vegna? Hvers vegna? En svarið dylst í þögninni. Gátuna fær eng- inn leyst. Raimveruleikinn er sár. Ungar ekkjur með hóp af smá- börnum þarfnast aðstoðar, og víst hefur verið vel við brugðið. Más- staðaheimilið hefur hlotið mikla og góða hjálp, en nú er ekkjan á Hjaltastöðum í nauðum stödd fjárhagslega, börnin eru 4, það yngsta á 1. ári og það elzta 8 ára. Aldurhniginn faðir, farinn að heilsu og kröftum, sem í haust stóð yfir moldum eiginkonu sinnar, varð nú að sjá á bak einkabami sínu á svo voveiflegan hátt. Unga konan á enga foreldra til þess að flýja til og fátt skyldmenna, því verða þeir, sem geta, að rétta hjálparhönd. Eigum við ekki öll að vera sem ein fjölskylda, bera hvers annars byrðar í hinum margvíslegu raun- um sem lífinu fylgir? Tíminn er hraðfleygur, enn em áramót. Áður en varir er þessi kynslóð öll, og önnur tekur við. Gefum gaum að orðum Drott- ins: „Berið hvers annars byrðar.“ Til eru byrðar, sem mennimir geta ekki létt undir, en í þessu til- felli er því ekki svo farið. Feinar krónur, gefnar af góðhug og kærleika, eru áreiðanlega góð nýjársgjöf til ekkjunnar á Hjalta- stöðum. Gjöfunum verður veitt móttaka á skrifstofum allra blaðanna hér á Akureyri og á skrifstofu Kaupfél. Eyfirðinga. Einnig hefur Guðm. Karl Pétursson yfirlæknir lofað að veita gjöfum móttöku fyrir hönd Rauða-krossins. F. K.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.