Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.02.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 24.02.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 24. febrúar 1956 Síðastliðinn sunnudag tefldi Friðrik Ólafsson skákmeistari samtimis við 60 menn í Alþýðuhúsinu. Vann hann 51 skák, taþaði 6 en 3 skákirnar urðu jafntefli. — Á myndinni sést skákmeistarinn tefla við Áskel Snorrason tónskáld. — Ljósm. Edv. Sigurgeirsson. Sovétríkjanna í sumar Ferðaskrifstofu ríkisins Ferðir til á vegum Ferðaskrifstofa ríkisins mun í sumar skipuleggja fjölmargar ferð- ir til útlanda. Mesta athygli vekur það, að ráðgert er að farnar verði hópferðir til Sovétríkjanna og einnig mun Ferðaskrifstofan efna til ferða einstaklinga þangað. Eiga nú þeir, sem vilja og tök hafa á því, kost á því að sjá sig um í Len- ingrad, Moskvu og í Kákasus og m. a. að dvelja á baðstöðunum við Svartahaf. í sambandi við þessar ferðir verður komið við í Stokkhólmi og HelsinkL Að undanförnu hefir Ferðaskrif- stofa Sovétríkjanna gert samning við fjölmargar ferðaskrifstofur er- lendis um ferðir hópa og einstakl- inga til Sovétríkjanna og einnig um ferðir Sovétþegna til fjöl- margra landa. Gera má ráð fyrir að marga ís- lendinga fýsi að taka þátt í þess- um ferðum og kynnast því landi Vinstri fylkingin í Grikklandi fékk meiri- hluta atkvæða S. 1. sunnudag fóru fram þing- kosningar í Grikklandi. Hin svonefnda Lýðræðisfylking, sem bauð fram gegn stjórnarflokk- imum hlaut 1.641.861 atkv. en stjómarflokkarnir ekki nema 1.415.958 atkvæði. Karamalis for- sætisráðherra hafði hinsvegar breytt kosningalögunum sér í vil, svo að hann fékk meiri hluta þing- sæta. Stjórnarandstæðingar segja að kosningarnar hafi ekki verið frjálsar og stjórnarliðið hafi beitt hótunum og krefst Lýðræðisfylk- ingin þess að kosningarnar verði ógildar. Brezka afturhaldsblaðið Daily Telegraph segir að þessi kosninga- úrslit séu mikið áfall fyrir At- lantshafsbandalagið. Lýðræðis- fylkingin hafi gengið til kosninga undir kjörorðinu: Jöfn vinsemd gagnvart austri og vestri, og Lýð- ræðisfylkingin hafi í raun og vem sigrað, þar eð hún fékk um 226 þús. atkv. fleiri en stjómarflokk- arnir. og þeim þjóðum er það byggja og látlaust hafa verið rógi bornar á síðustu áratugum af andstæðingum sósíalismans, sem hafa bæði talið sjálfum sér og öðrum trú um að þar ríkti hungur og kúgun, eymd og volæði og þá t. d. meðal ann- ars séð eitthvað af þeim 38 þús. kirkjum og öðrum samkomuhús- um hinna ýmsu trúarflokka, en Mogginn var eins og kunnugt er búinn að brenna þar allar kirkjur til ösku fyrir löngu. Vísitalan og ríkis- ♦ stjórnin Samkv. útreikningi kaupiags- nefndar var vísitala framfærslu- kostnaðar í R.vík 1. þ. m. 176 stig. — Nefndin hefur einnig reiknað út kaupgjaldsvísitöluna fyrir nóv. og reyndist hún að dómi hinnar vísu nefndar 163 stig. Vegna aðgerða ríkisstjómarinn- ar stórhækka daglega fleiri og fleiri vörutegundir en kaupgjaldið stendur í stað. Svona fer ríkis- stjómin m. a. að því að stela úr vösum manna, og eru aðferðir hennar aðeins frábrugðnar aðför- um bankaræningjanna í Ameríku í því að aðferð ríkisstjórnarínnar ber vott um stómm meiri bleyði- skap, auk þess sem ríkísstjórnin rænir úr vösum bláfátækra manna, en amerísku ræníngjamir rupla rika banka. Ræfilsháttur og tudda- mennska er aðalsmerki „íslenzku" ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar leggj- ast svo lágt að stela t. d. um 1700,00 kr. á ári af ellistyrk gam- almenna. Skemmtiklúbburinn ALLIR EITT Dansleikur í Alþýðuhúsinu föstudaginn 24. þ.m. kl. 21. Stjómin. Andlát. Einn af elztu íbúum bæjarins, Jón Helgason á Stóra- Eyrarlandi lézt að heimili sínu s.l. sunnudagsnótt. Hann varð 92 ára gamall. Námskeið i teikningu hefst mánudaginn 27. febrúar. Kennari Jónas Jakobsson. Væntanlega verður námskeið í að brenna i tré (með Ungan-tæki) og kennir Emil Andersen verzlun- armaður þá grein. Væn an'egir nemendur geta lát- ið skrifa sig í síma 1481'milli kl. 6 og 7 daglega. A vegum Æskulýðsheimilis templara eru nú starfandi nám- skeið i þjóðdönsum, Ijósmynda- gerð, flugmódelsmíði og skák. — Leikstofur heimilisins opnar á sömu tímum og vanalega. Æskulýðsheimili templara í Varð- boré- Dártardæéur. Aðfaranótt s. 1. laugardag lézt hér á Fjórðungs- sjúkrahúsinu frú Kristín Valde- marsdóttir, Grænugötu 10, Akur- eyri,'kona Jóns B. Rögnvaldssonar bílstjóra. Hún var aðeins 35 ára gömul. Þá er nýlátin að heimili sinu, Geislagötu 37, Septína Kristín Friðfinnsdóttir, ekkja Sigursteins heitins Steinþórssonar. Hún var tæplega áttræð. Fjáreiéendaíélaé Akureyrar heldur aðalfund sinn, sunnudaginn 26. febrúar n.k. í Asgarði kl. 2 e.h. Dagskrá samkv. félagslögum. — Stjórnin. - Samvinnutryggingar (Framhald af 3. síðu). eða 38%. Námu heildariðgjöld samkvæmt bráðabirgðayfirliti rösklega 30 milljónum króna. Framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga er Jón Ólafsson, en auk hans í framkvæmdastjórn félags- ins þeir Björn Vilmundarson og Jón Rafn Guðmundsson. í stjórn félagsins eru nú: Erlendur Einars- son, formaður, Jakob Frímannsson, Karvel Ögmundsson, Kjartan Ól- afsson og Isleifur Högnason. (Fréttatilkynning) RÍKISSTJÓRNIN HÆKKAR BRAUÐIN Nýjustu ráðstafanir ríkisstjómar- innar til að lækka dýrtíðina er að hækka verðið á brauðunum. Niður rneð Gregory-stjórnina! IHIIIIII9IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIII ,,,M! NÝJA-BÍÓ | Aðgöngumiðasala opin kl. 7 -9. Sími 1285. Sigur læknisins ; Amerísk stórmynd, sem i hvarvetna hefur hlotið góða i aðsókn og dóma. — Aðal- i hlutverk: Cary Grant og Jeanne Grain Næstu myndir: Fyrsta skiptið Amerísk gamanmynd frá _ Columbia. — Aðalhlutverk: Rohert Cunnings og Barbara Hale ■ I Ung og ástfangin | Bandarísk söngva og gam- | anmynd í litum, með hin- f um frægu Jane Powell Ricardo Montalban Debbie Reynolds iiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiin L Áætlun um risa-stíflugarð milli Síberíu og Alaska Mörg hundruð dælur, knúðar kjarnorku eiga að dæla heitu vatni úr Kyrrahafi inn í íshafið Loftslagið í N orður-Evrópu, Norður-Asíu og Norður- Ameríku mun þá hlýna verulega Vísindamaðurinn prófessor, Markin lét meðal annars svo urn- mælt í Vísindaakademíu Sovétríkjanna: „Við erum nú að rannsaka möguleikana á því að breyta jarðfræðisögu plánetu okkar með hagnýtingu þess afls, sem kjarnorkutæknin veitir okkur, og til að stjóma sjávar- og loftstraumum eftir geðþótta okkar. í þessum hugmyndum er fólginn möguleikinn á að loka „dyrunum" milli Norður-íshafsins og Kyrrahafsins með risastórum stiflugarðL" Frá þessum ráðagerðum er sagt ýtarlega i nýútkominni bók, sem heitir „Norðurstíflugarðurinn" eftir Kasantsev og í bókinni „Hringrás vindanna" eftir Zakhartjenko. Gert er ráð fyrir, að Sovétríkin og Bandaríki Norður-Ameríku taki höndum saman og byggi stíflugarð milli Alaska og Síberíu yfir Beringssund, sem er um 100 km breitt. Mörg hundruð geysi- tniklar dælur eiga síðan að dæla sí og æ heita vatninu úr Kyrra- hafi norður i Íshaf. Dælurnar á að knýja með orku frá 2 millj. kw kjarnorkurafstöð. Heita vatnið streymir síðan meðfram norð- urströndum Alaska, Ganada og Síberíu og bræðir ísinn. Prófessor Markin Iielur lagt þessa áætlun sína, með ýtarlegum skýringum, fyrir Vísindaakademíuna í Moskva, en hann er með- limur hennar. í sambandi við þessar stórfenglegu áætlanir er ekki úr vegi að minnast eftirfarandi orða Jules Verne, sem varð heimskunnur fyrir hugmyndaflug sitt og framtíðaráætlanir. En hann sagði: „Allt, sem ég finn upp, aUt, sem ég ímynda mér, mun ætíð vera smærra og lítilfjörlegra en raunveruleikinn, af því aS sú tíð kemur, þegar sigrar vísindanna munu gnæfa yfir hugmyndafluginu." Þessi tíð er raunverulega komin — eða er í þann veginn að ;! drepa á dyrnar. Stjórn Hlífar í Hafnar- firði sjálfkjörin Aðalfundur verkamannafélags- ins Hlífar í Hafnarfirði var hald- inn í fyrradag. Aðeins einn listi hafði komið fram, listi sameiningarmanna, og var stjórnin því sjálfkjörin. For- maður Hlífar er Hermann Guð- mundsson. Afturhaldið treysti sér ekki, frekar en í Dagsbrún, til að bera fram lista til stjórnarkjörs. Kjölurinn hefir nú verið lagður að fyrsta kjarnorkuknúða ísbrjót- inum í Sovétríkjunum. Verður hann 2—3 sinnum sterkari en venjulegir ísbrjótar og vélin á að hafa 44 þús. hestöfl. Isbrjóturinn mun ekki eyða nema í mesta lagi 200 grömmum af úraníum á sólar- hring. - Uppreisn í Fram- sóknarflokknum (Framhald af 1. síðu). erindreki, Rannveig Þorsteinsdótt- ir (sem einu sinni sagði allri fjár- plógsstarfsemi stríð á hendur!) og Sigtryggur Klemensson, ráðuneyt- isforstjóri. Allur þorri fundarmanna sat eft- ir og voru tillögurnar samþykktar í einu hljóði. Á fundi á Stórólfshvoli fyrir nokkrum dögum snerist sr. Svein- björn Högnason, þingmannsefni Framsóknar í sýslúnni, harkalega gegn Eysteini og afturhaldsköpp- um hans og víðar úti um land hafa hægri mennimir fengið þvmgar og miklar ákúrur fyrir undirlægju- hátt og þrotlaust liðsinni við íhald- ið. Aðalfundur Akureyrardeildar MIR verður haldinn í Ásgarði n. k. þriðjudag 28. febrúar kl. 8,30 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. Kvikmynd. STJÓRNIN. VERKRIIUlÐllRinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Björn Jónsson (áb.), Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. ________Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.