Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.05.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 11.05.1956, Blaðsíða 1
UERffflfflflDURinn XXXIX. árg.______________ Lýsisbræðsla sett upp í Krossanesi Nýlega er lokið við uppsetn- ingu lifrarbræðslutækja í Síldar- verksmiðjunni í Krossanesi. Er framkvæmd þessi til mikils hagræðis og tekjubóta fyrir smá- útvegsmenn hér í bæ og hér inn- fjarðar, sem til þessa hafa orðið að fleygja lifur úr veiði sinni, þar 'sem engin lifrarbræðsla hefur ver- ið hér starfandi, eða selja hana fyrir mjög lítið verð. 1169 er sími Alþýðubanda- lagsins Akureyri, föstudaginn 11. maí 1956 18. tbl. „BjargráSin" stöSva framleiSsluna „Enginn bátaútvegsmaður eða framleiðandi bátafisks hefur fengið hina minnstu greiðslu" vegna 250 millj. kr. skattaálaganna Reynslan hefur nú þegar sannað það sem sósíalistar héldu fram þegar ríkisstjórnin var að leggja nýjar 250 millj. skatta- álögur á þjóðina á sl. vetri. Hinar gífurlegu skattaálogur hafa sprengt upp allt verðlag, sem af tur leggst með miklum þunga á framleiðsluna. „Bjargráðin" sem áttu að halda framleiðsl- unni gangandi verða þannig beinlínis til að stöðva hana. „Nú er komið að vertíðarlokum, samt hefur enginn bátaútvegsmað- ur eða framleiðandi bátafisks feng ið hina minnstu greiðslu vegna ráðstafana þessara," segir í sam- þykkt útvegsmanna frá nýafstöðn- Úr sjónleiknum Systir María — s/'á á'e/'n á 2. síðu. um fundi þeirar, — enda heimtaði Eysteinn álitlegan hluta af skött- um þessum, eða 80 millj., sem beint eyðslufé ríkissjóðs. Blöðunum hefur borizt eftirfar- andi frá fundi útvegsmanna: „Almennum fundi útvegsmanna og framleiðenda sjávarafurða var haldið áfram í Tjarnarkaffi mánu- daginn 7. þ. m. kl. 5 síðd. A fundinum skýrði formaður viðræðuneíndar þessara aðila við bankana og ríkisstjórn, Sveinn Benediktsson, frá því sem gerzt hefði síðan fundur var haldinn á föstudaginn. Skýrði hann frá því, að bank- arnir væru nú reiðubúnir til þess að lána framleiðendur út á gjald- eyrisréttindi ársins 1955 allt að 100% upp að 26 milljónum, en 2/3 hluta út á það, sem þar væri fram yfir. Jón B. Rögnvaldsson: Hvert alkvæSl sem AlþýSubandalaginu er greitt slySur kröfu alþýSunnar um myndun vinstri stjórnar „Hvernig er hægt að tryggja myndun vinstri stjórnar eftir kosn- ingar?" Þannig spyrja margir, og það er eðlilegt, því að þessi spurning er efst í huga allra sannra íhaldsandstæðinga. Við skulum athuga þá mögu- leika, sem kjósandinn hefur tíl þess að hrinda þessu áhugamáli sínu fram í framkvæmd. Er Fram- sóknarflokkurinn líklegur til þess að beita sér fyrir myndun vinstri stjórnar? Hann hefur um langt árabil verið í stjórn með Ihaldinu, og þessi sama stjórn Ihalds og Framsóknar hefur verið einhver óvinsælasta stjórn, sem Island hefur átt. Fyrir kosningarnar 1949 lofaði Framsókn kjósendum sínum því að hún skyldi ekki fara aftur 5 stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Eftir kosningar var þetta loforð svikið. Nákvœmlega sama gerðist í sambandi við kosningar 1953. — Framsókn lofaði og Framsókn sveik — allt nema íhaldið. Og hvað er að gerast núna? Framsókn hefur rofið stjórnarsamvinnuna og gengur til kosninga með sömu lof- orð, og fyrr: „Eg skal ekki mynda Jón B. Rógnvaldsson. stjórn með íhaldinu," og þessu til staðfestingar hefur hann gert kosn ingabandalag við Alþýðuflokkinn eða hluta hans, Hræðslubandalag- ið. Framboð.um er hagað þannig, að Framsókn býður ekki fram þar sem Alþýðufl. býður fram og gagn kvæmt, en þingmenn þeir, sem Hrasðslubandalagið kemur á þing, mynda ekki einn þingflokk, heldur tvo, þingflokk Framsóknar og þinéflokk Alþýðuflokksins. Þarna heldur Framsókn dyrum opnum til íhaldsins. Á sl. vetri hélt Framsókn- aflokkurinn sitt fjölmenn- asta þing, og að sögn Fram- sóknarmanna sjálfra var það mjög vinstri sinnað. Á þinginu kom fram tíllaga um það að flokkurinn færi ekki í stjórn með íhaldinu a ðloknum þingkosningum. Þessi tillaga var kolfelld. Dyrunum haldið opnum til fhaldsins. Með þessar staðreyndir í huga er það augljóst mál, að stuðningur við Framsókn í næstu kosningum eykur ekki möguleikann fyrir myndun vinstri stjórnar, en stuðl- ar í þess stað að áframhaldandi samstjórn hennar og Sjálfstæðis- flokksins. Samsvaraði þetta til þess að lánað yrði út é 5/6 hluta gjaldeyr- isréttinda ársins 1955, sem ekki væru inn komin. Næmi áætluð upphæð ca. 40 milljónum króna. Hins vegar hefði ekki orðið úr því, að Framleiðslusjóður fengi lán með ríkisábyrgð til þess að standa við skuldbindingar sínar. I fundarlok var síðan samþykkt samhljóða tillaga frá viðræðu- nefndinni: . Almennur fundur útvegsmanna og fiskiframleiðenda, haldinn í Reykjavík dagana 2. til 7. maí 1956, lýsir óánægju og vonbrigð- um yfir því, að ráðstafanir þær, sem gerðar voru með lögunum um framleiðslusjóð til þess að bæta sjávarútveginum að nokkru þann halla, sem hann hefur orðið fyrir vegna kauphækkana og aukins til- kostnaðar, sem leiddi fyrst og fremst af verkföllum á sl. vori, skuli ekki enn hafa komið til framkvæmda. 2. Nú er komið að vertíðar- lokum, samt hefur enginn bátaútvegsmaður eða fram- leiðandi bátafisks fengið hina minnstu greiðslu vegna ráðstafana þessara, þar eð tekjur þær, sem sjóð- urinn hefur innheimtast svo seint að hann hefur ekki enn getað sinnt hlut- verki sínu. 3. Telur fundurinn að úr þessu hefði átt að bæta með því, að sjóðurinn fengi lán með ríkis- ábyrgð til þess að inna þær greiðslur af hendi sem honum er ætlað, nú fyrir vetríðarlok og síð- an hálfsmánaðarlega eftir því, sem skýrslur berast. 4. Fundurinn harmar þá óvissu, sem enn ríkir um greiðslu á fram- leiðslubótum, semkvæmt lögunum um framleiðslusjóð og skorar á ríkisstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til þess að þessar greiðslur fari fram, svo og aðrar greiðslur sjóðsins. 5. Fundurinn fagnar því að úr greiðsluerfiðleikum þessum skuli hafa verið bætt að nokkru leyti með því að bankarnir veita út- vegsmönnum viðbótarlán út á bátagjaldeyrisréttindi ársins 1955 og telur að sams konar lán þurfi að veita vegna gjaldeyrisréttinda ársins 1956. Var fundinum síðan slitið." Þá er það hinn aðilinn að Hræðslubandalaginu, Alþýðu- flokkurinn. Er hann líklegur til þess að beita sér fyrir myndun vinstri stjórnar? Alþýðufl. heflur verið í stjórnarandstöðu alla stjórnartíð íhalds og Framsóknar og hefur réttilega fordæmt stjórn- arstefnu þessara flokka, enda jók (Framhald á 4. síðu). Hverjir búa við falska velmegun? \ Framsóknarblöðin tala mikið ;! um það um þessar mundir, að I; „VIÐ búum við falska velmeg- un". Þetta má lesa því nær dag- lega í Tímanum og vikulega í Degi. Það er kannske dálítið óljóst hverjir þessir VIÐ eru,' 1 en ekki verður þó betur séð t.;; d. af þessum orðum Dags: „Alít!; fullorðið fólk í landinu veit að;! við búum við falska velme&un I; — litum um efni fram," en að ;! hér sé átt við allan almenning;; í landinu, því að varla telja rit- ;; arar blaðsins sjálfa sig í hópi afæta, milliliða og braskara, ;! nema þá helzt óvart. Hvað segja nú verkamenn, ;! sjómenn, iðnaðarmenn og aðrir launþegar um þessa kenningu? Finnst þeim gæfulegt að ljá þeim fylgi og stuðning, sem telja það höfuðmeinsemd þjóð- félagsins að almenningur búi nú við of góð lífskjör? Og fall- ast þeir á þá kenningu, að þjóð- félagið geti ekki búið vinnu-;! stéttunum sambærileg eða!; betri kjör nú eins og t. d. fyrir;! 9 árum, þrátt fyrir auknar þjóð ;lartekjur og framleiðslu? Nei, <! áreiðanlega ekki. Allt f ulltíða ;; ; 1 og vitiborið f ólk veit að það er ;; afætulýðurinn, milliliðirnir og]| !! braskararnir, sem hafa verið ;; ofaldr af ríkisstjórnum Ihalds 1; ins og Framsóknar á undan ;! förnum árum 'i; efnahagskerfið hafa sýkt allt og komið at- ; 1 vinnuvegunum á heljarþröm. Þrátt fyrir það að kosningar !! eru nú í nánd gægist nú á rýt-;; inginn í ermi Framsóknar- | f lokksins, þann sem f oringjar ;; hans eru tilbúnir að beita eftir kosningar, ef þeir fá aðstöðu; 1 til: gengisfellingu og kaupbind- ingu. Svo mjög eru þeim þau | feimnismál nú í huga, að þeir ! I ráða ekki við sjálfa sig og eru ;! þegar teknir að „rökstyðja" hin !;skuggalegu áform sín með Ijfleipri sínu um að vinnustétt- ; irnar lifi um efni fram. Hræddir flokkar |j Blöð íhaldsins, Framsóknar, ;Alþýðufl. og Þjóðvarnar litlu, ', reyna að streitast á móti stað-;! ;; reyndum og hrópa upp sem í!; !! einum velæfðum talkór að í'! ;! Alþýðubandalaginu séu „ekkert:; !; nema „kommúnistar". Og sam- ;! kvæmt skýringum þeirra (a. m !;k. stundum) á því hverjir séu ¦ ;! „kommúnistar", eru það ekki;; ;; nema lítill hluti af Sósíalista- * ;! f lokknum. Sem sagt Alþýðu- ;; bandalagið er bara brot af j! Sósíalistaflokknum!! Já, ekki er |j :; þeim of gott að verma sig við !! !; slíkar kenningar. En við hvað ;; |;eru mennirnir þá svona voða-'; !; lega hræddir? Hvernig stendur ;;á því að þeir eyða öllu sínu !;púðri á Alþýðubandalagið, ef ;! það er svona fámennt og fylgis- ;; lítið og vonlaust um sigur? Eru Iþeir kannski ekki alveg eins vissir í sinni sök og þeir vilja vera láta? Nei, þeir eru það ekki. Þeir vita þvert á móti að Alþýðubandalaginu fylgir ekki einasta allur Sósíalistaflokkur- inn og stór hluti Alþýðuflokks- ins, heldur einni stórir hóparll , i úr Framsókn, Þjóðvarnarflokkn ;; ;lum og Sjálfstæðisflokknum. — !:Það er vegna vissunnar um þetta, sem þessir flokkar eru hræddir og tekst ekki að fela óttann með utanaðlærðum hreystiyrðum og upphrópunum. Þeir vita sem er að alþýðan er ;;vöknuð til fullrar vitundar um lífsnauðsyn þess að sameinast á stjórnmálasviðinu. .***************»******»»»0tt>+i

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.