Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.06.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 08.06.1956, Blaðsíða 1
VERKffliuroiiRinn XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 8. júní 1956 22. tbl. 1169 er sími Alþýðubanda- lagsins Alþýðubandalagið, kosningasamtök vinstri manna, heldur almennan kjósendafund í Alþýðuhúsinu næstkomandi sunnudag kl. 4 síðdegis Alfreð Gíslason Björn Jónsson Jónas Árnason Aðalfundur KEA minnist 70 ára afmælis félagsins Félagsmenn fá endurgreidd 5% af ágóða- skyldri vöruúttekt Alþýðubandalagið heldur almennan kjósendafund hér á Ak- ureyri næstkomandi sunnudag. Verður fundurinn í Alþýðu- húsinu og hefst kl. 4 síðdegis. Frummælendur á fundinum verða: Alfreð Gíslason, læknir, 3. maður á lista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík, Björn Jónsson, formaður Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar, frambjóðandi Alþýðubandalags- ins hér á Akureyri og Jónas Arnason, rithöfundur, fram- bjóðandi Alþýðubandalagsins í Suður-Þingeyjarsýslu. Öllum er heimill aðgangur og1 að loknum ræðum frummælenda verða frjálsar umræður. Alþýðubandalagið hefir nú þeg- ar haldið 40—50 almenna kjós- endafundi víðsvegar á landinu og hafa þeir verið sóttir af um 7000 manns. Hér á Akureyri er banda- lagið m.a. búið að halda 2 fjöl- sótta fundi og það er enginn vafi 'á því að Alþýða Akureyrar, vinstri kjósendur, mun troðfylla fundar- húsið n.k. sunnudag, enda er kosn- ingabaráttan nú að ná hámarki. Er vissara fyrir menn að koma tímanlega, ef þeir vilja tryggja sér sæti, en annars verður komið fyr- ir hátalara úti , svo þeir, sem ekki komast inn, geti ef veður verður gott, hlustað samt sem áður á um- ræðurnar. Húsið verður opnað kl. 3.30. Vinstri menn- Hafið áag- lega samband við skrifstofu Alþýðubandalagisns í Verka- lýðshúsinu- Aþýðufólk Akureyrar! Mun- ið eftir kosningasjóði Alþýðu- bandalagsins! A N mófmælir hverskonar undan- slætti í landhelgismálinu A 5. þingi Alþýðusambands Norðurlands var eftirfarandi til- laga samþykkt einum rómi: „5. þing Alþýðusambands Norð- urlands haldið é Akureyri 2.—3. júní 1956, telur útfærslu landhelg- innar þýðingarmesta hagsmuna- og réttindamál allrar íslenzku þjóðarinnar og skorar á Alþingi að samþykkja lög um útfærslu frið- unarlínu fyrir Norðurlandi þannig, að hún verði fjórum sjómílum ut- an við línu, sem dregin verði frá Hornbjargi í norðurenda Gríms- eyjar og þaðan í Rauðanúp. 5. þing Alþýðusamb. Norðurlands 5. þing A. N. var haldið hér í bænum dagana 2. og 3. þ. m. Þingið sátu 27 fulltrúar. Forseti þingsins var kjörinn Gunnar Jóhannsson, formaður Þróttar á Siglufirði en varaforseti Elísabet Eiríksdóttir, formaður verkakvennafél. Eining, Akureyri. Þingið samþykkti ýtarlegar á- lyktanir í atvinnu-, efnahags og dýrtíðarmálum, kaupgjalds- og landhelgismálum og auk þess voru samþykktar tillögur í mikilvægum málum. í þinglok fóru fram kosningar til trúnaðarstarfa fyrir sambandið. Þessir hlutu kosningu: Miðstjórn: Forseti Tryggvi Helgason, vara- forseti Björn Jónsson, ritari Lárus Haraldsson, meðstjórnendur Elísa- bet Eiríksdóttir og Arnfinnur Arn- finnsson. Sambandsstjórn utan miðstjórn- ar: Gunnar Jóhannsson, Siglufirði, Asta Ólafsdóttir, Sigluf., Gunnar Björnsson, Olafsfirði, Kristján Larsen Akureyri, Þorgerður Þórð- ardóttir, Húsavík, Lárus Guð- Jafnframt mótmælir þingið hverskonar undanslætti í landhelg- ismálinu og að það sé á nokkurn hátt tengt samningum við Breta um landun ísfisks í Englandi." Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga 1956 stóð dagana 29. og 30. maí. Fundinn sátu 168 fulltrúar frá 21 félagsdeild, auk stjórnar, endurskoðenda, forstjóra o. fl. Heildarvörusala félagsins ásamt afurðasölu, sölu verksmiðja og annarra starfsgreina og deilda nam á árinu 1955 um 180 milljónum króna. Fundurinn samþykkti að endurgreiða félagsmönnum 5% af ágóðaskyldri vöruúttekt, og nemur sú upphæð 1300 þús. krónum. Varasjóður og aðrir sameignar- sjóðir hafa aukizt á árinu um 660 þús. krónur. Eftirfarandi tillögur voru m.a. samþykktar á fundinum: 1. Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga 1956 beinir þeim ein- dregnu tilmælum til Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, að það gæti þess framvegis, að áætla sölu- og dreifingarkostnað landbúnaðar- vara svo, að bændur fái fyrir þær áætlað verð Framleiðsluráðs, en á því hefir verið allmikill mis- brestur undanfarið. 2. Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga 1956 samþykkir, að félag- ið taki að sér sölu á öllu slátri úr fé því, sem slátrað er á sláturhús- um félagsins, þó með þeirri undan- tekningu, að sláturfjáreigendur fái að taka slátur það, sem þeir ætla til eigin nota, enda hafi þeir til- kynnt það fyrir sláturtíð. Jafn- framt ályktar fundurinn, að slátr- in verði verðlögð eftir vikt eða mati. 3. Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga 1956 endurtekur áður framkomin mótmæli hér í hérað- inu um hækkun á skattmati bú- fjár. Beinir fundurinn því til ríkis- skattanefndar, að hann telur eðli- legt, að skattmat bufjár sé miðað við skattmat annarra framleiðslu- tækja. Úr stjórn félagsins átti að ganga Bernharð Stefánsson, alþm., og var hann endurkosinn. Annar að- alendurskoðandi var endurkosinn Armann Helgason, og varaendur- skoðandi Garðar Halldórsson, sömuleiðis endurkosinn. í stjórn Menningarsjóðs voru kosnir Bern- harð Stefánsson, sem var endui- kosinn, og Brynjólfur Sveinsson menntaskólakennari, í stað Hauks Snorrasonar ritstjóra, sem er flutt- ur úr héraðinu. Fundinum barst heillaskeyti frá Vilhjálmi Þór bankastjóra, fyrrv. forstjóra fé- lagsins. í tilefni af sjötíu ára af- mæli félagsins bauð stjórn þess fulltrúum fundarins og konum þeirra til hátíðarkvöldverðar að Hótel KEA. Voru þar margar ræð- ur fluttar og stóð hófið fram til miðnættis. Þing Alþýðusambands Norðurlands taldi að al- þýðu manna beri að fylkja sér um Alþýðubanda- lagið í kosningunum Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt með samhljóða atkvæðum á þingi A. N.: „5. þing Alþýðusambands Norð- urlands lýsir fyllsta samþykki sínu við þær aðgerðir stjórnar Alþýðu- sambands íslands, sem miðað hafa að því að hrinda í framkvæmd stefnumálum alþýðusamtakanna í mundsson, Raufarhöfn, Einar M. Jóhannesson, Húsavík, Pálmi Sig- urðsson, Skagaströnd, Þorsteinn Jónatansson, Akureyri, Kristinn Jónsson, Dalvík. Varamenn í sambandsstjórn: Geir Ásmundsson, Húsavík, Oskar (Framhald á 4. síðu). atvinnumálum og öðrum þjóðmál- um eins og þau voru mörkuð í ein- róma samþykktum Alþýðusam- bandsþings 1954. Þingið telur, að rétt hafi verið á málum haldið og í fullu sam- ræmi við hagsmuni alþýðustétt- anna, er sambandsstjórn beitti sér fyrir samstarfi vinstri flokkanna um ríkisstjórn, sem mynduð yrði til að framkvæma stefnumál Al- þýðusambandsins. Þá lýsir þingið og yfir þeirri skoðun sinni, að á- kvörðun fullskipaðrar sambands- stjórnar í marz s. 1., um að beita sér fyrir kosningasamtökum vinstri manna og verkalýðssinna hafi verið rökrétt og nauðsynleg.i er sýnt var orðið, að vinstri stjórn yrði ekki mynduð með þeim meiri hluta, sem fyrir hendi var á Al- þingi. Þingið harmar það, að ekki hef- ur náðst samvinna á víðtækari grundvelli vinstri flokkanna um samvinnu í komandi kosningum — en telur þó, að alþýða manna eigi nú engan kost annan til þess að tryggja áhrifavald sitt á lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar en að fylkja sér maður við mann um kosningasamtök þau sem Alþýðu- samband íslands hefur' beitt sér fyrir að mynduð yrðu um hags- munamál vinnustéttanna." Flutningsmenn tillögunnar voru: Gunnlaugur Jóhannesson, Elisabet Eiríksdóttir, Hjörleifur Hafliðason og Jónas Jónasson. Fjölmennio á kjósendafund Alþýðubandalagsins!

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.