Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.10.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 19.10.1956, Blaðsíða 3
Fösludaginn 19. október 1956 VERKAMAÐURINN Risaskip og olíuleiðslur Hvort sem Súez-þrætan stendur lengur eðá skemur, er víst, að Ev- rópu-búar þurfa mikla olíu að nota framvegis sem hingað til. Ekki að- eins til að hjólin á bifreiðum þeirra snúist eða til að hita upp olíukynt hús, heldur einnig víða til raforku- framleiðslu og ótal annarra hluta. Má raunar segja, að nú á dögum verði olía alls staðar að vera fyrir hendi. Hin svonefndu Mið-Austurlönd hafa lengi verið olíuforðabúr Ev- rópu. — Að vísu væri ekki miklu lengra að flytja olíuna frá Mið- eða Suður-Ameríku, og þar sem það eru sömu olíuhringarnir, sem starf- rækja olíulindirnar á báðum þess- um stöðum, gæti svo virzt, sem það kæmi út á eitt, hvaðan hún er flutt. En þarna kemur það til greina, að olíuþörf Bandaríkjanna fer stöðugt geysilega vaxandi, og er fjarri því að innlend framleiðsla fullnægi henni, og er því um vaxandi innflutnings- þörf að ræða þar, og þangað er stytzt að fiytja olíuna frá lindunum í Mið- og Suður-Ameríku. Liggur því beinast fyrir, að olía Vestur-Ev- rópu sé sótt til Mið-Austurlanda. Það kann því margan að furða, að Suez-þrætan skuli ekki hafa vald- ið meira f jaðrafoki hjá olíufélögun- um en raun hefur á orðið. Skýring þessa er ef til vill sú, að forráða- menn oiíuhringanna hafi fyrir löngu séð það fyrir, að allsherjar endurskipulagning olíuflutning- anna væri nauðsynleg, ekki vegna þess, að þeir hafi séð fyrir að í odda skærist í Suez vegna fram- komu Frakka og Breta í málum skurðarins, heldur af ððrum ástæð- um ýmsum. Suez-skurðurinn fullnægir ekki kröfum þróunarinnar Hafnsögumenn gamla Suez-fé- lagsins hafa skýrt frá því, að félagið hafi vanrækt reglulegt viðhald skurðarins, svo að ekki sé talað um, að unnið hafi verið að endurbótum á honum til að mæta ört vaxandi flutningaþörf framtíðarinnar. Fé- lagið hefur hugsað meira um að safna ágóða í vasa hluthafanna í London og París, og hefur senni- lega einnig haft það i huga að þess tlmi yrði á enda runninn, þegar lögformlegur samningstími þess væri úti að fáum árum liðnum. Allt þetta hefur olíukaupmönn- unum að sjálfsögðu verið kunnugt. Þeir hafa góða hugmynd um, hve gífurlega olíunotkunin mun vaxa og þá um leift' flutningaþörfin, og þeir hafa séð, að eins og málum var komið með Suez-skurðinn, þurfti ekki að reikna með því að geta flutt um hann nægilegt magn olíu til að lullnægja þörfum Evrópu i kom- andi framtíð. Það er því naumast ástæða til að ætla, að Suez-deilan hafi komið sem nokkurt reiðarslag yfir framtíðaráætlanir þeirra. 100.000 tonna tankskip Það, sem olíukaupmennirnir hafa í huga, virðist nánast bylting í flutn ingatækninni. Áform þeirra beinast í tvær áttir: Risatankskip og olíu- leiðslur (rör). Það vakti mikla athygli, þegar tankskipinu Al-Malik Saud AL-Aw^l (sem þýðir: Saud keisari I.) var hleypt af stokkunum í Hamborg í júní 1954. Stærð þess var 47.000 tonn, og það var stærsta tankskip heimsins þá og eigandi þess gríski útgerðarmaðurinn Onassis. Stærð þessa skips er nú smámunir hjá því, sem tankskipaútgerðarmennirnir hugsa sér um flotann í framtíðinni. — Hjá ýmsum skipasmíðastöðvum hafa verið pöntuð allt að 100.000 tonna stór tankskip, og talið er, að með slíkum skipum verði ódýrara að flytja olíuna suður fyrir Afríku en nú kpstar að flytja hana um Suez-skvvrðinn. Eins og skurðurinn er nú, mun varla fært um hann skipum, sem eru helmingurinn af þeirri stærð, sem nú er ráðgorð. I þessu sambandi má geta þess, að Onassis og Nicharios, sem eiga tvo stærstu tankskipaflota heimsins, hafa einmitt gengið frá samningi um samflot skipanna suður fyrir Afríku. Annars er einnig stefnt að smíði risaskipa til flutnings annarra vöru- tegunda. Það hefvir til dæmis verið reiknað út, að málmflutningar Svía mundu verða hagkvæmastir með skipum, sem væru um það bil 100 þús. tonn. Menn skyldu þó ekki ætla, að eftir nokkur ár verði öll olía flutt með 100.000 tonna skipum. Það eru enn sem komið er aðeins fáar skipasmíðastöðvar, sem geta tekið að sér smíði slíkra skipa, og ennþá íærri hafnir geta tekið á móti þeim. í allri Vestur-Evrópu er aðeins hðfnin í Rotterdam svo útbúin, að þar sé hægt að losa olíuskip af þess- ari stærð. í Hamborg mun nú hafin vinna við uppgröft með tilliti til stærri skipa í framtíðinni, en óvíst mun, hvort þar verður hægt að taka á móti svo stórum skipum, sem hér hefur verið rætt um. Hin tæknilegu vandkvæði á losun þessara skipa í rúmsjó, hvort sem þau skulu losuð í önnur minni skip eða beint á land gegnum röraleiðsl- ur, eru nú mjög rannsökuð, og að líkindum finnst brátt einhver lausn þeirra. Skip eða rör? En það er líka önnur spurning, sem menn brjóta heilann um í sam- bandi við dreifingu olíunnar í fram- tíðinni. Það virðist engin f jarstæða að dæla olíunni í gegnum rör, jafn- vel þótt um miklar vegalengdir sé að ræða. í Mið-Austurlðndum hef- ur flutningavandamálið þegar verið leyst á þennan hátt að nokkru leyti áratugum saman; þannig liggja t. d. þrjár olíuleiðslur í gegnum Liban- on og flytja olíuna frá hinum stóru olíusvæðum í norðurhluta Irak til hafna við Miðjarðarhafið. Um það bil 25 milljónum tonna af olíu er dælt í gegnum þessar leiðslur á ári hverju, svo að segja við hliðina á Suez-skurðinum. Til samanburðar tná geta þess, að á síðasta ári voru lluttar um skurðinn 67 milljónir tonna af olíu. Nýverið hefur komið fram frönsk tillaga þess efnis að leggja risavaxn- ar olíuleiðslur til að komast hjá að nota Suez-skurðinn. Þau pólitísku vandamál, sem af þessu myndu leiða, eru kafli fyrir sig, en hér skal aðeins á það bent, að slíkt mann- virki myndi kosta offjár, og að ekki er sennilegt, að þeir auðjöfrar, sem hér eiga hlut að máli, myndu hlaupa af sér tærnar i ákafa í að festa nokkra milljarða til viðbótar í þessum heimshluta. Það hefði og virzt skynsamlegri ráðstöfun fjár- magnsins, að verja því til að gera Suez-skurðinn þannig úr garði, að hann fullnægði kröfum tímans. Það vilja Egyptar nú gera, og ef þeir reynast þess megnugir að gera á skurðinum þær endurbætur, sem nauðsynlegar eru, getur það haft úrslitaáhrif um það, hvernig olí- unni verður dreift í framtíðinni, og þá einnig um verð olíunnar. Olíuleiðsla yfir þvera Evrópu En svo að við snúum okkur aftur að olíuleiðslunum. Frakkar vilja leggja leiðslu til að slá striki yfir Suez-skurðinn, en hitt er þó öllu sennilegra, að mörg þúsund kíló- metra lðng leiðsla komi til með að liggja þvert yfir Frakkland sjálft! Frá hinni suðrænu Marsaille norður til Rotterdam í Hollandi væri trú- legt að hún lægi, og hliðarleiðslur frá henni til Parísar og Ruhr-hér- aðsins. Þetta yrði þannig eins konar sam-evrópiskt fyrirtæki, er mundi stytta flutningavegalengdina frá Mið-Austurlöndum um þriðjung eða fimmta hluta, eftir því hvort olían væri flutt til Marseille frá höfnum við austanvert Miðjarðar- haf eða frá Persaflóa um Suez-skurð- inn. Olían á að renna frá suðri til norðurs, en ef til þess kæmi ein- hvern tíma, að Suez-skurðurinn lok- aðist, hugsa menn sér, að olían yrði flutt til Rotterdam með risatank- skipum og þá látin renna í suður, en Rotterdam er eina hafnarborg, sem getur tekið á móti slíkum skip- um, eins og áður er getið. Olíuleiðslur, sem lagðar kunna að verða þvert yfir meginlöndin, munu auðvitað spara tankskip, og þær munu einnig spara peninga. I Bandaríkjunum hafa þegar ver- ið teknar í notkun slíkar leiðslur, sein samanlagt eru 300.000 kílóm. langar, og eru ódýrari en önnur flutningatæki. Þannig kostar það 100 cent að flytja eina tunnu (159 lítra, am. mál) með bifreiðum 150 kin vegalengd, 14 cent með járn- braut, 8 cent með skurða- og fljóta- bátuin, en aðeins 4 cent eftir röra- leiðslunum. Olíuhringarnir Óhætt mun þó að fullyrða, að i framkvæmdir sem þessar verður ekki ráðizt á meðan ensk-amerísku olíuhringarnir eru alls ráðandi um olíusðlu í Vestur-Evrópu. Þeirra áhugamál er ekki að láta kaupend- um olíunnar hana í té á sem lægstu verði, heldur hitt, að safna sem mestu í vasa hluthafanna. En eng- inn er kominn til að segja, að þeir verði ðllu ráðandi í þessum málum um alla lramtíð, og er því ekki ó- sennilegt, að í framtíðinni verði lagðar olíuleiðslur um þvera og endilanga Evrópu og fleiri megin- lðnd, og olíunni þannig dreift til notendanna, en flutningar hennar með skipum leggist niður að mestu nema til eyjabíia, eins og okkar fs- lendinga. Góðar bækur - lágt verð Fimmti bókaflokkur Máls og menningar kominn út Einnig ný útgáfa af ljóðum Guðmundar Böðvarssonar Bókmenntafélagið Mál og menning hefur unnið mörg stór- virki á liðnum árum. í hópi fé- lagsbókanna hafa á hverju ári verið ýmis af beztu og stórbrotn- ustu ritverkum, sem gefin hafa verið út hér á landi síðustu ára- tugina. Samt sem áður hefúr fé- lagsgjaldið verið mjög lágt. Fyrir fáum árum hóf Mál og menning útgáfu sérstaks bóka- flokks, sem félagsmönnum er veitt tækifæri til að eignast fyrir mjög lágt verð, hvort serri þeir kaupa allar bækurnar í flokkn- um eða aðeins nokkurn hluta þeirra, en í bókaflokknum hafa árlega veríð níu bækur um mis- munandi efni ár frá ári og hafa félagar Máls og menningar fagn- að því að fá þarna tækifæri til að eignast fyrir tiltölulega mjög lítið verð fleiri bækur árlega en þær, sem mögulegt er að gefa út fyrir hið fasta félagsgjald. Bókaflokkurinn í ár. Fimmti bókaflokkurinn er nú nýlega kominn út, og eru það, eins og áður 9 bækur. Með því að kaupa þrjár eða fleiri þessarra bóka fá félagsmenn þær fyrir verð, sem er langt fyrir neðan venjulegt bókhlöðuverð. Sjór og menn eftir Jónas Árna- son er ein bókin í flokknum. Hún kom út í sumar, en hlnar bæk- urnar komu allar út fyrir nokkr- um dögum. Upplag bókarinnar var 1900 eintök og er nú nær upp selt, enda er Jónas einhver vin- sælasti rithöfundur og fyrirles- ari, sem nú er uppi með þjóðinni. fslenzka skattlandið, eftir Björn Þorsteinsson, er ein bók- anna í ár. F*jallar hún um tíma- bil íslandssögunnar frá 1260—- 1400. Áður hefur bók Björns: fslenzka þjóðveldið, komið út í þessum flokkum. Sextán sögur nefnist safn smá- sagna eftir Halldór Stefánsson. Ólafur Jóhann Sigurðsson hefur valið sögurnar. Halldór er löngu þjóðkunnur fyrir smásögur sínar og mun almennt talinn snjallasti smásagnahöfundur íslendinga. Náttúrlegir hlutir nefnist ein bókin. Er höfundur hennar Wil- helm H. Westphal eðlisfræðipró- fessor við háskólann í Berlín, en Eðvarð Árnason verkfræðingur hefur þýtt bókina. Bók þess hef- ur að geyma svör prófessorsins við ýmsum þeim eðlisfræðispurn- ingum, sem fyrir koma í hinu daglega lífi manna, og mun reyn- ast almenningi gagnleg fræSslu- bók. Þytur um nótt, smásagnasafn, eftir Jón Dan. Þetta er fyrsta bók hans, en allmikla athygli hefur hann þó þegar vakið sem smá- sagnahöfundur, því að á s. 1. ári hlaut hann fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Samvinn- unnar. í þessari bók birtast 10 sögur. Stofnunin, nefnist annað smá- sagnasafn. Höfundur er Geir Kristjánsson og er þetta einnig fyrsta bók hans, en nokkrar sög- ur hans hafa áður birzt í tímarit- um og vakið mikla athygli. Líf í listum, eftir Konstantin Stanislavski, er sjálfsæfisaga hins fræga leikhússmanns, og kemur hér út í tveim bindum. Mun öllum listunnendum þykja mikill fengur að bók þessarri. Þýðinguna hefur Ásgeir Blöndal Magnússon gert. Leikrit I, rekur lestina í bóka- flokknum að þessu sinni. Er þetta upphaf að útgáfu á leikritum Shakespeares og flytur þetta bindi leikritin: Draumur á Jóns- messunótt, Rómeó og Júlía og Sem yður þóknast. Þýðingarnar hefur hinn kunni ljóSaþýðandi Helgi Hálfdanarson gert. Guðmundur Böðvarsson. Um leið og Mál og menning sendi frá sér framangreindar bæk ur, fimmta bókaflokk félagsins, kom út á forlagi Heimskringlu heildarútgáfa á ljóðum Guðmund ar Böðvarssonar. Guðmundur Böðvarssoi er fyrir löngu orðinn eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar og munu ljóðelskandi fslendingar fagna því að eiga kost á að eignast heild arútgáfu af verkum hans. Fimm ljóðabækur eftir Guð- mund hafa komið út, en sumar þeirra eru fyrir löngu uppseldar. Slagur vindhörpunnar eftir færeyska skáldið Heinesen kemur út hjá Máli og menningu síðar í haust sem félagsbók. Þýð- inguna hefur Guðfinna Þorsteins- dóttir gert. Umboðið á Akureyri. Þess skal að lokum getið, að umboð fyrir Mál og menningu hér á Akureyri hefur Elísabet Eiríksdóttír, Þingvallastræti 14. Ættu þeir félagsmenn, sem áhuga hafa fyrir að eignast bækur þær í bókaflokknum, sem frá er greint hér að framan, ekki að draga það að gera henni aðvart, því að bú- ast má við, að eitthvað af bókun- hm seljist upp fyrr en varir, ef dæma má eftir fyrri reynslu. Ný- ir félagsmenn ættu sömuleiðis að gefa sig fram hið fyrsta, ef þeir vilja tryggja sér eitthvað af bók- unum úr bókaflokknum. Bók GuSmundar BöSvarsson- ar, og aSrar útgáfubækur Heims- kringlu fást einnig hjá umboSs- mönnum Máls og menningar. Kaupið Verkamanninn

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.