Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.11.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 09.11.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 9. nóv. 1956 V7ERKHmflÐUKirm Ritstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Blaðstjórn: Björn Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hver þjóð á siff land Skuggi ófriðar og ofbeldisverka hvílir yfir heiminum þessa dag- ana. Egyptaland og Ungverjaland eru á hvers manns vörum og allir friðelskandi íslendingar harma þá atburði er orðið hafa í þessum löndum, er þau hafa orðið að þola ofbeldisárásir af stórveldanna hálfu. Það hefur lengi verið sannfær- ing allra sannra Islendinga, að hver þjóð, hvort sem hún er smá eða stór, eigi ein að ráða sínum málum og ein að jafna þær deil- ur, sem innan hennar rísa. Þess vegna hryggjumst við nú yfir þeim atburðum, sem gerzt hafa. Við hryggjumst yfir því, að Bretar og Frakkar skuli ásælast yfirráð yfir hluta af landi Egypta. Árásin á Egypta var árás ræn- ingja, sem einskis svífast til að ná ránsfeng sínum. Slíkar aðfar- ir eru á engan hátt réttlætanleg- ar. Við hryggjumst einnig yfir íhlutun Rússa um mál ungversku þjóðarinnar. Átökin í Ungverja- landi voru innanríkismál, sem Ungverja eina varðaði. Þar var deilt um stefnur og aðferðir við stjórn ríkisins, og það var Ung- verja einna að ákveða, hverja leið þeir teldu heppilegasta og árangursríkasta fyrir velferð og hagsæld landsbúa. Það er að vísu alltaf illt og óheppilegt, þegar átök um stefnur og aðferðir verða jafn hatrammar og raunin var á í Ungverjalandi, en það veitti samt Rússum enga heimild eða rétt til afskipta, allra sízt til að senda her inn í landið og magna þannig þau átök, sem fyr- ir voru og úthella blóði saklausra Ungverja. Sú von var látin í ljósi hér í síðasta blaði, að réttar væru þær fréttir, að rússneski herinn væri farinn á burt úr Ungverjalandi og hefði þannig orðið til fyrir- myndar öðrum þjóðum, sem láta heri sína sitja önnur lönd. Þessi von hefur því miður brugðizt, og er illt til þess að vita, en þeir at- burðir, sem síðan hafa gerzt, hafa orðið enn ein sönnim þess ,hver ólukka erlendur her er, hvar sem hann setzt að og ófögnuður hverri þjóð, sem hann verður að þola. Það verður alltaf affarasælast hverri þjóð, að hún fái að búa í friði að sínu. Það er enginn vinn- ingur fyrir Egypta að hafa her Breta eða Frakka í landi sínu og það eykur á ófriðarhættuna í heiminum almennt, en bægir henni ekki frá. Seta franskra herja í Alsír er Alsírbúum til ills eins. Brezkur her hefur svo ár- um skiptir valdið ógnaröld á Kýpur. Ungverjar hafa orðið að færa þungar fórnir vegna setu Rússa þar í landi. Við íslendingar höfum á öllum sviðum haft skaða af dvöl hins bandaríska hers í okkar landi. Það er sanngjörn krafa og eðli- leg, að alhr herir erlendra stór- velda hverfi heim frá þeim lönd- um, sem þeir hafa tekið sér setu í og láti af kúgun og yfirgangi við máttarminni þjóðir. Það verður ekki einasta öllum hlut- aðeigandi ríkjum til farsældar og blessunar, heldur og heiminum öllum, því að á þann hátt verður friðurinn bezt tryggður. Ofbeldi og yfirgangur, mann- dráp og eyðing eigna, leiða jafn- an illt af sér. Samvinna þjóða í milli getur verið góð og gagnleg, en því að- eins, að hún byggist á jafnréttis- grundvelli og gagnkvæmri virð- ingu fyrir rétti hins aðilans, en vopnaðar árásir á aðrar þjóðir, ofbeldi og yfirgangur, manndráp og eyðing eigna, leiða aðeins illt af sér og magna hatur og tor- tryggni milli einstaklinga og þjóða. Hver þjóð á að fá að búa í friði í sínu heimalandi, án allrar er- lendrar íhlutunar, þannig á Egyptaland að vera fyrir Egypta, Ungverjaland fyrir Ungverja og ísland fyrir íslendinga. Bleftur á þjóðinni Allir góðir íslendingar harma þau illu tíðindi, sem borizt hafa utan úr heimi síðustu daga og vikur. En þó virðast finnast þeir menn hér á landi, og þeir því miður nokkuð margir, sem reyna að nota þá atburði til að æsa til ill- deila og ofbeldisverka hér heima. Eru þar fremstir í flokki hinir reykvísku Heimdellingar, sem margfrægir eru að endemum. — Undanfarna daga hafa þeir með æsingafundum og ólátum á göt- um úti í Reykjavík reynt að espa fólk upp og stofna til óspekta. Þykjast þeir gera þetta í samúð- arskyni við ungversku þjóðina, rétt eins og henni væri einhver bót að skrílslátum á götum Reykjavíkur, grjótkasti og öðrum ofbeldisverkum. Framkoma Heimdallarskrílsins og þeirra, sem hafa látið hafa sig til að fylgjast með þeim á æs ingafundum og til óspekta á göt- um úti, sannar, að þessir menn eru ekki að mótmæla neinu of Bókaskrá Gunnars Hall Stærsta íslenzka bókaskráin. Merkilegt heimild- arrit og ómissandi öllum þeim, er bókum safna beldi, þótt þeir láti svo. Þetta eru þvert á móti ofbeldisins menn, illa siðaður lýður, sem einmitt dáir og dýrkar ofbeldið. Og for- sprakkar þessa óþverralýðs eru sömu mennimir og mest dýrkuðu hið nazistiska ofbeldi á sinni tíð. Það er einnig vert að taka eftir bví, að þessir sömu menn látast ekki veita því neina eftirtekt, að ofbeldi hafi verið framið í Egypta landi og þeir hafa aldrei tekið eftir ofbeldisaðgerðum Breta á Kýpur eða annars staðar, og þeir hafa aldrei séð neitt athugavert við hersetu Bandaríkjamanna ut- an síns heimalands. Þaö cr að- eins, þegar Rússar eiga í hlut, sem þessir menn sjá ofbeldi, og viðbrögð þeirra eru þau, að sýna sjálfir ofbeldi, kasta grjóti að fólki og misþyrma því. Heimdellingum og forystuliði Sjálfstæðisflokksins, sem að baki þeim stendur, væri sæmra að öskra ekki alveg svona hátt, en sýna í verki og framkomu, að þeir vilji sóma sinnar þjóðar og að þeir mótmæli ofbeldi, hvaðan sem það kemur og hver sem það fremur. En sú skrílsmennska og ofbeldishneigð, sem einkennt hefur þennan hóp, er blettur á íslenzku þjóðinni, og það er leitt til þess að vita, að finnast skuli þeir menn meðal íslenzkra menntamanna og í ábyrgðarstöð- um í þjóðfélaginu, sem láta hafa sig til að ala á illum hneigðum þessa ósiðaða lýðs. \ St jórn Innflutnings- skrifstofunnar Samkvæmt bráðabirgðalögum frá 23. september sl., um breyt- ingu á lögum nr. 88/ 1953, um skipan innflutnings- og gjaldeyr- ismála, fjárfestingarmála o. fl., hefu rríkisstjórnin hinn 5. f. m. skipað þá Guðmund Hjartarson, forstjóra, og Pétur Pétursson, al- þingismann, til þess að veita Inn- flutningsskrifstofunni forstöðu ásamt þeim forstjórum skrifstof- unnar sem fyrir voru, þeim Jóni ívarssyni og dr. Oddi Guðjóns- syni. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 223 — 348 — 127 — 346 678. — P. S. FLASTPOKAR geta verið hættulegir Plastpokar eru þægileg ílát og hentugir til umbúða um ýmsar vörur, en þeir eru ekki með öllu hættulausir. Um miðjan síðasta mánuð varð plastspoki þannig þriggja ára barni að bana í Kaupmannahöfn. Barnið var úti við að leika sér og þegar móðir þess fór að gæta að því fann hún það liðið lík. Barnið hafði dregið poka úr plasti yfir höfuð sér, og féll hann svo þétt að höfði bamsins, að það kafnaði. Engin börn önnur voru nærstödd, enda óvíst, að þau hefðu áttað sig á, hver hætta fólst í þessum leik. Gunnar Hall hefur um tuttugu ára skeið verið mjög stórvirkur um söfnun bóka og blaða og mun vafalítið, að safn hans sé nú stærsta safn íslenzkra rita, sem til er í eins manns eigu. Gunnar hefur nú samið skrá um safn sitt og gefið út á prenti. Er það stór bók, 520 bls. í stóru broti. Er hún prentuð hér á Ak- ureyri í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Bókaskránni er skipt í 7 kafla, sem nefnast: 1. Aðalskrá, 2. blöð og tímarit, og fylgir þar skrá um sögusöfn blaða, 3. leikrit, 4. ridd- ara- og fomaldarsögur, 5. rímur, 6. þjóðsögur og ævintýri, 7. ævi- sögur og minningarrit. Aðalskráin. í aðalskránni eru taldar allar þær bækur, sem ekki geta talizt til nokkurs hinna flokkanna, en jafnframt er þar vísað til ein- stakra rita höfunda í hinum flokk unum. Þá hafa verið dregin sam- an í heild rit er snerta ýmsa merka atburði. Mjög margt er þarna af alls konar tækifæris- kvæðum. Þar er skrá yfir mikinn fjölda blaða- og tímaritsgreina á dönsku, og er mestur hluti þeirra flokkaður undir Fréttir frá ís- landi og Sjálfstæðisbarátta ís- lendinga. Eru í greinum þessum margar heimildir um sögu tíma- bilsins 1850—1950. Leikrit og rímur. í kaflanum um leikrit er skrá yfir nær öll leikrit er út hafa verið gefin á íslenzku. í rímna- skránni mun tahð nær allt sem prentað hefur verið af rímum. Er þama margt rímna sem einungis hafa verið prentaðar í ljóðmælum höfunda ,blöðum eða tímaritum. 1480 blöð og tímarit. Blaða- og tímaritasafn Gunn- ars Hall mun óefað vera það stærsta og fullkomnasta í ein- staklingseign hér. Alls eru í skránni 1480 blöð og tímarit, og á Gunnar mestan hluta þeirra. 1 kaflanum um þjóðsögur og ævintýri er að finna flestar þær þjóðsögur er út hafa verið gefnar, svo og skrá yfir ritgerðir um þær. 3400 erfiljóð — 1000 grafskriftir. í kaflanum um ævisögur og minningarrit er ekki aðeins skrá yfir ævisögur, heldur eru þar einnig minningarrit ýmissa fé- laga og stofnana. Skrá er yfir 3400 erfiljóð, en mörg þeirra munu hvergi hafa birzt annars staðar, þ. á. m. erfi- ljóð eftir Matthías. Þar eru t. d. fjöldi erfiljóða eftir sr. Friðrik Friðriksson, sem aldrei hefur gefið út ljóðabók. Grafskriftir eru um 1000 tals- ins. Eru þær merkileg heimild fyrir ætt- og mannfræðinga. í safni Gunnars eru 6 stór bindi er hann kallar íslendinga- bók. Eru það úrklippur með íninnum er birzt hafa í blöðum minnu mer birzt hafa í blöðum og tímaritum. Kemur þetta til með að ná yfir allt tímabihð frá því að almenn eftirmæli fóru að birtast í blöðum, eða frá ca. 1932. Ómissandi bókasöfnurum. I formála segir höfundur m. a.: „Eitt af því, sem eg saknaði mest, meðan eg vann að bókasöfnun minni, voru bókarskrár. Enn eru þeir margir, sem bókum safna og um bækur vilja fræðast, og má gera ráð fyrir, að þeir hljóti að reyna hið sama. Og eru þeir þó að verr settir, að hinar ágætu bókaskrár um Fiskesafn munu nú ófáanlegar með öllu. Til þess að létta undir með þessum mönn- um og um leið að gera bókasöfn- un mína að nokkru leyti gagnlega öllum almenningi, sem um bæk- ur vilja fræðast, hef eg ráðizt í að taka saman og gefa út á prent bókaskrá þessa, sem hér kemur fram á sjónarsviðið." Þarft verk. Gunnar Hall hefur unnið þarft verk með samningu og útgáfu bókaskrárinnar, sem verða mun öllum bókasöfnurum kærkominn fengur og t.il mikilla þæginda. — Hún mun einnig verða mörgum öðrum þægileg aðstoð til öflimar heimilda um hin margvíslegustu efni .Má t. d. benda á, að þar er að finna skrá um ævisögur, sem birzt hafa í blöðum og tímaritum, og getur oft verið gott að geta flett því upp, hvar er að finna ævisögu eða æviágrip þessa eða hins. Svo sem áður hefur verið get- ið, er safn Gunnars í ýmsum greinum hið fullkomnasta, sem til er hér á landi, og er vonandi, að það verði varðveitt hér heima á íslandi um alla framtíð. Sú hefur að undanförnu orðið raunin á með mjög mörg hinna stærstu og vönduðustu einka- bókasafna íslenzkra, að þau hafa verið flutt úr landi, ýmist seld eða gefin til erlendra stofnana. Er að vísu gott eitt um það að segja, að víðar en hér heima séu til góð söfn íslenzkra bóka, en hvei'gi er þeirra meiri þörf né meira gagn af þeim en hér. Og við megum ekki láta það glap- ræði henda okkur á sama tíma og við erum að berjast fyrir endur- heimt Árnasafns, að senda úr landi síðustu eintök sjaldgæfra bóka og rita, enda þótt frá síðari tímum séu og teljist ekki til okk- ar gullaldarbókmennta. „Það er fleira matur en feitt kjöt.“ Frá Skákfélagi Akureyrar. — Haustmót félagsins hefst í Verka lýðshúsinu næstk. þriðjudags- kvöld, 13. þ. m. — Keppnisreglur verða allar þær sömu og á haustmótinu 1955.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.