Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.11.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 09.11.1956, Blaðsíða 1
VERKHmflÐliRllffl XXXIX áig. Akureyri, föstudaginn 9. nóvember 1956 37. tbl. VERKAMAÐURINN fæst í Reykjavik í Sölu- turninum við Arnar- hól. Tekjur af yfirvinnu verði skattfrjálsar Tveir þingmenn Alþýðubanda- lagsins, þeir Karl Guðjónsson og Gunnar Jóhannsson, hafa flutt á þingi frumvarp þess efnis, að lögunum um tekju- og eignaskatt verði breytt þannig, að yfirvinna verði skattfrjáls, eða sá hluti viimulauna, sem er umfram . enjulegt dagvinnukaup. Ef frum varp þetta nær fram að ganga verður því tekjuskattur aðeins reiknaður af sömu launaupphæð og orlof er greitt á. í greinargerð frumvarpsins segir m. a. á þessa leið: „Hvarvetna í menningarþjóð- félögum leitast löggjafinn við að vernda þegna sína gegn óhóflega miklu erfiði og notfærir aukna tækni til að takmarka lengd hins almenna vinnudags. Víða er litið á þetta sem lið í almennri heilsu- vernd. Hérlendis er þó ekkert gert af opinberru hálfu til að vernda .jegnana í þessu efni. E>vert á móti notfærir hið opinbera sér yfirvmnu landsmanna til hóf lausrar skattheimtu af þeirri .aupuppbót, sem verkalýðs Jireyfingin hefur samið um fyrir slíka vinnu. Þótt yfirvinna sé í eðli sinu óæskileg og verki hindrandi á alla menningarframþróun, er þó augljóst, að enn er ekki tímabært að banna hana með lögum, og eins og til háttar um aðalútflutn ingsframleiðslu okkar, sjávaraf- i rðirnar, mundu allar takmark- anir á yfirvinnu við þau störf liafa í för með sér minnkandi framleiðslu. Þegnskapur verkamanna verði virtur. í verstöðvum landsins er það algengt, þegar mikið aflast, að .nenn vinna oft vikum og jaín- vel mánuðum saman svo lengi á hverjum sólarhring, að jafngildir tveim venjulegum vinnudögum eða jafnvel hálfum þriðja. En þótt þjóðfélagið hafi ekki tök á að vernda þegna sína á þessu sviði svo sem æskilegt væri, má þó ekki minna vera en að þegnskapur sá, er þeir sýna með því að leggja hart að sér, til þess að framleiðslan geti orðið sem mest, sé að einhverju virtur af löggjafanum, og liggur þá beinast við að leysa kaupgreiðsl- ur fyrir yfirvinnuna við störf í þágu útflutningsframleiðslunnar undan opinberri skattlagningu." Brýn þörf fyrir framleiðsluna. I þessu frumvarpi er þó ekki lagt til, að yfirviiman verði að öllu leyst frá skattskyldu, heldur nðeins sá hluti kaupgreiðslunnar, sem er umfram venjulegt dag- vinnukaup. Væri þá samræmi fengið milh orlofslaga og skatta- laga, að því er þessa vinnu varð- ar, því að ekki er skylt að greiða orlof á yfirvinnuna, nema sem dagvinna væri. Afgreiðsla Alþingis á þessu máli er sýnu brýnni nú en áður, þar eð fyrirsjáanlegt er, aðtilþess hlýtur að koma, að verkalýðs- samtökin hætti að leyfa tak- markalausa yfirvinnu, sem sök- um skatts og útsvars aðeins hafn- ar lítið hjá því fólki, sem leggur nótt með degi í það erfiði, sem þarf til að gera verðmæta vöru úr sjávaraflanum. Óður Heimdallarskríll ræðst að fólki Vinnumiðlunarskrif- stofa Á fundi bæjarstjórnar, sl. þriðjudag, var samþykkt tillaga frá bæjarráði um að ráðinn yrði sérstakur maður til að annast vinnumiðlun hér í bænum og önnur þau störf, sem gert er ráð fyrir að vinnumiðlunarstjóri hafi með höndum. Verður þess því væntanlega ekki langt að bíða, að vinnumiðl- unarskrifstofa verði opnuð, enda er það nú orðið knýjandi nauð- syn, ef ekki á að gera lögin um atvinnuleysistryggingar að papp- (írsgagni einu, sem engum gagnar. Reykjavík Stjórnandi liðsins var Pétur Benediktsson, fyrrv. sendiherra og núverandi bankastjóri við r Landsbanka Islands Á miðvikudaginn, 7. nóv., gerð- ust þau tíðindi í Reykjavík, að óður Heimdallarskríll, sem stjórn að var af nokkrum forystumönn- um Sjálfstæðisflokksins, réðust á menn á götu í Reykjavík, er þeir voru að koma úr heimsókn í sendiráði Sovétríkjanna, en 7. nóv. er þjóðhátíðardagur Sovét- ríkjanna, svo sem kunnugt er. Yfirlýsing miðstjórnar og þingflokks Alþýðubandalagsins: Hernaðarbandalög slórvelda verði leysl upp og allar herslöðvar rýmdar Fordæmir ofbeldisárás Breta og Frakka á Egyptaland og bina vopnuðu íhlutun Sovét- ríkjanna í Ungverjalandi Hrópaði skríllinn ókvæðisorð að mönnum, hrinti þeim, reif föt þeirra og hélt uppi grjót- og aur- kasti. Mun það hafa verið einstök tilviljun, að ekki urðu teljandi slys á mönnum. Jafnframt gerði óþverralýður þessi árás á sjálft sendiráðið, braut þar rúður og skar niður fána Sovétríkjanna. Er vert að veita því eftirtekt, að þarna er ráðist að sendimönnum þeirrar þjóðar, sem við höfum mest og hagstæðust viðskipti við. Skríll þessi hugsar ekki um hag og vel- ferð þjóðarinnar, þegar hann þykist þurfa að sýna hið rétta innræti sitt. Miðstjórn og þingflokkur Al- þýðubandalagsins samþykkti 5. þ. m. cftirfarandi yfirlýsingu í til- efni af síðustu stóratburðum í alþjóðamálum: „Alþýðubandalagið var stofn- að til þess að sameina menn með ólíkar skoðanir í ýmsum atriðum — þ. á. m. ólíkar skoðanir á fræðikenningum sósíalismans og öðrum alþjóðlegum kenningum og stefnum — um stefnuskrá í innanlandsmálum og þá framar öllu þá stefnu, að vinna að alhliða eflingu atvinnulífsins í landinu og fullu sjálfstæði þjóðarinnar. í þessu sambandi er rétt að minna á stefnuyfirlýsingu Al- þýðubandalagsins um utanríkis- mál, sem er svohljóðandi: Sjálfstæði þjóðarinnar verði verndað og tryggt og sívakandi barátta háð gegn erlendri ásælni úr hvaða átt og í hvaða mynd sem hún birtist. Það vinnuafl, sem nú er bund- ið við hernaðarvinnu í þjónustu erlends ríkis, verði leyst frá þeim störfum og aftur beint að framleiðslu þjóðarinnar, frekari hernaðarframkvæmdum hætt og hinn erlendi her látinn víkja úr landinu með uppsögn samnings- ins frá 1951. Stefnt sé að því að gera ísland aftur hlutlaust land, án herstöðva og utan hernaðarbandalaga, er ástundi vináttu við allar þjóðir nær og fjær og leggi fram sinn skerf til þess að varðveita frið og boða sættir, hvar sem fulltrúar þess koma fram á alþjóðavett- vangi." Samkvæmt þessu tekur Al- þýðubandalagið sem flokkur — og þar af leiðandi þingflokkur þess — ekki afstöðu til alþjóð- legra deilumála, nema að því leyti, sem þau snerta ísland, sjálfstæði þess ,eða afstöðu opin- berra fulltrúa þess á alþjóða- vettvangi. Að öðru leyti hafa þingmenn Alþýðubandalagsins algerlega óbundnar hendur um afstöðu til alþjóðlegra mála og átaka á alþjóðlegum vettvangi. En eftir hina hörmulegu at- burði síðustu viku í Egyptalandi og Ungverjalandi, liggur það fyr- ir að ríkisstjórnin taki ákvörðun um hvaða afstöðu fulltrúi eða fulltúar íslands hjá Sameinuðu þjóðunum skuli taka í nafni þjóð- arinnar til ákvarðana sem Sam- einuðu þjóðirnar kunna að taka um þessi mál, en vitað er, að þær ákvarðanir geta orðið hinar ör- lagaríkustu, ekki aðeins fyrir framtíð Sameinuðu þjóðanna, heldur einnig fyrir framtíð alls mannkynsins. Með tilliti til þessa vill mið- stjórn og þingflokkur Alþýðu- bandalagsins lýsa yfir, að Al- þýðubandalagið telur það eitt í samræmi við frelsis- og friðar- hugsjónir íslenzku þjóðarinnar, að fulltrúar hennar hjá Samein- uðu þjóðunum verði fáhð að for- dæma harðlega jafnt ofbeldisárás Breta og Frakka á Egyptaland, sem hina vopnuðu íhlutun Sovét- ríkjanna í Ungverjalandi frá byrj un uppreisnarinnar þar í landi til þessa dags. Alþýðubandalagið telur fram- komu þeirra stórvelda, sem hér eiga hlut að máli óverjandi og ósæmilega og háskalega heims- friðnum, og því sjálfsagt að full- trúa íslands hjá Sameinuðu þjóð- unum verði, í nánu samráði við ríkisstiórnina, falið að fylgja hverjum þeim ráðstöfunum, sem tiltækilegar virðast án þess að stofna heimsfriðnum í voða, til þess að knýja þessi stórveldi til að láta þegar af beitingu frekara vopnavalds gegn þeim þjóðum, sem hafa orðið fyrir árásum þeirra og kalla heri sína þegar í stað heim frá viðkomandi lönd- um. Alþýðubandalagið vill benda á, að Bretar og Frakkar hafa, með árásarstyrjöld sinni gegn Egypt- um, eigi aðeins gerzt sekir um hið freklegasta brot gegn stofn- skrá S.Þ. og heimsfriðnum, held- ur einnig rofið Atlantzhafssamn- ínginn frá 1949 og að hann er því í raun réttri úr gildi fallinn. Alþýðubandalagið álítur enn- fremur að þessir atburðir sýni ljóslega hvílík nauðsyn það er, vegna heimsfriðarins, að hernað- arbandalög stórveldanna, Atl- antzhafsbandalagið og Varsjár- bandalagið verði formlega leyst upp og allt herhð stórveldanna, sem nú dvelur í herstöðvum utan heimalanda þeirra, víki þaðan og hverfi heim." Þekktir menn stýrðu skruslátunum. Aðalforystu Heimdellinganna hafði Pétur Benediktsson, banka- stjóri og fyrrverandi sendiherra. Æpti hann og öskraði eins og verst er hægt að hugsa sér um ósiðaða götustráka og hvatti lið sitt til óhæfuverka og ofbeldis. Aðrir forystumenn voru meðal annarra: Gunnar Helgason, einn af framkvæmdastjórum Sjálf- stæðisflokksins, Sveinbjörn Hann esson, gamall hvítliðaforingi, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, lögfræðingur og formaður Varð- ar, Davíð Ólafsson, fiskimála- stjóri og nazistaleiðtogi á sinni tíð, Teitur Finnbogason, fyrrum nazistaforingi, Leifur Sveinsson, lögfræðingur, Haukur Clausen, sem minnisstæður er frá atburð- unum 30. marz, Þorbjöm Guð- mundsson, verzlunarmaður og Matthías Jóhannesson, blaðamað- ur frá Mogganum. Boðið í Sjálfstæðishúsið. Eftir að skríllinn þóttist hafa nóg að gert við sendiráð Sovét- ríkjanna og baulað nægju sína, en baul er sérgrein Heimdellinga, bauð Pétur bankastjóri hðinu niður í Sjálfstæðishús og voru þar fram bornar veitingar á kostnað Sjálfstæðisflokksins. — Meðal þeirra, sem þar tóku á móti liðinu, var Bjarni Bene- diktsson, fyrrverandi dómsmála- ráðherra og bróðir fyrirUðans, Péturs. Má segja, eftir þessa atburði, að nazistaeðhð ætlar að verða langlíft innan Heimdallar og for- ingjaliðs Sjálfstæðisflokksins.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.