Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.12.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 07.12.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 7. des. 1956 Samþykklir 25. þings Alþýðusambands Islands Sjávarútvegsmál „25. þing ASÍ álítur að aukning fiskveiðanna og betri og fjöl- breyttari hagnýting fiskaflans muni a. m. k. í náinni framtíð verða aðalundirstaða áframhaldandi uppbyggingar og framfara í landinu. En fyrsta skilyrði fyrir því, að varanlegur vöxtur geti átt sér stað í sjávarútveginum er að launakjör og önnur aðbúð sjómannastéttar- innar sé það góð, að nægilega margir landsmenn vilji gera sér sjó- mennsku að æfistarfi, en á það hefur mjög mikið skort síðustu ár. Þingið celur, að eitt af brýnustu verkefnum sambandsins og sam- bandsfélaganna sé að beita sér fyrir eftirfarandi umbótum á kjörum s j ómannastéttarinnar. 1. Að aflaverð til fiskimanna verði hækkað, og það verði undan- tekningarlaust ekki lægra en útgerðarmenn fá fyrir sinn hluta af aflanum hverju sinni. * 2. Að allir sjómenn, sem eru skráðir á skip eða tryggðir á báta í 5 mánuði á ári eða lengur, fái persónufrádrátt frá tekjum sínum við álagningu skatta og útsvars 2000 krónur á mánuði fyrir þann tíma, sem þeir stunda sjó. 3. Að koma fram lagasetningu um lífeyrissjóð togarasjómanna, sem í aðalatriðum verði byggð á lagafrumvarpi því, sem flutt var á síðasta Alþingi um þetta efni. 4. Að ötullega verði að því unnið, að samræma hlutakjör sjó- manna, og að því stefnt að nema burt úr öllum sjómannasamning- um þátttöku þeirra í útgerðarkostnaði bátanna. 5. Að lögum og reglugerð um hlutatryggingasjóð verði breytt þannig, að úr honum verði greitt í lok hverrar vertíðar það, sem á vantar að aflahlutur hrökkvi fyrir kauptryggingu sjómanna, og verði sjóðnum séð fyrir nægilegum tekjum til þess. 6. Að slysabætur sjómanna verði hækkaðar svo í það minnsta, að hver einstaklingur, sem fyrir slysum verður, fái greitt kaup, sem svarar átta stunda vinnu, í þrjá mánuði. Til að auka og bæta fiskframleiðsluna telur þingið að eftirtaldar ráðstafanir séu nú mjög aðkallandi: 1. Að landhelgin verði hið bráðasta, og eigi síðar en á yfirstandandi vetri, færð út, svo að öll helztu fiskimið, sem bátar veiða á, verði innan fiskveiðilandhelginnar. Verði að því unnið, sem lokatakmarki, að allt landgrunnið verði friðað fyrir veiðum annarra þjóða skipa. Landhelgisgæzlan verði aukin og bætt frá því sem nú er. 2. Að togaraflotinn verði aukinn um 15 ný, fullkomin skip, eins og fyrirhugað er með lagafrumvarpi ríkisstjómarinnar um togara- kaup, sem fyrir Alþingi liggur, og að keypt verði ekki færri en 10 ný fiskiskip af stærðinni 150 til 250 rúmlesta. Haldið verði áfram að endurnýja bátaflotann með ekki færri en 20—30 nýjum fiskibátum á ári hverju, og þeir smíðaðir sem flestir innanlands. 3. Að stóraukin verði fjárframlög, og lán veitt til langs tíma til að fullgera margar hafnir, m. a. með það fyrir augum að togarar geti lagt upp afla á fleiri stöðum en nú er, og til að skapa meira öryggi fyrir báta og skip, sem ætti að koma í veg fyrir hin miklu og stöð- uðu tjón af völdum ókyrrðar í höfnunum, og lækka viðhaldskostnað skipa og einnig vátryggingargjöld, sem næmi milljónum kr. árlega. 4. Að komið verði upp nýjum dráttarbrautum fyrir togara í ein- um eða tveimur stöðum utan Reykjavíkur, til að losa um þá einok- un, sem verið hefur um slipptöku og meiriháttar viðgerðir á tog- urum til þessa. Einnig verði að því unnið, að byggðir verði bátaslippar fyrir hina algengu fiskibáta, sem víðast þar, sem allmargir bátar eru gerðir út, svo að viðgerð og hreinsun bátanna geti orðið framkvæmd heima fyrir og kostnaður við viðhald báta geti lækkað frá því sem nú er. Jafnframt verði stuðlað að því, að fleiri dráttarbrautir séu byggð- ar í Reykjavík og athugaðir verði sem fyrst möguleikar á byggingu þurrkvíar, er geti tekið hin stærri skip upp. 5. Til að lækka verulega olíukostnað við útgerðina, annist ríkið innflutning á allri olíu til útgerðarinnar, og flutninga á henni til landsins og hafi olfustöðvar a. m .k. á tveim stöðum í landinu, t. d. í Reykjavík og Siglufirði, og selji samlögum útgerðarinnar olíuna í heildsölu á kostnaðarverði. 6. Að veitt verði lán til að byggja nýjar, fullkomnar verbúðir og stækkun og endurbætur fiskv innslustöðva, þar sem þess er þörf. Ennfremur verði veitt lán til að byggja upp nýjar og hentugar síldarverkunarstöðvar með húsum til að vinna í við verkun síldar- innar og geymslu framleiðslunnar. 7. Að fengið verði nýtt, hentugt skip til að leita nýrra fiskimiða og til að gera tilraunir með nýjar gerðir veiðarfæra. Fiski- og haf- rannsóknum verði haldið áfram og þær auknar. 8. Að unnið verði að hagkvæmari rekstri útgerðarinnar með sam- komulagi félaga útgerðarmanna og sj'ómanna, m. a. með samningum um hámark beitueyðslu í hvern róðui', hámark línulengdar, hámark fjölda neta í einu í sjó, hámarks vélastærð. Verðlaun fyrir góða um- gengni um báta og veiðarfæri, verðlaun fyrir góða meðferð á afla og fleira. 9. Að unnið verði að aukinni fjölbreytni í meðferð og verkun sjávaraflans, með það fyrir augum að auka sem mest verðgildi framleiðslunnar tiil útflutnings, og sjávarafurðir verði í sem minnsta mæli fluttar út óunnar. 10. Að stjórnarvöldin setji skorður við því, að beituverð hækki frá því sem gilti á sl. vertíð, taki það til verðlags á síld, krabba og loðnu.“ Landhelgismál „Tuttugasta og fimmta þing Alþýðusambands íslands skorar á Alþingi og ríkisstjórn að miða stefnu sína og framkvæmdir í af- urðasölumálunum við það megin sjónarmið að fiskafhnn verði sem allra mest unninn hér innanlands, þar eð slikar ráðstafanir eru grundvöllurinn undir atvinnuöryggi og góðri afkomu verkalýðsins, en munu jafnframt bæta hag og rekstur sjávarútvegs og fiskvinnslu- stöðva og tryggja þjóðinni vaxandi gjaldeyristekjur. í samræmi við þetta leggur þingið áherzlu á að dregið verði sem mest úr útflutn- ingi á óunnum fiski á erlendan markað, ekki sízt þar sem fisk- vinnslustöðvar víðs vegar um land skortir tilfinnanlega hráefni og á þeim stöðum ríkir þess vegna atvinnuleysi. Þingið telur ekki koma til mála að kaupa ótrygga markaði fyrir óunninn fisk við því verði að slakað sé á fyllstu kröfum í landhelgis- og friðunarmálum ís- lendinga. Sambandsþingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að standa fast á sögulegum rétti íslands í landhelgismálinu og telur yfirlýsingar þær, sem gefnar voru í París í þessum mánuði, varðandi fiskveiði- takmörkin við íslandsstrendur og athafnir erlendra fiskiskipa í landhelgi vera mjög varhugaverðar, þar eð reglur um friðun veiði- svæða innan endimarka landgrunnsins og athafnir skipa í landhelgi eru lögum samkvæmt algert innanríkismál vort. Þá skorar sambandsþingið á ríkisstjórn og Alþingi að afnema taf- arlaust forréttindi og einokimaraðstöðu einstakra auðhringa til af- urðasölu, en veita leyfi til útflutnings þeim aðilum sem bjóða hag- kvæmasta sölusamninga. Sambandsþingið felur miðstjórn ASÍ að fylgja þessum málum fast eftir við Alþingi og ríkisstjórn.“ Ákveðinn frídagur fyrir alla „Þar sem það er nú almennt viðurkennt og bundið í flestum samningum, að allt vinnandi fólk eigi rétt til eins frídags í viku, en að ennþá eru þó til starfsstéttir, sem ekki hafa öðlast þessi sjálf- sögðu mannréttindi, þá samþykkir 25. þing ASÍ, að fela væntanlegri miðstjórn sambandsins að gera allt sem unnt er til þess að stéttar- félög þau, sem hér eiga hlut að máli, geti náð samningum um viku- legan frídag.“ Öryggi trúnaðarmanna „25. þing ASÍ felur væntanlegri sambandsstjóm ASÍ, að beita sér fyrir því að verkalýðsfélögin taki upp í samninga sína við atvinnu- rekendur ákvæði er tryggi, frekar en nú er, atvinnulegt öryggi þeirra manna, er verkalýðsfélögin velja sem trúnaðarmenn sína á vinnustöðum." HOOVER HOOVER-heimilistækin létta störf húsmæðr- anna. Nú sem stendur eru allar tegundir til hjá okkur af Hoover-heimilistækjum. — 5 gerðir þvottavélar, 5 gerðir ryksugur, bónvélar og gufustraujárn. — Takmarkaðar birgðir! Mjög hentugt til jólagjafa. Verzlunin LONDON Sími 1359. Auglýsið í Verkamanninum Emil Jónsson formaður Alþýðuflokksins Á nýloknu þingi Alþýðuflokks- ins var Emil Jónsson kjörinn for- maður flokksins í stað Haraldar Guðmundssonar, sem innan skamms mun taka við starfi sem ambassador íslendinga í Noregi. Guðm. f. Guðmimdsson var endurkjörinn varaformaður Al- þýðuflokksins og Gylfi Þ. Gísla- son ritari. Verður byggt tunnu- skýli? Nýverið var lagt fram á Al- þingi frumvarp til nýrra laga um Tunnuverksmiðjur ríkisins. Eru flutningsmenn þeir Friðjón Skarphéðinsson, Björn Jónsson og Bernharð Stefánsson. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir, að stefnt verði að því að allar síldartunnur verði smíðaðar inn- anlands, í tunnuverksmiðjunum hér á Akureyri og á Siglufirði. Þá er gert ráð fyrir, að byggt verði hér tunnugeymsluskýli, er rúmi allt að 50.000 tunnum, en slíkt skýli er þegar fyrir hendi á Siglufirði. Er það hin mesta nauð syn, að timnuskýli verði einnig reist hér, svo að ekki þurfi að stafla öllum þeim tunnum, sem framleiddar eru, undir berum himni, þar sem þær liggja stöðugt undir skemmdum. Er því von- andi, að frumvarp þetta nái fram að ganga og ríkisstjómin láti byggja tunnugeymslusskýli hér hið fyrsta. Vinna er fyrir nokkru hafin hér í Tunnuverksmiðjunni, og er gert ráð fyrir að smíðað verði nokkru meira af tunnum í vetur en verið hefur. Félagsvist og dans verður í Landsbanka salffum föstudags- kvöld (7. des. kl. 8.30 e. h. Fyrir félaga eldri en 16 ára. Lítil saga frá dönskum kosn- ingafundi: Johan Ström, ráðherra úr flokki Sósíaldmókrata, talaði eitt sinn sem oftar á kosningafundi á tímum Staunings, en kona ein greip hvað eftir annað fram í fyrir honum með orðunum: „Það er Stauning að kenna.“ Að lokum sneri Ström sér að konunni og spurði: — Hvað sagði jómfrúin? — Eg er ekki jómfrú. — Er það líka ;Stauning að kenna? Eftir þetta gat Ström haldið áfram máh sínu ótruflaður. Skemmtiklúbburinn „ALLIR EITT“ heldur DANSLEIK í Alþýðu- húsinu, laugardaginn 8. þ. m. kl. 9 eftir hádegi. STJÓRNIN. V

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.