Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.01.1958, Síða 1

Verkamaðurinn - 10.01.1958, Síða 1
VERKHlflÐURinn KOSNIN G ASK RIFSTO FA ALÞÝÐUBANDALAGSINS er í Ásgarði, Hafnarsræti 88. - Sími 2497. XLI. árg. Akureyri, föstudaginn 10. janúar 1958 1. tbl. Opin kl. 2-7 og 8.30-10. - Togararnir landa hér og vinna helst í fryslihúsinu fyrir atbeina og tillögur Tryggva Helgasonar og vinsamlega fyrirgreiðslu Lúðvíks Jósefssonar, sjávarutvegsmálaráðherra Síðustu vikur og mánuði hafa togarar Utgerðarfélags Ak- ureyringa h.f. siglt með afla sinn til sölu óverkaðan á erlend- um markaði og öll vinna hjá félaginu hér á Akureyri legið niðri, frystihúsið nýja staðið ónotað og verkafólkið atvinnu- laust. — Nú ertt horfur á, að breyting verði á þessu fyrir at- beina fulltrúa sósíalista í stjóm Utgerðarfélagsins og vinsam- lega aðstoð sjávarútvegsmálaráðherra. FRYSTIHÚSIÐ. Það þarf ekki að rekja það fyrir Akureyringum, hverjar von ir voru bundnar við hraðfrysti- húsið um vaxandi atvinnu í bænum og þar með betri afkomu almennings og um leið útgerðar- innar og bæjarfélagsins. En þrátt fyrir allar þær björtu vonir bar fljótt skugga á snemma á þessum vetri, þegar Útgerðar- félagið ákvað að láta togarana hefja siglingar og flutti þannig atvinnima burtu úr bænum. Það var skiljanlegt, að hver togari væri látinn sigla eina ferð til að afla nauðsynlegra varahluta og veiðarfæra á hagstæðara verði en hér heima, en flestum mun hafa verið með öllu óskiljanlegt, að ástæða væri til að láta þá sigla meira eða hagstætt fyrir rekstur- inn. Hefur það áður verið rakið hér í blaðinu, en á það má benda, að stjórn Útgerðarfélagsins mun sjálf hafa reiknað það út, að reikna megi með hagnaði af rekstri frystihússins, allt að 3% millj. kr. á ári, ef þar sé unninn mestur hluti af afla togaranna árið um kring. Hins vegar kostar það félagið a. m. k. 4000.00 á dag að láta frystihúsið standa ónotað, eða 120 þús. á mánuði. Hvert tap það er bæjarfélaginu í heild og þeim einstaklingum, sem hjá félaginu vinna, að at- vinnan sé lögð niður eða flutt til annarra landa, getur hver og einn reynt að reikna út sjálfur, en það eru stórar upphæðir. Rannsóknarnefndin lýkur störfum Nefnd sú, sem skipuð var á sl. hausti til að rannsaka rekstur Útgerðarfélagsins, er nú að ljúka störfum. Tryggvi Helgason, sem er einn nefndarmanna tjáði blað- inu í gærkvöldi, að allar líkur væru til að hún myndi skila áliti sínu í dag til stjórnar Útgerðar- félagsinns. Mun margan fýsa að kynnast því, hvað sú skýrsla hef- ur að flytja, en nefndarmenn hafa til þessa ekki viljað láta hafa neitt eftir sér. Fullvíst mun þó, að þar muni ýmislegt ein- kennilegt koma í ljós, sem al- menningur hefur ekki áðúr vitað eða ekki viljað trúa. SIGLINGUNUM HÆTT. Á fundi í stjóm Útgerðarfé- lagsins í þessarri viku bar Tryggvi Helgason frain þá til- lögu, að leitað yrði aðstoðar ríkisvaldsins til að gera það fært, að skipin legðu upp hér heima og aflinn yrði unninn í frystihúsinu. Jafnframt lagði hann til, að leitað yrði eftir því við bæjarfélagið, að lánaði eða ábyrgðist lán annars staðar frá til Útgerðaríélagsins, sem svar aði þeim hluta aflaverðmætis úr hverri veiðiferð, sem bank- arnir ekki lána út á, en þeir lána sem næst út á 2/3 af afla- verðmæti hverrar veiðiferðar. Bærinn skyldi að sjálfsögðu hafa veð í aflanum fyrir láni sínu eða ábyrgð. Tryggvi tók að sér að ræða þetta mál við sjávarútvegsmála- ráðherra og veitti hann félaginu þegar verulega fyrirgreiðslu, eða svo að nægja mun til að unnt verði að halda skipunum gang- andi eitthvað fyrst um sinn, a. m. k. ef bærinn hleypur undir bagga eins og gert var ráð fyrir í til- lögu Tryggva og ætla má að sam- þykkt verði, þar sem það á að vera með öllu áhættulaust fyrir bæinn. Þeim peningum er ekki kastað beint og tryggingalaust til félagsins, eins og verið hefur um framlög bæjarins að undanförnu, sem látin hafa verið trygginga- laust með öllu. LANDANIR HEFJAST. Landanir hér heima eru nú þegar hafnar og tryggt á framan- greindan hátt, að skipin komist aftur á veiðar. Svalbakur kom í gær og hófst þá vinna í frysti- húsinu. Kaldbakur og Sléttbakur eru á veiðum og munu báðir landa hér. FRAMTÍÐIN. Þetta er þó engin lausn á vanda Útgerðarfélagsins, heldur aðeins bráðabirgðaráðstöfun til að halda skipunum gangandi og atvinn- unni í bænum. En þann tíma, sem gefst á meðan þetta gengur, verður að nota til þess að taka ákvarðanir um rekstrarafkomu togaraútgerðarinnar hér í bæ í framtíðinni og gera upp skulda- súpuna og óreiðusukkið hjá Út- gerðarfélaginu. Um rekstrarafkomu útgerð- arinnar ber að vona, að sam- komulag náist milli vinstri flokkanna, sem nú eiga í samn- ingum sín í milli um stjóm bæjarfélagsins næsta kjörtíma- bil. Það er skoðun Alþýðu- bandalagsins, að bæjarútgerð eigi að koma hér. Segja beri upp flestum þeim, sem nú stjóma rekstri Útgerðarfélags- ins, gera upp skuldasúpuna og fá þar hreint borð, síðan yfir- taki bærinn allar eignir félags- ins og fari í því þá leið, sem Það mun hafa verið Sósíalista- flokkurinn, sem fyrst hreyfði því í bæjarmálastefnuskrá sinni, að nauðsynlegt væri, bæði vegna togaraútgerðaiúnnar og atvinnu- lífsins í bænum, að byggð yrði hér dráttarbraut sem tekið gæti upp togara og önnur skip af líkri stærð. Þessi hugmynd hlaut fljótt góðen byr meðal bæjarbúa og munu nú allir flokkar telja sig málinu fylgjandi, a. m. k. í orði kveðnu, meira að segja er helzt að skilja af skrifum íslendings nú í vetur, að engir séu eða hafi- verið duglegri baráttumenn í þessu máíi heldur en Sjálfstæðis- flokkurinn og fyrrverandi þing- maður hans. Staðreyndir málsins eru þó þær, að ekkert jákvætt var að- hafst í dráttarbrautarmálinu fyrr en snemma á sl. ári, er bæjarstjóm ákvað, að frum- kvæði Bjöms Jónssonar, að áætla % millj. kr. framlag til brautarinnar úr Fram- kvæmdasjóði. Næst gerðist svo það, að Bjöm Jónsson og Frið- jón Skarphéðinsson fluttu við afgreiðslu fjárlaga tillögu um ríkisframlag og var samþykkt dómbærir menn telja léttasta fjárhagslega fyrir bæjarfélagið og skattþegnana. Ráðnir verði tveir vel færir framkvæmda- stjórar til að veita bæjarútgerð inni forstöðu og þeir ráði síðan annað starfsfólk fyrirtækisins. Sérstakt útgerðarráð verði sett, sem verði í öllu ábyrgt gagn- vart bæjarstjóm og geri henni fært að fylgjast vel með rekstr inum. Núverandi rekstrarform hefur reynzt óheppilegt og þess vegna verður að breyta um og reyna aðrar leiðir. Því, sem illa hefur reynzt, ber að fleygja fyrir borð og reyna annað nýtt. við 3. umræðu f járlaga að veita 200 þús. til brautarinnar. Með þessarri fjárveitingu var hálfur sigur unninn, er Alþingi hafði viðurkennt þessa fyrirhug- uðu framkvæmd, enda fékkst og um sama leyti viðurkenning vita málaskrifstofunnar fyrir því að dráttarbrautin hér væri meðal þeirra verkefna, sem framkvæma þyrfti á næstu 1—3 árum. Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár fékkst enn jafn mikið framlag ákveðið og sl. ár, að sjálfsögðu á þeim grundvelli, að Akureyrar- bær legði líka eitthvað til fram- gangs málinu. Kemur það því nokkuð á óvænt, að við fyrstu gerð fjárhagsáætlunar þessa árs, er ekkert framlag ráðgert til dráttarbrautarinnar, en því verð ur þó naumast trúað, að ekki reynist meirihluti fyrir því í bæj- arstjórn, við lokaafgreiðslu áætlunarinnar, að Framkvæmda- sjóður ætli henni nokkurn stuðn- ing. A þessu ári ætti handbært fé til þessarrar nauðsynlegu fram kvæmdar, að upphæð ca. lVz milljón, að vera fyrir hendi. — -Framhald á 6. síðu.) FRAMBOÐSLISTI Alþýðubandalagsins á Akureyri við bæjarstj ómarkosningarn- ar 26. janúar 1958 Bjöm Jónsson, alþingismaður, . form. Verkamfél. Ak.kaupst. Jón B. Rögnvaldsson, bílstjóri, form. Fulltrúar. verkalýðsfél. Jón Ingimarsson, starfsm. verka- lýðsfél., form. Iðju, fél. verk- smiðjufólks. Þorstehm Jónatansson, ritstjóri, varaform. Verkamannafél. Ak. Tryggvi Helgason, form. Sjó- mannafél. Akureyrar. Guðrún Guðvarðardóttir, frú, ritari Einingar. Baldur Svanlaugsson, bifreiða- smiður. Gunnar Óskarsson, byggingam. Jóhann Indriðason, jámsmiður, form. Sveinafél. járniðnaðarm. Hjörleifur Hafliðason, iðnverkam gjaldk. Iðju fél. verksmiólks. Ólafiur Daníelsson, sjómaður, rit- ari Sjómannafélags Akureyrar. Hannes Jóhannsson, verkamaður. Sverrir Georgsson, verkamaður. Haraldur Bogason, bílstj., ritari vörubílstjórafél. Vals. Jón Hafsteinn Jónsson, meimta- skólakennari. Svanlaugur Ólafsson, bifvélavirki Ingólfur Ámason, rafveitustjóri. Jóhannes Hermundarson, trésm., form. Trésmiðafél. Akureyrar. Margrét Magnúsdóttir, frú, vara- form. Einingar. Rósberg G. Snædal, rithöfundur, ritari Verkamf. Ak.kaupstaðar. Stefán Bjarman, framkvæmdastj. Elísabet Eiríksdóttir, kennari, form. Einingar. Aðalfundur Æ.F.A. Aðalfimdur Æskulýðsfylking- arinnar á Akureyri verður haldinn næstkomandi sunnu- dag, 12. janúar, kL 2 e. h. í Verkalýðshúsinu. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Þór- ir Daníelsson talar um stjóra- málaviðhorfið. Erindreki frá Æ. F. mætir á fundinum. Allir félagar fylkingarinnar eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja meðlimi. Kvenfél. Hlíf heldur fund mánud. 13. jan. n.k. kl. 9 e. h. í Varðborg. — Dagskrá: Kösning nefnda. Onnur máL Skemmti- atriði. Konur taki með sér kaffi. Stjómin. .. LANDSBUKASAFN 221743 ÍSLANDS ALLIR ÞEIR, sem vinna vilja að kosningaundirbúningnum fyrir Alþýðubandalagið eru beðnir að mæta í Ásgarði, Hafnarstræti 88, í kvöld kl. 8.30. ALÞÝÐUBANDALÁGIÐ. Bygging dráftarbrautar fyrir tog- ara þarf að hefjast á þessu ári

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.