Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.10.1958, Page 1

Verkamaðurinn - 03.10.1958, Page 1
VERKflmflÐURinn KAUPIB ÞJÓÐVILJANN. Áskriftarsími á Akur- eyri 1516. XLI. árg. Akureyri, föstudaginn 3. október 1958 33. tbl. Burt með her erlendra þjóða af íslandsmiðum og íslandi sjálfu „Fundur í Verkamaxmafélagi Akureyrarkaupstaðar, hald- inn miðvikudaginn 1. okt. 1958, lýsir ánægju sinni yfir út- færslu fiskveiðilandhelginnar í 12 sjómílur. Fundurinn þakk- ar ríkisstjórn Islands og öðrum þeim, sem frumkvæði áttu í því máli og heitir á alla landsmenn að standa órjúfandi vörð uin þetta hfsnauðsynjamál í nútíð og framtíð. Jafnframt þakkar fundurinn starfsliði landhelgisgæzlunnar fyrir drengi- lega og ódeiga framgöngu móti hinum brezka herskipa- og fiskveiðiflota, sem haga sér eins og óvaldir sjóræningjar á Is- landsmiðum. Þá ályktar fundurinn ennfremur, að skora á ríkisstjórn og Alþingi, að efna nú í haust heit sitt um uppsögn herverndar- samningsins og losa landið undan hersetu Bandaríkjanna, og lýsa yfir á ný hlutleysi íslands.“ — Einróma samþykkt. Ekki er það gott hjá Enskum Áhafnir ensku togaranna, sem ari væri með bilaða vél og hefði stunda hér ránveiðar í skjóh vopnavalds, munu farnar að finna verulega til þess, að illt er geta ekki leitað hér hafnar, og herskipafylgdin ekki til ánægju einnar. Á mánudagsmorguninn sigldi eitt brezku herskipanna á togar- ann Northern Foam og iaskaði hann svo, að hann varð að hætta veiðum og halda heim til við- gerðar. Herskipið var á leið til að varna því, að eitt varðskip- anna setti menn um borð í togar- ann, en flýtti sér svo mjög, að ekki varð skipið stöðvað fyrr en það hafði siglt á togarann. Hér í landi munu fáir hafa grátið það, þó að þessi togari yrði fyrir óhappi, og raunar kannski ekki hver sem var, en sérstak- lega þykir þó hér hafa komið vel á vondan, því að þetta er sami togarinn og mennimir voru settir um borð í 2. sept., þegar Easte- bourne kom til skjalanna og tók varðskipsmennina með valdi úr togaranum. í útvarpsfr. í gærkvöldi var frá því sagt, að um borð í einum ensku togaranna væri nú stór- slasaður maður, og að annar tog- Kína enn utangarðs Ailsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er fyrir nokkru setzt á rökstóla. Á fyrstu dögum þings- ins kom til atkvæða, hvort ræða skyldi aðild Kína að samtökun- um og var það fellt með 40 atkv. gegn 29, en 12 sátu hjá. Fjöl- mennustu þjóð jarðarinnar er því enn haldið utan Sameinuðu þjóð anna með bolabrögðum. Fulltrúi íslands var einn þeirra tólf, sem sátu hjá við þessa atkvæðagreiðslu ,en full- trúar allra hinna Norðurland- anna studdu tillöguna um um- ræður inn aðild Kína. Tillagan var flutt af sjö Asíu- og Afríku- rikjum. óskað eftir að vera dreginn til hafnar, en ekkert svar fengið frá herskipi því, sem átti að vera honum til verndar. En sú spurn- ing vaknar, hvað gert verði við togarann. Það er dýrt og tekur langan tíma að draga biluð skip héðan til Bretlands. (Kannski hann verði bara látinn reka á land.) Og það eiga margir enskir togarar eftir að bila hér á miðun- (Framhald á 4. siðu.) Verkamenn á Akureyri hafa fengið sömu kauphækkun og Dagsbrún _____________/a Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar samdi fyrst félaga á grundvelli Dagsbrúnarsamning- anna - Nýir samningar voru undirritaðir 1. þ. m. og einróma samþykktir á fundi Verka- mannafélagsins þá um kvöldið Hermann tekur sig á Samkvæmt útvarpsfréttum í gærkvöldi hefur forsætisráð- herra tilkynnt ambassador Breta hér á landi, að ekki verði framar ieyft, að herskip Breta hér við land fái að flytja sjúka eða slas* aða togaramenn til lands, heldur verði togararnir sjálfir að gera það. Ennfremur, að ef óskað verði eftir að fá að setja sjúka menn af herskipunum í land hér, verði að færa sönnur á, að þeir séu raunverulega af herskipun- um, en ekki af togurunum, og verði þá ákveðið í hverju ein- stöku tilfelli, hvort herskipin fái leyfi til að koma til hafnar hér eða ekki. Eftir þessu að dæma ætlar Hermann ekki að láta það koma fyrir oftar, að herskipimum verði leyft að flytja togaramenn til lands og togararnir verði látnir frjálsir ferða sinna á meðan. Ber að vona, að hann banni ekki heldur töku togaranna, þó að þeir verði eftirlitslausir um tíma, vegna fjarveru herskipa. „Getur „skinnbuxnasími" komið í stað opinberrar rannsóknar? 1200 smálestir af saltfiski - 300 smálestir af skreið Strax eftir að Verkamannafélagið Dagsbrún náði nýjum samningum við atvinnurekendur í fyrri viku og fékk grunn- kaup félagsmanna sinna hækkað um 9,5%, skrifaði stjóm Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar atvinnurekendum hér bréf og óskaði eftir, að samningar félagsins yrðu þegar teknir til endurskoðunar með það fyrir augum, að kaupgjald breyttist til samræmis við hina nýju samninga Dagsbrúnar. Þessarri málaleitan var mætt af skilningi hjá atvinnurekend- um og eftir nokkrar viðræður vom nýir samningar undirrit- aðir á miðvikudaginn. Samkvæmt þeim verður kaup í al- mennri verkamannavinnu hér það sama og á félagssvæði Dagsbrúnar og tilsvarandi hækkanir á sértöxtum. Alla stórfurðar á því, að ekki skuli hafa verið fyrirskipuð op- inber rannsókn á rekstri Útgerð- arfélags Akureyringa, og nú virð ist helzt útséð um, að fyrir því eigi að hafa, svo langt sem um- liðið er, síðan upp komst, hvem- ig var ástatt fjárhagslega. I Grænlandi er til fyrirbæri, sem kallað er „skinnbuxnasími“ — það er hið þráðlausa frétta- samband fólksins — röddin, sem segir þau tíðindi, sem ekki eiga að vera hljóðbær. íslenzk hlið- stæða „skinnbuxnasímans“ græn lenzka segir ljótar sögur um Út- gerðarfélag Akureyrhiga. Hermt ', að tólf hundruð smálestir af saltfiski og 300 smálestir af skreið hafi ekki komið í leitimar, og sagt er, að hluti af togara- farmi, sem seldur var í gúanó, hafi verið seldur fyrir lítið verð og verkaður. Matarkostnaður við Akureyrartogarana var talinn meiri en til dæmis við Siglu- fjarðartogarana, svo að miklum fjárhæðum nam. Þegar slíkar sögur eru á kreiki, virðist ekki aðeins full ástæða, heldur bein skylda, að opinber rannsókn fari fram, svo að slíkt verði annað tveggja sannað eða afsannað. Yfirgengilegt tap á út- gerðinni, milljónatugir, hefði raunar eitt átt að nægja til þess, að rækilegt uppgjör færi fram, framkvæmt af opmberu frum- kvæði.“ Framanrituð grein er tekin orðrétt upp úr blaðinu Frjáls þjóð, sem út kom hinn 27. f. m. Það mun vera æði víða, sem Ak- ureyringar þykja skrítið fólk fyrir að láta ekki fara fram rannsókn á hinum dularfullu málum Útgerðarfélagsins, og það er dálítið undarlegt líka, að þess skuli ekki hafa verið krafizt af opinberri hálfu. Hver er ástæðan? Það skyldi þó ekki vera, að einhver dular- full öfl, en voldug og áhrifamikil í þessum bæ, standi að baki at- hafnaleysisins? Ef allt hefur ver- ið með felldu og í stakasta lagi, ætti opinber rannsókn ekki að skaða neinn. Hvað er það, sem þarf að fela? Hvers vegna líður mánuður eftir mánuð án þess að rannsókn hefjist? Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar sagði upp samningum sínum á síðastliðnu vori, eða 1. júní eins og önnur verkalýðsfé- lög, og voru nýir samningar und- irritaðir í byrjun júlí. Við þá samningagerð urðu ekki veru- legar breytingar á kaupi, en ýmsar breytingar gerðar til lag- færingar á eldri samningum, nokkrar tilfærslur milli laima- flokka og skorið úr vafaatriðum í samningunum. Voru samning- arnir með þeim breytingum framlengdir til 1. des. næstk. Þegar samningamir þá voru undirritaðir höfðu ekki orðið al- mennar kauphækkanir í landinu, enda þótt mörg félög hefðu sagt upp samningum. Þá var einnig talið, að of skammur tími væri liðinn frá því að efnahagsráð- stafanir á sl. vori voru gerðar til þess að séð yrði hver raunin yrði um framkvæmd þeirra og hversu miklar verðhækkanir myndi af þeim leiða. Var af þeim ástæðum talið óhyggiiegt að semja til langs tíma, jafnvel þó að fengizt hefði einhver smávægileg kaup- hæbkun. Það ráð var því tekið að semja aðeins til 1. des. og án kauphækkunar, enda mikils virði að fá þannig fram þær leið- ! réttingar, sem náðust á samning- unum. Almennar kauphækkanir. Nú er hins vegar séð, að mjög miklar hækkanir verða á svo til öllum vörum, sem fólk þarf að kaupa. Þessar hækkanir eru ým- ist þegar komnar fram eða koma á næstunni. Mörg verkalýðsfélög hafa einnig fengið hækkað kaup félagsmanna sinna, og það þann- ig verið almennt viðurkennt, að óhjákvæmilegt sé, vegna hinna miklu verðhækkana, að kaup hækki einnig almennt. Með sigri Dagsbrúnar í kaupgjaldsbarátt- unni var að fullu brotinn vam- arveggur atvinnurekenda gegn kauphækkunum, og munu flest verkalýðsfélög krefjast samsvar- andi hækkana nú þegar eða jafnótt og samningar þeirra losna. Samningar Verkamannafélagsins. Eins og að framan segir voru samningar félagsins í sumar gerð ir til 1. des. n.k., en eftir samn- inga Dagsbrúnar var þess farið á leit við atvinnurekendur, að þeir yrðu nú þegar teknir til endur- skoðunar, og féllust atvinnurek- endur á það sjónarmið stjómar Verkamannafélagsins, að brott væru fallnar alla rforsendur fyr- ir því að standa gegn hækkun á kaupi verkamamna hér, þegar verkamenn syðra hefðu þegar fengið slíka hækkirn. Var þeim einnig á það bent, að ef ekki fengist nú sama hækkun og hjá Dagsbrún, yrðu verkamenn hér að fara fram á meiri hækkun hinn 1. des., ef þeir hefðu orðið að búa við lægra kaup í tvo mánuði. Breytingar á samningimum nú urðu litlar aðrar en hin beina grunnkaupshækkun. Nokkrar tilíærslur urðu þó milli launa- flokka og í öllum tilfellum til hagsbóta fyrir verkamenn hér. Er þar helzt að geta þess, að vinna í frystiklefum, sem greidd hefur verið með almennu kaupi, verður nú greidd eftir sama taxa og kola- og saltvinna. Gildir það einnig um vinnu í frystilestum skipa. Þetta gildir þó því aðeins, að unnið sé við þessa vinnu í 4 klst. eða meira. Vinna við stjórn þungavinnuvéla verður einnig greidd verulega hærra en verið hefur. Mun hækkun á þeim taxta (Framhald á 4. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.