Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.10.1958, Side 4

Verkamaðurinn - 03.10.1958, Side 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 3. október 1958 Er fímabært að fluorbæta drykkjarvatn Akureyrarbæjar Talið að það geti stórminnkað tannskemmdir Asgeir Valdimarsson, bæjarverkfræðingur hefur fyrir nokkru sent bæjarráði athyglisvert erindi varðandi fluorbæt- ingu drykkjarvatns. Er erindi þetta nú til athugunar hjá heilbrigðisnefnd. Greinargerð sú, sem erindinu fylgdi fer hér á eftir: Erindi þetta er tilkomið vegna gagna þeirra er mér hafa borist í hendur um reynslu Bandaríkja- manna á fluorbættu drykkjar- vatni til varnar tannskemmdum barna og unglinga. Upplýsingar þessar eru í 17 bæklingum á ensku, sem fylgja þessu erindi. Leyfi ég mér að vitna í bæk- linga þessa, en þeir eru flestir gefnir út af heilbrigðisyfirvöld- um Bandaríkjanna eða einstakra ríkja þeirra. í skýrslu um fluorbætingu, sem heilbrigðisyfirvöld New York borgar létu gera og er 50 síður á lengd segir m.a. að tann- skemmdir séu nú algengasti sjúk dómur mannsins, 80% af bömum yfir 6 ára, hafa skemmdar tenn- ur og um 95% af fullorðnu fólki. Fyrstu kynni af áhrifum þeim er fluor í vatni hefir á tannskemd ir voru athuganir vísindamanna á drykkjarvatni á þeim stöðum í Bandaríkjunum er tannskemmd- ir voru langt fyrir neðan meðal- lag. Kom þá í ljós að fluorinni- hald drykkjarvatns þeirra staða var margfallt meira en annars- staðar. Var þá farið að gera rannsókn ir á hópum barna og unglinga með breytilegu magni af fluor í drykkjarvatni og kom í ljós að með því að hafa um 1 mg. af fluor í vatninu minnkuðu tann- skemmdir um 60% frá því sem áður var og hefti einnig tann- skemmdir xmglinga til muna strax og þeir fóru að neyta fluor- bætts vatns. Spurningunni hvort ekki sé hættulegt að bæta fluor í drykkj arvatnið, svara heilbrigðisyfir- völdin algjörlega neitandi og benda á að hið æskilega magn sé einungis 1,0 mg. en víða séu um 5—8 mg. af fluor í drykkjarvatni Bandaríkjamanna, án þess þó að fundist hafi að heilsu manna --------------------------j---- - Hjá Enskum (Framhald af 1. síðu.) um á komandi vetri, og það kannski stundum þegar verst eru veður. Hvað verður gert við þá? Og það eiga líka margir eftir að veikjast og slasast um borð í tog- urunum í vetur. Hvað verður gert við þá? Ætla Bretar að láta þá kveljast og jafnvel farast af illri meðferð, eða kannski þeir sendi spítalaskip á miðin? Þá fer útgerðin að verða dýr. En hvað sem öðru líður, er hætt við að enskir sjómenn verði ekki gráðugir í að ráða sig á skip, sem fiska á íslandsmiðum við þær aðstæður, sem nú eru og framundan eru. Þeir hafa ekki orðið feitir af hlutnum sínum undanfarið og öryggisleysið mun ekki hvetja þá. Útgerðin verður líka dýr fyrir skipafélögin, jafn- vel þó að herskipin komi í veg fyrir að greiða þurfi landhelgis- sektir. Ætli ástandið verði ekki smáskrítið hjá sumum togurun- um, þegar kemur fram á þorr- ann. væri spillt nema síður væri, þar sem rannsókn á dauðsföllum í 32 borgum í 16 ríkjum í Banda- ríkjunum, helmingnum fluor- snauðum, helmingnum fluorauð- ugt, sýndi að dauðsföll urðu færri af hjartasjúkdómum, krabba o. fl. sjúkdómum í þeim borgum, sem höfðu fluorauðugt drykkjarvatn. Rannsóknir sýna einnig að fluorbætt vatn hefir engin skað- leg áhrif á iðnað af neinu tagi. Ástæðan til þess að farið var að bæta fluor í drykkjarvatn var sú að þar fór hvorttveggja saman, ódýrasta aðferðin og trygging fyrir því að lækningin yrði al- menn. Aðrar leiðir, töflur, fluor í vatns- eða mjólkurflöskum hefðu orðið dýrari og notkun ekki eins almenn. í skýrslu frá heilbrigðisstjórn Bandaríkjanna sést að árið 1949 neittu um 2 milljónir manna flu- orbætts vatns en um 33 milljónir árið 1956. í bæklingi eftir F.J. Maier er talað um efni þau sem nota má til fluorbætingar og er þar helst notað sodium silicofluoride, sem er úrgangsefni frá fosfat áburði. Einnig er þar rætt um áhöld þau, sem blanda fluorinu í vatn- ið og talið betra að þynna efnið út í sérstöku keri með vatni áð- ur en það fer inn í vatnskerfi smærri bæja. í bæklingi um tæknilega út- færslu á fluorbætingu vatns eftir F. J. Maier, er þess getið að ódýrast og bezt sé að eiga við óhreinsað vatn (lindarvatn). Þar er áhöldum lýst þannig að telja má víst að uppsetningarkostn- aður sé sáralítill. Rekstrarkostnaður er í flestum bæklingunum talinn vera um 10 cent á íbúa á ári (frá 5—18 cent). Með hliðsjón af þeim stuttu til vitnunum, sem hér að framan greinir og betur má sjá við lestur sjálfra bæklinganna og hina öru útbreiðslu fluorbætts vatns í Bandaríkjunum er augljóst að hér er um mál að ræða, sem miklu varðar allan almenning, mál sem heilbrigðisyfirvöld ættu að láta sig varða eigi síður en al- menna bólusetningu. Fluorinnihald vatns er mjög misjafnt hér á landi. Skv. rann- sóknum Atvinnudeildar Háskól- ans er fluorinnihald drykkjar- vatns Akureyrarbæjar aðeins o,15 mg. eða 0,85 mg. minna en æskilegt væri. Hveravatn mun hafa mun meira fluor en vatn á Vestfjörðum hvað minnst. Óþarfi mun vera að spyrja þeirrar spurningar hvort það borgi sig fyrir bæjarbúa að fluor bæta vatn sitt en þó skal það reynt. Gerum ráð fyrir að helmingur bæjarbúa láti gera við eina tönn á ári, sem mun vera vægt reikn- að og borgi fyrir það 100 kr á tönn, en það verða 4000 x 100 = 400.000 kr. segi og skrifa 400.000. Gerum ráð fyrir að tann- skemmdir minnkuðu um þó ekki væri meira en þriðjung þ.a.s. um ca. 120.000 kr. en fyrir það þyrftu bæjarbúar að borga reksturs- kostnað fluorbætingar, sem upp- gefin er í Bandaríkjunum um 10 cent á íbúa þ.e.a.s. hátt reiknað hér á kr. 3.00 á íbúa þ.e.a.s. 24.000 kr. þá yröi ágóðinn í vasa bæjarbúa um 95.000 kr. á ári. reiknaðir eru síðan sársauki, van líðan og vinnutap. Og hver reikn ar út ágóða af lýsisgjöf og ljós- lækningum barnaskólanna sem eru svo sjálfsögð. Lýk ég svo greinargerð þessari með þeirri von að heilbrigðisyf- irvöld landsins gefi leyfi sitt til að drykkjarvatn bæjarins verði fluorbætt, þar sem ganga má að því vísu að bæjaryfirvöldin sam- þykki fyrir sitt leyti að láta börnum og unglingum í té þessa ódýru og sjálfsögðu lækningu. Meira en 2000 börn og ungmenni í skólum á Akureyri Skólarnir eru nú teknir til starfa og á hverjum degi ganga nú á þriðja þúsund börn og ung- menni með töskur sínar í skólana hér á Akureyri. Svo er talið, að um það bil sjötti hver íslending- ur stundi skólanám á vetrum í hinum ýmsu skólum þjóðarinn- ar. Hér mun hlutfallið tiltölulega KAUPTAXTI Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar frá 1. okt. 1958. Fyrir drengi 14—16 ára. 9.28 17.17 25.75 34.34 Ef drengir vinna kola-, salt eða sementsvinnu eða við af- greiðslu togara, greiðist þeim kaup sem fullorðnum. Almenn vinna 11.81 21.85 32.77 43.70 Fyrir verkamenn í fagvinnu (tré- smíði, bifvélaviðgerðir, blikk- smíði, rafvirkjun, pípulagning- ar og málaravinnu, þar með tahn málun og ryðhreinsun bíla), steypuvinnu við að steypa upp hús og hhðstæð mannvirki, handlöngun hjá múrurum ,hjálparvinna í járn- iðnaði, vélgæzlu á loftpressum, hreinsun benzín- og olíugeyma að innan, ryðhreinsun með handverkfærum, vinna á smur stöðvum og útskipun á ís, vinnu í grjótnámi, holræsa- hreinsun, sorphreinsun, hellu- lagning og kantlagning............ 12.06 22.31 Fyrir stúfun á fylltum tunnum í lest, vinnu við loftþrýstitæki, vélgæzlu á togurum í höfn, stjóm á hvers konar di’áttar- og lyftivögnum, tjöruvinnu, vegþjöppustj., vinnu á steypu- verkstæðum........................ 12.25 Fyrir kolavinnu, aðra en við uppskipun, saltvinnu, shppv. vinnu við að mata grjótmuln- ingarvélar og vinnu í frystikl. 33.47 44.62 22.66 33.99 45.32 12.84 23.75 35.63 47.50 Fyrir dixilmenn, fláningsmenn og rotara og vambatökumenn í sláturhj^sum............. 13.04 Fyrir sementsvinnu (uppskipun og samfehda pakkhúsvinnu og mælingu í hrærivél), uppskip- un á saltfiski, löndirn og ísun síldar í skip, vinnu við kalk og krít, uppskipun á kolum, aUa vinnu við afgreiðslu á togurum og uppskipun á tjöru- og kar- bolinbornum staurum .... 24.12 36.18 48.24 13.99 25.88 38.82 51.76 Fyrir stjóm á ýtum, vélskóflum, vegheflum, vélkrönum og stór- virkum flutningatækjum og gæzlu hrærivéla, ryðhreinsun með rafmagnstækjum, botn- hreinsun skipa innanborðs, hreinsun með vítissóda, vinnu með sandblásturstækjum og málmhúðun, fullgildir neta- menn ........................ 14.54 26.90 40.35 30.77 46.15 53.80 61.54 hærra. Ef miðað er við íbúatölu Akureyrar og tölu skólanemenda í bænum mætti segja, að fjórði hver Akureyringur væri í skóla, en þá gleymist það, að í Mennta- skólanum er margt utanbæjar- nemenda og einnig eitthvað í Gagnfræðaskólanum. En senni- lega er ekki fjarri lagi, að fimmti hver Akureyringur stundi eitt- hvert skólanám í vetur. Skólarnir voru að þessu sinni, sem oftast, settir fyrstu daga þessa mánaðar, og mikil ös hefur síðan verið í bókabúðunum; allir eru að kaupa kennslubækur, rit- föng, töskur o. s. frv. Menntaskólinn var settur 1. þ. m. Þar verða fleiri nemendur en nokkru sinni áður, eða milli 360 og 370. Litlar breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans. Þó kennir Sigurður L. Pálsson ekki í vetur sakir veikinda, en í stað hans hefur verið ráðin að skól- anum Friðrika Gestsdóttir frá Seyðisfirði, og annar nýr kenn- ari er Eyjólfur Kolbeins, sem kennir latínu og dönsku. Gagnfræðaskólinn var einnig settur 1. þ. m. Þar verða nem- endur einnig fleiri en áður, eða um 420 talsins. Nýr fastakennari er Þórður Gunnarsson og stunda kennarar Ingvar Gíslason og Er- lendur Konráðsson. Barnaskólarnir voru settir 1. okt. Nemendur í þeim verða samtals um 1160. Ca. 800 í gamla skólanum, 260 í Oddeyrarskól- anum og 100 í Glerárhverfisskól- anum. Hjörtur L. Jónsson skóla- stjóri Glerárhverfisskólans hefur leyfi frá störfum í vetur, en skóla stjóri í hans stað verður Árni M. Rögnvaldsson, sem áður var skólastjóri á Árskógsströnd. — Nokkrir nýir kennarar hafa komið að barnaskólunum. Iðnskólinn var settur 2. okt. — Hann verður í vetur til húsa í Húsmæðraskólanum. Tónlistarskólinn var einnig settur 2. okt. Hann verður nú til húsa í Samkomuhúsi bæjarins, a. m. k. fyrst um sinn. Boxa- og katlavinna........... 16.63 Næturvarðm. á skipum skulu hafa kr. 284.90 fyrir 12 st. vöku. — í kaupinu er innifalin sú upphæð, 1%, sem tímakaupsmönnum ber til að standa straum af veikindakostnaði. — Kaupgreiðsluvísitalan er 185 stig. — Orlofsfé skal vera 6% af kaupi. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. - Nýir samningar Verkamannafél. (Framhald af 1. síðu.) nærri 20%. Ennfremur er hækk- un á kaupi mánaðarkaupsmanna, en að vísu eru það aðeins örfáir menn hér, sem vinna eftir þeim taxta. Heita má að öll vinna hér sé greidd með tímakaupi. Einróma samþykkt. Á fundi Verkamannafélagsins á miðvikudagskvöldið, þegar hinir nýju samningar voru lagð- ir fram, voru þeir einróma sam- þykktir og umræðulaust. Virtust félagsmenn ánægðir með þessa samningagerð og var stjórn fé- lagsins þakkað, hversu vel og skynsamlega hún hefði unnið að þessum málum.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.