Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.10.1959, Side 2

Verkamaðurinn - 09.10.1959, Side 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 9. október 1959 ESSO OG BP! „Esso“ og „B P.“ eru merki sem allir þekkja. Það eru tvö gróðafélög, sem vegna heilagr ar köllunar góðra manna, sjá um dreifingu á olíum og benzíni víða um heim, og taka ekkert teljandi fyrir ómakið. Þessi fátæku, en fórnfúsu, heimsfélög hafa líka sina um- boðsmenn hér uppi á íslandi og eftir reglum „helminga- skipta“ hefur kaupmanna- flokkurinn tekið annað þeirra á arma sína, en samvinnu- hreyfingin hitt. Hvorutveggja umboðin ætl- uðu sér auðvitað aldrei að hafa neitt upp úr þessu, en náttúrlega varð ekki komist hjá því að þetta þjónustustarf kostaði eitthvað, þrátt fyrir að báðir aðilar hafi barizt ó- eigingjarni baráttu gegn kaup hækkunum, og má mönnum vera í fersku minni framkoma þeirra í verkföllunum 1955. En allt kemur fyrir ekki. — Þessi píslarvætti þjónslund- arinnar berjast einatt í bökk- um og verða oft nauðug viljug að hafa úti flestar klær, m. a. suður á Keflavíkurvelli, og vita þó allir hvað þeim muni kært, eða hitt þó heldur, að klóra blessaðan kanann. — Það er m. a. sagt að Esso hafi Iagt í fjárfestingu þar, sem sé hæpin lögum samkvæmt. Nú vitum við öll, að samvinnu- hreyfingin og flokkur hennar, Framsóknarflokkurinn, er „eini íhaldsandstæðingurinn“, þá leiðir það af sjálfu sér, að fáist B.P. ekki til að „svindla" þá neyðist Esso til að gera það, bara til að vera „and- stætt“ íhaldinu og kapítalist- unum. Svona getur farið fyrir þeim, sem er trúr hugsjón sinni — þó að það virðist dá- lítið kaldhæðnislegt. Þó að eg viti vel, að það sé ekki gustuk að gera kröfur til þeirra blásnauðu olíufélaga, þá má eg til með að benda þeim á tvennt hér í bæ og ná- grenni, sem betur mætti fara. Það vantar nætursölu á benzíni hér yfir sumarmán- uðina. Hér er mikil bilaum- ferð, að bæ og frá, alla nætur vor og sumar. Mundu olíu- umboðin ekki geta klofið það að hafa liðlétting við af- greiðslu hjá einum tank yfir blánóttina og auglýst það á áberandi stöðum beggja vegna bæjarins. Annað er hitt: Það er ekkert benzín í Bakkaseli og ekki nær Oxna- dalsheiði að norðan en á Engimýri. Vita þessi félög ekki að Davíð hefur sagt: „Það er annað að kveðja í Kotum, en komast í Bakkasel.“? Vita þau ekki, að oft er ill færð á heiðinni, og ferð sem á að taka hálftíma, getur tekið tvo-þrjá tíma? Þegar þannig er háttað vill benzínforðinn ganga til þurrðar. Viti Esso og B. P. ekki hvar Bakkasel er, veit eg um mann sem mundi skjóta umboðsmönnum þeirra upp eftir og sína þeim stað- inn. Það væri sæmra verkefni fyrir Esso og samvinnuhreyf- inguna að koma upp tank í Bakkaseli, heldur en vera að kássast upp á Kanagreyin í Keflavík. — ÞRÁNDUR. SIYÐUR BRAGIIHALDIÐ! Það virðist vera orðinn fastur þáttur hjá Alþýðumanninum, að syni, Bimi Jónssyni og Friðjóni Skarphéðinssyni og lýsa því yfir, að þessir þrír frambjóðendur séu í baráttusætunum hér í kjör- dæminu. Ekki skýrir Bragi það nánar, hvers vegna hann telji þessa þrjá menn vera í baráttu- sætum, en leggur aðaláherzluna á það, að háttvirtir kjósendur geri þa ðupp við sig, hver þess- arra þriggja myndi vera virðu- legastur fulltrúi kjördæmisins á opinberum vettvangi. Á hitt minnist Bragi ekki, hver þess- arra þriggja myndi líklegastur til að vinna öðrum betur að hags- muna- og framfaramálum kjör- dæmisins. En látum virðuleika og dugnað liggja milli hluta að sinni, og lít- um á það, hverjar líkur eru til þess með hvern og einn þessarra frambjóðenda að þeir hljóti þingsæti, án þess að sérstaklega séu metnir hæfileikar þeirra. Það á að kjósa hér sex þing- menn og samkvæmt úrslitum kosninganna í vor hefði Fram- sóknarflokkurinn átt að fá þrjá, Sjálfstæðisflokkurinn tvo og Al- þýðubandalagið einn. Til þess að útkoman yrði önnur nú, þarf verulegar breytingar á atkvæðaf magni flokkanna og meiri breyt- ingar heldur en nokkrar líkur eru til að verði í þessum kosn- ingum. Það má því segja, að 99% líkur séu til, að kjörnir þing- menn í Norðurlandskjördæmi eystra verði þessir: Gísli Guð- mundsson, Karl Kristjánsson, Garðar Halldórsson, Björn Jóns- son, Jónas G. Rafnar og Magnús Jónsson. Það er því hrein vit- leysa, að Garðar Halldórsson eða Björn Jónsson séu í baráttusæt- um á, þeim listum, sem þeir skipa. Þeir eru báðir í nokkum veginn öruggum sætum. Um Friðjón Skarphéðinsson er það aftur á móti rétt, að hann er í baráttusæti hjá Alþýðuflokkn- um. El^ki þannig, að líkur séu til að hann verði kjördæmakjörinn, heldur gæti komið til mála, að hann næði uppbótarsæti. Svip- uðu máli gegnir um Pál Krist- jánsson á lista Alþýðubandalags- ins. Hann er þar í baráttusæti. Þó eru ekki líkur til, að Páll verði kjördæmakjörinn, en mikl- ir möguleikar til að hann geti náð uppbótarsæti. Þeir Páll og Friðjón eru í rauninni einu frambjóðendur hér, sem eru í baráttusætum. Um alla hina gildir ýmist það, að þeir eru vissir með kosningu eða þá að þeir koma ekki til greina. En Bragi virðist reikna þetta dæmi dálítið öðruvísi, fyrst hann telur þá Garðar, Björn og Frið- jón alla í baráttusætum. Hann virðist telja fullvíst, að íhaldið, Sjálstæðisflokkurinn, fái þrjá menn kosna og Framsóknar- flokkurinn aðeins tvo, og síðan sé spurningin um sjötta sætið.En til þess, að íhaldið geti fengið þrjá menn kosna hér, þarf það að vinna á annað þúsund atkvæði frá Framsóknarfl., og mun víst fáum detta í hug í alvöru, að slíkt gerist, en einn þessarra fáu er Bragi Sigurjónsson. Það er stundum sagt, og ekki að ástæðulausu, að stjórnmála- mcnn og blaðamenn séu, í orði a. m. k., jafnan bjartsýnir fyrir sinn flokk og ætli honum stærri hlut, en raunhæft sé. En jafnvel stjórnmálamenn íhaldsins halda því ekki fram, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi möguleika til að fá þrjá menn kjörna hér. Bragi er einn um þessa skoðun. Eftir því að dæma er hann orðinn meiri íhaldsmaður en aðstand- endur fslendings, meiri stuðn- ingsmaður Sjálfstæðisflokksins. Kannski ætlar hann líka að færa íhaldinu öll Alþýðuflokksat- kvæðin á silfurdiski, en þá er líka óþarfi að tala um Friðjón Skarjhéðinsson í baráttusæti. Þá er hann úr sögunni með allan sinn virðuleika. SAMKEPPNI Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs Akureyrar er hér með efnt til samkeppni um gerð bæjarmerkis fyrir Akureyri. Merkið þarf að vera einfalt að gerð og á einhvern hátt •táknrænt fyrir Akureyri. Ein verðlaun, kr. 5000.00, verða veitt fyrir það merki, sem að dómi bæjarráðs mun þykja bezt. Skilafrestur er til 1. desember n. k. Bæjarstjórinn á Akureyri 28. september 1959. MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON. Aðalfundur Kennarafélags Eyjafj Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar var haldinn á Akur- eyri laugardaginn 19. sept. síðast- liðinn. Fundarstjóri var Tryggvi Þorsteinsson, yfirkennari. — Á fundinum flutti Stefán Jónsson, námsstjóri, erindi um skólana og móðurmálið, og urðu miklar um- ræður um það efni. Magnús Magnússon, kennari í Reykja- vík, flutti tvö erindi á fundinum um nám vangefinna barna og var annað þeirra fyrir almenning. Þorsteinn Sigurðsson, kennari í Reykjavík, hafði sýnikennslu í átthagafræði og sýndi notkun á nýju kennslutæki, sem hann hef- ur útbúið og allmargir skólar hafa þegar eignast. — Hjörtur L. Jónsson, skólastjóri, sagði fréttir úr utanför. — Á fundinum mættu um 50 kennarar og gengu 7 kennarar í félagið. Talsvert var rætt um útgáfu byrjendabókar í reikningi, sem félagið hyggst að gefa út. Á fundinum var skýrt frá útgáfu tímaritsins „Heimili og skóli“, sem félagið hefur gefið út í 18 ár. Stjórn félagsins var endurkjörin, en í henni eru: Hannes J. Magnússon, Eiríkur Sigurðsson og Páll Gunnarsson. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundinum: í sambandi við erindi Stefáns Jónssonar, námsstjóra, um skól- ana og móðurmálið, gerir fund- urinn svofellda ályktun: Mörg rök hníga að því, að ís- lenzk tunga eigi nú í vök að verjast, bæði vegna áhrifa frá er- lendu máli, enskunni, og minnk- andi orðaforða barna og stíllaus- ari frásögn. Vill fundurinn beina því til allra kennara, að leggja enn meiri áherzlu á það, en áður hefur verið gert í skólastarfinu, að æfa stíl og framsögn barna í þremur yngstu bekkjum skól- anna og halda því áfram í þrem- ur elztu bekkjunum með aukn- um kröfum vegna aldurs og þroska. Telur fundurinn þar mest um vert að kenna börnunum að gera mun á góðu og laklegu máli og benda þeim á þjóðsögur og ís- lendingasögur sem sterkustu vígi móðurmálsins. TIL ÞEIRRA, SEM INNHEIMTA OPINBER GJÖLD Það virðist fara mjög í vöxt, að innheimta opinberra gjalda fari fram hjá vinnuveitanda, þegar laun verkafólks eru greidd, og er það að vísu samkvæmt lög- um. En innheimtuákvæði lag- anna eru mjög ströng, þar sem er ákveðið, að innheimta megi sam- tímis útsvör og þinggjöld og samanlagt megi það nema 40% af launum kvæntra manna á mánuði og 66% af launum ókvæntra. Þessu til viðbótar er í sumum tilfellum tekið 10% í sparimerkjum og greiðslur til lífeyrissjóða, svo að þannig er hægt að taka 76% af launum, án þess að launþeginn geti nokkuð aðgert. Af 4000 kr. mánaðarkaupi er þannig hægt að taka kr. 3040, en eftir standa kr. 960 til greiðslu fæðist, húsnæðis o. s. frv. Eins og sjá má af þessu er far- ið mjög freklega í skattheimtu af launum verkafólks, og oft á tíð- um ekki gætt sem skyldi, að verkamaðurinn eigi eftir til ráð- stöfunar þá fjárupphæð, sem heimilið þarf til brýnustu og óhjákvæmilegra þarfa, svo að ekki sé mirinst á annað. Oft á tíðum er það líka svo, og það raunar í mörgum tilfellum, að verkamaðurinn hefur gert samn- inga um mánaðarlegar greiðslur af launum sínum í sambandi við ýmis skuldaskil, íbúðakaup eða annað, sem daglega á sér stað í viðskiptum manna, Þessi stífa innheimta á gjöld- um hefur því valdið miklum árekstrum í viðskiptum manna, auk margra annarra óþæginda. Það liggur í augum uppi, að svona hár hundraðshluti, sem lögin heimila t. d. tveim framan- greindum aðilum að taka af laun um manna, er of hár og brýn nauðsyn að fá hann lækkaðan. 1 mörgum tilfellum er reynt að keyra innheimtuna af á fjórum mánuðum. Eg vil leyfa mér að halda fram, að slíkt nái ekki nokkurri átt. Það er engin þörf, þrátt fyrir ákvæði laganna, að ljúka innheimtunni á svo skömmum tíma eða hagnýta sér hin ströngu ákvæði laganna til hins ýtrasta. Eg vil leyfa mér að skora á alla þá, sem með þessu mál hafa að gera, að þeir gæti þess eftir því sem frekast er unnt, að íþyngja ekki almenningi með of freklegri innheimtu. Nógu er það erfitt samt. Jón IngimarSson. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 11. þ. m. kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 370 — 372 — 137 — 207 — 649. — P. S. Fundarboð. Hverfisfél. „Gler- árborg“ heldur aðalfund sinn n.k, föstudagskvöld í Glerárskólan- um. Hefst hann kl. 20.30. Venju- leg aðalfundarstörf. Stjórnin. Síminn er: 2203 A1þýðubandalagið UERKfilílfíÐlíRiní! Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Prentverk Odds Björnssonar h.f.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.