Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.03.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 04.03.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 4. marz 1960 Verkalýðshreyfingin hefur mælf sín aðvörunarorð, og lýsir allri ábyrgð á hendur þeim, sem fil ófriðarins hafa stofnað Lokaorð B jörns Jónssonar, alþm., í þingræðu um efnahagsmálafrumvarpið 18. febrúar BJÖBN JÓNSSON alþingismaður. FÁIR VERÐA ÁNÆGÐIR. Auðvitað er það rétt, að eitt aðaleinkenni og afleiðing gengis- fellingarinnar er hin gífurlega fjármunatilfærsla í landinu frá launastéttunum og hinum mörgu smærri eigendum sparifjár til þeirra, sem sölsað hafa undir sig yfirráð fjármagnsins en hún er jafnframt og ekki síður byrði, sem velt er á þjóðina í heild, vegna þess að hún, ásamt þeim öðrum ráðstöfunum, sem eru fyr- irhugaðar, stefnir til minnkandi framleiðslu og minnkandi þjóðar- tekna og leiðir þannig til þess að minna kemur til skiptanna en áð- ur. Þetta skilja nú ýmsir þeir að- ilar, sem í augnablikinu kunna að sjá stundarhagsmuni sína glæðast, t. d. sumir útvegsmenn og jafnvel kaupsýslumenn. Þessir aðilar margir gera sér ljóst, að sjálft kerfið, sem að er stefnt að skapa, hlýtur að rýra þeirra hlut einnig, þegar til lengdar lætur. Minnkuð kaupgeta almennings étur fyrr en varir stundargróðann, sem kaup- maðurinn kann að fá með því að færa upp verðið á birgðum verzl- unar sinnar og það sem hann kann að geta hrifsað með hækk- aðri álagningu í skjóli verðhækk- ana. Iðnrekandinn græðir í dag á því að fá vinnuna keypta á lág- gengi, en á morgun sér hann fram á samdrátt vegna lánsfjárskorts og hinn daginn fram á stöðvun vegna sölutregðu, bæði af völd- um hins frjálsa innflutnings og minnkandi kaupgetu. Fiskkaup- andinn kann að stórgræða í dag og á morgun, en hann veit að hinn daginn sækir sjómaðurinn sinn skerta hlut úr hendi útgerðar- mannsins og útvegsmaðurinn krefur fiskkaupandann aftur um sitt réttmæta fiskverð, og hann sér líka fram á hráefnisskort vegna siglinga togaranna með óunna vöru á erlendan markað og verri afkomu af þeim sökum, og samdráttar í smáútgerðinni. Þetta eru m. a. ástæðurnar fyr- ir því, að jafnvel þeir, sem bein- línis er ætlaður gróðinn af geng- isfellingunni, eru uggandi og óá- nægðir, þ. e. a. s. þeir, sem sjá eitthvað fram fyrir tærnar á sér. Og svo aumt er hlutskipti þeirrar ógæfustjórnar, sem íslendingar hafa nú yfir sér, að hún á engan heils hugar bakhjarl, jafnvel í þessum stéttum, sem að jafnaði eru þó fúsastar til að fylgja kjara skerðingu og launaráni. Hinir einu, sem eru almennt ánægðir, er fávís heildsalastétt hér í höfuð- borginni, sem heldur að mannrétt- indi og frelsi í landinu standi og falli með því, hvort þeir sjálfir losni undan þeirri kvöl að norpa á biðstofunni á Skólavörðustíg 12 eða gjaldeyrisafgreiðslum bank- anna. En kannski læðist líka að sumum þeirra grunur um, að 800 milljónirnar geti einhvern tíma gengið til þurrðar og kannski Hka sá, að biðin eftir því að vörur þeirra seljist, reynist litlu kvala- minni en biðin eftir gjaldeyris- leyfunum nú. En hins er ekki að dyljast, að þó að fyrirætlanir rík- isstjórnarinnar eigi sér fáa for- mælendur hér innanlands, þá á hún bræður að baki eða kannski réttara sagt húsbændur meðal er- lendra valdamanna. Reseptið að aðgerðunum er líka þaðan fengið. ÚTLENDIR HAFA UM VÉLAÐ. Meðan allir innlendir aðilar, sem mestra hagsmuna hafa að gæta í sambandi við efnahagsleg- ar breytingar, voru hundsaðir, voru málin rædd og brædd í Par- ís og Washington og hefur sú dæmalausa undirgefni verið feimnislaust viðurkennt hér á hv. Alþingi. Og verkin sína hér líka merkin. Hernámsliðið á Keflavík- urflugvelli getur nú heimtað ís- lenzkt vinnuafl fyrir meira en helmingi lægra verð en áður. — Gróði þess af gengisfellingunni nemur ekki undir 6 millj. dollara á ári, miðað við sömu fram- kvæmdir og undanfarin ár eða 200 millj. kr. miðað við nýja gengið. Og það eru ef til vill fleiri, sem hér eftir kunna að vilja not- færa sér það einstaka tækifæri til gróða að fá vinnustund íslenzks verkamanns keypta á rúmlega hálfan dollar, þegar vinniístund amerísks verkamanns kostar 3 dollara, eða 5 sinnum meira. Slík kjarakaup eru ekki boðin víða annars staðar í heiminum og næsta líklegt, að eftir þeim verði sótt. Og þeir menn munu Hka finnanlegir hérlendis, sem líta á slika sölu á islenzku vinnuafli til erlendra auðhringa sem framtíð- arbjargræði. Og auðsætt er að þessar aðgerðir ryðja þar veginn fyrir fjárfestingu erlendra fyrir- tækja, eða leppa þeirra, með öll- um þeim geigvænlegu hættum, sem slíkt hefur í för með sér fyrir okkar litla þjóðfélag. SRÍÐSYFIRLÝSING. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er stríðsyfirlýsing á hendur ís- lenzkri alþýðu og verkalýðshreyf- ingu hennar. Með lögfestingu þess eru launkjör hennar skert meira en nokkur dæmi eru til í einu vetfangi ofan á það launarán, sem framið var fyrir réttu ári siðan og enn stendur óbætt. Með þessu frv. er samnings- réttur verkalýðshreyfingarinnar skertur í einu veigamesta atriði, þar sem lögbannað er að festa í samningum nokkra vernd gegn verðhækkunum í framtíðinni. Lögbundið, hvernig megi semja og hvernig megi ekki semja. Mann- réttindum stolið. Atvinnuleysi boðið heim. Slíkt er frelsið, sem verkalýðshreyfingunni er ætlað af hinum skinhelgu hræsnurum, sem meta það öllu meira, þegar heildsalalýður Reykjavíkur er annars vegar. AÐVÖRUN VERKALÝÐSINS. Verkalýðshreyfingin varaði Al- þýðuflokkinn við launaráninu og réttindaskerðingunni í fyrra. Hún hefur varað núverandi ríkisstjórn við að framkvæma það verk, sem nú er verið að reyna. Mótmæli og aftur mótmæli hafa dunið yfir daufum eyrum hennar. Hvert ein- asta verkalýðsfélag, sem enn hef- ur rætt þetta frumvarp, og þau eru mörg, hafa einróma andmælt því, varað við framkvæmd þess og fordæmt það. Þá má telja á fingr- um sér, sem reynzt hafa svo sljó- ir fyrir hagsmunum sínum og sæmd verkalýðsstéttarinnar, að þeir hafa af flokksþægð stunið upp varnarorði fyrir þau afglöp, sem nú á að fremja og er ákveðið að fremja. Yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar skilur, hvað ein- róma andstaða verkalýðshreyfing- arinnar boðar, fagnar henni og er reiðubúinn til að styðja hana í þeim átökum, sem koma hljóta, Um síðustu helgi fóru fram stjórnarkosningar í tveimur af stærstu verkalýðsfélögum Reykja- víkur, Trésmiðafélagi Reykjavík- ur og Iðju, félagi verksmiðjufólks. Stjórnir beggja þessarra félaga hafa síðustu árin verið í höndum hægra manna, ihalds og krata. Nú urðu úrslitin þau, að vinstri menn náðu stjórn Trésmiðafélagsins með 9 atkvæða mun, en i fyrra hafði ihaldið 25 atkvæði yfir. — Tölurnar nú voru 258 og 249 at- kvæði. í Iðju hélt íhaldið stjórn- inni, en atkvæðamunurinn minnk- aði úr 339 í fyrra í 190 nú. — íhaldslistinn fékk nú 759 atkvæði, en listi vinstri manna 569. ALLS STAÐAR SAMA ÞRÓUN. Svipuð og í þessum tveimur fé- lögum hefur þróunin viðast hvar orðið í stjórnarkosningum í verkalýðsfélögunum í vetur. Vinstri menn hafa alls staðar unnið mikið á í atkvæðamagni. í ýmsum félögum, þar sem ihaldið hefur haft mikið fylgi, hefur það nú ekki reynt að bjóða fram og skilur að þessi árás er dæmd til að mistakast, þó að hún sé til höggsins reitt. Eini aðilinn í landinu, sem ekkert þykist skilja, er hæstv. ríkisstjórn. Hún þykist báðum fótum í jötu standa með sitt 800 millj. dollara eyðslulán í bakvas- anum og virðist halda að það geti tryggt henni líf og sigur yfir verkalýðshreyfingunni og þeim yfirgnæfandi meirihluta þjóðar- innar, sem hana styður. Við sem höfum verið með í verkalýðs- hreyfingunni sl. tvo áratugi og þekkjum nokkuð viðbrögð henn- ar við smærri árásum en þessi síðasta og versta er, við undr- umst þessa glámskyggni. Við Kratablaðið segir í fyrri viku að fundur sá, sem fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna boðaði til með stjórnum verkalýðsfélag- anna á Akureyri, og haldinn var 12. f. m., hafi verið ólögmætur, hann hafi ekki verið löglega boðaður. Vegna þess er rétt að taka fram, að engar reglur eru til um boðun slíkra funda sem þessa. Það hlýtur því að vera á valdi' þeirra, sem til fundanna boða, hvaða aðferð þeir hafa við fund- arboðun. En það er rétt, að þessi fundur var ekki boðaður sam- kvæmt gildandi reglum um boðun Fulltrúaráðsfunda, en þá ber að boða bréflega með sólarhrings fyrirvara, ekki 2ja eins og kratablaðið segir. í því sambandi má og taka það fram, að á fundum Fulltrúaráðsins, sem þannig hafa verið boðaðir, hefur oft verið kvartað um það, vinstri menn því orðið sjálf- kjörnir. hljótum að mæla okkar varnað- arorð. Þótt þau verði nú ekki metin hátt, má vera að þeirra verði minnzt síðar. Verkalýðs- hreyfingin hefur vissulega ekki æskt ófriðar við löggjafar- eða rikisvaldið, heldur þvert á móti samstarfs um vandamálin. Hún hefur nú um sinn sýnt fjandsam- legri ríkisstjórn ótrúlega bið- lund, meðan klækir hennar og bellibrögð voru að sýna sig til fulls. En nú mun hún segja: hingað og ekki lengra. Hún ótt- ast hvorki stríðsyfirlýsingar hæstv. ríkisstjómar né ögranir, en lýsir allri ábyrgð af þeim á hendur þeim, sem til ófriðarins hafa stofnað. að fundarboð hafi ekki verið komin til skila í tæka tíð og um það rætt, að persónuleg boðun, t. d. með símtali, væri æskilegri og öruggari. Fundurinn 12. þ. m. var aðallega boðaður þannig. Og á þessum fundi var ekkert kvartað undan boðuninni. Það hafði enginn orð á því, að hann væri ólöglega boðaður eða ólög- mætur af öðrum ástæðum. Og það andmælti því enginn, að þar væri afgreidd sú ályktunartil- laga um eínahagsmálafrumvarp- ið, sem fram var lögð. Næstum allir fundarmenn greiddu tillög- unni atkvæði, en örfáir sátu hjá. Enginn greiddi mótatkvæði og enginn talaði gegn tillögunni. Vegna þessa er full ástæða til að spyrja: Hafi einhverjir fund- armanna talið fundinn ólögmæt- an, hvers vegna þögðu þeir þá um það á fundinum? Var það ekki hinn rétti vettvangur til að koma með aðfinnslur, ef eitthvað var athugavert? Kratablaðið kvartar líka imd- an því, að ekki hafi allir Full- trúaráðs eða stjórnarmenn ver- Framhald d 4. síðu. Almennur fundur Akureyrardeild Menningar og íriðarsamtaka íslenzkra kvenna bcrðar til almenns fundar miðvikudagskvöldið 9. þ. m. kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu. Á fundinum flytur dr. Andrea Andreen frd Sviþjóð erindij sem verður túlkað á islenzku. Fundurinn hefst stundvíslega. STJÓRN M. F. í. K. SOSIALISTAFELAG AKUREYRAR Félagsfundur verður í Ásgarði n. k. mánudagskvöld, 7. marz, kl. 8.30. Dagskrá: Áriðandi félagsmál. STJÓRNIN. Sföðug sókn vinsfri manna OG HYÍ ÞÖGDU ÞEIR?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.