Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.03.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 04.03.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 4. marz 1960 SAGT OG SKRIFAÐ - „Gegn betri vitund" ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti á sunnudaginn var stóra mynd á forsíðu af tveimur menntaskóla- stúlkum og til hliðar klausu, sem bar yfirskriftina: „Fara þær í fisk?“ Síðan sagði í klausunni: „Nú láta blöð stjórnarandstöð-i unnar mjög að því liggja, að framhaldsskólafólk kunni að hætta námi vegna efnahagsað- gerða ríkisstjómarinnar. Það á þá fyrir þessum stúlkum að liggja að taka sér stöðu við hlið þeirra þúsunda ungra stúlkna sem nú vinna að framleiðslustörf- um. Þótt Alþýðublaðið sé allt af vilja gert, getur það ekki vor- kennt þeim það.“ Sú var tíðin, að Alþýðuflokkur- inn hafði það á stefnuskrá sinni, að allir skyldu eiga jafnan rétt til menntunar. Það var baráttu- mál Alþýðuflokksins, að það skyldi ekki vera einkaréttur bama ríkisbubbanna að geta lok- ið háskólaprófum. Hin síðari ár hafa færri en áður þurft að hætta við framhaldsnám vegna fátæktar, og nemendur æðri skóla hafa komið frá öllum stétt- um þjóðfélagsins. En nú er Al- þýðuflokkurinn ekki ánægður með það. Nú hefur hann skipt um skoðun. Alþýðublaðið segir berum orðum, að það vorkenni ekki imgu fólki þó að það þurfi að hætta námi fyrir fátæktar sakir. Það geti bara farið og unn- ið í fiski. Vissulega er ekkert að því að vinna í fiski, og mikil nauðsyn, að margt af ungu fólki geri það. En það er mjög athugavert, ef skorturinn á að verða fræðslu- málastjóri og ríkidæmi foreldra á að segja til um það, hvort böm þeirra fá notið menntunar eða ekki, en námsgeta, hæfileikar og vilji bamanna á engu að ráða. Böm auðmanna em ekki hæfari til að njóta menntunar og taka við forystuhlutverkum í þjóðfé- laginu en börn annars fólks, og em ekki nóg dæmin um það, að íslenzkir unglingar með afburða- gáfur og hæfileika hafi vegna fá- tæktar verið dæmdir til að fara á mis við skólanám og þess vegna ekki orðið þjóðinni að því gagni, sem ella hefði orðið. En Alþýðublaðið er ekki leng- ur blað alþýðunnar heldur bur- geisanna, og þeir vilja aftur ná einkarétti fyrir sín böm til skóla göngu og síðan embættisframa. Böm almúgafólks eiga þar ekk- ert að vera að flækjast fyrir. * „ÍSLENDINGUR“ segir í smá- klausu á föstudaginn var: „Stjómarandstæðingar nefna við reisnaráform ríkisstjómarinnar „stöðvunarstefnu“ í niðrandi merkingu. En þó er þetta rétt- nefni að því leyti, að áformað er að STÖÐVA feigðargöngu þjóð- arinnar fram af hengifluginu.“ Flestum mun nú Ijóst orðið, hvað það verður helzt, sem stefna ríkisstjómarinnar í efnahagsmál- xnn stöðvar. Það verður upp- bygging atvinnuveganna, bygg- ing nýrra iðjuvera og fiskvinnslu | stöðva, endurnýjun og aukning skipastólsins, ræktunin í sveit- um landsins og vélvæðing land- búnaðarins, dreifing raforkunnar um landið og nýjar virkjanir; ennfremur byggingar íbúðar- húsa, skólahúsa, sjúkrahúsa o. s. frv. Það er þetta, sem stöðvast. Þetta er það, sem stjómarliðið telur nauðsyn að koma í veg fyr- ir, og segist vera að „stöðva feigðargöngu þjóðarinnar fram af hengifluginu“. Sú „feigðar- ganga“, sem það talar um er of miklar framkvæmdir, of góð lífs- kjör, of mikill sparnaður. Nú á þjóðin sem heild að hætta að spara og binda hluta af tekjun- um í varanlegum verðmætum. Nú á að eyða öllu, sem aflast, og meiru til, því að taka á svo stórt eyðslulán, að viðlíka upphæð hefur aldrei heyrzt nefnd í sam- bandi við lántökur hér á Iandi. Er það ekki einmitt stefna nú- verandi ríkisstjórnar, sú stefna, að stöðva framkvæmdir og upp- byggingu, sem er hin raunveru- lega feigðarstefna og líklegust til að leiða þjóðina fram af hengi- flugi, ef ekki verður að gert? * JÓN G. SÓLNES sagði á fundi bæjarstjómar Akureyrar á þriðjudaginn, að efnahagsráð- stafanimar væm „sérstakt ánægjuefni fyrir okkur, sem höf- um þurft að semja fjárhagsáætl- un fyrir bæjarfélagið.“ Hann skýrði þessi orð sín á þá leið, að nú væri hægt að eygja þá leið, að lækka útsvörin. Ekki er auð- skilið, hvernig Sólnes eygir leið til slíkrar lækkunar nú, þegar hækkanir verða á öllu, sem kaupa þarf, og þess vegna aug- Ijóst, að stórhækkanir hljóta að verða á útgjöldum bæjarins mið- að við svipaða starfsemi og þjón- ustu við borgarana og verið hef- ur. Teknanna er að mestu leyti aflað með útsvörum, og þá ligg- ur líka beint fyrir, að þau hljóta að hækka, nema því aðeins, að draga eigi úr hvers konar þjón- ustu og framkvæmdum. Glöggt dæmi um þá útgjaldahækkun, sem verða hlýtur hjá opinberum aðilum, eru fjárlögin, sem nú hækka um mörg hundruð milljónir. Hitt er annað mál, að með því að skera niður allar fram- kvæmdir á vegum bæjarins, og þar með gatnagerð og viðhald, er kannski hægt að lækka útsvörin. Og það er sjálfsagt það, sem Sól- nes á við, að nú eigi bærinn að skera allt niður, taka upp stöðv- unar- og feigðarstefnu þá, sem ríkisstjórnin boðar svo ákaft. En skyldi almenningur í bænum verða ánægður, þegar hann fær að sjá þá stefnu í framkvæmd, sem m. a. myndi þýða það, að niður félli nær öll vinna, sem bærinn hefur veitt öðrum en skrifstofufólki? Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfr. Hulda Árnadóttir afgreiðslumær og Oddur Ámason prentnemi, Ak- ureyri. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. Almennur æskulýðsdag- ur. Sálmar nr.: 318 — 648 — 370 — 207 — 424. — Messan er fyrir alla, en einkum skólafólk og æskulýð. — Hafið með sálmabók og syngið sálmana. — Báðir sóknarprestarnir annast guðs- þjónustuna. — Tekið á móti samskotum til æskulýðsstarfsins. Hjónaband. 3. þ. m. voru gefin saman („per prokura“) í Pól- landi, Tamara Pilipenko og Jak- ob Árnason, Hafnarstrælii 100, Akureyri. Hjúskapur. Laugardaginn 20. febrúar voru gefin saman í hjónaband ungfrú Margrét Em- ilsdóttir og Júlíus Thorarensen. Heimili þeirra er að Gránufélags götu 57, Akureyri. Frá Oddeyrarskólanum. Skóla- skemmtun verður haldin í Odd- eyrarskólanum um næstu helgi. Aðgöngumiðar verða seldir í skólanum laugardag kl. 3 síðd. og sunnudag kl. 10 árdegis. Aðalfundur Akureyrardeildar MÍR verður haldinn föstudaginn 11. marz í Ásgarði kl. 8.30 síðd. Fyrirhuguð sýning á öðrum hluta Gorkímyndarinnar fellur niður n.k. sunnudag, en verður væntanlega sunnudaginn 13. marz. — Stjórn MÍR. Ferðafélagið hefur kvikmynda- sýningu á sunnudaginn, svo sem auglýst er annars staðar í blað- inu í dag. Myndirnar eru ís- lenzkar. Sumar þeirra gerast á þeim slóðum, sem Ferðafélagið hyggst ferðast um í sumar, en ferðaáætlun félagsins verður kynnt á þessarri samkomu. Sósíalistafélagið. — Á sunnu- dagskvöldið verður skemmti- kvöld í Ásgarði og á mánudags- kvöldið verður félagsfundur á sama stað. Filmía. — Á morgun kl. 3 verður sýnd í Borgarbíó frönsk mynd, sem heitir Orfevs, og er byggð á grísku goðsögunni um Orfevs og hans heittelskuðu Evrýdike, en persónur allar eru með nýtízku sniði, atburðimir gerast í nútíðinni og í sjálfri Parísarborg. Höfundur myndar- innar er Jean Cocteau. Leikfélaginu þakkað. — Á sunnudaginn var hafði Leikfélag Akureyrar ókeypis sýningu á sjónleiknum Ævintýri á göngu- för fyrir fólk 70 ára og eldra. — Nokkrir þeirra, sem þá voru gestir Leikfélagsins og nutu góðrar skemmtunar, hafa beðið blaðið að færa Leikfélaginu sín- ar beztu þakkir fyrir boðið. Frá Sálarrannsóknafélaginu á Akureyri. Fundur verður hald- inn n.k. sunnudag kl. 9 síðdegis í Landsbankasalnum. Erindi. Snjór og ófærð. í þessarri viku hefur snjóað mikið á Norðurlandi og vegir eru víðast lítt eða ekki akfærir. Þannig eru nú allar leiðir ófærar úr Eyjafirði til ná- grannabyggða. Einnig er ófært frá Akureyri til Dalvíkur, Sval- barðsstrandar og í Höfðahverfi. Víðar má teljast ófært, þó að reynt'sé að halda uppi mjólkur- flutningum. VEHKHmHÐURinn Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstj.: Þorsteinn Jónatansson. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Framhald af 1. siðu. Þá benti Jón á, að auðskilið væri, hvað fælist að baki orðum Jóns Sólnes, þegar hann fagnaði því, að kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags væri úr sögunni, en ját- aði á sömu stundu, að verðlag myndi hækka mikið. Það væri einmitt aðalmarkmið hinnar nýju lagasetningar að koma í veg fyrir hækkanir á kaupgjaldi, en leyfa á sama tima næstum ótakmarkaðar verðhækkanir. Það væri harð- svíruð og grímulaus kjaraskerðing og skattpíning, sem Sólnes og fé- lagar hans væru að lofsyngja. Það væri þeirra fagnaðarefni, að allt ætti að hækka nema kaupið. Jakob Frímannsson talaði og kvað það út af fyrir sig gott, að bæirnir fengju hluta af söluskatt- inum, fyrst hann væri nú tekinn upp aftur á annað borð. Hins veg- ar kvað hann bezt að fagna þess- um skatti varlega, það fé, sem fengist með honum væri af okkur tekið og annars staðar ekki, og með söluskattinum yrðu teknar hér í bæ allt að 10 millj. kr., en við ættum aftur að fá 1,5 til 2 milljónir. Mættu allir sjá, að lítill hagnaður væri af þessu fyrir bæj- arfélagið. Því næst kvaðst hann kenna í brjósti um þessa Sjálf- stæðismenn, sem að tillögunni stæðu, því að svo mikið vissi hann af persónulegum viðtölum við suma þeirra, að þeir töluðu þarna þvert um hug sinn og bæru til- löguna fram og greiddu henni at- kvæði gegn betri vitund og eigin samvizku. En þeir myndu ekki hafa kunnað við áð neita, þegar þeir hefðu verið beðnir að gera stjórnarliðinu þennan greiða. Jón B. R ögnvaldsson talaði næstur og lýsti viðhorfi hins al- menna launþega, og hver áhrif umrædd lagasetning hefði á lífs- kjörin. Hann komst m. a. þannig að orði: „Eg býst við, að íslenzkir launþegar hafi álíka mikla ástæðu til að gleðjast og Jón Hreggviðs- son, þegar hann var húðstrýktur af böðlum Danakonungs.“ Bragi Sigurjónsson stóð þá á fætur. Hann kvað efnahagslöggjöf- ina hafa verið setta „til þess að við getum, þegar frá líður, lifað betra og blómlegra efnahagslífi.“ Að öðru leyti ræddi hann ekki einstök atriði löggjafarinnar og áhrif þeirra, né heldur ræddi hann um þá tillögu, sem hann hafði borið fram með íhaldsfulltrúun- um, og ekki útskýrði hann það nánar, hvernig hann eða aðrir ættu að lifa „efnahagslífi". Nær öll ræða hans var slúðursögur og persónulegar skammir og svívirð- ingar í garð Jóns Ingimarssonar og Jakobs Frímannssonar, sér- staklega þó Jóns. Var auðfundið, að honum fannst þægilegra að lepja órökstuddar sögur, en að ræða málefnalega um aðgerðir ríkisstjórnar og Alþingis. Einkum varð Braga txðrætt um það, á hvern hátt Jón Ingimarsson boð- aði fundi og sömuleiðis um fund hjá miðstjórn AN, sem aldrei hef- ur verið haldinn. Hikaði Bragi ekki við að ljúga upp heilan sög- um í sambandi við þenna fund, sem aldrei hefur verið til nema í heilabúi hans. Er það nánar rak- ið á öðrum stað í blaðinu, en kunnugum bar saman um, að sjaldan eða aldrei hefðu þeir heyrt lygi fram borna jafn hiklaust og af svo mikilli óskammfeilni. Jón Þorvaldsson talaði á eftir Braga og valdi sér umræðuefni í sama anda. Kvartaði hann sér- staklega undan því, að konu einni, sem greitt hefði vinnuréttinda- gjald til Verkakvennafélagsins Einingar hefði ekki verið afhent félagsskirteini. Hlógu þá allir bæjarfulltrúar, en Jón hækkaði röddina og kvaðst geta sannað þetta! Nokkrar frekari orðahnippingar urðu milli bæjarfulltrúa, en ekki umræður um tillöguna, sem fyrir lá eða tilefni hennar. Var auð- fundið, að tillögumenn vildu ekki um þau mál ræða og gripu því til þess, að reyna að verjast með skítkasti. Voru umræðurnar af hálfu stjórnarliðsins með eindæm- um spaugilegar, og báru þess ljósan vott, að tillögumennirnir voru, eins og Jakob Frímannsson benti á, að berjast gegn betri vit- und og eigin samvizku. Sem betur fór fyrir tillögu- mennina voru áheyrendabekkir þunnskipaðir að vanda, því að annars myndi hláturinn hafa látið illa í eyrum þeirra. En að hinu leytinu hefðu Akureyringar gjarna mátt vera þarna marg- mennir til að sjá, hversu lágt er stundum risið á bæjarstjórninni þeirra. ■ Hví þögðu þeir? Framhald af 2. siðu. ið mættir. Það er rétt, að það vantaði nokkra. En það er ekk- ert nýtt, að kratarnir láti sig vanta á Fulltrúaráðsfundi. Það er miklu fremur regla hjá sum- um þeirra að mæta ekki. Og þetta gera þeir af ásettu ráði til þess að reyna að gera fundina ólögmæta. Þetta er ein af að- ferðum þeirra til að spilla fyrir og reyna að skaða verkalýðssam- tökin innan frá, íhaldinu til hags bóta. Náttúrulækningafélagið hefur útbreiðslufund í Húsmæðraskól- anum n.k. laugardag kl. 4.30 e. h. Úlfur Ragnarsson læknir í Hveragerði flytur erindi á fund- inum. FRÁ LANDSSÍMANIJM Stúlka getur fengið starf við símaafgreiðslu við lands- símastöðina á Akureyri frá 1. apríl n. k. Eiginhandarumsóknir sendist mér fyrir 15. marz. SÍMASTJÓRINN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.