Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.03.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 04.03.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 4. marz 1960 VERKAMAÐURINN 3 MISNOTKUH PRENTLISTAR Ósannindavaðall Braga Sigurjónssonar í forystugrein kratablaðsins á Akureyri fyrra þriðjudag er það nefnt sem dæmi um misnotkun félagssamtaka, að stjórn Alþýðu- sambands Norðurlands skyldi andmæla efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, og í frásögn- inni af andmælum AN eru born- ar fram svo margar og stórar lygar í fáum línum, að með ein- dæmrnn má teljast. Blaðið segir, að í stjórn Al- þýðusambands Norðurlands eigi sæti 5 menn. Þetta er lygi. í stjórninni eiga 15 manns sæti. „Blaðið segir, að á „samþykktar fundinum“ hafi 3 stjórnarmanna verið mættir. Þetta er lygi. Á fundinum voru 11 stjórnarmenn mættir. Fleiri gátu ekki mætt vegna samgöngu- erfiðleika, en stjórnarmennirnir eru búsettir víðs vegar á svæð- inu frá Raufarhöfn til Skaga- strandar. Blaðið segir, að stjórnarmenn- irnir, sem mættir voru, hafi þótzt „þess umkomnir að fella dóm fyrir hönd allra meðlima verkalýðsfélaga á Norðurlandi“. Þetta er lygi. 1 upphafi sam- þykktarinnar, er það skýrt tekið fram, að hún sé gerð af stjórn Alþýðusambands Norðurlands, en stjórn félagasambands er auðvitað allt annað en allir með- limir félaganna. Hitt er svo ann- að, að gera verður ráð fyrir því, að samþykkt stjórnsf, sem er lýðræðislega kjörin, sé spegil- mynd af vilja meirihluta félags- manna, og í þessu tilfelli þarf varla að efast rnn, að svo hafi verið. Það þótti í eina tíð sönnun þess, að rétt væri með farið, að það stæði á prenti. Nú eru þeir dagar löngu liðnir, svo mörg eru ósannindi, sem prentuð eru. En er ekki frásögn eins og sú, sem hér hefur verið getið, að krata- U1 blaðið flutti af fundi stjómar AN, misnotkun prentlistarinnar. urjónsson, að hann hikar ekki við að ljúga alveg frá rótum, ef hann télur það koma sér eða sín- um málstað betur. Nú hefði ver- ið hægt, að hugsa sér, að Bragi hefði álitið, að samþykkt sú, sem sambandsstjórnarfundur AN gerði í lok janúarmánaðar, þar sem ríkisstjórnin var vöruð við því að ráðast á lífskjör verka- fólks, hefði verið gerð af mið- stjórn AN, því að í henni eiga fimm manns sæti. En miðstjórnin hefur bara ekki gert neina sam- þykkt um efnahagsmálaaðgerðir á þessu ári. Og auk þess afsann- ar yfirlýsing Braga um það, hverjir samþykktina hafi gert, alveg, að hann hafi álitið, að það væri miðstjórnin, því að hvorki Oskar Garíbaldason né Þorgerð- ur Þórðardóttir eiga sæti í henni. Er því augljóst, að bæði skrif Braga um fund hjá „stjórn Al- þýðusambands Norðurlands“ og tal hans á bæjarstjórnarfundin- um eru rakalausar lygar og heilaspuni hans sjálfs. En það verður að segjast, að ósvífni hans eru lítil takmörk sett, þeg- ar hann hikar ekki við að til- greina ákveðna menn, sem kom- ið hafi saman á fund og gert ákveðnar samþykktir, án þess að minnsti fótur sé fyrir. Þannig fara ekki aðrir að ráði sínu en þeir, sem alveg er sama, hvort þeir segja satt eða Ijúga. Nýjar Kvöldvökur Vandað rit um ættfræði og persónusögu Nýjar Kvöldvökur eru eitt af eldri tímaritum landsins og elzt þeirra, sem nú eru gefin út á Norðurlandi. 53. árgangur ritsins hefur nú hafið göngu sína, og með honum verða nokkur þátta- skil í sögu þessa vinsæla rits. Síðan framani'itað greinarkorn var skrifað hefur það gerzt, að Bregi Sigurjónsson endurtók þær lygar, sem raktar eru hér að framan, á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Var þó ekki vel ljóst, hvað þetta kom bæjarstjóminni við. En þegar hann hafði flutt lygarnar fyrir bæjarstjórninni, var hann spurð- ur að því, hvaða þrír menn það hefðu verið, sem hefðu mætt á fundi og gert umrædda safti- þykkt. Og það stóð ekki á svar- inu. Það var þannig: „Tryggvi Helgason, Óskar Garíbaldason, alkunnur kommúnisti af Siglu- firði, og Þorgerður Þórðardóttir frá Húsavik.“ Nú skal það fram tekið, að Óskar Garíbaldason, sem að vísu á sæti í stjórn AN, hefur ekki mætt á neinum fundi þar í a. m. k. tvö ár. Hann hefur því ekki átt hlut að neinni samþykkt hjá AN nú. En svo forhertur er Bragi Sig- Ættfræði og persónusaga. Nú hefur verið ákveðið að Nýjar Kvöldvökur taki við því hlutverki, sem hin velþekktu rit Óðinn og Sunnanfari, áður gegndu í tímaritaútgáfu lands- manna, og verði framvegis eink- um helgað ættfræði og persónu- sögu. En nú um skeið hefur ekk- ert rit helgað sig þessum fræðum sérstaklega. Þar hefur að undan- förnu staðið opið skarð og ófyllt, en sem Nýjum Kvöldvökum er nú ætlað að fylla. Má það raunar einkennilegt teljast, að ekkert ættfræðitímarit skuli hafa komið hér út um skeið, svo mikill og almennur áhugi sem er hjá okk- íslendingum fyrir ættfræð- inni. En hvergi í heimi mun jafnalgengt að þau fræði séu stunduð og einmitt hér. í Kvöldvökunum verður fram- vegis birt mikið af ættartölum, sem þannig safnast saman og varðveitast og verða aðgengileg- ar þeim, sem áhuga hafa fyrir þessum fræðum. Jafnframt er ætlunin að birta yfirlitsgreinar um æviferil einstakra manna, ævisöguþætti, afmælisgreinar og minningargreinar. En einmitt slíkt efni er meira lesið en flest annað. Ritstjórar Nýrra Kvöldvaka verða nú fjórir: Einar Bjarnason ríkisendurskoðandi, sem er ein- hver fróðastur núlifandi manna um ættfræði, Gísli Jónsson menntaskólakennari, Jón Gísla- son fræðimaður og Jónas Rafnar fyrrv. yfirlæknir. Ritið á að koma út ársfjórðungslega og stækkar að síðutali frá því, sem verið hefur. Fyrsta hefti þessa árgangs, sem nú er komið út, hefst á ættartölu forseta fslands, sr. Sigurður Stef- ánsson skrifar langa minningar- grein um Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, sr. Sigurður Ein- arsson skrifar um Friðrik Magn- ússon útvegsbónda, Bergsveinn Skúlason um Valborgu Sigrúnu Jónsdóttur frá Flatey, Hólmgeir Þorsteinsson um Ingimar Eydal ritstjóra, Einar Bjarnason skrif- ar um íslenzka ættstuðla. Þá er þar birtur fyrsti hluti sjálfsævi- sögu Jónasar Jónassonar frá Hof- dölum. Enn er að nefna fram- haldssögu, ritdóma og smáþætti til skemmtunar og fróðleiks. Um heftið í heild má segja, að vel er til þess vandað og útgef- endur þurfa varla að óttast um útbreiðslu þess, ef svo verður áfram haldið. Að einu verður þó að finna: Pappírinn er ekki nógu vandaður fyrir rit, sem ætlað er til varðveizlu um ár og aldir. Það er Kvöldvökuútgáfan Akureyri, sem nú annast útgáfu Nýrra Kvöldvaka. Framkvæmda stjóri er Kristján Jónsson full- trúi. Nú ætla fáir að byggja Samdráttarstefna ríkisstjórnar innar ætlar fljótt að segja til sín byggingaiðnaðinum. Glögglega má strax marka áhrif hennar í sam- bandi við umsóknir um bygginga- lóðir hér í Akureyrarbæ. A fundi bæjarstjórnar 26. janú ar var ákveðið, hvaða bygginga- lóðir skyldu auglýstar lausar þessu ári. Eftir rúmar þrjár vik- ur, eða 19. febrúar, kom bygginga nefnd saman og tók til meðferðar þær umsóknir, sem borizt höfðu Þær voru alls 18. I fyrra ákvað bæjarstjórn 20 janúar, hvaða lóðir skyldu aug- lýstar. Og eftir jafnlangan tíma og nú, eða 13. febrúar, tók bygginga- nefnd framkomnar umsóknir til meðferðar. Þær voru þá 49. Utkoman er sú, að umsækjend ur nú eru aðeins rúmlega þriðj ungur á móti tölunni í fyrra: 18 móti 49. Og þó segja þessar tölúr ekki allt, því að fyllilega má reikna með því, að tiltölulega fleiri af þeim, sem fá úthlutaðar lóðir, hætti nú við að byggja en hefur verið. SKEMMTIKVÖLD Næsta SKEMMTIKVÖLD Sósíalistafélags Akureyrar verður á sunnudagskvöldið, 6. marz, kl. 8.30 í Ásgarði. Spiluð verður félagsvist og á eftir sýnd stutt en ný- stárleg kvikmynd. Aðgangur kr. 10.00. SKEMMTINEFNDIN. TILKYNNING Vegna fyrirsjáanlegra erfiðleika með innflutn- ing á umbúðapappír og pokum, biðjum vér viðskiptavini vora vinsamlegast að taka með sér innkaupatöskur þegar þeir verzla. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA FERÐAFÉLAG AKUREYRAR KVIKMYNDASÝNING í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 6. marz 1960'kl. 5 e. h. — Eðvarð Sigurgeirsson sýnir: Á hreindýraslóðum, Geysisslysið á Vatnajökli, Grímseyj- arferð og fleiri íslenzkar kvikmyndir. — Félagsmönnum er heimilt að taka með sér gesti. Aðgöngumiðar við innganginn. STJÓRNIN. FÉLAGSFUNDUR IÐJA - félag verksmiðjufólks, Akureyri - lieldur FÉLAGSFUND n. k. sunnudag ki. 1.30 e. h. í Alþýðuhúsinu. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Uppsögn á kaup- og kjarasamningum. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið. STJÓRN IÐJU. TILKYNNING NR. 3/1960 Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á smjörlíki frá og með 27. febrúar 1960. Gegn miðum Án rniða Heildsöluverð, hvert kg. kr. 9.92 kr. 18.25 Smásöluverð, hvert kg. — 10.80 — 19.50 Reykjavík, 26. febrúar 1960. VERD LAGSSTJ ÓRINN. AÐVÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna vangreidds söluskatts og útflutningssjóðsgjalds. Samkvæmt heimild í lögum nr. 86, 22. desember 1956, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja liér í umdæm- inu, sem skulda sciluskatt eða útflutningssjóðsgjöld fyr- ir síðasta ársfjórðung 1959 eða eldri, stöðvaður eigi siðar en föstudaginn 4. niarz n. k. þar til þau hafa gert skil á hinum vangreiddu gjöldum. Bæjarfógetinn Akureyri. Sýslumaðurinn Eyjafjarðarsýslu. Sigurður M. Helgason — settur —

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.