Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.03.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 25.03.1960, Blaðsíða 2
2 VERKÁMAÐURINN Föstudaginn 25. marz 1960 Alyktanir 12. þings Sósíalistafi Iðnaðarmál 12. þing Sameiningarflokks al- þýðu — Sósíalistaflokksins telur iðnaðinn vera orðinn svo þýðing- armikinn þátt í atvinnulífi þjóð- arinnar, að hlúa verði að honum til jafns við hina tvo meginþætti atvinnulífsins, sjávarútveg og landbúnað. Þingið telur það brýna nauð- syn, að iðnaðurinn eigi ávallt rúman aðgang að hagkvæmum rekstrarlánum og að hráefnakaup um sé hagað í samræmi við þarf- ir hans. Áherzlu ber að leggja á, að ýtt sé undir þá þróun, sem nú er haf- in með smíði stálskipa, báta og véla til fiskiðnaðar. Stefnt verði markvisst að því að íslenzkir skipasmiðir annist viðhald og aukningu fiskiflotans í framtíðinni, en til að undir- byggja þá þróun þarf að tryggja að rekstrarfé til nýsmíða fáist með sömu vaxtakjörum og eru á stofnlánum til bátakaupa. Þingið telur það höfuðnauðsyn að orkulindir landsins verði nýtt- ar til margs konar iðnreksturs, einkum með það fyrir augum að gera útflutningsframleiðsluna fjölþættari. í því sambandi bend- ir þingið á ýmiss konar efnaiðn- að, sem undirbúningsrannsóknir hafa sýnt að reka mætti með góðum árangri. Jafnhliða vill þingið vara við þeirri hættu er í því felst að gefa erlendu fjár- magni fangastað á auðlindum landsins. Þá vill þingið beina því til ungra manna, úr alþýðustétt, að þeir afli sér tæknilegrar mennt- unar, svo að skortur á tækni- fróðum mönnum hamli ekki eðlilegri þróun stóriðju í landinu og beinir því til hins opinbera að létta þeim námið með aukinni, fjárhagslegri aðstoð. Þingið tekur undir samþykktir 18. þings Æskulýðsfylkingarinn- ar um málefni iðnnema og legg- ur á það sérstaka áherzlu að kjör þeirra og iðnfræðsla verði stór- um bætt. Landbúnaðarmál Alla tíð síðan Sósíalistaflokk- urinn var stofnaður hefur hann unnið að hagsmunamálum land- búnaðarins, Qg fyrst og fremst á eftirfarandi hátt: 1. Með því að flýta fyrir tækni þróun landbúnaðarins, svo að hann gæti fullnægt því hlutverki að sjá þjóðinni fyrir nægu magni af framleiðsluvörum sínum, og skapað fólkinu, sem við hann vinnur, góð lífskjör. 2. Með því að vinna að sam- komulagi bændastéttarinnar og annarra vinnustétta um verð- lagningu landbúnaðarframleiðsl- unnar. Að fyrra atriðinu hefur flokk- urinn unnið á löggjafarsviðinu. Þegar hann var í ríkisstjórn á árunum 1944—1946 var beinlínis fyrir hans tilstilli samþykkt sú löggjöf, er mestan þátt hefur átt í þeim framförum, er orðið hafa á framleiðsluháttum hans síðan. Er hér um að ræða lögin um landnám, nýbyggðir og endur- byggingar í sveitum og hin nýju lög um Ræktunarsjóð, er þá voru undirbúin. Með þeirri löggjöf var í fyrsta sinn viðurkennd sú nauðsyn, að landbúnaðurinn byggi við lága vexti og langan lánstíma, einkum af stofnlánum, ef koma skyldi í veg fyrir að framleiðsluvörm' hans yrðu óhæfilega dýrar. Þess vegna voru þá lækkaðir vextir af stofnlánum til landbúnaðar- framkvæmda jafnframt bættum kjörum að öðru leyti, enda hefur þessi atvinnuvegur aldrei búið við jafn hagstæð lánsfjárkjör og meðan þau ákvæði voru í gildi. Árangurinn hefur komið fram í því, að framleiðslan hefur stór- aukizt, þrátt fyrir mjög mikla fólksfækkun við landbúnaðar- störfin, og þrátt fyrir mjög mikla fjölgun neytenda í landinu hefur tekizt, hvað allar aðalfram- leiðsluvörur snertir, að fullnægja innanlandsþörf auk nokkurs út- flutnings. Þingið telur, að með hinum nýju efnahagsráðstöfunum nú- verandi ríkisstjórnar sé kosti landbúnaðarins þrengt verulega. Sú gífurlega verðhækkun, er af gengisfellingunni leiðir, ásamt þeirri miklu vaxtahækkun, sem nú hefur verið ákveðin, hlýtur að draga mjög úr eðlilegum fram kvæmdum og auka framleiðslu- kostnað til verulegra muna. Þingið telur þessar aðgerðir bera því ljóst vitni, hve hags- munir bændastéttarinnar eru ná- tengdir hagsmunum verkalýðs- ins og annars láglaunafólks, og telur þær jafnframt skapa vax- andi nauðsyn á pólitískri sam- vinnu þessarra stétta. Hvað síðara atriðið snertir, — verðlagningu landbúnaðarfram- leiðslu, — beitti flokkurinn sér á sínum tíma fyrir hinu svonefnda sex manna nefndar samkomulagi, þar sem bændastéttinni voru í fyrsta sinn tryggðar sambærileg- ar tekjur við aðrar vinnustéttir þjóðfélagsins. Má örugglega þakka það áhrif- um flokksins, að þetta samkomu- lag náðist og var lögfest. í sam- ræmi við það vill þingið lýsa ánægju sinni yfir því, að deila sú, er hófst um þessi mál á sl. ári, og beinlínis virtist stefna þessu samkomulagi í voða, hefur nú verið farsællega leyst í sam- ræmi við þá meginstefnu, er stjórn Sósíalistaflokksins og Al- þýðubadalagið mörkuðu á sl. hausti. Telur þingið að með þessu samkomulagi sé mikilsvert spor stigið í áttina til nánari sam- vinnu vinnustétta þjóðfélagsins. Fermingar- gjafirnar! Fáið þið ódýrastar og beztar í JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD FRÁ FILMÍU Á laugardaginn var átti að sýna myndina Kynnisferð til Bretlands, en þar sem sú mynd var ekki komin til bæjarins í tæka tíð, var gripið til þess ráðs að sýna í staðinn myndina Árás við dagsbrún. Nú verður myndin Kynnisferð til Bretlands sýnd á morgun kl. 3 í Borgaibíó. Myndin er brezk, gerð 1943, eða einmitt þegar stríðið stóð sem hæst og Bretar og Rússar voru bandamenn, nauðugir viljugir. Var myndinni fyrst og fremst ætlað það hlut- verk að efla vináttu og skilning þessarra þjóða. Hún fjallar um rússneskan verkfræðing, sem kemur í kynnisför til Bretlands, og er því lýst, hvernig honum koma brezkar siðvenjur og brezk sérlund fyrir sjónir. I reyndinni verður myndin öðru fremur áróðursmynd fyrir brezk- um lífsvenjum. Myndasýningar Filmíu hafa verið vel sóttar í vetur, og er það ekki ófyrirsynju, því að flestar þær myndir, sem sýndar hafa verið bera mjög af þeim kvikmyndum, sem fólki er yfir- leitt boðið að sjá í kvikmynda- húsunum hér. Ferðaáætlun Ferða- félags Akureyrar 1960 14. apríl: Gengið á Súlur. 26. maí: Gengið á Torfufells- hnjúk. 18. eða 19. júní: Grímsey. 25. júní til 26. júní: Þeistareyk- ir. Ekið suður í Mývatnssveit. 8. júlí til 10. júlí: Hólmatung- ur. Hljóðaklettar. 13. júlí til 17. júlí: Hveravellir — Kerlingarfjöll — Hvítárvatn — Gullfoss — Geysir — Þing- vellir — Kaldídalur — Surts- hellir. 21. júlí til 24. júlí: Hvanna- lindir. 30. júlí til 1. ágúst: Herðubreið- arlindir. 6. ágúst til 7. ágúst: Vopna- fjörður — Þistilfjörður — Axar- fjörður. 13. ágúst til 14. ágúst: Lauga- fell. Formaður ferðanefndar er Álf- heiður Jónsdóttir. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að láta hana vita, ef þeir hyggjast taka þátt í ferðum félagsins, í Skó- verzlun M. H. Lyngdal, sími 2399. — Utanfélagsfólki er heim- il þátttaka. NYKOMIÐ POPLINKÁPUR UNDIRKJÓLAR litlar stærðir NYLONSOKKAR dökkir litir Allt með gamla verðinu. MARKAÐURINN SÍMI 1261. Flokksstjórn Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins Kjörin á 12. flokksþinginu í marz 1960 Formaður flokksins: Einar Olgeirsson. Varaformaður flokksins: Lúðvík Jósepsson. Miðstjórn: Adda Bára Sigfúsdóttir, Ársæll Sigurðsson, Ásgeir Bl. Magnússon, Ásmundur Sigurðsson, Benedikt Davíðsson, Björn Bjarnason, Björn Jónsson, Brynjólfur Bjarnason, Eðvarð Sigurðsson, Eggert Þorbjarnarson, Guðmundur Hjartarson, Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur Vigfússon, Gunnar Jóhannsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Hannes M. Stephensen, Ingi R. Helgason, Jón Rafnsson, Karl Guðjónsson, Kristján Andrésson, Magnús Kjartansson, Margrét Auðunsdóttir, Olafur Jónsson, Ragnar Olafsson, Sigurður Guðgeirsson, Sigurður Guðnason, Snorri Jónsson, Til fermingargjafa: PEYSUR og PEYSU- SETT STÍF SKJÖRT UNDIRKJÓLAR BABY-DOLL NÁTTFÖT HANZKAR SLÆÐUR o. fl. o. fl. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 Til fermingargjafa: SNYRTIVESKI úr leðri, mjög vöndtið BABY DOLL NÁTTFÖT hvít og mislit SKJÖRT SLÆÐUR ILMVÖTN SOKKAR SOKKAMÖPPIJR VERZLUNIN LONDON MÍ R Kvikmyndasýning í Ásgarði n. k. sunnudag, 27. marz, kl. 4 .e h. Þá verður sýndur þriðji og síðasti hluti Gorkí-mynd- arinnar IIÁSKÓLAR MÍNIR Aðgangur kr. 10.00. Allir velkomnir. AKUREYRARDEILD MÍR Stefán O. Magnússon, Stefán Ogmundsson, Steinþór Guðmundsson. Varamenn í miðstjórn: 1. Gísli Ásmundsson, 2. Tryggvi Emilsson, 3. Björn Þorsteinsson, 4. Geir Gunnarsson, 5. Jónas Árnason, 6. Böðvar Pétursson, 7. Nanna Ólafsdóttir, 8. Sigurðui' Guðmundsson, 9. Margrét Sigurðardóttir, 10. Einar Ögmundsson, 11. Hólmar Magnússon, 12. Hulda Ottesen, 13. Steingrímur Aðalsteinsson. Flokksstjórn fyrir Suðurland: Gunnar Benediktsson, Hermann Jónsson, Hjalti Þorvaldsson, Hjörtur B. Helgason, Guðmundur Jóhannesson, Sigurbjörn Ketilsson, Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Guðmundsson, Sigurður Stefánsson. Varamenn fyrir Suðurland: 1. Geir Jónsson, 2. Oddbergur Eiríksson 3. Lárus Halldórsson, 4. Halldór Þorsteinsson. Flokksstjórn fyrir Norðurland: Arnór Kristjánsson, Elísabet Eiríksdóttir, Guðrún Guðvarðardóttir, Haukur Hafstað, Jóhann Hermannsson, Jón Ingimarsson, Friðjón Guðmundsson, Olgeir Lúthersson, Tryggvi Helgason, Þóroddur Guðmundsson, Þorsteinn Jónatansson. Varamenn fyrir Norðurland: 1. Einar M. Albertsson, 2. Lárus Guðmundsson, 3. Ragnar Þorsteinsson. Flokksstjórn fyrir Vesturland: Albert Guðmundsson, Halldór Ólafsson, Ingimar Júlíusson, Skúli Guðjónsson. Varamenn fyrir Vesturland: 1. Guðmundur Árnason, 2. Friðgeir Magnússon. Flokksstjóm fyrir Austurland: Alfreð Guðnason, Benedikt Þorsteinsson, Bjarni Þórðarson, Jóhannes Stefánsson, Steinn Stefánsson, Þórður Þórðarson. Varamenn fyrir Austurland: 1. Aðalsteinn Halldórsson, 2. Þorsteinn Þorsteinsson. Endurskoðun flokksreikninga; Björn Kristmundsson, Björn Svanbergsson. Varaendurskoðandi: Sigurður Baldursson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.