Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.03.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 25.03.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 25. marz 1960 VÍÐLENT FÉLAGSSVÆÐI Þessi mynd þarfnast ekki skýringar. Hún var tekin í Kaupvangs- stræti á öskudaginn. — Ljósmynd: S. Helgason. Eru íslendingar hætfulega skuldugir erlendis? Því hefur oft verið haldið fram að undanförnu, að gengislækkun- in og aðrar ráðstafanir í efna- hagsmálum, sem gerðar hafa verið að undanförnu, hafi verið nauðsynlegar vegna þess, hve skuldug þjóðin hafi verið orðin erlendis og að þær skuldir hafi orðið til vegna of mikillar fjár- festingar í landinu. Hverjar voru skuldimar? Samkvæmt upplýsingum Fjár- málatíðinda, sem gefin eru út af hagfræðideild Landsbanka ís- lands, voru fastar erlendar skuld ir í árslok 1958 alls kr. 716 millj. Þar af voru skuldir opinberra að- ila 587 milljónir, en einkaaðila kr. 129 milljónir. Þetta svarar til sem næst 4 þús. kr. skuldar á hvern mann í landinu og verður því tæpast haldið fram með rök- um, að það sé hættulega mikil KIRKJUKVÖLD Næsta sunnudagskvöld, kl. 8.30, verður kirkjukvöld í Barna- skólanum í Glerárhverfi, en slík kirkjukvöld hafa áður verið haldin í samkomuhúsinu Skála- borg og verið mjög vel sótt. Þetta kirkjukvöld hefst á ávarpsorðum Hafliða Guð- mundssonar verkstjóra. Þá syng- ur kirkjukór Lögmannshlíðar- sóknar undir stjórn Áskels Jóns- sonar. Sr. Kristján Róbertsson flytur erindi, sem hann nefnir kirkjulíf á Norðurlöndum. Hann var erlendis á sl. sumri og kynnti sér þá starfsemi Norður- landakirknanna,en hann var einn af íslenzku prestuum, sem sóttu Norðurlandamót presta í Árós- um. Eftir erindið verður tví- söngur. Sýndar verða litskugga- myndir; myndasamstæða, sem nefnist unga kirkjan, sr. Pétur Sigurgeirsson sýnir og gefur skýringar. Þá verður kórsöngur, og kvöldinu lýkur með kvik- myndasýningu, sem Hjörtur Jónsson skólastjóri annast. Eins og kunnugt er, þá er fyr- irhuguð ný kirkja í Glerárhverfi, og hefur henni þegar verið ætl- aður staður. Allur ágóði af þessu kvöldi rennur í orgelsjóð fyrir þessa kirkju. skuld. Það mætti þá a. m. k. segja, að ýmsir einstaklingar og fyrirtæki, sem skulda hundruð þúsunda króna væru hættulega skuldug. Hver var fjárfestingin? Fjárfestingin í landinu á und- anförnum árum hefur verið mjög mikil, en erlent lánsfé á aðeins óverulegan þátt í henni. Nægir í því sambandi að benda á, að fjár- festingin er talin hafa numið á árinu 1955 kr. 8860 á hvern íbúa í landinu, og hefur síðan farið vaxandi ár frá ári. Erlendu skuldirnar samanlagðar nema því ekki helmingi þess, sem var- ið var til fjárfestingar á þessu eina ári, 1955, og ekki nema um það bil tveimur fimmtu af fjár- festingunni 1958. Það er þess vegna blekking, að fjárfestingin á undanförnum árum hafi byggzt á erlendum lántökum. Hún hefur einfaldlega byggzt á því að lang- mestu leyti, að þjóðin hefur get- að lagt til hliðar talsverðan hluta þess, sem hún hefúr aflað. Og um slíka fjárfestingu er aðeíns gott að segja. Frá hvaða sjónarmiði, sem litið er, hlýtur hún að telj- ast æskileg. Neyzlulán. Sú fullyrðing stjórnarvalda, að erlendar skuldir hafi verið orðn- ar svo miklar og fjárfesting með erlendu lánsfé, að nauðsynlegt hafi verið að fella gengið og beita fleiri aðferðum til að stöðva fjár- festingu í landinu, er markleysa ein og alger fjarstæða. Enda myndu víst fæstir trúa því, að ríkisstjórnin myndi nú hafa tek- ið lán erlendis á einu bretti, sem eru hærri en allar erlendar skuldir þjóðarinnar voru í árslok 1958, ef hún teldi að skuldirnar hefðu verið orðnar hættulega miklar. En það er staðreynd, að nú hefur ríkisstjórnin samið um 760 milljón króna lántöku er- lendis. Þessu láni á bara ekki að verja til fjárfestingar eða neinna arðbærra framkvæmda heldur aðeins til neyzlu. Einmitt þess vegna er nú um hættulega lán- töku að ræða, en þau lán, sem fyrir voru, voru ekki hættuleg afkomu þjóðarinnar. Neyzlulán Það vakti nokkra eftirtekt á þingi Sósíalistaflokksins, að þar var mættur áheyrnarfulltrúi fyr- ir félag íslenzkra stúdenta í sósíalistisku löndunum. Hafði hann komið til landsins gagngert í þeim erindum að sitja flokks- þingið til þess síðan að geta frætt félagssystkini sín um það, sem þar gerðist og stjórnmála- baráttuna hér heima almennt. — Fulltrúi þessi, Hjörleifur Gutt- ormsson, sem stundar nám í líf- fræði í Leipzig, ávarpaði þingið fyrsta daginn, sem það starfaði, og skýrði þá m. a. frá starfsemi félags þessa, sem hann mætti þarna fyrir. Kom þar fram, að félagssvæðið er mjög víðlent, þar sem það nær allt frá Austur- Þýzkalandi til Kína, félagarnir eru í ýmsum löndum og ýmsum borgum á öllu þessu svæði. Það er því ekki auðvelt um funda- höld, en þess í stað skiptast fé- lagarnir á bréfum og miðla á þann hátt milli sín upplýsingum og setja fram sínar skoðanir hver við annan. Halda þeir þannig stöðugu sambandi sín í milli og fylgjast betur en ella með því, sem gerist hér heima og mynda sér ákveðnar skoðanir um það. Lét Hjörleifur vel af fé- lagsstarfinu og taldi það koma að verulegu gagni fyrir þessa námsmenn, sem margir hverjir stunda nú nám • víðsfjarri ætt- jörðinni og hafa takmarkaða möguleika til að fylgjast til hlýt- ar með því, sem hér gerist. Fæstum þingfulltrúum mun áður hafa verið kunn tilvist þessa félags og var skýrslu Hjörleifs um starfsemi þess mjög vel fagnað. í viðurkenning- arfskyni fyrir áhuga þessarra námsmanna ákváðu fulltrúarnir að skjóta saman fyrir ferðakostn- aði fulltrúa þeirra á þingið og safnaðist á skammri stundu næg- ur farareyrir fyrir hann. Verðbólgustefnan Enda þó að gengislækkunin sé nú komin til framkvæmda svo og söluskatturinn, þá er ennþá minnst komið fram af þeim hækkunum, sem af þessum ráð- stöfunum hljótast. En svo sem til að undirstrika verðbólgustefnu sína hefur ríkis- stjórnin látið ríkisstofnanirnar ganga á undan með stórfelldar hækkanir. Fyrst kom hækkunin hjá pósti og síma, og nú hafa rík- iseinkasölurnar stórhækkað sín- ar vörur, tóbak og áfengi. Glöggt er hvað þeir vilja, sem nú sitja í stjórnarráðinu, allt skal hækka og það heldur fyrr en seinna. geta komið þjóðinni í alvarleg vandræði, en lán til arðbærrar fjárfestingar gera það ekki. En sú ríkisstjórn, sem nú situr, skil- ur víst ekki þetta fremur en annað. Þjóðin var ekki hættulega skuldug erlendis í upphafi þessa árs, en hún er það kannski í dag. SAGT OG BRAGI SIGURJÓNSSON rit- stjóri „Alþýðumannsins“ er þckktur að því, að hirða lítt um, hvort hann segir satt frá eða lýgur. Nokkur dæmi þessa hafa að undanförnu verið rakin hér í blaðinu, en ekki verður hjá því komizt að bæta ennþá við þá upptalningu. í síðasta blaði „Al- þýðum.“ segir hann nokkuð frá atkvæðagreiðslum á síðasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar, og eins og fyrri daginn tekst honum illa að þræða vegi sannleikans. Þann- ig segir hann t. d„ að Jón B. Rögnvaldsson hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um lántöku að upphæð 1 millj. kr., sem varið skyldi til byggingar slökkvi- stöðvarhússins og byggingarinn- ar við íþróttavöllinn. Þarna lýg- TOGARARNIR Aflabrögð hjá togurunum voru mjög léleg í janúar og febrúar, en þegar kom fram í marz tók afli að glæðast og var ágætur um miðjan mánuðinn. Hann mun nú eitthvað minni, en þó sæmilegur. Síðustu landanir eru þessar: Sléttbakur landaði 10. marz 215 tonnum og aftur 21. marz 183 tonnum. Kaldbakur landaði 16. marz 259 tonnum. Harðbakur landaði 18. marz 307 tonnum. Svalbakur var í viðgerð í Reykjavík, en er nú kominn á veiðar, og eru allir Akureyrar- togararnir nú á veiðum. Aukinn afli hafði strax mikil áhrif á atvinnulíf í bænum, og má segja, ,að atvinnuástand sé nú gott. Hin góða veðrátta hjálpar þar einnig til. Reikningsskekkja? Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar Akureyrarkaupstaðar var gert ráð fyrir, að tekjur bæjarins af söluskatti yrðu kr. 2,8 millj. á ári, og er það einn tuttugasti hluti af þeim söluskatti, sem ætlað er að renni til bæjar- og sveitarfélaganna. Verði höfða- tölureglunni beitt við skiptingu þessa skatts kemur þetta heim og saman. En mönnum verður á að spyrja, hvers vegna er þeirri sömu reglu ekki fylgt, þegar reiknað er út, hversu mikið muni þurfa að hækka framlag bæjarins til Almannatrygging- anna. Samkvæmt greinargerð með frumvarpi um breytingar á Almannatryggingalögunum er gert ráð fyrir, að gjöld sveitarfé- laganna til trygginganna hækki um kr. 6 millj. 230 þús. Ef Akur- eyri greiðir einn tuttúgasta verða það 315 þús. kr„ en fjárhagsáætl- unin gerir aðeins ráð fyrir hækk- un um 100 þús. kr. Hætt er við, að þarna sé reikningsskekkja og áætlunin fái ekki staðizt, og allt bendir til, að þetta sé aðeins eitt dæmi af mörgum um það, að áætlunin sé óvarleg, svo að ekki sé meira sagt. SKRIFAÐ ur Bragi, því að Jón B. Rögn- valdsson greiddi þessarri tillögu atkvæði. Eini bæjarfulltrúinn, sem ekki greiddi tillögunni at- kvæði, var Árni Jónsson. Enn- fremur segir Bragi, að Jón Ingi- marsson hafi greitt fjárhagsáætl- uninni í heild atkvæði. Þama lýgur hann enn. Bæði Jón Ingi- marsson og Jón B. Rögnvaldsson sátu hjá við atkvæðagreiðslu um fjárhagsáætlunina í heild. Úti- lokað er, að Bragi hafi ekki séð, hvernig atkvæði féllu á bæjar- stjórnarfundinum ,en hann kærir sig greinilega ekki um að hafa það heldur sem satt er. * „ÍSLENDINGUR* ræðir á föstudaginn var um komu af- ríkanskra siðvæðingarmanna hingað til bæjarins, og segir m. a„ að stefna þessi sé mjög út- breidd í Suður-Afríku og megin- áherzlu leggi siðvæðingarmenn á fullkominn heiðarleika og full- kominn kærleika. En varla verð- ur sagt, að ástandið í sambúð hvítra manna og dökkra í Suður- Afríku beri þess vott, að þar sé um fullkominn heiðarleika eða fullkominn kærleika að ræða. Og ef þessi stefna á einhvern þátt í því ófremdarástandi, sem nú rík- ir þar í landi, þá verður áreiðan- Iega mörgum á að hugsa, að betra sé að vera án þessarrar stefnu, ef slíkar eru afleiðingar hennar. Og kannski mættu sumir forsprakkar þeirra siðvæðingar- manna minnast þessarra orða Krists: Ekki munu allir þeir, sem segja herra, herra, komast í himnaríki. * SÖLUSKATTSOKRIÐ er nú orðið að lögum og miklar verð- hækkanir væntanlegar af völdum þessa skatts, sem á að tryggja ríkiskassanum 610 millj. kr. í tekjur á ári. Blaðið íslendingur segir 18. þ. m. um söluskattinn: „Þessi hækkun á söluskattin- um stendur í beinu sambandi við afnám tekjuskatts af almennum launatekjum og framlagi ríkisins í jöfnunarssjóð sveitarfélaga til lækkunar á útsvörum. Stjórnar- andstaðan -heldur því fram, að hækkun skattsins sé meiri en nemur lækkun á tekjuskatti og útsvari hjá meðalfjölskyldu. Fjármálaráðherra hefur hins vegar sýnt með tölum, að hjá vísitölufjölskyldu nemi lækkan- irnar, sem í móti söluskattinum koma, um 7—800 krónum um- fram söluskattshækkunina.“ Hann er snjall reikningsmaður fjármálaráðherrann. — Lækkun tekjuskattsins nemur nefnilega samkvæmt útreikningi „sérfræð- inganna“ 75 millj. kr. á ári, en hækkun söluskattsins 456 mill- jónum. Skattheimtan er aukin um 381 milljón á ári og samt á almenningur að hljóta af því verulegar kjarabætur. Ef Sölvi Helgason væri nú uppi myndi hann blikna frammi fyrir reikn- ingslist fjármálaráðherrans.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.