Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.04.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 08.04.1960, Blaðsíða 1
UERKflmnDURinn XLJII. árg. Akureyri, föstudaginn 8. apríl 1960 14. tbl. Á að binda það í lögum, að Reykvíkingar greiði þriðjungi lægri útsvör en allir aðrir? Samkvæmt útsvarslagafrumvarpinu, sem nú liggur fyrir Alþingi, á að lögfesta txrjá mismunandi út- svarsstiga fyrir landið. Einn þeirra á að gilda fyrir Reykjavík, og þar eiga útsvörin að vera lægst. Þeir, sem búa í sveitum eiga að greiða mun meira en Reykvíkingar. Þeir, sem búa í öðrum kaupstöðum en Reykjavík, eiga að greiða þriðjungi hærri útsvör en Reykvíkingar með sömu tekjur Samkvæmt þessu furðulega lagafrumvarpi er gert ráð fyrir, að maður með 40 þúsund króna útsvarsskyldar tekjur greiði í útsvar af þeim, ef hann á heima í Reykjavík, kr. 3.890. Ef maður með sömu tekjur á heima í sveit á hann að greiða í út- svar kr. 4.880.00, og eigi hann heima í kaupstað, öðrum en höfuðborginni, skal hann greiða kr. 5.700, eða um það bil hálft annað Reykvíkings-útsvar. með þessu: í Reykjavík á ekki | í sveitum skulu menn gott greiða að leggja útsvar á lægri nettó- tekjur en kr. 25.000.00, en í öðr- um kaupstöðum á að útsvars- leggja fólk þó að tekjurnar nái ekki nema 15.000.00 krónum, og Og sagan er þó ekki öll sögð Fermingarbörn í Akur- eyrarkirkju 10. apríl D re n g i r :. Amór Jón Sveinsson, Gránutél.g. 57B. Benedikt Arthursson, Hafnarstræti 7. Eiður H. Eiðsson, Ægisgötn 29. Erlingur F. Aðalsteinsson, Hmstr. 24. Eysteinn Reynisson, Norðurgötu 34. Friðrik Sigurjónsson, Hríseyjargötu 21. Guðm. ó. Guðmuntlsson, Holtagötu 5. Gunnst. B. Guðjónsson, Þingv.str. 35. Hans Hansen, Byggðaveg 134. Hedin Bech, Stórholt 1. Hreinn Hjartarson, Aðalstrati 08. Ingi Þ. óíaísson, Lóngumýri 9. Jón Hilmar Davíðsson, Gral'arholti. Kristján Antonsson, Ránargötu 17. Reynir Hjarlarson, Þórunnarstr 122. Sigurður Jónsson, Löngumýri 1. Þröstnr A. Sigurjónsson, Spítalav. 21. Ævar Karlesson, Luntlargötu 6. S t ú 1 k u r : Ágústa Sverrisdóttir, Ránargötu 16. Ása V. Björgvinsdótlir, Rauðamýri 13. Elínborg S. Árnadóttir, Norðurg. 49. Elsa Elísdóttir, Kaupvansstræli 1. Guðný Styrmisdóttir, Eyrarvegi 13. Guðrfður E. Guðmundsd., Hafn. 49. Guðrún Sigurðardóttir, Ránargötu 5. Inga S. Sigurðardóttir, Norðurgotu 30. Ingveldur Jónsdóttir, Sólvöllum 19. Kristín M. Jónsdóttir, Gleráreyrum 13. Margrét Aðalsteinsdóttir, Hmst. 24. Óla Kr. Freysteinsdóttir, Eiðsvallag. 4. Svana Aðalbjörnsdóttir, Sólvöllum 17. útsvar af 3000.00 króna tekjum Það verður varla sagt, að hér sé gert ráð fyrir því, að menn séu jafnir fyrir lögunum. Og hvað er nú orðið af öllum hinu mörgu og fögru orðum um „jafn vægi" í byggð landsins? Skyldi núverandi íhaldsstjórn telja sennilegt, að hún stuðli að slíku jafnvægi með því að gera fólki svo áberandi mishátt undir höfði, sem gert er með þessu frum- varpi? Og hver skyldi svo vera hin raunverulega ástæða til þess, að íhaldið telur sig geta lögbundið stórum lægri útsvör í Reykjavík en annars staðar á landinu? Hún er ekki sú, að rekstur Reykja- víkurbæjar sé ódýrari en ann- arra bæjar, síður en svo. Ástæð- an er sú, að í Reykjavík er fjöldi alls konar stofnana, sem reka þjónustustarfsemi fyrir landið allt og draga til sín fé hvarvetna af landinu, en greiða aðeins út- svar í Reykjavík. — Þannig lifir Reykjavík að verulegu leyti á útsvörum, sem aðrir landshlutar ættu einnig að njóta góðs af. Þau fyrirtæki, sem hér er um að ræða, eru t. d. heildsöluverzl- anir, sem nær allar eru staðsett ar í Reykjavík, ennfremur skipa félögin, tryggingafélögin, út- flutningssamtök — og Tóbaks- einkasala ríkisins, sem eins og frægt er orðið, lagði niður útibú sitt á Akureyri til þess að tryggja það, að Reykvíkingar héldu öllu útsvari fyrirtækisins. Mestur hluti af útsvari Áfengis- verzlunarinnar lendir einnig í Reykjavík, og fleira mætti telja. Landsútsvar. Þrír. af þingmönnum Alþýðu- bandalagsins hafa flutt á Alþingi frumvarp um, að útsvör þessarra fyrirtækja, sem hafa tekjur sínar alls staðar að af landinu, skuli renna í sérstakan sjóð, sem síðan skiptist milli allra sveitarfélaga. Það væri auðvitað hin eðlilega leið og sýnist alveg sjálfsagt, að þetta verði einmitt ákveðið nú, þegar ríkisvaldið er að taka ráð- in af sveitarfélögunum um álagn ingu útsvara. En þrátt fyrir það, að engum geti blandast hugur um, að þetta væri hin rétta leið þá er alveg óhætt að slá því föstu, að íhaldið samþykkir ekki þessa tillögu. Það ætlar sér ekki að gera neitt til að jafna afstöðu landsbúa. Öll skattafrumvörp þess að undanförnu bera þess mérki, að réttlæti á ekki upp á pallborð þess, og jafnrétti ein- staklinga eða landshluta er hug- tak, sem ekki þekkist í þeim her- búðum. SAMÞYKKJA ALLT Maður nokkur hringdi til blaðs- ins í vikunni og spurði, hvort rétt væri að nú ætti að leggja út- svar á menn í sveitum og kaup- túnum, þó að þeir hefðu ekki nema 3000 krónur í árstekjur. Hann fékk það svar, að svo myndi verða, ef frumvarp ríkis- stjórnarinnar yrði samþykkt. — Samþykkt, sagði þá maður- inn, þeir samþykkja allan and- skotann. Þetta eru vélar en ekki menn. Þó að ríkisstjórnin flytti frumvarp um að drepa helming- inn af þjóðinni, þá yrði það sam- þykkt. ÍF íslandskiukkan" á Akureyri Starfsfræðsludagur var haldinn á Akureyri sl. sunnu dag að tilhlutan Æskulýðsheim- ilis templara. Fór starfsfræðslan fram í Barnaskóla Akureyrar undir stjórn Ólafs Gunnarssonar sálfræðings. Alls komu þangað um 400 börn og unglingar. Að- sókn var áberandi mest, þar sem sátu fulltrúar flugþjónustunnar og lögreglumála. Verkamaðurinn og fjármálaráðherrann Við fyrstu umræðu um tekju- skattsfrumvarpið á Alþingi benti Björn Jónsson á, að verkamenn myndu í flestum tilfcllum fá felldan niður tekjuskatt, sem næmi frá 150 kr. að 1600 kr., en hátekjumenn fengju svo stór- fcllda eftirgjöf á sínum skatti, að jafngilti ríflegri kauphækkun. — Þessu til sönnunar benti Björn á eftirfarandi dæmi: Verkamaður, sem vinnur allan ársins hring eðlilegan vinnúdag og eina klst. að auki í eftirvinnu ber úr býtum tekjur upp í 58.909.50 kr. Eigi hann konu og þrjú börn verða skattskyldar tekjur hans í hæsta lagi 27.700 kr. Tekjuskattur hans yrði því um 1660 kr. eða jafnvel minni, ef annar frádráttur en persónufrá- dráttur kemur til. Þessi skattur félli niður. En t. d. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, sem bar 50 þús. kr. tekjuskatt á sl. ári og hefur því haft a. m. k. 210—220 þús. kr. árstekjur, ætti eftir frumvarpi hans sjálfs að greiða 20.500 kr. tekjuskatt. Hremn gróði hans af skattalækkuninni næmi því hartnær 30.000 kr., þrjátíu þúsund króna raunveru- legri og skattfrjálsri kauphækk- un. Slíkur maður þarf vissulega ekki að kvarta yfir söluskatti cða gengisfellingu. Glæsilegir hljómleikar Nadézhda Kazantséva og Taísía Merkúlova Annað kvöld frumsýnir Leik- félag Akureyrar þriðja viðfangs- efni sitt á þessu leikári, og verð- ur tæpast sagt, að nú hafi verið leitað þess, sem auðveldast væri viðureignar. Það er íslands- klukkan eftir Laxness, sem nú hefjast sýningar á. Til þessa hef- ur leikrit þetta aldrei verið tekið til sýninga utan Þjóðleikhússins, og er óneitanlega mörgum for- vitni á að sjá, hversu Leikfélagi Akureyrar tekzt meðferð þessa verkefnis, sem er stórt og vanda- samt. Hjá Þjóðleikhúsinu voru færustu leikarar landsins valdir í flest hlutverk, og flutningur verksins þótti takast mjög vel. Hér verða að vísu vanir leikarar í mörgum hlutverkum, en einnig ýmsir, sem sjaldan eða aldrei hafa sézt á leiksviði. Hlutverkin eru alls 27, en leikendur rúmlega 20. Með stærstu hlutverkin fara Bryn- hildur Steingrímsdóttir, Jóhann Ögmundsson, Júlíus Oddsson, Jón Kristinsson og GuSmundur Magnússon. Leikstjóri er Ragn- hildur Steingrímsdóttir. UTSVORIN FRÁDRÁTTARBÆR Samkvæmt útsvarslagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar eiga greidd útsvör framvegis að verða frádráttarbær, þegar reiknaðar eru útsvarsskyldar tekjur næsta ár á eftir. Afleiðing þessa verður sú, miðað við þann skattstiga, sem gilda á í kaupstöðunum, að útsvar af 40 þús. kr. tekjum Iækkar um kr. 1.580.00; útsvar af 60 þús. kr. tekjum lækkar um kr. 2.800.00; útsvar af 100 þús. kr. tekjum lækkar um kr. 6.830.00; útsvar af 130 þús. kr. tekjum lækkar um kr. 11.125.00. Það er fljótséð, hverjir eiga að græða á þessu fyrirkomulagi. — Það eru alltaf þeir sömu, sem íhaldskrata-stjórnin ber um- hyggju fyrir. „Þeir stóru" græða mest á tekjuskattslækkuninni, og þeir eiga líka að fá lsekkun á útsvörunum sínum. Fimmtudaginn 31. marz síðastl. fóru fram hljómleikar í Nýja-Bió á Akureyri á vegum Akureyrar- deildar MÍR. Komu þar fram óperusöngkonan Nadézhda Kaz- antséva (flúrsopran) og píano- snillingurinn Taísía Mérkúlova, konsertmeistari, sem var undir- leikari. Báðar þessar listakonur eru í röð ágætustu snillinga í heima- landi sínu. Kazantséva er tví- mælalaust mikilhæfasta og fræg- asta söngkona, sem sungið hefir hér á Akureyri, þekkt og dáð, ekki aðeins í heimalandi sínu, heldur einnig í fjölmörgum lönd- um Evrópu og Asíu, og dómar um söng hennar alstaðar á eina lund: að hún eigi fáa sína líka. Sem dæmi um þá aðdáun, sem söngur hennar hefir hlotið, má nefna umsögn blaðsins Wiener Kurier, 10. nóv. 1947: „Það er aðeins á færi afburða snillinga á borð við Kazantsévu að leggja út í keppnina viS hljómsveitina í konsert Gliers. Rödd Kazantsévu er þróttmikil Aðalfundur Sósíalistafélags Akureyrar verð ur haldinn í kvöld. Auk venju- legra aðalfundarstarfa skýra þeir Eyjólfur Árnason og Þorsteinn Jónatansson frá störfum flokks- þingsins, sem haldið var í síðasta mánuði, og þeim ályktunum og samþykktum, sem þar voru gerð- og fögur, tæknin hrífandi tær, — það er aðeins hægt aS jafna henni við Maríu Ivogun og Toti dal Monte." Þess má geta, að söngkonsert Gliers er talinn eitt- hvert allra erviðasta hlutverk í tónbókmenntum heimsins. Wien- er Kurier segir enn fremur: „Nafn Kazantsévu er þekkt langt utan Sovétríkjanna. Hin frábæra rödd hennar hefir hljómað í sönghöllum Vínarborgar, Lund- úna, Flórenz, Berlínar, Sofíu og fleiri stórborga Evrópu, og al- staðar sigrar hún með glæsibrag. Hún er framúrskarandi flúr- sopran, skínandi óperusöngkona og frábær túilkandi rússneskjra þjóðlaga og sovézkra söngva." Kazantséva hefir stundum verið nefnd „síbírski næturgal- inn" (hún er fædd í írkútsk í Austur-Síbíríu), sbr. þegar hin heimsfræga Jenny Lind var köll- uð „sænski næturgalinn". Á fyrri hluta hljómleikanna söng Kazantséva sex óperuaríur eftir ítölsku tónskáldin Bellini, Puccini, Donizetti og Rossini, af svo frábærri leikni, léttleika, fjöri og skaphita, að áheyrendur gátu naumast trúáð eigin eyrum. Rödd hennar, silfurskær og krist- allshrein, fyllti salinn og lék sér að fléttum hins margslungna söngflúrs (coloratur) af sama ör- yggi og sólskríkjan flytur sín ljúfu sumarlög, — eins og Stradi- varius-fiðla í höndum afburða- Framhald á 2. siðu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.