Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.04.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 13.04.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 13. apríl 1960 VERKAMAÐURINN 3 Minningarorð í>ann 11. marz sl. var jarðsung- inn að Lögmannshlíðarkirkju Kristján Jónsson frá Brautarhóli í Glerárhverfi. Kristján var fæddur að Gröf í Svarfaðardal 3. október 1897, sonur hjónanna Jóns Gunnlaugssonar og Ingi- bjargar Sigurjónsdóttur. í æsku ólst Kristján upp hjá foreldrum sínum, sem þá voru í hús- mennsku hjá ýmsum bændum, bæði í Svarfaðardal og víðar. Sem ungur maður vann Krist- ján alla algengna verkamanna- vinnu, og þótti afbragðs verk- maður að hverju sem hann gekk, enda lagtækur í betra lagi. Árið 1918 réðist hann sem fast- ur starfsmaður til Ullarverk- smiðjunnar Gefjunar og vann þar í fjölda mörg ár. Eg átti því láni að fagna, að vera vinnufé- lagi Kristjáns um 16 ára skeið. Á þeim árum tókst með okkur góð vinátta, sem entist okkur þar til leiðir skildu nú. Kristján var ekki aðeins góður félagi, heldur líka traustur, ráðagóður og sann- ur. Það var þess vegna ekkert undarlegt, að þegar eg hóf störf í ullarverksmiðjunni sem dreng- ur, að eg tæki nokkuð meira til- lit til Kristjáns en annarra, þar sem hann vildi að fyrra bragði gera mig að félaga sínum og vini. í verkalýðsmálum lágu skoðanir okkar Kristjáns saman, og þótt hann beitti sér aldrei opinberlega á því sviði, var hann alltaf hinn traustasti og árvakasti í þeim efnum. Kristján var alltaf stór- huga í hugsunum sínum um framtíðina, og vildi bægja frá sér og öðrum hinum þrönga stakk og búa sjálfum sér og öðr- um rýmri lífskjör en áður þekkt- ust. Hann hafði bjargfasta trú á, að öllum gæti liðið vel í þessu landi, aðeins ef stjómað væri með hag fjöldans fyrir augum. Árið 1928 tók Kristján land á erfða- festu utarlega í Glerárhverfi, ræktaði það og byggði sér þar íbúðarhús, sem nefnist Brautar- hóll. Þetta þótti okkur vinnufé- lögum hans mikið í ráðizt og undraverður stórhugur. Þá voru launin mjög lág, eða um kr. 175 til 200 á mánuði, enda þröngt fyrir dyrum hjá flestum. En við sáum það síðar, að Kristján hafði réttara fyrir sér en við. Eftirlifandi kona Kristjáns er Anna Jónsdóttir, dóttir Jóns „Siðvæðing" og kommúnismi Stutt orðsending til próf. Jóhanns Hannessonar Kristján Jónsson. heitins Kristjánssonar frá Sand- gerði í Glerárhverfi, og eignuðust þau 5 börn, sem öll eru á lífi. Þótt Kristján nyti ekki í æsku annarrar menntunar en barna- skóla, var hann vel sjálfmennt- aður, og fylgdist vel með í félags- málum. Hann var um tíma í hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps, þ. e. þegar Glerárhverfi tilheyrði Glæsibæjarhreppi. Ennfremur starfaði hann lengi í Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar og að fleiru, sem gat auðgað og glætt menningarlíf byggðarlagsins. Eg kveð þig svo, góði vinur og félagi með innilegri þökk fyrir góða kynningu á lífsleiðinni. ■ Hafðu þökk fyrr allt. Jón Ingimarss'hn. Hjónaefni. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína Ingimar Eydal hljóðfæraleikari og Ásta Sigurðardóttir nemandi í M. A. Hjónaefni. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína Ragnhild Hansen, Hlíðarenda, Húsavík, og Kristján Sigurðsson, Lund- arbrekku, Bárðardal. AÐALFUNDUR ÁSGARÐS H. F. verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í Irúsakynnum félagsins. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórn Ásgarðs h.f. TILKYNNING NR. 13/1960 Innf 1 utningsskrifstofan hefur í dag ákveðið eftirfarandi hámarksverð á selda vinnu hjá rafvirkjum. I. Verkst'œðisvinna og viðgerðir: Dagvinna ................. kr. 41.45 Eftirvinna ................ — 57.40 Næturvinna ................ — 73.85 Söluskattur er innifalinn í verðinu og skal vinna, sem er undanþegin söluskatti þessum, vera ódýrari sem því nemur. II. Vinna við raflagnir: Dagvinna ................. kr. 38.35 Eftirvinna ................ — 53.15 Næturvinna ................ — 68.35 Reykjavík, 1. apríl 1960. VERÐLAGSSTJÓRINN. Kirkjan. Messað í Akureyr- arkirkju á skírdag kl. 10 f. h. Ferming. — Sálmar nr.: 372 — 594 — 590 — 648- 591 P. S. — Messað á föstudaginn langa í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. — Sálmar nr.: 156 — 159 — 170 — 174. — Séra Stefán Snævarr messar. — Messað á páskadag í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. — Sálmar nr.: 176 — 187 — 447 — 186. — Ferming í Akureyrar- kirkju annan páskadag kl. 10 f. h. — Sálmar nr.: 372 — 594 — 590 — 648 — 591. — P. S. — Messað í Lögmannshlíðarkirkju fyrsta sumardag, 21. apríl, kl. 2 e. h. — P. S. Ferðafélag Akureyrar. Geng- ið á Súlur 14. apríl (skírdag). — Þátttaka tilkynnist Álfheiði Jónsdóttur, Skóverzlun M. H. Lyngdal, sími 2399. Húnvetningafélagið hefur sumarfagnað í Landsbankasaln- um síðasta vetrardag (miðviku- daginn 20. apríl). Félagsvist og dans. Stjórnin. Slysavarnafélagskonur Akur- eyri! Munið, að þátttaka í af- mælishófinu verður að tilkynn- ast fyrir páska. Skrifið ykkur því strax á listann. — Stjórnin. ÆFA ÆFA Æskulýðsfylkingin á Akureyri heldur FUND Ásgarði laugardaginn 16. apríl kl. 14. FUNDAREENI: 1. Happdrættið. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. Siðvæðingin svonefnda var tekin til meðferðar 10. þ.m. í útvarps- þættinum „Spurt og spjallað". Bar þar margt á góma, sem vænta mátti, og verður fátt eitt af því tekið til meðferðar hér, enda þó að það væri vel þess vert, að því væru gerð nokkur sk.il. Það kom glöggt fram hjá prófess- or Jóhanni Hannessyni, að „Sið- væðingin“ væri hugsjónastefna, hliðstæð t.d. kommúnismanum, en hitt kom ekki nógu glöggt fram, að henni væri stefnt gegn kommúnism- anum, væri tæki í baráttunni við hann. Þróunin til kommúnisma síðustu fjóra áratugi er ískyggileg staðreynd fyrir hinn kapítaliska heim, e'f svo lieldur fram sem horfir þá virðast dagar hans taldir. Þess vegna varð hinn kapitaliski heimur að finna upp einhvern Kína-lífs-elexír sér til bjargar, ekki sízt vegna þess, að kapitalisminn er í eðli sínu gjör- sneyddur því að vera hugsjónar- stefna og kirkjan hefur stöðugt minnkandi áhrif á hugi fólksins í þá átt, sem hún hafði áður fyrr, þegar hún þjónaði kapitalismanum afdráttarlaust, samanber það, þegar SPILAKVÖLD HJÁ H>JU Iðjuklúbburinn verður í kvöld (miðvikudag) kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu. Spil- uð félagsvist, góð kvöld- verðlaun. Dans á eftir. Hljómsveit hússins leikur Helena syngur með hljóm sveitinni. — Fjölmennið. Skennntið ykkur. Hvergi meira fjör. Stjórnin. TILKYNNING NR. 15/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarks- verð á blautsápu sem hér segir: Heildsöluverð pr. kg..... kr. 13.05 Smásöluverð með sölusikatti pr. kg . . . — 16.40 Reykjavík, 4. apríl 1960. VERDLAGSSTJ QRINN. ORÐSENDING um leigur á túnblettum, Kjarnanýrækt og Hólmunum Þeir, sem hafa á leigu hjá Akureyrarbæ túnbletti og lönd í Hólmunum og Kjarnanýrækt, þurfa að hafa endurnýjað og greitt leigu fyrir árið 1960 eigi síðar en 20. þ. m. Verður litið svo á, að þeir, sem ekki hafa greitt leigu fyrir ofangreindan tíma, óski ekki að hafa löndin áfram. Þeir, sem kynnu að vilja fá túnbletti og lönd á leigu hjá Akureyrarbæ á þessu ári, eru beðnir að snúa sér til umsjónarmanns jarðeigna bæjarins. Þórhalls Guð- mundssonar, sími 1655, fyrir 1. maí næstkomandi. BÆJARSTJÓRI. því var haldið fram af prestum kirkjunnar, að valdsmenn þjóð- anna væru það fyrir tilverknað Guðs og þess vegna ætti fólkið að hlýða þeim skilyrðislaust, saman- ber: „Yfirvöldunum sendu lið“. Hugsjónastefnu varð að finna upp til að reyna að stöðva flóttann frá hinuni kapitaliska heimi. „Sið- væðingin" varð fyrir valinu. Fólkið er nefnilega hætt að trúa því, að það sé sælt að vera fátækur og að það. sé raunveruleg forsenda fyrir himnaríkissælu eftir dauðann. Fólk- ið vill líka eiga nokkurn þátt í gæð- um þessa heims, og Karl Marx benti hinum fátæku á leiðina til þess. Nú hefur einn þriðji mann- kyns farið áð ráðum hans, og auk þess eru kapitalisku löndin gegn- sýrð af þessum voðal Það er ekki að undra þótt pró- fessor Jóhann Hannesson sé sleg- inn nokkrum ótta út af sálarheill þeirra fátæku, ef það er trú hans eins og margra fyrirrennara hans í prestastétt, að því vesælli og snauðari sem maðurinn lifi hér á jörð, því meiri líkur (ef ekki vissa) sé fyrir himnaríkissælu eftir dauð- ann. Það er ekki að undra, þótt prófessorinn sé hlynntur „Siðvæð- ingunni“, ef sálarheill mikils meiri- hluta mannkyns er í húfi. Það hefur margur fyllst eldmóði af minni ástæðu. í fám orðum sagt, er „Siðvæðing- in“ sett á svið til þess að villa um fyrir hrekklausu fólki, draga at- hygli þess frá þeirri velmegun og Hfshamingju hér á jörð, sem kommúnisminn hefur fjöldanum að bjóða fram yfir kapitalismann. Formælendur „Siðvæðingarinnar“ vita þó fullvel, að kommúnisminn stendur nær kenningum Krists um bræðralag hér á jörð en kapital- isminn, sem „Siðvæðingin" er þó fædd til að þjóna, enda er hún út- þynning á kristindómnum, gcrð eftir að þjónar kristninnar í héiðn- um löndum sjá sér ekki lengur fært að boða þar ómengaðan kristindóm vegna framkomu hinna livítu, kristnu bræðra, sem um aldir hafa í nafni kristinnar trúar undirokað, kúgað og myrt nýlendubúa í svo ríkum mæli, að ekki verður tölu á komið. Hinir 72 Suður-Afríkubúar, sem létu lífið fyrir nokkrum dög- um, eru ekki þeir einu, sem látið liafa líí'ið af völdum hinna kristnu boðbera í baráttu þeirra gegn frelsisást fólksins og kommúnism- anum. En þeirn, sem talið hala sig boðbera kristninnar meðal heið- inna .þjóða, hefur of oft gleymst það, að arðrán og kristindómur eiga ekki samleið, og engum tekst svo vel fari að þjóna báðum, Kristi og kapitalismanum. Nei, prófessor Jóhann Hannes- son. Það er ekki að undra, þó að þú sem íslendingur kinokir þér við að játast „Siðvæðingunni" opinberlega og skilyrðislaust. Yfir- drepsskapur hennar og hræsni er óf augljóst til þess að þú, þrátt fyrir menntun og meðfædda dómgreind (eða vegna hvors tveggja), teljir hæpið, að hægt sé að sannfæra ís- lendinga um slíka lýgi og blekking, sem þar er á borð borið. En lítil- mannleg finnst mér þó sú fram- koma þín að tala máli „Siðvæðing- arinnar“ en afneita handleiðslu hennar. Hvað finnst þér? Virðingarfyllst, Norðlendingur.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.