Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.07.1960, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 01.07.1960, Qupperneq 1
Vegna sumarleyfa kem ur Verkamaðurinn ekki oftar út í þessum mánuði XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 1. júlí 1960 26. tbl. Enda þótt sumarannir séu nú í algleymingi skortir nokkuð á að unglingar eigi kost nægrar atvinnu. Væri brýn j)örf á að komið yrði á skipulagðri unglingavinnu á vegum Akureyrar- bæjar yfir sumartímann. — Til nokkurra bóta má þó telja að skógræktarfélögin hér um slóðir liafa með fjárstyrk frá bæn- um haldið uppi hentugri og jiroskandi vinnu fyrir unglinga að vorinu.. Einnig hefur allmargt þeiiTa unnið að snirtingu bæjarins á vegum garðyrkjuráðunauts hans. — Myndin sýnir unga menn að }>eim störfum. SÍLDARSÖLTUN HAFIN Mikil veiði þ essa viku og horfur góðar Utgerðarfélagið eignasl fimmta togarann Norðlendingur keyptur af ríkissjóði fyrir 8,2 millj. með nokkrum kvöðum Framkvæmdastjórar Útgerðarfélags Akureyringa h.f., jæir Gísli Konráðsson og Andrés Pétursson, hafa undanfarna daga staðið í samningum við ríkisstjórnina um kaup á togaranum Norðlendingi, sem ríkissjóður hreppti á nauðungaruppboði í Ólafsfirði fyrir nokkru. í lok síðustu viku var bræðslu- síldaraflinn orðinn um 114 þús. mál. Síðan hefur verið allmikil veiði, aðallega austan Langaness síðustu daga. Hefur þróarpláss þrotið hjá verksmiðjunum aust- anlands síðustu daga, en bátarnir orðið að landa á Raufarhöfn, þótt lengra hafi verið þangað að sækja. Síldarsöltun var leyfð frá og með sl. þriðjudegi, en nokkrar Þrj ár söltunar- stöðvar á Húsavík Unnið að stækkun síldarverksmiðjunnar Þrjár söltunarstöðvar á Húsa- vík eru nú tilbúnar til að taka við síld til söltunar. Eru það stöð Fiskiðjusamlagsins og kaupfélags ins, Venna h.f. og Barðans h.f. Sú fyrst nefnda hefur tvö plön til umráða. , i Engin síld hafði borizt til sölt- unar í gærkvöldi og síldarverk- smiðjan hafði aðeins fengið 200 mál í bræðslu. Unnið er nú að því að byggja lýsistanka og mjöl- hús við verksmiðjuna, en á næsta árier stækkun til aukinna afkasta fyrirhuguð. Nú getur hún unnið úr 600—800 málum á sólarhring. Ysuveiði er að hefjast hjá Húsavíkurbátum og kolaveiði í net hefur verið góð. Sjómen segja sjó allan nú mjög rauðátumikinn og fisk yfirleitt úttroðinn af átu. Þykir því síldar- legt í bezta lagi. Elisabet Eiríksdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi á 70 ára afmæli 12. þ. m. í tilefni af afmælinu heldur Verkakvennafél. Eining Elísabetu samsæti í Alþýðuh. 12. júlí n.k. söltunarstöðvar höfðu áður hafið lítilsháttar söltun á eigin ábyrgð. Fremur lítið hefur þó verið salt- að enn. Útreikningamir tóm endileysa. Þegar ríkisstjórn bar efnhags- lögin fram á Alþingi fullyrti hún að vísitalan mundi af þeim sök- um aðeins hækka um tæp 3 stig, en aðrar ástæður mundu valda eins stigs hækkun. Allar verð- hækkanirnar voru áætlaðar 13 stig, en frá átti að draga 8,5 stig vegna fjölskyldubóta, 1,6 stig vegna aukinna niðurgreiðsla og 0,2 stig vegna niðurfellingar námsbókargjalds. Hið síðast talda hefur verið efnt á þann hátt að hækka gjaldið um 70 %! Niðurgreiðslurnar eru að vísu framkvæmdar, en fé til þeirra tekið af almenningi með óbein- um sköttum, og er því reiknings- kúnstin einber, en ekkert mót- vægi við kjaraskerðinguna. Útreikningar hagstofunnar sanna nú, að jafnvel á mæli- kvarða „vísitölufjölskyldunnar", sem ekki gefur neina rétta mynd af verðhækkununum, hafa full- yrðingar ríkisstjórnarinnar og út- reikningar hagfræðinga hennar nú þegar reynst eindileysan ein- ber. Enda þótt fjölmargar verð- hækkanir séu enn ekki fram komnar, hvorki í reynd og enn síður í vísitölunni, hefur hún Varð sá árangur af för þeirra, að gerð voru drög að kaupsamn- ingi og ákvað stjórn Ú. A. á fundi sínum í gær að ganga að þeim boðum um verð og skilmála, sem í samningsuppkastinu fólust. Er því fullvíst að úr kaupum verði og útgerðarfélagið eignist fimmta togara sinn næstu daga. 8,2 millj. kr. Kaupverð togarans er 8,2 millj. kr., eða nákvæmlega hið sama og það verð sem ríkissjóði var slegið skipið fyrir. Mun það eftir atvik- um teljast sanngjarnt verð, enda er 12 ára klössun nýlega lokið og skipið talið í sæmilegu viðhaldi. Greiðslukjör munu vera fremur hagstæð. þegar komizt fram úr því há- marki, sem fullyrt var að hún mundi ná. Húsaleiga ekki með. Alkunnugt er að vaxtaokrið og 50% hækkun alls byggingarefnis hefur þegar orðið þess valdandi, að húsaleiga hefur stórhækkað. Hér á Akureyri er t. d. nú í vor um að ræða almenna hækkun húsaleigu frá 300—400 kr. á íbúð á mánuði. Fyx-ir alla þá, sem búa í eigin húsnæði hefur vaxtahækkunin hækkað húsnæðiskostnaðinn gíf- urlega og mun meira en hækkim leiguhúsnæðis nemur. Er algengt að sú hækkun nemi mörgum þúsundum króna á ári. Ekkert af þessu kemur fram í vísitölunni. Landbúnaðarvörur eftir. Nokkrar tegundir landbúnað- arvara hafa þegar hækkað nokk- uð, en kjötvörur yfirleitt ekki. Kjöt lækkaði nokkuð er sam- komulag var gert um búvöru- verð sl. vetur. Meginþungi hækk- unar landbúnaðai'vai'a vegna stóraukins tilkostnaðar bænda, af völdum efnahagsaðgerðanna, kemur hins vegar til á næsta hausti og veldur stórfelldri Kvaðir. Þær kvaðir fylgja kaupunum, að Útgerðarfélagið er skuldbund- ið, ef úr þeim verður að leggja upp á Sauðárkróki og Olafsfirði mánuðina nóv.—jan. n.k. jafn- mikið aflamagn og til þessara staða barst sl. vetur af Norð- lendingi. Ennfremur er áskilið að Sauð- árkrókur og Ólafsfjörður sitji fyrir um upplag af togurum Ú. A. á næsta ári, ef um verður að ræða að togarar þess landi utan heimahafnar. Nokkur hreyfing hefur verið fyrir því hjá Sauðkræklingum og Ólafsfirðingum að kaupa togar- ann aftxxr og varð því ekki hjá komizt að ganga inn á framan- hækkun vísitölunnar. Verð á olíum og benzíni á eft- ir að stórhækka, og svo að sjálf- sögðu allar nýjar vörur, sem koma í stað eldri bii’gða, sem smáganga til þurrðar. Fjölskyldubæturnar. Það er auðvitað alger og ósvíf- in blekking að fjölskydubæturn- ar jafni 8,5% kaupskerðingu. — Mikil fjöldi fólks nýtur þar einsk- is af og verður að þola sína launaskerðingu án allra bóta. — Barnmai-gar fjölskyldur fá því minni, auknar bætur hlutfalls- sem börnin eru fleiri (269 krónur með 3. bai’ni og fleirum). Blekkingarnar um fjölskyldu- bæturnar má glöggt marka af því að aukning þeirra (152 millj. kr.) nempr aðeins um 3,5% af heild- arlaunum í landinu. Það er sú raunverulega sárabót sem launa- menn fá að meðaltali og skakkar þar fullum 5 vísitölustigum. Á öðrum stað hér í blaðinu er birt skrá yfir verðhækkanir á nokkrum tegundum erlendra vara og styður sú skrá þá al- mennu skoðun, sem hver launa maður sannfærist bezt um af eigin raim, að lífskja(raskerð- ingin er margföld við það, sem reiknimeistararnir í stjórnar- inu halda fram og þó enn stór- fellt meiri en í upphafi var reynt að halda að almenningi. greindar kvaðir, því að ella hefðu þessir kaupstaðir ekki sleppt kaupunum við Ú. A. fyrir hið nú umsamda verð. Kvaðirnar verða að vísu til nokkurra baga næsta vetur á þeim tíma sem mest er sótt eftir af sjömönnum að sigla með ísvarinn fisk, en á hitt er að líta, að þörfin á auknu hráefni til vinnslu er mjög brýn og óvíst hvort hagstæðari kaup á togara bjóðast, en allir örðugleikar hins vegar á öflun nýs togara vegna gengisfellingar ,og lánahamla. — Nýr togari mun nú kosta nær 40 millj. kr. ! 28 ! | DAGLAUN I | Ungu hjónin, sem byrjuðu að = l halda heimili í vor, þurfa að I \ kaupa vagn handa óskabarn- i i inu. Fyrir hann þurfa þau að 1 1 greiða kr. 4.550.00, þar sem i i kr. 3.260.00 nægðu í fyrra. — i i Þessum hjónum er sagt að i í dýrtíðin hafi aðeins vaxið um I | 3%. Hinn ungi heimilisfaðir i i þarf þó að gjalda bamavagn- i i inn með 28 daglaunum nú, þar i i sem 20 daglaun nægðu í fyrra. i i Sem sagt 1290 kr. viðreisn á i 1 barnavögnum. = 2 5 MltlllilllHllttlMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIItllHIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIM? Sínfóníuhljóm- I sveitin leikur í Akureyrarkirkju á sunnudaginn Sinfóníuhljómsveit íslands held- ur hljómleika í Akureyrarkirkju n.k. sxmnudag, 3. þ. m., kl. 3 siðd. Stjórnandi er Vaclav Smetácek, en einleikari með hljómsveitinni Bjöim Ólafsson, konsei'tmeistari. Á efnisskrá er Moldá, hljóm- sveitarverk eftir Smetácek, Fiðlu- konsert eftir Beethoven og Nýi heimur, sinfónía eftir Dvorak. 10 stærstu sparisjóðirnir Samkvæmt nýútkomnum Hag- tíðindum eru spariinnlán tíu stærstu sparisjóðanna sem hér segir: Verzlunarsparisjóður Rvíkur 88 millj kr. Spai'isjóður Rvíkur 87 millj. kr. Sparisj. í Keflavík 39 millj. kr. Sparisj. Hafnarfj. 39 millj. kr. Samvinusparisj. 31 millj. kr. Sparisj. Akraness 29 millj. kr. Spai'isj. Mýrasýslu 22 millj kr. Sparisj. Akureyrar 17 millj. kr. Sparisj. Glæsib.hr. 14 millj. kr. Sparisj. Siglufjarðar 10 millj. kr. Yísitalan er komin í 111,3 stig Ekkert stenzt af útreikningum hagfræðinga ríkisstj. Samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar er verðlagsvísital- an nú 111,3 stig, en hinni opinberu vísitölu er haldið í 105 stigum með því að draga frá 6,2 stig vegna fjölskyldubóta. En alls hyggst kauplagsnefnd lækka vísitöluna um 8,5 stig með slíkum frádrætti.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.