Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.08.1960, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 26.08.1960, Qupperneq 1
VERKfMlflÐM Ritstj.: Þorstemn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 26. ágúst 1960 28. tbl. FegrunarlélagiS þakkar eiaendum skrúSgarSa 70 íiarðar hafa hlotið viðiirkcnnin^u á síðastliðnum 10 árum á Akureyri Sumarið 1951 hóf Fegrunarfélag Akureyrar að veita þeim garð- eigendum á Akureyri, sem áttu fegursta og bezt hirta garða við hús sín, sérstaka viðurkenningu og stundum verðlaun fyrir fram- lag þeirra til að fegra og prýða bæinn. Síðan 1951 hafa alls eig- endur 70 garða hlotið slíka viður- kenningu frá Fegrunarfélaginu. Nefnd sú, sem á vegum félags- ins athugar garða bæjarbúa og úrskurðar, hverjum veita beri viðurkenningu, hefur nýlega lok- ið störfum fyrir þetta sumar, og á fimdi með foryztumonnum F egrunarfélagsins, nokkrum garðeigendum og fréttamönnum sl. sunnudag voru úrslitin til- kynnt. Nefndin var sammála um, að SKÁKKEPPNI| Ráðgert er að um helgina 3.— i 4. september komi til Akureyr- I ar í heimsókn úrvals skákmenn É úr Skákfélagi Reykjavíkur til! þess að keppa við félaga úr e Skákfélagi Akureyrar og nær-1 liggjandi sýslum. Lögð verður I áherzla á að ná í beztu skák-1 menn á Norðurlandi. Meðal væntanlegra keppenda \ frá Skákfélagi Reykjavíkur eru: I Friðrik Ólafsson, Ingi R. Jóhannesson, Freysteinn Þorbergsson, Guðm. S. Guðmundsson, Kári Sólmundarson, Jónas Þorvaldsson, Guðmundur Lárusson. Einnig kemur Jón Þorsteins-= son með þeim og teflir með Ak- \ ureyringum. Næturvinna á Akranesi Bæjarstjómin á Akranesi hafði mikið að gera í fyrrinótt. Hún var að reka bæjarstjórann, Daní- el Ágústínusson. Ekki höfðu svo glöggar fréttir borizt af atburði þessum í gær, að fyllilega væri ljóst, hvað meirihluti bæjarstjóm arinnar telur Daníel hafa brotið af sér í bæjarstjórastarfinu, en líklegt er talið, að aðalsök hans sé sú, að hann er Framsóknar- maður og meira að segja í mið- stjóm þess flokks. Það vom kratar og íhaldsmenn, sem nú tóku höndum saman um brott- rekstur Daníels, og mun þar með úr sögunni vinstri samvinna, sem verið hefur á Akranesi. enginn einn garður skaraði svo sérstaklega fram úr að þessu sinni, að eigendum hans bæru sérstök heiðursverðlaun, en ákvað, að eftirtöldum garðeig- endum skyldi veitt sérstök við- urkenning fyrir garða sína: Grængötu 2, eigendur Guðrún Hannesdóttir og Karl Friðriks- son. Brekkugötu 4, eigendur Mál- fríður Friðriksdóttir og Kristján Kristjánsson. Helgamagrastræti 13, eigendur Petronella Pétursdóttir og Jón Helgason. Löngumýri 17, eigendur Hulda Ingólfsdóttir og Baldur Arn- grímsson. Goðabyggð 4, eigendur Anita Björnsson og Geir S. Björnsson. Ásabyggð 3, eigendur Liesel Malmquist og Jóhann Malm- quist. í dómnefnd Fegrunarfélagsins áttu sæti Jón Rögnvaldsson garð- yrkjumaður, Sigurður L. Pálsson menntaskólakennari og Helgi Steinarr verkstjóri. Formaður félagsins er Jón Kristjánsson verzlunarmaður. Um leið og formaður Fegrun- arfélagsins þakkaði framan- greindum skrúðgarðaeigendum fyrir framlag þeirra til fegrunar bæjarins, færði hann einnig sér- stakar þakkir félagsins Brynjari Skarphéðinssyni, sem gefið hefði ágætar trjáplöntur til fegrunar í bænum, og Benedikt Söebeck, sem annast hefði af mikilli prýði umsjón og hirðingu tjaldstæð- anna á túninu sunnan við sund- laugina. Þessar myndir eru teknar í hinni nýju niðursuðuverk- smiðju Kr. Jónssonar & Co. á Oddeyrartanga. Bygging verk- smiðjunnar hófst snemma í maí, þremur mánuðum síðar var vinna hafin við niðursuðu smá- síldarinhar. Hér er áreiðanlega um að ræða methraða við fram- kvæmdir í þessum bæ. Nú eru soðnar þarna niður um 60 tunnur síldar hvem dag. Nánar verður sagt frá verksmiðjunni á næstunni. Iðja setur fram kröfur um launa- hækkun og styttingu vinnuviku Á félagsfundi í Iðju fyrra fimmtudag var stjórn félagsins falið að ganga frá kröfum til atvinnurekenda um 25—30% almenna kauphækkun ,ennfremur meiri lagfæringar á launa- kjörum kvenna og styttingu vinnuvikunnar í 42 stundir. — Félagsstjórnin vinnur nú að því í samráði við stjórn Alþýðu- sambands íslands að ganga frá kröfum þessum í einstökum atriðum. Fundarsamþykkt Iðju er svo- hljóðandi: „Fundur haldinn í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, Þessi mynd lætur ekki mikið yfir sér, en síðar verður væntanlega hægt að taka mynd af miklum byggingum á þessum stað. Myndin er tekin ofan við Þórunnarstræti, sunnan Austurbyggðar, en þar er vinna hafin við fyrsta áfanga Elliheimilisbyggingarinnar, sem lengi hefur verið beðið eftir, en nú, hyllir loks undir að verði að veru- Ieika. — Það eru fyrstu steypumótin sem sjást á myndinni, en mest ber á skúr þeim, er verkamennimir hafa til kaffidrykkju. fimmtudaginn 18. ágúst 1960, lít- ur svo á, að nú sé svo komið, að laun fyrir 8 stunda vinnu á dag hrökkvi engan veginn fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum. Fundurinn samþykkir því að fela stjóm fé- lagsins að semja og setja fram kröfur til vinnuveitenda, sem fela í sér 25—30% almenna kaup- hækkun og að laun kvenna verði minnst 85% af launum karla. — Ennfremur verði teknar upp all- ar þær kröfur í meginatriðum, sem félagið setti fram í sumar. Félagsstjóminni er falið að hafa samband við Alþýðusamband ís- lands um útfærslu á þessum kröfum félagsins.“ Samþykkt þessi var gerS ein- róma og ennfremur var einróma samþykkt verkfallsheimild til handa félagsstjórninni, ef á þarf að halda. Samþykktin var þegar send miðstjórn Alþýðusambandsins og er nú unnið að því að ganga frá kröfunum í ákveðnu formi. Þær kröfur, sem Iðja setti fram í sumar og vitnað er til í sam- þykktinni, voru þær helztar, að vinnuvikan yrði 42 stundir, að fullt kaup yrði greitt eftir eins árs starf og að kaupgreiðslur í veikindatilfellum yrðu 3 mánuð- ir á fullu kaupi og 3 á hálfu kaupi, ennfremur nokkrar minni háttar breytingar er miða til hagsbóta fyrir starfslólk iðnaðar- ins. Alþýðublaðið ærist. Fréttin af þessarri fundarsam- þykkt Iðju hefur komið mjög illa við taugar Alþýðublaðsmanna og imdanfarna daga hafa þar birzt hver greinin af annarri í tilefni samþykktarinnar. Ástæðan er auðvitað sú, að Iðja er fyrsta fé- lagið, sem setur fram nokkuð mótaðar og ákveðnar kröfur um kjarabætur, og Alþýðublaðið veit, að hvert verkalýðsfélagið af öðru mun fylgja á eftir. En ekk- ert er Alþýðublaðinu nú verr við en að verkalýðsfélögin setji fram kröfur um kjarabætur. Kjara- skerðingar eru boðorð Alþýðu- blaðsins, en gegn kjarabótum öll- um er það ákveðið að standa. — Hækkað vöruverð en óbreytt kaup er sú „viðreisn", sem þeir vilja færa alþýðu landsins, og hafa dyggilega unnið að undan- farna mánuði.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.