Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.09.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 16.09.1960, Blaðsíða 4
4 VERRAMAÐURINN Föstudaginn 16. sept. 1960 NOKKUR ORD UM HLUTLEYSI Fulltrúafundur kaupstaðanna: Engin frávik í landhelgismálinu Formælendur herstöðva á ís- landi og ábyrgðarmenn herset- unnar segjast hlæja að hlutleysi, — það stóð í Morgunblaðinu fyr- ir skömmu. Þeir um það. Þeir vita gerzt um það sjálfir hvenær þeir hlæja og gráta, en trúlegt finnst mér þó, að hlátur þeirra að þessu sinni stafi af einhverju ööðru en einskærri hjartagleði og góðri samvizku. Kuldalhátiu- er líka til, og ýmsir bregða hon- um fyrir sig þegar þeim er hlát- ur hvað sízt í huga, en samvizk- an er vakin af værum svefni, þó að yfirborðið eigi að sýnast eins og ekkert hafi ábjátað. ísland er sjálfstætt, vopnlaust og hlutlaust, samkvæmt stjómar- skránni. Sjálfstæði þess og til- vera er viðurkennd af öllum um- heiminum, jcifnt með stórveldum, sem smáríkjum. Og við erurn fullgildir aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Á okkur verður ekki ráðist eða land okkar af okkur tekið að okkur forspurðum, nema til heimsátaka dragi. Þetta er staðreynd — og um leið okkar eini styrkur og stoð út á við. — Hlutleysi fslands er lífsspursmál íslendinga. Þeir sem hlæja að því ,eru annað tveggja fífl eða fantar. Og lítum til tveggja landa, ekki alltof langt frá okkur, Sviss og Svíþjóð. Munu þær þjóðir hlæja að hlutleysinu, sem bægt hefur frá þeim báli og brandi, blóði og tárum tveggja styrjalda, sem geisuðu þó allt í kringum þær? Nei ,— þær ætla áreiðan- lega ekki að hlæja af sér hlut- leysið, eins og maðurinn sem skrifaði Morgunblaðsgreinina á dögunum. Og hverja reynzlu höfum við fslendingar? Höfum við ástæðu til að ætla að við hefðum komist betur farm hjá blóðbaði síðustu styrjaldar, ef við hefðum boðið Stóra-Bretlandi að verja okkur þá? Eg held að enginn álíti það. Land okkar var þá tekið her- valdi, en við mótmæltum — og gátum ekki annað. Og við getum aldrei annað en mótmælt ofbeldi og valdboði annarra þjóða. Þar við leggur heiður okkar, en skömm þess, sem á okkur ræðst. Eða finnst nokkrum það vera hetjule gframkoma, að fela sig á bak við vopnaðan mann, en mana svo annan á hann og sig með því að segja: dreptu mig nú ef þú getur? Nei, vissulega ekki. En þetta er það sem við gerum með því að skríða vopnlausir aftur fyrir fylkingar eins stórveldisins og þykjast svo vera hólpnir og heilmiklir kallar. Skjótið þið okkur nú bara ef þið þorið. . En hversu auðvirðilegt og heimskulegt slíkt háttalag hefur verið þá er það þó aldrei fráleit- ara en í dag, þegar styrjaldar- tæknin er komin á það stig, að herveldin geta skotið kjamorku- flaugum markvisst um alla jarð- kringluna og brennt milljóna- borgir og heil þjóðlönd til ösku á einu augnabliki, án eins einasta hermanns. Mundi þá ekki einum styrjaldaraðilanum verða fyrst fyrir að beina skeytum sínum að hugsanlegum skotstöðvum hins, án tillits til almennra borgara og herflokka. Það segir si gsjálft. Víghreiðrið á Reykjanesskaga kallar þessa hættu yfir okkur og sú hætta er svo stór og svo aug- Ijós, að enginn íslendingur má lengur láta sem ekkert sé. Það er skylda okkar við lífið, land okk- ar og börnin okkar, að bægja hættunni frá nú þegar. Við erum smá þjóð, ekki tjáir að mótmæla því, og vegna smæð- ar okkar geta aðrar þjóðir tekið í okkur og farið illa með okkur. En við erum ekki einir gegn stór- um óvini. Nei. Vi ðeigum nefni- lega fólkið í heiminum fyrir trygga bandamenn, alls staðar þar, sem líf fæðist af lífi, maður ann konu og barn ann móður. Þar eru samherjar okkar, fólk, sem vill frið, en hatar stríð, fólk, sem vill búa frjálst í sínu landi — og ann okkur hins sama. Á þetta má treysta, — en hitt aldr- ei hvað einn og einn misvitur og uppstertur póhtíkus segir og ger- ir, — og hermenn eru aldrei frjálsir menn, heldur þrælar dauða og djöfulsskapar. Við eigum ekki og getum ekki dæmt aðrar þjóðir góðar eða vondar. Víst berum við virðingu fyrir bandarísku þjóðinni og vin- arhug til hennar. Við vitum að hún ann okkur einnig alls góðs. Við getum þegið af henni margt gott og gagnlegt, en umfram allt, ekki hermenn. Með þá höfum við ekkert að gera og viljum ekki hafa. Við verðum fyrst af öllu að vera svo stolt fyrir hönd lands- ins, að heimta það af valdsmönn- um Bandaríkjanna, sem og öllum öðrum í vestri og austri, að þeir læri að tala við okkur sem jafn- ingja, meðan þeir viðurkenna okkar sjálfstæði. Við eigum aldr- ei og megum aldrei viðurkenna óréttinn. Látum þá stóru neyta aflsmimar, ef þeir vilja. Við verðum kannski að þola það, — en það er annað að þola eða við- urkenna. Það er valt að treysta því, að í vestrinu verði endilega og alltaf góðir forystumenn, en í austrinu hið gagnstæða, — eða öfugt. — Veraldargengi manna er fallvalt og hásætum er jafnan hætt að hrynja. Þeir, sem nú eru mestir aðdáendur Ameríku, hafa enga tryggingu fyrir sama stjómskipu- lagi þar um alla framtíð. Þar koma nýir menn og nýir siðir. Það er ekki langt síðan Menderez tyrkneski og Syngman Rhee voru góðir menn að mati ýmissa blaða, meira að segja hér uppi á íslandi. Nú hafa sömu blöð orðið að skýra frá því, að hinn fyrr- nefndi hafi malað andstæðinga sína niður í fóðurbæti og glæpa- ferill Syngmans er sízt álitlegri. Nei, við getum ekki treyst á fjarlæga og framandi menn í blindni. Okkar haldreipi er sjálfstæði ís lands og ótvíræður réttur til að lifa sem frjálsir menn í frjálsu landi. Já, við erum fámenn þjóð, þó að við dreifumst um stórt land. Af þeirri ástæðu hýsum við ekki tugþúsundir gesta, án þess að verða fyrir miklum átroðningi og óþægindum. Áratuga dvöl heilla herfylkja frá stórþjóðum i landi okkar, segir til sín á ýmsan hátt. Við megum vara okkur. — Blóðnæturnar eru bráðar. — Milljónin er stór hjá þúsundinu. Okkar stóra Reykjavík er lítil hjá Ameríku, eins og fluga í ljónshrammi. Við megum gæta okkar, — óg gæta okkar vel. R. G. Sn. Knattspyrnumót Norðurlands Undanfarna daga hefur farið fram hér á Akureyri Knatt- spyrnumót Norðurlands. Sex hð hafa tekið þátt í mótinu og er staðan þessi: L U J T St. Mörk KA .... 4 4 0 0 8 26: 9 Þór .... 4 3 0 1 6 21: 4 KS .... 4 2 0 1 4 16:11 UMSE ..5 2 0 3 4 14:40 HSÞ .... 5 1 1 3 1 13:17 UMSS ..40131 8:17 Tveim leikjum er ólokið; KA gegn Þór er frestað um óákveð- inn tíma vegna utanfarar. KS : UMSS mun verða á Siglufirði. Tveir leikir (HSÞ : Þór 2:5 og UMSS : UMSE 5:6) munu hafa verið kærðir. 200 metrarnir Samnorrænu sundkeppninni er nú lokið. Ekki er ennþá full- vitað hve margir hafa lokið sundinu, en talið er að þeir séu 32—34 þús. á öllu landinu. Hér á Akureyri hafa synt um 2000 manns, og eru þó ekki öll kurt til grafar komin, því að vafa laust munu þó nokkrir Akureyr- ingar hafa synt annars staðar. ísíðustu keppni syntu hér 1508 manns, þannig að við höfum bætt okkar hlut verulega síðan. í Hafnarfirði, sem Akureyri á í keppni við, höfðu synt um 1640 og virðist því svo sem Hafn- firðingar hafi hærri hlutfalls- tölu en Akureyringar, en þess ber að gæta, að fullnaðarúrslit eru ekki ennþá komin. í Reykjavík er talið að um 14000, eða 20%, hafi lokið sund- inu. SLÁTUR Eins og undanfarin ár, seljum við sláturafurðir á sláturhúsinu á Oddeyri í komandi sláturtíð, en sendum slátrin ekki heim til kaupenda. SLÁTURHÚS K.E.A. Kirkjan. Messað í Akureyr- arkirkju kl. 10.30 árdegis á sunnudaginn. Sálmar nr.: 26 — 285 — 357 — 333 — 663. — P. S. ífyrri viku var haldin á Siglu- firði kaupstaðaráðstefna bæjanna á Vestur-, Norður- og Austur- landi. Formaður samtakanna, Magnús E. Guðjónsson, bæjar- stjóri á Akureyri, setti ráðstefn- una o gflutti skýrslu stjórnarinn- ar. Forseti var kosinn Baldur Ei- ríksson, forseti bæjarstjómar Siglufjarðar. Á þessari ráðstefnu fulltrúa kaupstaðanna voru ýmsar álykt- anir gerðar, og fara þær helztu hér á eftir: LANDHELGISMÁL. „1 tilefni af því, að ríkisstjóm- in hefur tilkynnt að hún hafi ákveðið að taka upp viðræður við Breta um landhelgismálið, vill fulltrúafundur samtaka kaupstað- anna á Vestur-, Norður- og Aúst- landi, haldinn á Siglufirði 9.— 11. september 1960, leggja ríka áherzlu á, að hann telur að engu megi hvika frá 12 mílna landhelgi umhverfis landið allt, og engri erlendri þjóð veita neins konar fiskveiðiréttindi í íslenzkri land- helgi.“ HLUTATR Y GGIN G AS J ÓÐUR. „Fulltrúafundur kaupstaðanna á Vestur-, Norður- og Austurlandi, haldinn á Siglufirði dagana 9.— september 1960, ítrekar fyrri samþykktir um endurskoðun laga um hlutatryggingasjóð og leggur áherzlu á, að því verki verði hraðað. Jafnframt bendir fvmdurinn á nauðsyn þess, að síldveiðideild sjóðsins greiði bætur vegna afla- brestsins á síldveiðum í sumar, og telur að meðalaflamagn það, sem bæturnar miðast við, þurfi að hækka í allt að 5000 mál, með tilliti til stóraukins útgerðar- kostnaðar.11 SÍLDIN VERÐI FULLUNNIN. „Fulltrúafundur kaupstaðanna Vestur-, Norður- og Austurlandi, haldinn á Siglufirði dagana 9.— 11. september 1960, telur brýna nauðsyn bera til, að fram fari ýt- arleg athugun á síldveiðum í sambandi við sumarsíldveiðarnar sérstaklega. Skorar fulltrúafundurinn á Al- þingi að skipa nefnd í þessu skyni og fái samtök kaupstað- anna fulltrúa í þeirri nefnd. Bendir fundurinn á nauðsyn þess að komið verði upp fleiri söltunarstöðvum á Ausurlandi og lánastofnanir veiti til þess hæfi- leg stofnlán .Einnig telur fundur- inn, að íslendigar eigi sjálfir að vinna úr sem mestum hluta af haltsíldinni með niðurlagningu og niðursuðu. Með tilliti til þess mikla skipastóls, sem árlega fer á sumarsíldveiðar, er sjálfsagt að áthugun fari fram á fleiri aðferð- um við síldveiðarnar en nú tíðk- ast. Fundurinn telur rétt stefnt með þeirri tilraun, sem gerð var í sumar á vegum síldarverk- smiðjanna í Krossanesi og á Hjalteyri með síldarflutninga- skip og væntir þess, að þeirri starfsemi verði haldið áfram. Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til ríkisstjórnar, að þeim að- ilum, sem áhuga hafa fyrir að byggja upp niðursuðu- og niður- lagningaverksmiðj ur, sem auka verðmæti sjávarafurðanna að miklum mun, verði veitt nauð- synleg fyrirgreiðsla, í fyrsta lagi með útvegim fjármagns til þess- arra framkvæmda, í öðru lagi með því að láta í té nauðsynlega, sérfræðilega aðstoð í sambandi við framleiðsluna og rannsókn á markaðsmöguleikum. “ RÍKIÐ KOSTI LÖGGÆZLU. „Fulltrúafundur kaupstaðanna á Vestur-, Norður- og Austur- landi, telur nauðsynlegt að hrað- að verði endurskoðun á lögum um lögreglumenn, og lítur svo á, að ríkissjóði beri að greiða allan kostnað við löggæzlu í landinu. Jafnframt verði athugað, hvort ekki sé unnt að sameina toll- gæzlu og almenna löggæzlu frek- ar en er ,til þess að starfskraftar löggæzlunnar nýtist betur.“ BÆJARFÉLÖGIN FÁI HLUTA BENZÍNSKATTS. „Fulltrúafundur kaupstaðanna á Vestur-, Norður- og Austur- landi, haldinn á Siglufirði dag- ana 9.—11. september 1960, bein- ir þeim tilmælum til ríkisstjórn- ar og Alþingis, að lögum um bif- reiðaskatt verði breytt á þá lund, að sveitarfélögum verði hlutdeild í benzín- og bifreiða- skatti, allt að 25%, sem skipt verði upp milli þeirra í hlutfalli við tölu skrásettra bifreiða í hverju sveitarféagi, og verði fé þessu eingögnu varið til gatna- gerðar úr varanlegu efni. STJÓRNARKJÖR. Ný stjórn var kjörin fyrir sam- tökin, og er hún þannig skipuð: Matthías Bjarnason, ísafirði. Rögnvaldur Finnbogason, Sauð- árkróki. Jóhann Hermannsson, Húsavík. Varastjóm: , Magnús E. Guðjónsson, Ak. Bjarni Þórðarson, Neskaupstað. Gunnþór Bjarnsson, Seyðisfirði. Endurskoðendur: Sigurður Guðjónsson, Ólafsfirði. Jón Ingimarsson, Akureyri. TILKYNNING Vegna þrengsla á frysti- húsi voru, verða engin matvæli tekin til geymslu utan hólfa, fyrr en eftir 5. október n. k. FRYSTIHÚS K.E.A. Tók umsóknina aftur „fslendingur", sem út kom í morgun, kveðst hafa það fyrir satt, að Jón Hnefill Aðalsteins- son hafi dregið til baka umsókn sína um prestsembætti hér. Þarf naumast að efa, að blaðið viti hið rétta þar um.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.