Verkamaðurinn - 16.09.1960, Blaðsíða 1
VERKflmnDURinn
Ritstj.: Þorsteinn Jónatansson.
Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar.
Skrifstofa Hafnarstræti 88.
Sími 1516.
Áskríftarverð kr. 50.00 árg.
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
XLIII. árg.
Akureyri, íöstudaginn 16. september 1960
31. tbl.
Ávarp til Islendinga frá
Þingvallalundinum
Vér höfum komið hér saman til að andmæla hersetu í landi
voru og vara þjóð vora við hinni geigvænlegu tortímingar-
hættu sem oss stafar af herstöðvum.
1 rúm tuttugu ár höfum vér búið að landi voru í tvíbýli við
erlendan her, öllu þjóðlífi voru til meins. Erlend herseta er
ekki samboðin frjálsu þjóðfélagi. Áhrif hennar eru djúptæk á
mál, menningu og siðferði þjóðarinnar, og má þegar sjá
greinileg merki þess í aukinni lausung, fjármálaspillingu og
málskemmdum. Annarlegar tekjur af dvöl hersins og við-
skiptum við hann hafa komið gjörvöllu fjármálakerfi lands-
ins úr skorðum. Stórfelld gjaldeyrissvik og smyglmál, sem
rekja má beint eða óbeint til víghreiðursins í Keflavík, eru
orðnir svo hversdagslegir viðburðir, að almenningur er hætt-
ur að bregðast við þeim sem skyldi. Siðgæðisvitund þjóðar-
innar er að verða hættulega sljó, og æ fleiri ánetjast spilling-
unni og gerast samábyrgir um hana.
Islenzk þjóð og erlendur her geta ekki búið saman í land-
inu til frambúðar, annar hvor aðilinn hlýtur að víkja, nema
báðum verði útrýmt samtímis.
íslendingar hafa aldrei borið vopn á neina þjóð, né lotið
heraga. Þá sérstöðu vora meðal þjóða heimsins er oss bæði
skylt og annt um að varðveita. Sjálfstæði vort unnum vér án
vopna, og án vopna munum vér bezt tryggja öryggi vort á
tímum sem þessum, þegar langdrægar eldflaugar og vetnis-
vopn hafa gert allar varnir úreltar.
Erlend herseta býður heim geigvænlegri tortímingarhættu,
ef til átaka kemur milli stórvelda. Á einni svipstund er unnt
að granda lítilli þjóð sem oss íslendingum, eins og vopnabún-
aði er nú háttað. Og sérfróðir menn fullyrða, að styrjöld með
vetnisvopnum geti jafnvel hafizt fyrir einskæra slysni eða
misskilning.
Þingvallafundurinn 1960 — skipaður kjörnum fulltrúum
herstöðvaandstæðinga úr öllum héruðum landsins, úr öllum
stéttum og flokkum — brýnir fyrir íslenzku þjóðinni að gera
sér ljóst, að sjálf tilvera hennar og menning er í veði, ef her-
stöðvasamningnum við Bandaríkin verður ekki sagt upp hið
bráðasta. Vér brýnum fyrir henni að gera sér ljóst, að hún
er ekki lengur óhult í landinu, við friðsöm störf sín til sjávar
og sveita, heldur er land hennar orðið hemaðaraðili í átökum
stórvelda og skotspónn í fremstu víglínu, ef til styrjaldar
dregur. Vér bendum á að þung ábyrgð hvílir á þeim mönn-
um, sem beita sér gegn því, að þessarri ógnþmngnu hættu sé
bægt frá þjóðinni.
Vér skomm á Alþingi og ríkisstjórn íslands að segja upp
„herverndarsamningnum“ svonefnda við Bandaríkin þegar í
stað og leyfa ekki framar herstöðvar á íslandi.
Vér skomm á alla Islendinga að sameinast um kröfuna um
brottför hersins og ævarandi hlutleysi íslands.
Vér, íslenzkir karlar og konur, úr öllum stéttum, úr öllum
flokkum, strengjum þess heit á helgasta sögustað landsins,
Þingvelli, að beita til þess kröftum vomm og áhrifum, hvert
í sínu byggðarlagi, að sú krafa nái fram að ganga sem allra
fyrst.
iittiittiiiiiiiiiitiiiiiiiitiiiiiiitiiiaiitiiiaiiiaaiiiiiiiavaiiiiBiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiatiiaiiitiiiiiiiiiiitiiiiiitiiiiiiiatiitiiiiiiii«
Krata-réttlæti
Samtök hernámsandstæðiiiga
' stofnuð á f jölmennum og glæsilegum
Þingvallafundi
VERÐHÆKKANIR
LANDBÚNAÐARVARA
Nýtt verð á landbúnaðarvörum
hefur nú verið ákveðið og aug-
lýst. Verulegar hækkanir verða á
ýmsum tegundum þeirra í útsölu,
en aðrar eru greiddar niður af
ríkisfé, og í sumum tilfellum er
um hvort tveggja að ræða. Aukn-
ar niðurgreiðslur nema mörgum
milljónatugum á ári. Niður-
greiðslukerfið þenst út. Og á eft-
ir fylgir aukin skattheimta.
Ymislegt einkennilegt gerist
sambandi við þetta kerfi. Þannig
er verð á smjöri og osti orðið
sem næst það sama í útsölu. Kíl-
óið af smjörinu kostar kr. 55.75,
en af 45% osti kr. 55.40. Enda þó
að osturinn sé góð fæða, er hætt
við að flestir muni fremur kaupa
smjör en ost fyrir sama verð. —
Svo verður bara að smyrja þykkt
eða þunnt eftir því, sem ástæður
segja til um. Trúlega verður víð-
ast þunnt smurt á næstunni, a.
m. k. þar til kaup launafólks
hækkar.
Hækkanir á útsöluverði kjöts
eru almennt um 15%. Sú hækk-
un veldur örugglega samdrætti
í kjötsölu meðan sakir standa
svo sem nú er. Hækkun verður
hins vegar ekki á útsöluverði
mjólkur, en rjómi, skyr, smjör
og ostur hækkar talsvert.
Gylfi skipaði Odd, þvert gegn
vilja fræðsluráðs og allra skóla-
kennaranna.
Gylfi Þ. Gíslason hefur nú
látið sig hafa það að skipa Odd
A. Sigurjónsson, flokksbróður
frá Neskaupstað, skólastjóra við
Gagnfræðaskólann í Kópavogi.
Um stöðuna sóttu fimm aðrir
og einn þeirra, Ingólfur Þor-
kelsson, sem veríð hefur yfir-
kennari skólans og búinrx að
starfa við hann í 10 ár, hlaut
meðmæli fjögurra af 5 í Fræðslu
ráði Kópavogs og eindregið
fylgi allra kennara skólans, en
Oddur var ekki nefndur til \
neins. I
Það er ekki feitt á því búinu, =
sem kratinn hrifsar ekki til sín. 1
iiiMMinitiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiMiMiiiiMiiiMiiiiiiiiiiiiiiiimmiiii*
Eins og sagt var frá í síðasta
blaði, efndu herstöðvaandstæð-
ingar til fundar á Þingvöllum
dagana 9. og 10. þ. m. Fyrri dag-
inn, föstudag, og fyrri hluta laug-
ardags, var fulltrúafundur í Val-
höll og sátu hann 260 fulltrúar
frá öllum kaupstöðum og kaup-
túnum og nær öllum hreppum á
landinu. Var fimdur þessi mjög
glæsilegur og mikill einhugur og
áhugi ríkjandi fyrir því að losa
landið og þjóðina sem fyrst við
smánarblett hemámsins. Á þesS'
um fvmdi var rætt um stofnun
þjóðarsamtaka gegn herstöðvum
í landinu og fyrir hlutleysis-
stefnu íslands á alþjóðavettvangi.
Samtökin nefnast Samtök her-
námsandstæðinga, og náðist ein
huga samkomulag um starfsregl-
ur og stjóm þeirra. Fundurinn
tilnefndi 76 menn í landsnefnd
samtakana, en sérstök fram-
kvæmdanefnd starfar í hverju
kjördæmi, en nefndarmenn í
Reykjavík og Reykjaneskjör-
dæmi, 34 að tölu, skipa svokall-
aða miðnefnd, sem fer með fram-
kvæmdavald milli funda lands-
nefndar allrar, sem kemur saman
einu sinni á ári.
Síðari fundardaginn var úti-
fundur á Þingvöllum, en sá fund-
ur samþykkti tillögur fulltrúa-
Ætlar verkalýðshreyfingin að horfa
á það þegjandi,
að 8 stunda vinnudagurinn
sé lagður í rúst?
Það var á sínum tíma eitt höf-1 aftur hlutskipti verkafólksins. —
uðbaráttumál verkalýðsstéttar-
innar hér á landi, sem í öðrum
löndum,, að stytta vinnudaginn
niður í 8 stundir, og þegar það
tókst, eftir langa og harða bar-
áttu, þótti, og það með réttu, að
mikill sigur hefði unnist. í dag
blasir við oss sú ömurlega stað-
reynd, að 8 stunda vinnudagur-
inn er í raun og veru horfinn,
mjög mikill hluti verkalýðsstétt-
arinnar vinnur nú j0—11 stundir
á dag, það er jafnvel svo komið,
að menn neita starfi nema svo og
svo mikil yfirvinna sé í boði.
Hér er alvarleg vá fyrir dyr-
um, sem verkalýðshreyfingin
verður að gjalda varhug við áður
en í fullkomið óefni er komið. ■
Verkalýðshreyfingin má ekki
horfa á það þegjandi að jafn dýr-
mæt réttindi og 8 stunda vinnu-
dagur sé að engu gerr og þræl-
dómur „myrkranna á milli“ verði
Nú þegar verða verkalýðssam
tökin að hefjast handa og láta
ekki staðar numið fyrr en þau
hafa tryggt öllum vinnandi
mönnum í landinu mannsæm-
andi kjör með mannsæmandi
vinnudegi.
í næstu nágrannalöndum okk-
ar þykja þetta svo sjálfsögð rétt-
indi, að sá maður væri talinn
eitthvað undarlegur, sem léti sér
detta í hug að krefjast lengri
vinnu, og í sósíalisku löndunum
í Austur-Evrópu er nú talað um
að stytta vinnudaginn niður í 6—
7 stundir alveg á næstunni.
Er það meining íslenzkrar
verkalýðshreyfingar að vera í
þessu efni eftirbátar og horfa
upp á það þegjandi að þurfa að
strita fyrir brauði sínu jafnvel
helmingi lengur dag hvem en
stéttarbræður hennar í öðrum
löndum?
fundarins einróma. Þann fund
sóttu um 3500 manns, þrátt fyrir
kalsaveður og rigningu. —Aðal-
ræðumenn á þeim fundi vom
þeir Sverrir Kristjánsson sagnfr.
og Gils Guðmundsson, fyrr. al-
þingismaður.
Fundur í Reykjavík.
Síðastliðinn sunnudag efndu
svo hinu nýstofnuðu samtök til
útifundar í Reykjavík, og var
hann geysifjölsóttur og fór í alla
staði vel og virðulega fram.
Auðséð er af því, hve Þing-
vallafundurinn tókst vel, jafnvel
betur en þeir bjartsýnustu höfðu
vonað, að landsmenn eru nú al-
mennt að vakna til meðvitundar
um þann voða, er herstöðvamar
bjóða heim og þann þjóðfélags-
lega og siðferðilega hnekki, sem
þjóðlíf okkar býður og spilling-
arbælin á Keflavíkurflugvelli.
Fyrstu og stærstu verkefni
hinna nýju samtaka verður að
fylkja þjóðinni saman til mót-
mæla og safna undirskriftum
með kröfu um að þjóðaratkvæða-
greiðsla verði látin fram fara hið
fyrsta, svo að landsmönnum sjálf-
um gefizt kostur á að segja
meiningu sína um herstöðvar í
landinu.
í landsnefndinni eiga þessir
sæti fyrir Norðurlandskjördæmi
eystra:
Björn Halldórsson, Akureyri.
Bjöm Stefánsson, Ólafsfirði.
Hjörtur Eldjám, Tjörn, Svarfað-
ardal.
Rósberg G. Snædal, Akureyri.
Páll Kristjánsson, Húsavík.
Þórarinn Haraldsson, Laufási,
Kelduhverfi.
Þráinn Þórisson, Baldursheimi,
Mývatnssveit.
Varamenn:
Vilhjálmur Guðmundsson, Lóni,
Norðiir-Þingeyjarsýslu.
Ingi Tryggvason, Kárhóli, Suð-
ur-Þingey j arsýslu.
Júdit Jónbjörnsdóttir, Akureyri.
Hjalti Haraldsson, Garðshorni,
Svarfaðardal.
írland - ísland 2:1
Á sunnudaginn var fór fram
landsleikur í knattspyrnu milli
íra og íslendinga og unnu Irar
með tveim mörkum gegn einu. —
Á fimmtudag keppti ísl. lands-
liðið við atvinnumenn úr tveim
I. deildarhðum í Cork. Fóru leik-
ar svo að landinn vann 4:2.
Tveir Akureyringar hafa
keppt í þessum leikjum, Stein-
grímur Björnsson í fyrri leiknum
og Jakob Jakobsson í þeim síð-
ari.
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111