Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.12.1960, Page 3

Verkamaðurinn - 02.12.1960, Page 3
Föstudaginn 2. des. 1960 VERKAMAÐURINN 3 Sigursteinn Magnússon, skólastjóri MINNINGARORÐ „Eitt skal hver deyja“, það vitum við öll, — en þó er sú staðreyndin alltaf ný og kemur okkur einatt á óvart. Við neitum að trúa því á svipstundu, að sá sem var meðal okkar í gær, sé ekki til í dag. — En tíminn, sem græðir allar undir, leiðir okkur einnig í allan sannleika, hvað þetta snertir. Ólafsfirðingar, aldnir og ungir, sem fylgdu Sigursteini Magnússyni til grafar sl. þriðjudag, vita nú að hann er horfinn af vettvangi dags- ins, —1 merkið fallið, og skarð fyrir skildi. Börnin, stór og smá, sem stóðu hnípin og hljóð heiðursvörð um líkfylgdina frá kirkju til kirkjugarðs og sáu kistu hans hverfa niður í jörðina, gengu hugsi heim til sín, reynslunni ríkari, en vini fátækari. Svo fór líka mörgum fleiri. Sá maður, sem hefur kennt mikl- um meirihluta heils bæjar- félags að lesa og skrifa, hverf- ur ekki af sviðinu án þess að vekji eftirtekt og söknuð. Spor hans, orð hans og athafn- ir mást ekki úr huga á einum degi. Sigursteinn Magnússon var fæddur að Brimnesi í Ólafs- firði, 17. ágúst 1902, og var því rúmlega 58 ára að aldri er hann lézt snögglega hinn 21. nóv. sl. Brimnes varð heimili hans alla tíð, utan þau árin sem hann dvaldi við nám, og Ólafs- firði fórnaði hann nær öllum starfsaldri símun. Hann varð skólastjóri bama- og unglingaskól- ans þar í full 26 ár. Sigursteinn var vinsæll, hávaðalaus og farsæll í starfi sínu, og skyldu- rækinn með afbrigðum. Hann var nemendum sínum vinur fremur en herra. Sigursteinn skólastjóri var sérstakt prúð- menni, hreykti sér aldrei til hæðar eða sýndar- mennsku, en vann traust og álit með kynningu og hæfileikum. Hann var listrænn á ýmsa lund og listelskur. Kennari var hann ágætur og lagði sig ailan fram í starfinu. Sérstaka ánægju hafði hann af teiknikennslu og málaralist. Ljóðelskur var hann og vel lesinn á þeim vett- vangi. Hann stimdaði líka sjálfur ljóðagerð í frístundum sínum frá erilsömu starfi, og eftir hann liggja tvær ljóðabækur, eins og kunnugt er: Eg elska þið jörð, 1951 og Við nyrstu voga, 1958. Ekki skulu kvæði hans dæmd hér, en eitt er víst að þau lýstu höfundi sínum betur en flest annað. Þau spegla lífsviðhorf hans, rétt- lætiskennd, föðurlandsást og náttúrudýrkun. Mest og bezt hvað Sigursteinn um dásemdir náttúrunnar. Hann unni hinu kyrrláta og mjúka viðmóti móður jarðar, eins og það birt- ist í vorgrónum haga og bláum vogi með blika og æður.Eg hef fáa eða enga heyrt tala eins vel og þó tilgerðarlaust, um vornæturfriðinn og dásemdir dýralífsins í fjalli og við fjöru- borð. Þessi sérstæði eiginleiki Sigursteins birtist hvarvetna í ljóðum hans. Við lestur þeirra finnur maður að höfundurinn hefiu* alltaf dregið skó af fótum sér um leið og hann nálgast yrkisefnið. Þar sést ekkert gróm. Helgi staðarins og heiðríkja hugans skal ríkja. „Kom, við skulum hverfa á hennar fimd og hugsun vorri úr dagsins móðu lyfta. En gangið hljóð rnn göfugt jarðarskraut á helgri stund — í kvöld á eg að skrifta.“ Þannig mælir hann í kvæðinu Heyr, fósturjörð. Hin óskeikula réttlætistil- finning Sigursteins og sam- staða hans með lífinu, skipaði honum snemma í flokk sósíal- ista og hinnar framsæknu verkalýðshreyfingar. Hann tók mikinn þátt í baráttumál- um þessara fylkinga og voru falin mörg verkefni og trún- aðarstörf fyrir þau samtök heima í Ólafsfirði. Mjög lengi átti hann sæti í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn, og í því starfi átti hann alltaf samleið með góðum málum og oft frumkvæði þeirra. Hann var stofnandi og lengi formaður Sósíalistafélags Ólafsfjarðar. Samhliða umfangsmiklu skólastarfi, hafði hann alltaf bú á Brimnesi, þó ekki væri það stórt á bændavísu. Hann hafði óblandið yndi af skepnum, en sérstaklega var hann kær að hestum og naut kosta þeirra í ríkum mæli. Sigursteinn byggði mikið og reisulegt stein- hús í Brimnesi og virkjaði Brimnesá til Ijóss og hita í híbýlum sínum. Fráfall hans er þungt áfall fyrir eftirlifandi konu hans, Astu Jónsdóttur, og börnin þeirra, 7 að tölu. Yngsta dóttirin, Bryndís Kolbrún, sein er aðeins 7 ára, hefur þó mest misst á við- kvæmiun aldri. Eg votta allri Brimnesfjöl- skyldunni mina heilustu samúð. Eg hef ekki umboð né kunnugleika til að vitna um trúmálaskoðanir Sigursteins heitins. Eg álít hann hafa verið mikinn og einlægan trúmann. En víst er um það, að hann gerði ekki endilega kröfu til að, verða að enduðu ævistarfi settur á gullstól til hægri handar sjálfu almættinu í himnaríki. Hitt var honum huga nær, að lifa hér og lifa þar til nokkurs gagns og einhvers þroska. f kvæði sínu, Bless- uð vertu mold, segir hann: „ f þínum faðmi þagna öll vor kvein, og þreyttum verður hvíldin náðarkraftur. — Og svo að lokum, leiðum gleymdum á í litlu blómi skilar þú oss aftur.“ Merkið stendur þó maðurinn falli. Það er gott að kveðja góða drengi, þó að það sé sárt. R. G. SN. VERKAMANNAFÉLAG AKUREYRARKAUPST. og VERKAKVENNAFÉLAGIÐ EINING KVÖLDSKEMMTUN í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 4. desember kl. 8.30 e. h. Til skemmtunar: FÉLAGSVIST. — Góð kvöldverðlaun. MYNDASÝNING. — Hilmar Magnússon. UPPLESTUR. — Einar Kristjánsson. ? Aðgöngumiðar seldir við innganginn. SKEMMTINEFNDIN. Kuldaúlpur á gamla verðinu Herraúlpur (með gæru) kr. 1040.00 Dömuúlpur (með gæru) verð frá kr. 721.00 Barnaúlpur (ullarf.) verð frá kr. 321.00 Notið tækifærið. Aðalfimd heldur Húsmæðra- skólafélag Akureyrar, mánu- daginn 5. des. kl. 8.30 e. h. í Húsmæðraskólanum. — Dag- skrá: Venjuleg aðalfundarstörf og auk þess mim stjómin koma fram með óvænt nýmæli, sem konur þurfa að taka ákvörðun um. — Kaffidrykkja eftir fund- inn. — Konur fjölmennið. Stjórnin. Frá Tryggingaumboðum Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu Peir, sem ekki hafa enn sótt um FJÖLSKYLDUBÆT- UR, en eiga rétt til þeirra, eru vinsamlega beðnir að leggja umsóknir sínar fram hið fyrsta. Vakin er athygli á, að eftirstöðvar bóta fyrir yfir- standandi ár verða greiddar FYRIR JÓL, elli-, ör- orku- og barnalífeyrir dagana 10.—15. des og FJÖL- SKYLDUBÆTUR 15.-20. des. Eru það eindregin tilmæli umboðanna, að bæturn- ar séu sóttar á tilgreindum tíma og ENGINN DRAGI FRAM YFIR ÁRAMÓT AD HEFJA BÆTUR SÍNAR. TRYGGIN GAUMBOÐIN. HERBERGI ÓSKAST helzt sem næst miðbæn- um — strax eða um ára- mótin. Upplýsingar gefur Kári Sigurjónsson, sími 1585. Ferðafélag Akureyrar. um. Slík lýðræðisstjórn á at- vinnulífinu þarf að sameina þrauthugsaðan áætlunarbúskap og nýjustu véltækni í fram- leiðslu — auk þess sem hún af- nemur arðrán auðhringa á verka lýðnum, bændum og öðru vinn- andi fólki. Þjóðin þarf að setja sér það mark, að losa Alþingi íslendinga úr þeim fjötrum erlends valds, sem verið er að hneppa það í. Þjóðin má ekki una því, að Al- þingi verði að nýju svínbeygt undir valdboð erlendra auð- drottna sem á fyrri niðurlæging- artímum. Skilyrði fyrir viturlegri og réttsýnni lausn efnahagsmálanna og skjótri, heilbrigðri og frið- samlegri þróun atvinnulífs á ís- landi er samstarf Alþingis, ríkis- stjórna og þeirra samtaka alþýð- unnar, er hafa meiri hluta vinn- andi fólks innan sinna vébanda. Með því móti tryggir þjóðin sí- fellda, virka þátttöku fólksins og samtaka þess í stjóm lands- ins, gerir lýðræðið að virku valdi fólksins. Með slíku vakandi og virku lýðræði væri eigi aðeins lýð- stjóm og lýðvald í landinu tryggt heldur og sköpuð skilyrði til þess að stíga þau skref, sem nauðsynleg eru til að tryggja efnahagslegt og um leið stjórnar- farslegt sjálfstæði landsins, yfir- ráð vor íslendinga yfir auðlind- um lands og sjávar, hagnýtingu þeirra í þágu fólksins, stórstígar, efnahagslegar framfarir og kjara- bætur. Það er sú leið, sem mörk- uð er í stjómmálaályktun 12. flokksþingsins. Og sú alþýða, sem upp rís til að ráða þannig eigin örlögum, mun heldur ekki þola smán erlendra herstöðva á íslandi, en tryggja brottflutning erlends hers og koma aftur á hlutleysi íslands. Brýnasta verkefnið, sem nú ber að leysa, er að stöðva þá óheilla- göngu, er hófst með afturhalds- aðgerðum núverandi ríkisstjórn- ar, og leggja á ný inn á braut framfara og lýðræðis, leið ís- lenzkrar alþýðu og' þjóðarinnar allrar til gæfu og gengis. IÐJU-KLÚBBURINN Skemmtiklúbbur Iðju, fé- lags verksmiðjufólks held- ur spilakvöld föstudags- kvöldið 2. des. kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu. — Spiluð verður félagsvist. — Góð kvöldverðlaun. — Dans á eftir. — Hljómsveit húss- ins leikur. — Félagar fjöl- mennið og skemmtið ykk- ur saman. Klúbbstjórnin. I

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.