Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.12.1963, Page 2

Verkamaðurinn - 06.12.1963, Page 2
A sjónskífunni ♦--------------------- Getið bóka. Ýmsir spyrja: Eftir hvaða regl- um skrifið þið um bækur á jóla- markaði? Þessu er fljótsvarað. Við reynum að geta allra þeirra bóka, sem blaöinu eru sendar til umsagnar, eða okkur sjálfum. Það fer eftir ýmsu hversu ræki- lega þessara bóka er getið, þó skipa frumsamin verk íslenzk venjulega stórt rúm, einnig þýdd- ar bækur, ef þær teljast merkar og heppilegar til varðveizlu. Ljóða yrði getið rækilega, ef þau bærust og væru þess virði — að okkar dómi. Allt orkar tvímælis. Það er vandasamt og ábirgðarmikið að skrifa um bækur. Það kostar þó mest það, sem minnst er af, tíma til að lesa þær nógu vel og ræki- lega. Allar bækur koma út á ein- um og sama mánuöi, svo að segja, þann mánuð er einnig hlaðið á nokkuð miklu starfi öðru, sem fylgir jólahaldi. Ég held að enginn geti ætlast til, að blaðamenn fari að kaupa bækur til að skrifa um, þó kemur það fyrir, að maður eignast bók, sem manni þykir eiga það mikið erindi til almennings, að rétt sé að vekja á því athygli. Von okkar er að lesendur blaðsins geti haft af því einhvern stuðning við bóka- val, hvað sagt er um þær hér. En hitt skal játað, að maður hneigist til miskunnsemi. Það er ekki gam- an að skamma mikið höfunda, sem kannski eru að byrja að skrifa. Manni hættir til að leita fremur þess sem jákvætt er. En þó fyrst og fremst reynir maður að fylgja sannfæringu sinni í þessum dómum sem öðru. Lögberg-Heimskringla. Það er gefið út blað í Vestur- heimi á íslenzku. Eftirfarandi „perlur“ eru nappaðar þaðan: „Óskum við að verði — sem vandlátir erum, álíka stjórn í öllum löndum. Á íslandi er hún fyrir, frá fornöld á leið til fullkomnunar.“ x. „Kvenfélag Fyrsta lúterska --------------—-------« safnaðarins efnir til sölu á blóð- mör og lifrarpylsu í neðri sal kirkjunnar eftir hádegi miðviku- daginn 27. september.“ Gægzt ó glugga. Venjan er sú, að um 1. desem- ber vaknar maður við það, að bærinn hefur breytt um svip, er kominn í jólaklæðin. Nú í ár ber minna á þessu en venjulega, hvort sem það stafar af seinlæti eða ekkert eigi að gera. Víða er þó kominn jólasvipur á sýningar- glugga. Bezt að gægjast á þá. — Eðlilegt að byrja á neðrihæÖ Brekkugötu 5 og halda suður. Drangey: Fjölbreytt úrvalt af listmunum, skrautvörum og leik- föngum, sem seint er upptalið. Gullsmiðir, Sigtryggur og Pét- ur. Hér glampar á gull, silfur, demanta, plett, dýra bauga og men. Hefði Agli Skallagrímssyni þótt gott að leiöa glugg þenna augum. Myndavélar og allt til- heyrandi, meir að segja vélar til að sýna í skugga- og kvikmyndir. Skreyting einföld og smekkleg. Bóka- og blaðasalan: Erlendar bækur, frímerkjavörur, hljóðfæri, jólakort, gestabækur, skjalatösk- ur, barnabækur, litir, litabækur, silfurskeiðar með mynd af Akur- eyrarkirkju á skafti, glasabakkar frá 100 ára afmæli bæjarins, já, og reiknivélar. Verzlunin Hlín: Hér er mest hugsað um börn. Fatnaður, snyrtivörur, barnavagnar og kerr- ur. Það mun barnelskt hér. En hér eru líka íslenzkir munir af sérgráðu. Handofnir reflar, gær- ur, skinnhúfur, skinnpúðar. Þetta er handa foreldrum barnanna. Brekkugata 3: Bókaverzlun Jónasar Jóhanns- sonar: Bækur allskonar,! tímarit, ritföng, kort, jólamerki. Hér liggja saman hlið við hlið Skálda- tími og Skálda, afmælisdagabókin sérkennilega, og Hjúkrunarnem- inn með dáindis-„hjúkku“ á kápu — næst. Lokaðar leiðir. Barinn: Freistingar, lít undan. Brekkugata 1: Sparisjóður Akureyrar. Ðregið fyrir, engir bankaseðlar sjáanleg- ir. Hvaða vandræði. Kjörbúð KEA. Efni í jólabakst- urinn í grenilundi og líking vind- myllu. Hinsvegar kall í timbur- húsi með fangið fullt af heimsins bezta sælgæti. Útvegsbankahúsið: Vísir, glugginn fullur af barna- leikföngum. Anna og Freyja: Kvenundirföt, töskur. Skreyting: blómskreytt tré. Utvegsbankagluggar: Tómir, ekki svo mikið sem víxileyðu- blað. Hafnarstræti 103: Ragnh. O. Björnsson: íslenzka kvensilfrið, danskir j óladúkar, ullarvörur, garn. Hér sé ég einnig jólakort, sem eru sérstæð. Þau eru gerð af Fríðu Knudsen og er þurrkuö, íslenzk jurt límd á þau í stað myndar, furðu margar teg- undir. Munnþurrkur eru þarna líka eins skreyttar. Hún Ragn- heiður hefur auga fyrir því list- ræna og þjóðlega. Næsti gluggi: Brauð, meira brauð. Skóverzlun Lyngdals. Smekkleg skreyting. Blikar á skó fyrir bæði kyn. Drífa: Einföld, falleg skreyting, kvenpeysur og barnafatnaður. — Jólastjarnan lýsir yfir Hafnar- stræti. En ég verð að snúa við í dag. Gluggagægir. Minjasafnið. Muna Akureyringar og gestir í bænum eftir Minjasafninu? Það er opið á sunnudögum milli kl. 2 og 5. Það borgar sig að ganga þangað og sjá fortíðina, annað slagið, og bera saman tækni henn- ar og nútímans. Þar er mikill munur á. En eru menn þeim mun hamingjusamari nú sem tæknin er meiri? Hafa kennarar fjöl- mennt þangað með nemendur sína og tengt þá þannig sögu sinni? Látum það vera, tíminn er tak- markaöur hjá fólki. En gleymiÖ ekki Minjasafninu þegar þið rek- ist á gamla muni í rusli. Hendið aldrei gömlum hlut án þess að hugsa: Er þetta ekki betur geymt, en gleymt? Gamall skápur, skatthol, askur, rúmfjöl. Allt er þetta helgaö af liðnum kynslóðum, kapítuli í sögu þjóðarinnar. VERKAMAÐURINN fæst í Reykjavík í Bókabúð KRON og Söluturninum, Austurstræti 18. Á Húsavík í Bóka- og blaöa- sölunni. 2) Verkamaðurinn SEXTUGUR: alþingismaður. Gísli Guðmundsson alþingis- j maður varð sextugur 2. desember, síðastliðinn. Gísli er Norður- j Þingeyingur að ætt, fæddur að Hóli á Langanesi. Hann dvaldist í föðurhúsum og þar í nágrenni til ársins 1923, nema þann tíma, er hann var við nám í Gagnfræöa- skóla Akureyrar. Þá um haustið hóf hann nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1926. Eftir það las hann ís- lenzk fræði við Háskólann um nokkurt skeið. Árið 1930 tók hann við ritstjórn Timans og hafði það starf á hendi til ársins 1940. Gísli vár kosinn þingmaður Norður-Þingeyinga árið 1934 og hefur verið það síðan, að frá- dregnum þremur árum, er hann lá rúmfastur. Auk þingstarfanna hefur Gísli haft með höndum margháttuð trúnaðarstörf og stundaö ritstörf í hjáverkum. j Árið 1935 kvæntist Gísli , Margrétu Árnadóttur, sem er ætt- j uð úr Þistilfirði og hin ágætasta kona. Þau eignuöust eina dóttur, Kristnu, sem er læknir að mennt- un. Heimili þeirra hjóna hefur verið með miklum myndarbrag og löngum hefur verið þar gest- kvæmt af Noröur-Þingeyingum, sem alltaf eiga þar góðu að mæta; rausnarlegum viöurgj örningi, gistingu og hverri þeirri fyrir- greiðslu, sem þörf er á í þann svipinn. Hefur þá aldrei verið spurt um stjórnmálaskoðanir eða mannvirðingar, enda nær vina- og kunningj ahópur þeirra hjóna langt út fyrir raðir flokkslegra kjósenda. Gísli er góðum gáfum gæddur, vel máli farinn, ritfær í bezta lagi og fróður um þjóðlegar menntir. í persónulegri kynningu er hann glaðvær, viðmótshlýr og drengur góður. E. K. SEXTUGUR: Þorsteinn Valdimarsson hreppstjóri. Þorsteinn Valdemarsson, hrepp- stjóri, oddviti, sýslunefndarmað- ur, símstöðvarstj óri, póstmeistari, ÁFENGISSALAN 1. júlí til 30. sept. 1963 Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík kr. 58.055.280.00, Akureyri 10.256.- 403.00, ísafirði 2.040.521.00, Siglufirði 2.599.402.00, Seyðis- firði 3.776.640.00. Samtals kr. 76.728.246.00. Á sama tíma 1962 var salan, eins og hér segir: Selt í og frá Reykjavík kr. 48.833.791.00, Akureyri 7.788,- 744.00, ísafirði 2.025.472.00, Siglufirði 3.540.823.00, Seyðis- firði 4.418.264.00. Samtals kr. 66.607.094.00. Fyrstu níu mánuði þessa árs nam sala áfengis frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins samtals kr. 200.425.080.00, en var sömu mán- uði 1962 kr. 168.700.824.00. Sölu- aukning um 18%. bóksali og margt, margt meira, í Hrísey, varð sextugur að árum hinn 3. þ. m. Þorsteinn er framúrskarandi vinsæll maður, greindur, frjáls- lyndur og hrókur alls fagnaðar, bæði heima og að heiman. Á hann hefur hlaðist slíkt farg af trúnað- arstöðum í hans litla eyríki, að slíkt er með fádæmum. Sýnir það bezt það traust, sem til hans er borið og hefur hann staðið vel í ístaðinu um langt árabil. Til hans streyma um þessar mundir kveÖjur og heillaóskir hvaðanæfa. 011 er harla fræg þín för, fyrnist varla yfir. Enn má karlinn ýta úr vör, Eyjarjarlinn lifir. R. G. Sn. Eg myndi verða ósköp glaður yrði ég seinna framlífsmaður. Og ekki síður ég vildi vona, að vífið mitt yrði framlífskona. Aðsent í ábyrgð. Föstudagur €. desember 1963

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.