Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.12.1963, Side 3

Verkamaðurinn - 06.12.1963, Side 3
Catt i tá Enn verður þættinum gott til fanga. Þessar skáldlegu vísur um þröstinn bárust okkur austan að, yfir fjöll og dali: Kveða má, en hvað er á seiði, kæri, smái þröstur minn? Ut í bláu himin-heiði heyri og dái ég sönginn þinn. * Situr að völdum söngur þinn sumarkvöld og nætur. Þung eru gjöldin, þröstur minn, þegar fjöldinn grætur. * Góðum vini mæta má mánaskin á förnum vegi. Ættarhlynur, þú átt þrá, þegar hinir fagna degi. * Þú mátt kvaka, krílið mitt, kveða og vaka bjartar nætur. Vængjablakið þekki ég þitt, þegar stakan rís á fætur. G. * Þessi veðurlýsing barst nafn- laus til okkar að morgni 4. des.: Veðrið kl. 8 í morgun. Akureyri—Húsavík: Sundið fagurbláa biður bárurnar að stíga dans. Greiðir hár á herðar niður heimasæta kvöldroðans. * Til konu: Allar syndir sigra má, samvizkunni hlýnar, er ég tilli tánum á tilfinningar þínar. G. * Kaldsamt í Kinn Sbr. frétt í „Degi“ 26. f. m. Nú bera menn brandinn í sliðri, Baldur er daufur á ný. „í Kinn liggur kvennafar niðri“, kuldarnir valda því. R. „Viðreisn í Kinn. Austur í sveitum hækkar hagurinn, hlakkar í mönnum. — Baldur grípur símann: Byrjar nú aftur kvennafar í Kinn, komin er hláka undir fengitímann. R. 40 en ekki 4 prósent ÞAÐ er undarlegt fyrirbœri sú ríkisstjórn, sem við nú höf- um hér í landi. Nú, þegar samningafundir standa dag hvern með fulltrúum verka- fólks og atvinnurekenda, leyfir þessi stjórnarnefna sér að leggja fram sérstakar tillögur um lausn ágreiningsmálanna og byrjar á því að auglýsa þær í útvarpi. Flestum myndi hafa orðið fyrst fyrir að tilkynna samn- ingsaðilum tillögurnar, sem bendingu um lausn deilumála, en þessi stjórn hefur annan hátt á: Henni er kunnugt um gildi auglýsinga og byrjar því á auglýsingastarfsemi. En þótt máttur auglýsinga sé mikill, þá er ekki sama hvað auglýst er. Og það urðu víst fáir stór- hrifnir á þriðjudaginn, þegar ríkísstjórnin auglýsti sitt sátta- boð: 4—8 prósent kauphœkk- un til handa þeim lœgst laun- uðu í þjóðfélaginu, þegar þeir hœst launuðu hafa fyrir fám mánuðum fengið allt af 100 prósent. Og jafnframt voru taldar upp ýmsar verðhœkkan- ir, sem óhjákvœmilega hlytu að koma til framkvœmda alveg á nœstunni. Það er sagt, að hver sé sín- um gjöfum líkastur. Sé það rétt, er núverandi ríkisstjórn lítt velviljuð þeim þegnum þjóðfélagsins, sem að fram- leiðslunni vinna. Þeim er œtl- að að taka við kauphœkkun- um, sem svo óverulegar eru, að þœr verða étnar upp strax á nœstu vikum. En embœttis- mönnum ríkisins þótti henni ekki mikið til koma að veita margfaldar hœkkanir; hœkk- anir, sem endast munu um mörg ár. Það er ekki sama, hvort í hlut eiga verkamenn eða „höfðingjar“. Hitt er önnur saga, en þó saga, sem „höfðingjarnir“ verða að gera sér grein fyrir, að það eru ekki bara þeir, sem þurfa að lifa. Enda myndi verða lítt höfðinglegt þeirra líf, þegar þeir vœru búnir að útrýma öllum þeim, sem að framleiðslunni vinna. Verkafólk þarf að fá 40% hœkkun á sín laun, en ekki 4%, eins og rkisstjórnin býð- ur. Og jafnframt þarf að fá tryggingu fyrir, að sú launa- hœkkun verði varanleg. Þ. Frestið ekki að kaupa jóleskóne n börnín Nýjar tegundir fró Iðunni af barnaskóm fyrir telpur og drengi. Karlmannaskór, gott úrval. Karlmanna kuldaskór, leður kr. 370.00 Karlmanna kuldaskór, gaberdine kr. 280.00 Unglingastærðir ---- kr. 255.00 Karlmanna skóhlífar, kanadískar og tékkn. Karlmanna bomsur úr nylon og gúmmí Inniskór í miklu úrvafi fyrir alla fjölskylduna Skóbnft Htsmeiísmdlastjírn hefur samþykkt varðandi lánshæfni umsókna um íbúðalán: 1. Frá 1. janúar 1964 verða allar umsóknir um íbúðalán að hafa hlotið samþykki húsnæðismála- stofnunarinnar, áður en framkvæmdir við byggingu hússins eru hafnar og afrit af teikningu (í tvíriti) þess, samþykkt af viðkomandi byggingayfirvöld- um, að hafa áður verið viðurkennt með stimpli og uppáskrift stofnunarinnar. 2. Þeir umsækjendur um lán, er hafa í hyggju að kaupa íbúðir í húsum, sem eru í smíðum, verða á sama hátt að tryggja sér samþykki húsnæðismála- stofnunarinnar áður en gengið er frá kaupunum. JÁRN OG GLERVÖRUDEILD Ef þér viljið gefa skemmti- lega JÓLAGJÖF þó fæst hún í HEBU. Nýjar vörur ó hverjum degi. Gerið svo vel að líta inn. Verzlunin HEBA Ný sending Silfur-skartmunir fró Höskuldi Árnasyni. Verzl. Ragnheiðar 0. Björnsson Brehkubúar athugið! Nýkomin mjög ódýr BARNANÁTTFÖT Stærðir fró nr. 2—8. Verð kr. 53.00—71.50. * Leikföng * Konfekt í úrvali * Nýir óvextir Niðursoðnir óvextir Hreinlætisvörur * Matvörur * Nýtt brauð daglega Verziunin BREKKA Byggðáveg 114, sími 1400. Markaðurinn hefur fengið mikið af fallegum og góðum vörum til jólagjafa. Gerið svo vel að líta inn. Markaðurinn Sími 1261 töstudagur 29. nóvember 1963 Verkamaðurinn (3

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.