Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.12.1963, Page 7

Verkamaðurinn - 06.12.1963, Page 7
DM BÆKUR OG MENH SKRJÁF í SKRÆÐUM Smalabúningur um aldamót. ,,Ekki man ég, hve gömut ég var, er ég fór fyrst aS sitja hjá ánum, liklega á níunda eða tí- unda árinu. Held ég að nútíma- fólk gæti vart trúað, hvernig bún- ingur minn var í hjásetunni. Eg var í pilsgopa, sem saumaður var úr strigapoka, ekkert hald var á því, en dregið saman með snæri í mittið. Að ofan var ég í gamalli reiðtreyju af Kristrúnu, sem var stór kona, en ég lítil eftir aldri. Þar utan yfir kom svo gríðarstór treyja af karlmanni og náði hún niður á hæla. Á höfðinu hafði ég gamlan reiðhatt, en kollinn vant- aði að mestu. Þá var fótabúnað- urinn ekki síðri. Allir skór til sum- arsins voru gerðir fyrir fráfærur, var það oft stór kippa, sem hengd var upp í eldhúsi og tekið af jafn- óðum og nota þurfti. Flestir gengu á leðurskóm, venjulega voru þeir bryddir og með hæl- og ristar- böndum. Eg sleit miklu af skóm, og kom það oft fyrir, að ég var (Framhald af 3. síSu.) nærfærum höndum farið um viðkvæmt efni. Þá er fögur og skemmtileg sagan af tilhugalífi hjónanna í Presthvammi, Helgu og Gísla: Ofar skýjum og aftur niðri á jörð. Og ekki er skömm að sögunni um Snjólaugu á Laxamýri og gamla heyið, sem hvarf, eða minningu Áslaugar Torfadóttur. Sagan um söngvarann á sér vafalaust einhverjar forsendur, eins og aðrar sögur Jóns, þótt þeirra sé þarna, af eðlilegri til- litssemi, ekki getið. Og þeir hafa líka margir verið „söngvararn- ir“, sem fyrst hafa heilsað „kaupfélagsstj óranum“ og síð- an móður sinni. Sterk saga með undirspili sannra mannlegra tilfinninga. Þá er sagan, Á fremstu nöf, sem gefur góða hugmynd af mis- munandi viðhorfum manna eftir þeim aðstæðum, sem umhverfið skapar. Réttlætið verður svo mismunandi eftir því hvaðan á það er horft. Mættu fleiri en gera hugleiða það. Og loks er sagan Nýjar sveit- ir. Þar kemur kímnigáfa höf- undarins glöggt í ljós, er hann lýsir þurradrambsmanninum, sem af takmörkuðum verðleik- um vildi hefja sig upp yfir aðra. Það hefur löngum orðið vafa- samur vinningur að tilla sér á tá til að sýnast hærri en aðrir. Jón Haraldsson hefur verið skyggn maður á kosti annarra og jafnframt hið broslega í fari þeirra. Hafi hann látið eftir sig fleira gull en það, sem fram kemur í þessari bók, þá má ekki láta það fúna og gleymast. Þökk fyrir góða bók. Þ. Bækur frá Fróða me8 þrenna skó í einu, voru þeir yztu þá að jafnaði af Olafi (hús- bóndanum) .Allt voru þetta garm- ar, og sagði Kristrún, að gott væri að láta mig slíta þeim út, þegar ekki borgaði sig að bæta þá handa fullorðna fólkinu. Það mæddi á mergðinni, og ekki man ég eftir að ég gengi á berum fótum, en þungir voru allir þessir garmar. I hjásetunni hafði ég með mér nestisbita handa mér og hundin- um. Bar ég nestið í peysuermi, sem bundin var yfir aðra öxlina. Handa mér var nestið tíðum brauðbiti og skánir ofan af flóaðri mjólk, en súrar garnir og kjötbein handa hundinum." — Eg vitja þín æska — eftir Olínu Jónasdóttur. ísltiitir njlonsohhar Á þessu ári munu 25 ár liðin frá því fyrstu nylon-sokkarnir komu á markaðinn, en snemma á næsta ári munu fyrstu íslenzku nylonsokkarnir koma á markað. Munu þeir bera verksmiðj umerk- ið EVA og verða framleiddir af Sokkaverksmiðjunni Evu á Akra- nesi. Þessa dagana er verið að setja niður vélar hinnar nýju verk- smiðju, en þær eru keyptar frá Tékkóslóvakíu. Áætlað er, að ársframleiðsla sokkaverksmiðjunnar verði 450 þúsund pör. SKYGGNA KONAN, II. bindi, um dulsýnir og andlegar lækn- ingar Margrétar frá Öxnafelli. Eiríkur Sigurðsson skólastjóri tók saman. — Það væri vöntun í myndina af íslenzku þjóðlífi, ef ekki kæmu út bækur um dul- fræði, svo ríkur þáttur er hún í þjóðarsálinni, enda þarf ekki að kvarta. Árlega eru dulfræði- bækur stór þáttur í útgáfu. Þetta er ágæt viðbót, því Margrét er udramanneskj a og mikill fjöldi vottorða frá fólki, sem hún hefur hjálpað, gefur sitt til kynna. Bókin er 228 bls. snotur að gerð og þarf ekki meðmæli. Fyrra bindið seldist upp um leið og það kom út, önnur útgáfa einnig. Ýmsar dulsýnir Margrétar, sem frá er sagt hér, af Snæfells- nesi, gefa tilefni til að endur- skoða álit manna á sannsögli séra Árna Þórarinssonar. Þarna mun vera furðuveröld beggja heima. SAKLAUSA DÚFAN eftir Má Kristjónsson. Þetta er fyrsta bók höfundar, sem mun vera reyk- vískur sjómaður og ýmsu kunn- ur. Hér eru mikil sálræn átök og efniviður bókar góður. Aðal- persónur eru íslenzkur sjómað- ur og gleðikona í erlendu, ó- hugnanlegu umhverfi. íslend- ingurinn heillast af fegurð og þokka stúlkunnar og sezt að hjá henni um tíma. Ástir, vín og afbrýði, þetta er mikið efni úr að vinna. En höfundur er byrjandi og þyrfti að athuga vel stílbrögð sín og orðaval, áður en hann skrifar næstu bók. Það er efni í höfundinum. Bókin er 319 bls. VIÐ ÓKUM SUÐUR HÖF. Jens Kruuse, þýðandi Andrés Krist- jánsson. Þetta er ferðasaga höf., konu hans og dóttur, svo og Einars Sigfússonar fiðluleikara og konu hans, og skrifar Einar sðasta kaflann. Þetta er létt og bráðskemmtileg frásögn af æf- intýrum þessa vinafólks suður um Evrópu á eigin bíl. Kruuse er fyndinn, eins og Danir einir geta orðið og þýðingin er ágæt. Engum leiðist þessi bók og af henni má nokkuð læra fyrir þá, sem kynnu að ferðast á sömu slóðir. Bókin er 236 bls. k. NÝKOMIÐ Danskar peysur Danskar blússur Verzl. Ásbyrgi h.f. Snyrtítöshor sérstaklega fallegar. r Verzl. Asbyrgi h.f. í STUTTU MÁLI 27. nóv. ■— Allmikið öskufall í Vestmannaeyjum síðustu tvo daga. Gosið enn allmikið, en mis- jafnara þó en verið hefur. 8. nóv. — Samið hefur verið um, að á næsta ári kaupi íslend- ingar frá Sovétríkjunum 100.000 tonn af fuelolíu, 210.000 tonn af gasolíu og 48.000 tonn af benzíni. 29. nóv. — Fregnir frá Bret- landi herma, að innan skamms muni brezka stjórnin lýsa yfir 12 mílna landhelgi við Bretlandseyj- ar. 29. nóv. — Vélbáturinn Hólm- ar frá Sandgerði, 48 tonn að stærð, fórst með allri áhöfn fyrir sunnan land. Báturinn var að tog- veiðum. Hann hljóp af stokkun- um í Skipasmíðastöð Njarðvík- inga sl. vor. Með Hólmari fórust 5 menn, flestir á aldrinum milli 20 og 30 ára. 2. des. — Kom til landsins nýtt vöruflutningaskip, Selá, eign Haf- skips h.f. Brúttóstærð 1745 tonn en burðarmagn 1057 tonn. Skipið er smíðað í Vestur-Þýzkalandi. Áhöfn 12 menn. 3. des. — Hljóp af stokkunum í Noregi nýtt flutningaskip, sem byggt er fyrir Samband íslenzkra samvinnufélaga. Var því gefið nafnið Mælifell og Sauðárkrókur telst heimahöfn. Burðarmagn á- ætlað 2750 tonn. — Sérstaklega byggt til flutnings farma einnar tegundar. 4. des. — Guðmundur I. Guð- mundsson utanrkisráðherra lýsti því yfir á Alþingi, að ríkisstjórn- in hefði heimild til að semja við Bandaríkjamenn eða NATO um afhendingu hvaða landsvæðis sem væri án þess að leita samþykkis Alþingis. 4. des. —- Samkvæmt upplýs- ingum Fiskideildar Atvinnudeild- ar Háskóla íslands (myndarlegt nafn) gefa rannsóknir á dýralífi í nánd við gosstaðinn sunnan Vestmannaeyja ekki til kynna, að gosið hafi haft nein áhrif á dýra- lífið í sjónum. RITVERK KILJANS Hann er enn milli tanna manna. 34 fyrstu bækur hans eru til sölu. Uppl. síma 1516. Kringsjá vikunnar Messað verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 377, 475, 470, 114, 232. P. S. Bazar og kaffisala Sjálfs- bjargar verður að Bjargi sunnudaginn 8. des. kl. 3 e.h. Ýpj Styðjið gott málefni. Komið KvenfélagiS FramtíSin heldur jóla- fund að Hótel Varðborg mánudaginn 9. des. kl. 8.30 s. d. Ánægjulegt að sem flestir mæti. -— Stjórnin. AustfirSingafélagiS á Akureyri held- ur aðalfund sinn sunnudaginn 8. des. næstk. kl. 4 síðdegis í Hótel Varðborg. Félagsmenn eru beðnir að fjölmenna og koma með nýja félaga. Stjórnin. SkíSi. — Þeim, sem gleymt hafa skíði sín í Skíðahótelinu, er bent á, að þau hafa verið flutt niður í Iþrótta- vallarhús, og eru viðkomandi beðnir að sækja þau þangað hið allra fyrsta. — Opið kl. 3—5 á daginn. Hjúkrunarkonur. — Munið fram- haldsstofnfund Hjúkrunarkvennafélags Akureyrar að Hótel KEA mánudaginn 9. des. kl. 21. HappdrœttismiSar Styrktarfélags van- gefinna fást í Bókabúð Rikku. Frjáls sala. Jólamerki Framtíðarinnar til ágóða fyrir Elliheimilið fást á pósthúsinu á Akureyri. MinjasafniS er opið kl. 2—5 e. h. á sunnudögum. AmtsbókasafniS er opið alla virka daga kl. 4—7 e. h. NáttúrugripasajniS, Hafnarstræti 81, 4. hæð. — (Gengið inn að austan). — í vetur verður safnið opið almenningi á sunnudögum kl. 14—16. Þeir sem vilja skoða safnið á öðrum tímum hafi samband við safnvörð, Helga Hallgríms- son, í síma 2983. Skrifstofur Akureyrarbæjar eru auk venjulegs skrifstofutíma opnar frá kl. 5—7 e. h. á föstudögum til móttöku á bæjargjöldum. Jólakort Sumarbúðanna við Vest- mannsvatn eru komin í bókabúðir. — Æ.S.K. Léreftstuskur hreinar og góðar kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Verkamaðurinn (7 Föstudagur 6. desember 1963

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.