Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.01.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 10.01.1964, Blaðsíða 3
Qall í tá Hvert vœri verðmœti íslenzkra I útfiutningsvara fullunninno? Það er vonum sjaldnar, að Akureyringar fylli þennan dálk. Úr þessu verður nú reynt að bæta og tínum við nú gullkornin úr syrpum Rósbergs G. Snædal: Stuðst fram á stafinn. Hvíli ég fót við feyskinn staf, finn ei bót á högum. Margir hljóta undir af eigin spjótalögum. Heimsins tál og haldlaus rök hafa brjálað sinni. Heyri ég váleg vængjablök víða í nálægðinni. Þannig fer ef boðinn ber bát á sker og kletta: Næstur hver er sjálfum sér, svona er nú þetta. — Veðurlýsing. Dropasmáar daggir gljá, drúpa strá á völlum, þokubláir bólstrar á brúnaháum fjöllum. Skuldaskil. Ekki skulda ég öðrum neitt, allir guldust tollar. Þó eru huldir bak við breitt brosið kuldapollar. Að veturnóttum. Hægt ég feta hálan veg, heldur letjast fætur. Kuldahretum kvíði ég, komnar veturnætur. Sumri töpuð virðast völd, vetrar sköpuð byrði. Heyri ég nöpur, nístingsköld Norðra köpuryrði. Kvöld við Eyjafjörð. Fjöllin blána, fagurt kvöld friðarþrána nærir, yfir Ránar roðatjöld rökkurbrána færir. Vorvisa. Flykkist hingað fuglaþjóð, flögrar kringum bæinn til að syngja ástaróð: I slendingabraginn. Staka. Brekkan strax mér blasti mót, — brauð til dags í malnum. Ég er vaxin upp af rót inn á Faxárdalnum. Auglýsið í Verkamanninum. Alþingismennirnir Fúðvík Jós- efsson og Björn Jónsson hafa lagt fram á Alþingi tillögu þá varð- andi útflutningsiðnað, sem hér fer á eftir ásamt greinargerð: TILLAGA TIL ÞINGSÁLYKTUNAR: Alþingi ólyktar að kjósa 7 manna milliþinganefnd, sem taki til athug- unar með hvaða hætti tiltækilegast sé að koma ó fót nýjum framleiðslu- greinum útflutningsiðnaðar og hvernig megi efla þann útflutningsiðnað, sem fyrir er. Nefndin athugi sérstaklega þær framleiðslugreinar, sem miða að aukinni vinnslu sjóvar- og landbún- aðarvara. I þeim efnum verði at- hugað, hvernig hagkvæmast sé að auka verulega síldarniðurlagningu, síldarniðursuðu og reykingu sildar. Einnig verði athugað um byggingu verksmiðja til framleiðslu ó tilbúnum fiskréttum. Þó verði einnig gerð at- hugun ó aukningu ullar- og skinna- iðnaðar og um kjötiðnað. Nefndin skal í störfum sínum hafa nóið samstarf við sérfróða menn um öll þessi atriði. Að othugunum lokn- um skal nefndin skila tillögum með rökstuddi ólitsgerð til Alþingis. Allur kostnaður af störfum nefnd- arinnar greiðist úr rikissjóði. Greinargerð: Heildarverðmæti útfluttra vara er nú orðið um 400 milljónir króna á ári. FFm 90% þessa út- flutnings eru sj ávarafurðir, en um 10% eru landbúnaðarvörur og aðrar vörur. Flestar eru þessar út- flutningsvörur lítið unnar, eða aðeins hálfunnar. Oft er um það rætt, að mikil nauðsyn sé að auka á fjölbreytni í starfsgreinum þjóðarinnar og draga á þann hátt úr áhættu, sem oft vill fylgja einhæfri framleiðslu. Fítill vafi getur leikið á því, að eitt nærtækasta og þýðingarmesta verkefni, sem fyrir liggur að leysa í atvinnumálum landsins, er að koma upp fullkomnum útflutn- ingsiðnaði, sem miði að því að fullvinna þau hráefni, sem til falla í landinu. Útfluttar sjávarafurðir eru nú sumpart algerlega óunnar, eins og ísvarinn fiskur, sem út er fluttur með haus og sporði í fiskiskipun- um sjálfum, eða hálfunnar vörur, yfirleitt á fyrsta verkunarstigi, þ. e. a. s. á því verkunarstigi, að þær þoli sæmilega óhj ákvæmilega geymslu, þar til þær koma í mark- aðslöndin. Hraðfryst fiskflök þykja mikil gæðavara. Framleiðsla þeirra er líka ein af okkar fullkomnustu og beztu útflutningsframleiðslu- greinum. En þó verður að játa, að í rauninni eru hraðfryst fiskflök aðeins á miðju framleiðslustigi. í mörgum löndum hafa hin síðari ár risið upp fiskiðnaðarverksmiðj- ur, sem fyrst og fremst vinna til- búna fiskrétti úr hraðfrystum fiskflökum. í slíkum verksmiðjum eru fiskflökin bútuð niður í hæfi legar stærðir, síðan steikt eða soð in og úr þeim framleiddir ýmiss konar fiskréttir, svo að segja til- búnir til neyzlu. Fiskréttir þessir eru síðan frystir aftur í hæfileg- um skömmtum í girnilegum um- búðum og þannig tilbúnir til þess að hitast upp á pönnu eða í potti, án allrar frekari matargerðar. Hér á landi ætti að koma upp einni eða tveimur slíkum verk- smiðjum fyrst til reynslu, en síð- ar mætti koma upp fleiri, ef rétt þætti. Síldarframleiðsla hefur vaxið stórkostlega síðustu árin. Miklar líkur benda til þess, að hún muni enn aukast og að reikna megi með miklum, öruggum, árlegum síldarafla. Mestöll síldin, sem veið ist við ísland, er mjög næringar- rík og góð vara. En nýtingin á þessari ágætu matvöru er á mjög lágu stigi. Mikill meiri hluti síld- araflans fer í mjölverksmiðjur til framleiðslu á skepnufóðri. Sá hluti síldaraflans, sem fer í aðra vinnslu, þ. e. aðallega í söltun og frystingu, er ekki hálfunninn sem matvara. Nauðsynlegt er að stórauka enn frystingu á síld, enda er aðstaða til þess þegar fyrir hendi án veru- legs stofnkostnaðar. Markaðir fyr- ir frosna síld virðast vera mjög miklir og hagstæðir. Framleiðsla á frosinni síld til útflutnings nemur nú orðið um 30 þús. tonnum á ári, en ætti að komast upp í 70—80 þús. tonn fljótlega. Sú síld, sem nú er flutt út frosin, fer svo að segja öll í framhalds- vinnslu í markaðslöndununum. Þar er síldin reykt, niðursoðin eða lögð niður í dósir. Hér á landi þurfum við að koma upp slíkri vinnslu á síld. Mikill mark- aður er í mörgum löndum fyrir reykta síld, ýmist flakaða eða heilreykta. Mikill hluti þeirrar saltsíldar, sem hér er framleidd, er fullverk- uð erlendis. Þannig munu t. d. Svíar leggja niður í dósir síld, sem hér hefur verið söltuð, sem nemur 100—130 þús. tunnum. Svíar leggja þó niður í dósir miklu meira magn af saltsíld, þar sem þeir kaupa einnig síld af Norð- mönnum, auk eigin veiði heima- manna. Með bættri nýtingu síld- araflans mætti auka útflutnings- verð síldarafurðanna um mörg hundruð milljónir króna á hverju ári. Þá ber einnig að athuga mögu- leika á frekari vinnslu fiski- og síldarmjöls og lýsisframleiðslunn- ar. Allar eru þessar útflutnings- vörur okkar unnar fullkomnari vinnslu erlendis, áður en þær eru settar á markað. Auk þeirra tegunda sjávaraf- urða, sem hér hafa verið nefndar, eru margar aðrar, sem hentugar eru til aukinnar vinnslu og auð- velt er að gera margfalt verðmæt- ari útflutningsvöru en nú er. Þar má m. a. nefna humar, rækjur, ufsa- og karfaflök, síldarhrogn og þorskhrogn. Humarinn er hægt að flytja út sem tilreidda vöru og fá fyrir hann mjög hátt verð. Síldarhrogn eru mjög eftirsótt vara, og séu þau fullunnin, er hægt að fá fyrir þau gífurlega hátt verð. Hér hefur verið vikið nokkuð að möguleikum, sem fyrir hendi eru til þess að gera verðmætari útflutningsvörur úr sj ávaraflan- um. Hliðstæðir möguleikar eru einnig fyrir hendi um aukna vinnslu ýmissa landbúnaðarvara. Islenzk ull er eftirsótt gæða- vara. Úr henni er hægt að vinna verðmiklar útflutningsvör- ur. Stefna ber að því, að engin óunnin ull sé flutt út úr landinu, en þess í stað komið upp fjöl- breytilegum ullariðnaði til út- flutnings. Hið sama er að segja um gærur og aðrar skinnavörur. Þær þarf að vinna sem mest í landinu sjálfu og auka þannig útflutningsverð- mæti þeirra. Kjötiðnað þarf einnig að efla með tilliti til útflutnings. Margt bendir til, að finna megi hagstæða markaði fyrir íslenzkt dilkakjöt í hentugum smápakkningum eða á annan hátt sem unna vöru. Enginn vafi er á því, að hægt er að auka verðmæti útfluttra vara um mörg hundruð milljón króna með aukinni vinnslu. Senni- lega er auðvelt að tvöfalda út- flutningsverðmæti þeirrar sjávar- og landbúnaðarframleiðslu, sem nú er flutt úr landi hálfunnin eða algerlega óunnin sem hráefni, með því að skipuleggja fullvinnslu þeirrar framleiðslu í sem flestum greinum. Uppbygging útflutnings- iðnaðar, sem fyrst og fremst mið- ast við það að fullvinna þær fram- leiðsluvörur, sem til eru í land- inu, hlýtur því að vera eitt af brýnustu og stærstu verkefnum í íslenzku atvinnulífi. Þjóð, sem framleiðir jafnmikið af fyrsta flokks matvöru og ís- lendingar gera nú og á slíka möguleika til aukinnar verð- mætasköpunar með fullkomnara vinnslustigi, ætti ekki að hugsa um fjarskyld og vafasöm verkefni eins og stóriðjurekstur á vegum útlendra auðhringa, en snúa sér þess í stað með einbeitni og áhuga að því verkefni að margfalda verðmæti þeirrar framleiðslu, sem hún hefur þegar aflað og hefur belri aðstöðu til að fullvinna en flestar eða allar aðrar þjóðir. Mikill meiri hluti útflutnings- vöru landsins nú eru matvörur. Beynslan hefur sýnt, að matvörur eru með beztu og öruggustu mark- aðsvörum. Allt bendir til þess, að á komandi árum verði fremur rnn skort á matvörum að ræða í heim- inum en hið gagnstæða. Framleiðsla og sala á ýmsum efnavörum er hins vegar miklu ótryggari. Orar framfarir í efna- framleiðslu hafa leitt til tíðra breytinga og óvissu mn framtíðar- gildi ýmiss konar efnaframleiðslu. Það verður t. d. að teljast alls- endis óvíst, að alúmíníum hafi eftir einn eða tvo áratugi það notagildi og verðgildi sem það hefur nú. Þannig er um fleiri efni. Stóriðnaður á sviði alúmíníums eða í öðrum hliðstæðum greinum í jafnlitlu efnahagskerfi og er hér á landi gæti því leitt til öryggis- leysis og hættu. Aukin efling mat- vælaframleiðslu til útflutnings, framleiðslu, sem komin væri á hátt og fullkomið vinnslustig, væri hins vegar hið öruggasta fyrir framtíðina. Með tillögu þessari er lagt til, að Alþingi kjósi 7 manna milli- þinganefnd, sem taki til sérstakr- ar athugunar nauðsynlegar fram- kvæmdir á þessu sviði. Gert er ráð fyrir, að nefndin leiti ráða og til- lagna hjá sérfróðum mönnum um allt það, sem að gagni má verða um tillögugerð til þess að hrinda í framkvæmd eflingu fullkomins útflutningsiðnaðar. Leggja ber áherzlu á, að nefndin ljúki sem fyrst störfum og leggi tillögur sín- ar um nauðsynlegar ráðstafanir fyrir Alþingi. Ábyrgðarmaður: Þorsteinn Jónatansson. Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f. Föstudagur 10. janúar 1964 Verkamoðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.