Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.01.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 10.01.1964, Blaðsíða 4
Það er einkennilegt, en þó margföld sannreynd, að með fjölgandi árum skýrast og skiljast ýmsar minningar löngu liðinna atburða gleggra en nokkru sinni fyrr allt frá bernskudögum. Margar eru þær minningar bundnar við lítils- verða atburði, sem engu máli varðar, hvorki til né frá. Þó getur út af þessu brugðið á þann veg, að örsmá hending, sem engu máli virðist skipta á því augnabliki, geti markað lífs- stefnu einstaklingsins til ævi- loka, annað hvort tii hins betra eða verra. Eg hef oft undrast, hve blind tilfelli geta skorið mönnum þann örlagastakk, sem þeir aldrei geta úr komizt, ævina út. Á uppvaxtarárum mínum var notkun áfengra drykkja töluvert almenn. Fáir fóru í kaupstað án þess að kaupa þar á ferðapel- ann, en margir höfðu slíkt hóf á, að ekki kom að sök, sumum varð Bakkus aftur á móti yfir- sterkari og brögðóttari, svo ýms slys bar að höndum, hestar týnd- ust með böggunum, stundum að- eins baggarnir, en fy-eir kom, að allt týndist og maðurinn með. Slíkt vakti ekki mikla athygli, það þótti eðlilegur hlutur eftir öllum kringumstæðum, guðs- mildi, að ekki varð alvarlegt slys, sem þó alltaf mátti búast við, sögðu menn. Faðir minn var mikill hófs- maður í þessum efnum, ég sá hann aldrei ölvaðan, en hann smakkaði vín aðeins í kaup- staðarferðum og oftast átti hann flösku heima, aðeins handa vild- arvinum ef þá bar að garði. Eg sá fyrst ölvaðan mann í Skrapatungurétt, ég mun þá hafa verið á áttunda árinu. Ég hafði áður séð þá sem gesti foreldra minna og fundust mér þeir ekk- ert skemmtilegir, þeir voru aldrei kátir eða glaðir og litu ekki við mér, þó ég reyndi að vekja at- hygli þeirra á mér. En nú voru þeir glaðir og skemmtilegir, kysstust og föðmuðust og sumir tóku nú jafnvel eftir mér og gáfu mér brjóstsykur. Ég tók pabba afsíðis og spurði hann í hljóði hvernig stæði á því að mennirnir væru svona kátir og góðir hver við annan, hvort það væri af því að féð þeirra væri komið af fjalli. Ekki eingöngu, sagði pabbi. Þeir eru bara svo- lítið kenndir. Verða þeir svona ævinlega ef þeir drekka brennivín? spurði ég. Stundum, en ekki ævinlega, sagði hann. Með sjálfum mér komst ég að þeirri niðurstöðu í þessu máli, að brennivín væri eitt af hinum dásamlegustu hlutum, sem skaparinn hafi fundið upp til að bæta og fullkomna mannkynið. Ég fór nú að athuga um- Jonbjörn Cililason: FYRSTA STAUPIÐ aldrel var drukkfð — sem hverfið og mannsöfnuðinn enn á ný og sá þá mann nokkurn, sem ég kannaðist vel við, hann var vanalega heldur þögull og hlédrægur, sagði fátt nema á hann væri yrt að fyrra bragði. Nú var hann kominn upp á einn réttarvegginn og farinn að halda ræðu. Ekki hafði ég vit á að meta gildi hennar, en hún var að mér skildist, um hrút, sem hann vænti af fjalli, en hafði ekki séð hann ennþá. Mér skild- ist helzt, að þetta ætti að vera líkræða eftir hrútinn.' Að ræð- unni lokinni kallaði einhver til hans og spurði hvort ekki ætti að syngja sálm á eftir. Hann svaraði því engu en þurrkaði sér um augun og hvarf í al- menninginn. Ég reikaöi umhverfis réttina. Hér og hvar sátu menn í smá- hópum á grindinni eða undir réttarveggnum og ræddust við. Ég þekkti fáa þeirra og gaf þeim lítinn gaum. Á þessari hringferð minni umhverfis réttina rakst ég á þrjá menn, sem sátu þar með flösku á milli sín. Þeir voru kunningjar pabba og kölluðu á mig. Ég gekk til þeirra og þeir sögðu mér að setjast hjá sér. Einn þeirra spurði mig hvort ég hefði nokk- urn tíma bragðað brennivín, ég sagði það ekki vera. Hann sagð- ist nú vera aldeilis hissa að svona stór strákur skyldi ekki einu sinni vita hvernig það væri á bragðið. En nú skal ég gefa þér aðeins að smakka, það þykir öllum almennilegum karlmönn- um gott brennivín. Hann hellti í litla kollu og rétti mér, en í því heyrum við þrumandi rödd: „Hvern djöfulinn eruð þið að gera við drenginn, ætlið þið að fara að hella ofan í hann brenni- víni?“ Pabbi var þar kominn, tók af mér kolluna o<g henti henni í eigandann og leiddi mig burt. Lengi lifði minningin um þessa réttarferð í huga mínum og virtist mér síðar, að þar hefði ég séð smækkaða mynd af heiminum í allri sinni sjálfs- ánægju og smámennsku. Tveimur árum síöar fékk ég að fara í kaupstaðinn í fyrsta sinn, þegar pabbi fór með ullina í vorkauptíðinni. Ég hafði aldrei í kaupstað komið og hugði því gott til far- arinnar. Ég átti svolítinn upp- tíning og bjóst við að geta keypt sitt af hverju í búðinni á Hóla- nesi, þegar þar kæmi. Svo stóð á, að ég átti afmæli ekki alllöngu síðar og datt mér í hug að gaman væri að kaupa eitthvað til glaðnings fyrir kunn- ingja mína, stráka af næstu bæj- um. Og þar sem ég hafði áður séð og heyrt hve mikill gleði- auki brennivín var á öllum JÓNBJÖRN GÍSLASON. mannamótum, þá hélt ég að það mundi vera hið ákj ósanlegasta af öllu. Ég átti ofurlitla flösku — svo- kallaða Kínaffösku, sem tók um það bil pela — og stakk henni í vasa minn til vonar og vara. Á leiöinni spurði ég pabba hvort ég mætti kaupa hvað sem ég vildi fyrir ullina mína. Hann sagði að ég væri þar alveg sjálf- ráður, en ég gæti nú ekki keypt nein ósköp fyrir þennan ullar- lagð. Ég sagði honum þá, að ég ætlaði að kaupa brennivín á Kínaflöskuna mína handa ná- grannastrákunum á afmælinu mínu. Hann sagði að ég mætti það með því móti að hann geymdi flöskuna og væri við- staddur þegar hún væri opnuð og innihaldið notað. Ég sam- þykkti það fúslega. Berndsen gamli kaupmaður mældi mér sjálfur á flöskuna og sagði í spaugi að ég væri áreið- anlega yngsti brennivínskaup- andi, sem til sín hefði komið. Ég tók þetta fyrir hrós og þótti fallega mælt. Ég hafði fram að þessu ekki gert mörg og mikilvæg kaup á ævinni, enda fannst mér flask- an með því sem í henni var, taka öllu fram, sem ég hefði nokkurn tíma eignazt og yið samanburð á hinum strákunum var ég viss um að enginn þeirra hafði á mínum aldri eignazt slíkan dýrgrip, fyrr eða síðar. Þeir skyldu nú bara sjá það á afmælinu, að ég var ekki í einu eða neinu þeirra eftirbátur, þó ég væri yngri en sumir þeirra. En það væri ekki allt komið und- ir árafjölda, heldur smekkvísi og framtakssemi. Það var nú minnstur vandinn að kaupa á flöskuna, en að koma henni heim, það var þrautin þyngri. Ef ég léti hana ofan í milli á baggahestinum, gat hann auðveldlega dottið og þá var flaskan í veði. Reyndar hafði ég nú aldrei séð hann detta, en þetta gat komið fyrir þegar verst stóð á. Ég gat ef til vill haft hana í poka fyrir aftan hnakk- inn minn, en pokinn gat ef til vill verið hálffúinn, þó ég vissi það ekki, svo það var ekki vog- andi. Mér datt í hug að hafa hana í vasanum, en þeir voru allir of grunnir, hún stóð að þriöjungi upp úr. Að halda á henni í hendinni alla leið var ekki nokkurt vit, hún var svo hál í greipinni. Að biðja pabba að geyma hana í vasa sínum var alveg frágangssök, vegna þess hvað hann stökk stundum ógæti- lega af baki, ef eitthvað þurfti að laga á hestunum. Ég sagði honum frá þessum vandræðum mínum og spurði hann ráða. Hann sagði mér að hætta þessari vitleysu og láta flöskuna í hnakkpokann minn, henni væri óhætt þar, Jarpur væri ekki dettinn. Ég varð að fallast á þetta, nauðugur þó og kvíðafullur um afleiðingarnar. Við fórum af Hólanesi um háttatíma og héldum inn Strönd- ina. En lengi vel þorði ég ekki annað en hafa aðra hendina á hnákkpokanum til þess að full- vissa mig um að allt væri í lagi. Skammt inn á Ströndinni er grashvammur einn fagur og var hann fastur áningarstaður lesta- manna á heimleið frá Skaga- strönd eða Hólanesi. Þar sagðist Pabbi ætla að láta hestana á gras, því þeir væru orðnir hungraðir. Sjálfur sagð- ist hann ætla að halla sér út af og fá sér lítinn blund og það gæti ég gert líka ef ég vildi. Ég sagðist þá ætla að spretta pok- anum frá hnakknum mínum vegna flöskunnar. Hann hélt þess þyrfti varla, ef ég ætlaði að passa hestana, þá gæti ég haft gætur á Jarp meðan við stönz- uðum. Við lögðumst báðir út af, ég með þeim fasta ásetningi að vera vel á verði. Ég hafði ekki haft mikið af erfiðleikum dagsins að segja, en ég var þó alltaf á þönum í kaup- staðnum, því allt þurfti ég að sjá, margt var þar nýstárlegt í mínum augum. Af því leiddi að ég var svo staðuppgefinn að ég sofnaði brátt við hliðina á pabba, þrátt fyrir minn góða ásetning að vera trúlega á verði. Ekki vissi ég hve lengi ég svaf, en ég vaknaði við það að pabbi tók í handlegginn á mér, reisti mig upp og sagði að nóg væri sofið. Eg leit í kringum mig og sá ekkert nema biksvarta þoku, sem byrgði alla útsýn. Hvar er Jarpur? spurði ég pabba með öndina í hálsinum. Ég veit það ekki, sagði hann. Við verðum að fara að leita að hestunum. Þú getur farið upp með læknum en ég fer hér ofaneftir og kallaöuij til mín ef þú finnur hestana. Ég þaut af stað, en svo var þokan biksvört að ég sá aðeins fáein fet frá mér. Loksins sá ég móta fyrir einhverju sem var enn dekkra en þokan. Ég sneri þangað og þarna var Jarpur á beit. En hvar var hnakkurinn og pokinn? Það var hvort tveggja horfið. En þegar ég kom nær sá ég að það var komið undir kvið hestsins. Ég hljóp þangað í of- boði, varð fyrst fyrir að þreifa á pokanum. Sá endinn, sem flaskan átti að vera í, var gegn- blautur, frá honum lagði megn- an brennivínsþef. Ég var ger- samlega höggdofa um stund. Þarna voru allar mínar vonir um glæsilega afmælisveizlu að engu orðnar. Ég rétti við hnakkinn, tók pokann frá og fleygði flösku- brotunum í Iækinn. Svo teymdi ég Jarp þangað, sem farangur- inn var og pabbi var þar kom- inn með hina hestana. Ég sagði honum frá því tjóni, sem ég hefði oröið fyrir, en hann brosti aðeins og sagði að þetta væri ef til vill meiri ábati en tjón. Ég gat ekki vel áttað mig á svoleiðis speki og svaraði því engu. Á leiðinni heim fór ég að hugsa nánar um þessi ummæli pabba. Þá rifjuðust upp fyrir mér ýmis tilfelli þessu viðvíkj- andi. Ég hafði oft séð drukkna menn fijúgast á í illu og mis- þyrma hvor öðrum. Ég hafði heyrt þá viðhafa slíkt orðbragð, sem engum siðuðum manni sæmdi. Ég hafði oft séð þá með- höndla góðhesta sína miskunn- 4) Verkamaðurinn Föstudagur 10. janúar 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.