Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.01.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 24.01.1964, Blaðsíða 2
Á sjónskííunni + --------------------- Dýr dauði Samhljóða skýrslur frá vísinda- mönnum þriggja þjóðlanda segja, að stór hluti þeirra ungmenna, sem hefja sígarettureykingar um fermingu, megi eiga von á krabba meini í lungum eða kransæðastíflu á miðjum aldri. Þetta er heldur óglæsilegt, en ekki nýtt. Prófess- or Níels Dungal hefur bent á þetta, einn af þeim fyrstu, og við höf- um heyrt hans röksemdir, en reyk ingar aukast árlega. Það kostar ekki undir 25 krónum á dag að vinna fyrir dauða sínum á þenn- an hátt. Það er dýr lúxus. Það kom fram á blaðamanna- fundi útvarpsins sl. mánudags- kvöld með Dungal, að af hverjum 20 mönnum, sem deyja úr krabba meini í lungum, má rekja orsök- ina til sígarettureykinga hjá 19 af þeim. Greinilegt er, að svo má ekki halda fram sem horfir. Ofluga fræðslustarfsemi þarf að hefja nú þegar í öllum skólum landsins og foreldrar verða að segja ungling- unum frá þeim voða, sem þeir eru að stofna sér í með því að fikta við reykingar. Að vísu er máttlítið vamaðar- orð þess, er sjálfur hefur gengið voðanum á hönd, en við eldri höf- um þá áfsökun, að við vissum þetta ekki. Það kom greinilega fram á nefndum blaðamannafundi, að það eykur lífsvon okkar að hætta nú þegar að reykja, þó seint sé. Að vígu er hér við vandamál að etja. Eg fullyrði, að það tekur 4—7 ár að afvenjast tóbaksreyk- ingum, svo öruggt sé að mestu. En ef maðurinn vill hætta í raun og veru, ekki bara langar til þess, þá er þetta yfirstíganlegt. Hugbót er líka, að pípan er ekki talin eins hættuleg, og það er eng- in neyð að reykja pípu. En fyrsta boðorð hlýtur að vera að vernda bömin fyrir þessum dýra dauða. Slysabálkur Báta slítur upp í höfnum okk- ar, bátar sökkva á rúmsjó, kann- ske tveir á sama góðviðrismorgni. Mannbjörg eða mannbjörg ekki. Fimmtán bifreiðaslys á tveim dög um í höfuðborginni, þar af þrjú banaslys. Þannig endalaust. Ekki veit maður hvað veldur, það er venjulega ágizkun ein. En skipa- tjón íslendinga á sl. ári og það, sem af er þessu, er ekki af ástæðu- lausu. Bifreiðaslysin eru að verða eitt helzta vandamálið og væri án efa --------------------» hægt að fækka þeim mikið með meiri kröfum til stjórnenda öku- tækja, bættum vegum og raunar fleiri ráðum. Reykjavík var ekki byggð með slíka umferð í huga. Og það er ekki von að vel fari, þegar helzta tekjulind ríkissjóðs er brennivín annars vegar og svo bifreiðar hins vegar, þetta fer illa saman í hundrað ára gamalli borg, hvað þá eldri. Veðrið * Ekki verður veðurguðunum kennt um, þó eitthvað gangi úr- skeiðis. Nú hefur ríkt hér vor- veðrátta lengi. Eldri menn telja það þó engan góðsvita, er janúar hagar sér svo. En það er föst trú vor, að þetta ár verði farsælt til lands og sjávar, nema þá ríkis- valdið eyðileggi það. Trúboðssókn í höfuð- staðnum Margt bendir til, að yfirstjórn kirkjumála í landinu hafi verið farin að líta alvarlegum augum trúleysi Reykvíkinga. Sókn á hendur þessum vágesti, sem trú- leysið er, hefur m. a. lýst sér í því, að kirkjusóknum var bætt við þær, sem fyrir voru, og 6 ný- ir prestar kvaddir til starfa á sl. ári. Án efa munu þessar nýju víg- stöðvar auka sigurlíkur Lúterism- ans, og hinir nýju soldátar hans munu ekki liggja á liði sínu. En hér kemur annað fram. Þeir voru margir sóttir út á landsbyggðina, svo að nú standa þar uppi prests- lausar sóknir, má guð vita, hversu kristni helzt þar uppi. Þá var á árinu vígð hin mikla kirkja í Skálholti og fóru margir höfuðstaðarklerkar þangað með söfnuði sína og töluðu fyrir þeim langt mál og kröftugt. Þó er nú uppi áætlan, sem skoða má sem hinn endanlega brúar- sporð í hernaði þessum. En nú er ákveðið, að hin mikia Hallgríms- kirkja verði fullgerð 1974, og hún er jú ekkert smásmiði. Að ummáli skal hún svipuð Bændahöllinni frægu og þrisvar sinnum hærri en Hótel Borg. Þess má vænta, þótt borgarbúum fjölgi ört, að mikill hluti þeirra gæti staðið þar á gólfi í einu. Það er vonandi, að trú og sið- gæði höfuðstaðarbúa aukist og margfaldist í samræmi við allar þessar aðgerðir kirkjuyfirvald- anna, þau berjast án efa af því einu, að þau hafa séð hina miklu þörf. Við getum hugsað að rétt sé ályktað í þessum málum, ef sannur er málshátturinn: Eftir höfðinu dansa limirnir. I „Þetta er ekki þjóðrækni" Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeirri sálrænu veilu, sem herjar á forráðamenn ís- lenzku þjóðarinnar nú a. m. k. sl. 20 ár. Hin ákafa sókn þeirra til að koma landi sínu í viðjar er- lendra auðhringa og landsfólkinu undir erlend áhrif, hlýtur að stafa af einhverjum sálarveilum. Hvað um það, ef strax 1944, hefur verið búið að semja um bandarísk yfir- ráð hér, hernámið? Inngangan í Atlantshafsbandalagið, eftirsókn- in í Efnahagsbandalagið og nú til- raunir til að fá erlenda auðhringa til að festa hér fé í svokallaðri stóriðju. Þetta er a. m. k. ekki þjóðrækni, ekki heilbrigð skyn- semi og þaðan af síður arfgeng veila. Feður og afar þessarra manna voru algerlega heilshugar í baráttu sinni fyrir sjálfstæði landsins og sjálfstjórn þjóðarinn- ar. íslenzk menning hefur sjaldan risið hærra en með feðrum okkar nánum og hún er á undanhaldi nú. En hverjar eru ástæðurnar og af hverju stafa þær? Rof milli kynslóða Ein af veilum þjóðfélags okkar, nýtilkomin, er sú að þjóðarerfðin góða, sjálf kvikan í skaphöfn, trú og venjum berst ekki lengur til niðjanna eins og var. Elfa ís- lenzkrar þjóðarhefðar hefur breytt um farveg og rennur nú meir og meir út í sandinn. Afinn og amm- an, sem áður fluttu söguna, arf- leifðina, til barna barna sinna, þau eru nú lokuð inni meir og meir á stofnunum, eða á annan hátt fjarlægð fjölskyldunni. Faðir og móðir standa mitt í lífsönninni og gefa sér ekki tíma til að tengja börn sín sögu feðranna. Börn eru nú meir og meir alin upp á and- legum útigangi. Erlendar kvik- myndir móta meir og meir smekk og hugsunarhátt og skólarnir eru ekki á nokkurn hátt skyldir hinum um forna þjóðskóla heimilanna, þar sem gamla fólkið var upp- fræðandinn, tengiliðurinn milli nú- og þátíðar. Þess vegna eru margir Islendingar i dag slitnir af hinni þjóðlegu rót. ísland er þeim aðeins bækistöð, þaðan er sótt á alþjóðleg mið til menning- arlegra og fjórhagslegra fanga. Hér er ein fyrsta skýringin á hinu sjúka viðhorfi í þjóðfélagsmólum okkar. Græðgi útilegumannsins Þegar siðferðileg og arfgeng hefð er ekki lengur hömlun á eðlislæga græðgi mannsins, bloss- ar hún upp i frummynd sinni. I Fjárplógsstarfsemi, þjófnaðir og falsanir, sem nú eru árlegt og dag- legt fréttaefni íslenzkra blaða, eru aðeins rökrétt hungur marka- mannsins, sem ekkert er heilagt. Frumstæðar hvatir hans leika lausum hala. Amman hefur ekki lagt á eðli hans hinn mjúka og seiga fjötur þj óðmenningarinnar, rót hans er slitin við móðurmold- ina og hann sýgur sér næringu hvar, sem hana er að fá. Hættan á að ísland glati sjálfstæði sínu og þjóðin sjálfdæmi, skiptir hann engu, ef hann getur átt von á per- sónulegum hagnaði. Hér við bætist hin mikla undir- málskennd rótleysingj ans. Hann er einn og smár, því hann skynjar sig ekki sem lim á þjóðarmeiðn- um. Sókn daðurkvenda og fjór- plógsmanna í fang útlendinga, er dæmigert hungur einmanans í samfylgd sér sterkari afla. Stuðn- ingur samferðamanna er honum ekki nógur, það þarf bjarma ókunnugleikans, hins ímyndaða stóra, til að bæta upp smæð, fylla upp hið tóma rúm í sálinni. Ferða- lög framámanna okkar og andlits- sýningar á mannfundum erlendis er sýnishorn af þessu æpandi hungri þess, er ekki aðeins hefur týnt þjóðerni sínu, heldur og per- sónuleika sínum, sem er hálfur horfinn um leið og tengslin við þjóðernið slitna og allur þegar viðkomandi hefur skynjað það. Ef Islendingum tekst ekki að tengja aftur nútíð sína og fortíð og færa hina arfgengu menningu í forna farvegi, þarf engan að undra þótt fjöregg okkar sé 1 hættu. Þá munu yfirráð fjármála okkar ekki lengi í höndum almenn- ings, heldur stærstu þjófanna, eins eða fleiri sameiginlega. Herstöðv- ar verða pantaðar, landhelgi seld, fegurðarsamkeppni kvenna haldin mánaðarlega, alumíníumverk- smiðjur byggðar fleiri en síldar- og ferðum róðherra fjölga mjög á alþjóðlegar ráðstefnur. En það er trú mín, að mikils sé misst, að íslendingar hafi langt fram á þennan aldarhelming verið heiðarlegir arftakar mikilla hug- sjónamanna, feðra sinna. En af margvíslegum ástæðum, sem nokkrar hafa verið nefndar hér, séu þeir meir og meir að dansa inn á alþjóðlegan val hugsjóna- og siðferðisdauðans. K. BÆNDUR! Þið, sem viljið fá DEXTU eða MAJOR diesel-dráttarvélar fyrir sumarið, ættuð að tala við okkur sem fyrst. Við getum tekið pantanir til afgreiðslu í apríl. Alls konar tæki til notkunar með DEXTU og MAJOR, svo sem: Hydraulic moksturstæki, heykvíslar, heyvögur, plógar, herfi, jarðtætarar, áburðardreifarar o. fl. DEXTA til heyvinnuverka, snúninga og alls konar smávika. MAJOR til heyvinnuverka, jarðvinnslu, moksturs og hvers konar meiri átaka. BÍLASALAN H.F. - Geislagötu 5 SÍMI 1649. Verkamaöurinn Vikublað. — Útgefendur: Sósíaliata- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- gBtu 5, Akureyri, sfmi 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 3.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Bjöms Jónssonar h.f., Akureyri. 2) Verkamaðurinn Föstudagur 24. janúar 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.