Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.01.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 24.01.1964, Blaðsíða 5
hagkvæman hátt munu hækkanir á benzínverði og sköttum skila sér aftur til bifreiðaeigenda í minnkandi sliti á bifreiðum og öll þjóðin síðar meir njóta góðs af greiðari og ódýrari samgöng- um. Niðurstaða. a) Hinir sérstöku skattar, sem lagðir hafa verið á bifreiðar og rekstrarvörur þeirra á undan- förnum árum hafa numið svo stórum fjárhæðum, að fyrir þær hefði verið unnt að koma fjöl- förnustu leiðum hér á landi í gott lag. Þegar tekið er tillit til þess, hvernig tekjum ríkissjóðs af bif- reiðum og rekstrarvörum þeirra hefur verið varið undanfarin ár, og hve lítið hefur verið notað til vega, er ekki óeðlilegt, að nú verði breytt um stefnu, þannig að 2/3 að minnsta kosti, af þeim tekjum verði varið til veganna.. En samkvæmt því ætti vegafé að vera nálega 380 millj. Vega- lög þurfa að tryggja nægt fjár- magn til vegamála, annars verða þau dauður bókstafur, eins og lögin um Austurveg frá 1946, sem ekki voru framkvæmd, en felld úr gildi á sl. Alþingi. b) Þriðja kafla laganna þarf að breyta þannig, að þar komi á- kvæði um hraðbraut C, það er veg með 200 til 1000 bifreiðar á dag. c) Reglum um þungaskatt þarf að breyta þannig, að bif- reiðar standi sem jafnast að vígi gagnvart þessum skatti og að hann miðist á sem nákvæmastan hátt við slit veganna. d) Þá telj- um við, að fella beri niður á- kvæði um endurgreiðslu á benz- ínskatti og þungaskatti. e) Auka þarf fé til rannsóknarstarfsemi. í vegalögum þarf að vera ákvæði um rannsóknarstofnun hjá vega- gerð ríkisins, sem ynni áð sér- stökum innlendum rannsóknar- efnum. Vegalögin eru tvímælalaust spor í framfaraátt og vart þess að vænta, að svo yfirgripsmikið mál verði afgreitt gallalaust í fyrstu lotu. Þessu stórmáli var flaustrað gegnum Alþingi án nauðsynlegra endurbóta, og þarfnast lögin því endurskoðun- ar og breytinga hið fyrsta. Þetta er mikið réttlætismál fyrir alla bifreiðaeigendur og eitt hið stærsta nauðsynjamál allrar þjóðarinnar, því að góðar sam- göngur eru undirstaða blómlegs atvinnulífs. Reykjavík, 8. janúar 1964. Stjórn Fél. isl. bifreiðaeigenda. Hversvegna gýs Vesturey? Fáeinum dögum eftir að elds- umbrotin byrjuðu suður af Vestmannaeyjum og Vesturey var risin úr sæ, var þess getið í dagblöðum, að einhver dr. Walker væri kominn hingað til lands til þess að fylgjast með atburðum. I nokkrum sveitum landsins mun maður þessi vera allþekktur orðinn; en fáum mun vera kunn- ugt um stöðu hans og fagmanns- virðingu erlendis eða til hvers hann er að klífa og rannsaka snarbrattar fjallshlíðar hér á landi sumar eftir sumar. En dr. Walker er vísindamaður og kennari við eina frægustu vísindastofnun brezka heims- veldisins, The Imperial College of Science and Technologi í London, og hefur nú um mörg ár einbeitt sér að því að sanna eða afsanna eina grundvallar- tilgátu jarðeðlisfræðinnar og hann hefur síðustu 7—8 árin safnað gögnum hérlendis til þess að hægt verði að byggja jarð- fræðirannsóknir og kennslu á staðreyndum en ekki tilgátum og kenningum. Allt frá því brezki vit- maðurinn Sir Francis Bacon, sem lifði frá 1561 til 1621, tók fyrstur manna að ígrunda opin- berlega hvers vegna vestur- strendur Evrópu og Afríku féllu nokkurn veginn saman við aust- urstrendur Norður- og Suður- Ameríku, því varla gat það verið tilviljun einber, hefur þessi stað- reynd verið óleyst gáta, sem öld- um saman hefur gert vitmönn- um á sviði jarðfræði órótt í sinni. Það var ekki bara, að fyrrnefnd landgrunn féllu sam- an, öll núverandi meginlönd virtust vera klofnuð úr einu sam- felldu meginlandi, því fornir fjallgarðar og aðrar jarðfræði- legar staðreyndir féllu saman, einnig minjar mjög fornra jök- uialda, j arðsegulstefnur í forn- um hraunum; rannsóknir á út- breiðslu fornra dýra og plöntu- tegunda bentu líka eindregið til þess, að einu sinni hefði verið til eitt meginland. Um þetta mun stærstur hluti jarðfræðinga vera sammála; en gátan, sem óleyst hefur verið, er, hvernig orkan, sem til hefur þurft að fram- kvæma slíkan tilflutning, væri tilkomin. Stærðfræðilegir út- reikningar hafa sýnt, að snún- ingur jarðar og aðdráttarafl tungls og sólar gat ekki lagt þessa orku til. En þekking síð- ustu áratuga á kjarnaklofningi vissra frumefna og ný tækni við rannsóknir hafa lagt svo mikið til af vísindalegum staðreyndum, að mörgum jarðeðlisvísinda- manni finnst þrautin vera leyst með tilgátum. Dr. G. P. I. Walker og sam- verkamenn hans eru nú að reyna að finna þau áþreifanlegu sönn- unargögn, sem ein geta breytt fræðikenningu, byggðri á lík- um, í staðreynd, og Island virð- ist þeim vera eini staðurinn á hnettinum, þar sem það sé fram- kvæmanlegt. Dýptarmælingar út- hafa á síðustu áratugum hafa sýnt, að í Atlantshafi liggur fjallgarður frá Grænlandi langt suður fyrir syðsta odda Afríku, langleiðina að Suðurheimskauts- landinu. Hann er að mestu yfir 3ja km hæð mælt frá rótum hans á hafsbotninum. Mikil gjá er eftir kolli fj allgarðsins endilöng- um, og hitaútstreymi frá honum er 5 til 6 sinnum meira en frá hafsbotni eða meginlöndum. En þetta þykir jarðeðlisfræðingum renna stoðum undir þá kenn- ingu, sem síðustu áratugina hef- ur rutt sér til rúms hjá jarð- eðlisfræðingum og jarðfræðing- um, að orkugjafinn, sem leggi til orkuna, er ráðið hefur örlög- um heimsálfa, séu fáein frum- efni, sem hafi þá eðlisbundnu eiginleika að breytast smám saman af sjálfu sér í önnur frumefni, algerlega óháð hita og þrýstingi, en gefi um leið frá sér hitaorku. Þessi hitagjafi veldur því, að þegar frá er talin hlutfallslega þunn skán utan á jörðinni þá ráða í henni sömu náttúrulögmál og þau, er ráða í gasi og vökvum, og vísindamenn nútímans þekkja að verulegu leyti; veðurspár eru til dæmis gerðar með tilliti til þeirra. Niður til 48 km dýpis helzt sá hiti, sem myndast, í jafnvægi vegna hitaleiðslu til yfirborðs jarðarinnar, en þegar dýpra kernur eykst svo hiti og þrýst- ingur, að orka hita og efna myndar hringrás í kviki jarðar, því þegar hiti og þrýstingur er komið yfir ákveðið lágmark hverfa takmörkin milli fasts og fljótandi efnis. Þess vegna verður hringiða í kviku jarðar eins og í lofthjúpi hennar, og allt bendir til að sömu lögmál gildi fyrir hæðirn- ar og lægðirnar inni í hnettin- um og í lofthjúpnum utan um hann. Meginmunurinn er, að hraðinn er óverulegur og orkan yfirþyrmandi við orkuflutning kvikunnar samanborið við það sem þekkist í lofthjúpnum. En þrátt fyrir það, að lofthjúpurinn umlykur hvern mann, eru mörg lögmál hans okkur lítt kunn enn þá, og þess vegna er engin ástæða til að pndrast, að þekk- ing okkar á innra kviki jarðar er ennþá á tilgátustigi og nær eingöngu byggt á líkum. Mann- inum mun aldrei takast að kanna til hlítar með tækjum sín- um lögmál jarðarinnar frekar en kviku sólar, en þó leiddi ígrund- un um eðli kvikunnar til smíði vetnissprengjunnar; og með því var kannske opnuð ný leið á framfarabraut mannkynsins. Það er tilgáta margra skarp- greindra vísindamanna í jarð- eðlisfræði, að í miðju Atlants- hafi endilöngu hafi efni og orka leitað sér upprásar, hreyfiöflin lyft upp atlantska hæðahryggn- um, en kæling sjávar vamað því að jarðkvikan bræddi sig í gegn. Við það að mæta þessari mótstöðu breytir sá hluti ork- unnar, sem ekki fer til að halda uppi hæðahryggnum og aðliggj- andi sjávarbotni, um stefnu og streymir meira eða minna lárétt meðfram undirfleti jarðskorp- unnar bæði til austurs og vest- urs og kælist við það og verður ennþá seigflotnari; móti því vegur, að nú fara straumarnir að leita niður á við vegna áhrifa þyngdaraflsins, því að jarð- skorpan þykknar um leið og kvikan kólnar og missir þá hæfi- leikann til bræðslu. Að lokum mæta straumarnir djúpstæðum rótum meginlanda. Leifar hreyfi- orkunnar skiptast þá aftur í tvennt, beinast sumir þættir hennar niður á við, en aðrir þrýsta á meginlöndin. Að vísu eru þau föst fyrir, en hér eru þau reginöfl að verki, að eitt- hvað verður undan að láta. í jörðinni eru margar slíkar upp- gijngu- og kvikurásir, sem þrýsta úr ýmsurn áttutn á meginlöndin og hnoða þau á milli sín. En það er álitið, að ennþá hafi kvikurásirnar vestur frá miðju Atlantshafi yfirtökin og þrýsti hægt og sígandi ameríska meg- inlandinu frá meginlöndum Evrópu og Afríku, sem eru svo föst fyrir, að þau bifast sama sem ekkert. Einmitt þetta er hægt að sanna eða afsanna á íslandi, þar sem það er eini hluti atlantska hæðahryggsins, sem stendur upp úr sjó, og þenslu- sigdalur hans liggur þvert yfir ísiand frá suðvestri til norð- vesturs, en er að mestu hulinn af hrauni, j arðfræðilega séð ungu. Nú liggur í augum uppi, að hafi landgrunn hinna þriggja meginlanda einhvern tíma náð saman, en séu enn í dag að síga sundur, þá þarf jafnharðan að myndast jarðskorpa. Talið er, að sú skorpumyndun fari nú orðið að mestu fram í og undir dj úpu dældinni í kolli atlanska hæðahryggsins, og þá um leið þvert yfir Island. Þýzkur vís- indamaður, Bernauer að nafni, gaf út í Stuttgart 1943 útreikn- inga sína um það, hve mikið Island hefði gliðnað sundur á þenslusvæði sínu síðan síðustu ísöld lauk og áleit, að það myndi nema 3,56 m á hvern km á 1000 ára tímabili. Dr. Walker telur, að á milli elztu hraunlaga ofan- sjávar á Austur- og Vesturlandi hafi landið breikkað um 400 km á 60 milljónum ára, eða um 6 til 7 rnm á ári. Sannast hér eins og á svo mörgum öðrum sviðum vizka alþýðuspakmælisins, að Guðs mylla malar hægt. Ég hef auðvitað, eins og aðrir er spjall þetta kunna að lesa, engin tök á að sanna eða afsanna þessar tölur eða sannprófa þær ályktanir,er afþeimverða dregn- ar; en dæmt út frá þeirri þekk- ingu, sem lífið hefur veitt mér og þeirri dómgreind, er mér var gefin í vöggugj öf, virðist mér kenning sú, sem ég hef hér að framan verið að reyna að skýra í grófustu dráttum, jaðra við staðreynd. Og dr. Walker kom mér nú í sumar fyrir sjónir sem vitur og heiðarlegur maður. Einn jarðfræðinemanna, sem dvöld- ust hér að Kleif liðið sumar, Thomas I. Sibbald að nafni, kannaði ásamt fleiru fornar þenslusprungur undir Arskógs- ströndinni og Þorvaldsdalnum af hinni mestu kostgæfni. Arang- urinn af rannsóknum þessa unga manns mun verða birtur í hækl- ingi á ensku innan skamms, og verður þá væntanlega getið hér í blaðinu. Það, sem nú í dag gerist í Vesturey, hefur nokkurn veginn óslitið verið að gerast í meira en 100 milljónir ára og mun lík- lega gerast lengi eftir að mann- kynið er gengið fyrir ætternis- stapa. En þau áhrif mun þetta eldgos og þessi jarðeðliskenning hafa á stöðu íslands í heiminum, að nú verði tilgangslaust fyrir stjórn- málamenn að reyna að pranga út fallorku íslenzkra jökulvatna til erlendra stóriðjuhringa. Þeir munu lengi leyfa undirtyllum að fara til íslands og lifa í hinum mesta munaði á kostnað íslenzka ríkissj óðsins við samningagerð- ir, og þeir munu leyfa sérfræð- ingum sínum að þiggja svimhá- ar upphæðir fyrir sýndar- mennsku-rannsóknir og álits- gerðir. En áður en til úrslita kemur munu hringarnir snúa sér að frægustu j arðfræðingum á þessu sviði og spyrja: Hvaða líkur eru á þessu tiltekna svæði fyrir jarðskjálftum, er sprengi stíflugarða, hraunflóðum, er breyti farvegum ánna eða kaf- færi mannvirki, eldgosum undir S Framhald á 7. síðu. Verkamaðurinn (5 Föstudagur 24. janúar 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.