Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.01.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 24.01.1964, Blaðsíða 3
Styrhir til félaga o.ll. Ofanritaða yfirskrift ber XII. gjaldaliður í fjárhagsáætlun Akur- eyrarbæjar. Yfirleitt er þarna ekki um háar upphæðir að ræða, en ýmsum mun þó nokkur forvitni á að vita, hverjir styrki þessa fá og hve mikið. Samkvæmt því frumvarpi, sem nú liggur fyrir, er gert ráð fyrir, að bálkur þessi verði þannig á þessu ári: 1. Karlakórinn Geysir 10 þúsund krónur. 2. Karlakór Akureyrar 10 þús. kr. 3. Lúðrasveit Akureyrar 50 þús. kr. 4. Svifflugfélag Akureyrar 25 þús. kr. 5. Skátafélögin í bænum 15 þús. kr. 6. Sunnudagaskóli Þjóðkirkjunnar 10 þús kr. 7. Mæðrastyrksnefnd 15 þús. kr. . 8. Skákfélag Akureyrar 20 þús. kr. 9. Flugbj örgunarsveit Akureyrar 30 þús. kr. 10. Lestrarfélag Glerárþorps 5 þús. kr. 11. Félagið Vernd, Reykjavík 15 þús. kr. 12. Zontaklúbbur Akureyrar v/Nonnasafns 25 þús. kr. 13. Leikfélag Akureyrar 55 þús. kr. 14. Skógræktarfélag Akureyrar vegna skógræktar og unglingavinnu í bæjarlandinu og Vaðlaskógi í samráði við bæjarráð 100 þús. kr. 15. Til útgáfu sögu Akureyrar 50 þús. kr. 16. Sjóferðafélag Akureyrar 10 þús. kr. 17. Dagheimilið Pálmholt 50 þús. kr. 18. Barnaverndarfélag Akureyrar (byggingastyrkur vegna leikskóla) 35 þús. kr. 19. Barnaheimilið Ástjörn (byggingastyrkur) 30 þús. kr. 20. Félagið Sjálfsbjörg, Akureyri (byggingastyrkur) 30 þús. kr. 21. Æ. S. K. H., styrkur til byggingar sumarbúða við Vestmannsvatn 50 þús. kr. 22. Orlofsnefnd húsmæðra 35 þús. kr. 23. Sóknarnefnd Akureyrar (framl. til kaupa á pípuorgeli) 50 þús kr. 24. Matthíasarfélagið v/stofnkostnaðar 40 þús. kr. 25. Olympíunefnd íslands 10 þús. kr. Alls eru styrkir samkv. þessum lið kr. 775.000.00. Irimlöji til aýbygglngo í frumvarpi að fj árhagsáætlun fyrir Akureyrarbæ er áætlað, að á þessu ári verði veittar 7 milljónir króna til nýbygginga á vegum bæj- arins. Er gert ráð fyrir, að það fé skiptist þannig til einstakra fram- kvæmda: 1. Slökkvstöðvar- og skrifstofubygging .............. 550.000.00 2. Oddeyrarskóli .................................... 850.000.00 3. Gagnfræðaskóli .................................. 1.000.000.00 4. Bygging við íþróttavöll............................ 500.000.00 5. Elliheimili ....................................... 650.000.00 6. Áhalda- og geymsluhús............................. 200.000.00 7. Bókasafnsbygging .................................. 750.000.00 8. Skíðahótel ........................................ 400.000.00 9. Iðnskóli ......................................... 500.000.00 10. Fangageymsla ...................................... 300.000.00 11. Hjúkrunarkvennabústaður F.S.A.................. 300.000.00 12. Til byggingar fjölbýlishúss ..................... 1.000.000.00 Skráníng atvinnulausra karla og kvenna fer fram lögum samkvæmt, dagana 1., 3. og 4. febrúar n.k. í Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar, Strandgötu 7, II. hæð. Akureyri, 24. jan. 1964. VINNUMIÐLUN AKUREYRAR Símar 1169 og 1214. Námskeið í sjóvinnu verður haldið fyrir byrjendur og þá, sem áður hafa sótt slík námskeið. Væntanlegir þátttakendur geta látið skrá sig á skrifstofu æskulýðsfulltrúa Akureyrar, íþróttavallarhúsinu, milli kl. 2—4 daglega og kl. 10—12 á laugardögum. Námskeiðið hefst 28. janúar kl. 8 e. h. Sjóvinnunefnd Akureyrar. Æskulýðsróð Akureytar. TILKYNNING frá Rafveitu Akureyrar Að gefnu tilefni viljum við tilkynna rafmagnsnotendum á Akureyri að framvegis verður aðeins tekið á móti FULLRI GREIÐSLU á rafmagnsreikningum. Greiðsla upp í reikninga verður því ekki leyfð. Rafveita Akureyrar. PsS*-, FuröÉgar bihhaldsbrellar 'i b * Qall I Jakob Ó. Pétursson frá Hrana- stöðum er þekktur höfundur. Hann hefur árum saman ort undir nafninu Peli í blað það, sem hann ritstýrir hér á Akureyri af miklum dugnaði, íslending. Við flettum nú syrpu hans. Ekið urri fjörðinn. Akir þú um Eyjafjörð eftir dægurstritið, fegri himin, hreinni jörð hefurðu aldrei litið. Staka. Nú hjá garði gengin er gamla rökkurvakan. Þó skal lengi lifa hér ljóðið, sagan, stakan. Mœtti hundi á gangstétt. Ósköp lízt mér illa á þig, engan hefurðu sexappíl. Pissaðu ekki utan í mig eins og ég væri hjól á bíl. Ekki neitt. Hangsið þótti henni leitt, höndum fimum klæðum svipti. Gerðist eitthvað? Ekki neitt, ekki neitt, sem máli skipti. Það er verst . . . Skyggnist ég um borð og bekki, brjóta skal nú gamla hlekki. Uti í horni þrjót ég þekki, það er verst hann drekkur ekki. Bœn fyrir þurrki. Gefðu drottinn, góðan vind, svo geti bændur þurrkað heyin, mér finnst vera voðasynd að væta landið öðrumegin. Líður á œvina. Er á gleði orðin þurrð, allt er þungt í vöfum. Ævi minnar hallast hurð helzt til fljótt að stöfum. Gaman að yrkja. Það að yrkja er þjóðargaman. Þetta er önnur hendingin. Vísu þessa set ég saman. Svona verður endingin. Úr þingvísum. Þingmenn góðir þegnum frá þyngsta skattinn draga, «n leggja bara annan á eftir nokkra daga. Um hlaupara. Hlauparar geta hlaupið létt, hlaupið á vegum fínum, <og hlauparar geta, hef ég frétt, hlaupið frá verkum sínum. ORÐSENDING fró Tónlisfarfélagi Akureyrar Óperusöngkonan Betty Allen varð að hætta við för sína til Akureyrar að þessu sinni, laugar- daginn 11. janúar, vegna óhag- stæðs flugveðurs. Sunnudaginn næst á eftir myndi hún hafa komið ef svo hefði ekki farið að hún var Staka. Vel ég greini ungmey eina, er það meinakind. Ymsa sveina er að reyna oft sú beinagrind. Að lokum. Er ég fell í feigðarsjó, flýgur önd í bláinn. Klerkurinn með kaldri ró kastar mold á náinn. kvödd í skyndi til New York til að syngja þar óperuhlutverk og þoldi það enga bið. En hún hefur samkvæmt skila- boðum, með milligöngu Árna Kristj ánssonar píanóleikara, á- kveðið að hætta samt ekki við för sína til Akureyrar, og áform- ar að koma hingað um miðjan febrúar í sambandi við söngför um Norðurlönd. Eru því handhafar afgreiddra aðgöngumiða að söngskemmtun hennar, beðnir að geyma þá þar til auglýst verður hvenær þeir gilda. Rétt er að geta þess um leið að óperusöngvarinn Olav Erikson er væntanlegur til Akureyrar í fyrri hluta marzmánaðar. Óráðið enn þá um einn konsert enn á vetrin- um. í frumvarpi því að fjárhags- áætlun fyrir Akureyrarbæ, sem bæjarstjórnin hefur nú til með- ferðar, er gert ráð fyrir að yfir- stjórn bæjarins og skrifstofuhald kosti á þessu ári kr. 2.731.000.00, en svo eru dregnar frá þessari upphæð 995 þúsundir, þannig að sú opinbera upphæð, sem almennt er birt í blöðum og útvarpi verður aðeins 1.736.000.00. Þessi frádráttur upp á nærri eina milljón króna er þannig feng- inn, að einstök fyrirtæki bæjar- ins eru talin greiða svo og svo mikið af sameiginlegum kostnaði. Er þetta eðlileg færsla hvað snertir t. d. Hafnarsjóð, Rafveituna, Vatnsveituna og Laxárvirkjunina, því að þessi fyrirtæki starfa um flest sjálfstætt og hafa eigin reikn- ingshald og eigin fjárhag; gera einnig sérstakar fj árhagsáætlanir óháðar aðaláætlun bæjarsjóðs. En svo hefur að auki verið grip- ið til þess, að klípa af einstökum liðum fj árhagsáætlunar bæjarins til að lækka skrifstofukostnaðinn á pappírnum. Þannig á t. d. að taka 80 þúsund krónur frá Bygg- ingalánasjóðnum, en það er tíundi hluti þess, sem til hans er gert ráð fyrir að leggja á árinu. Sömu upp- hæð, 80 þúsund, á að klípa af ný- byggingareikningi og af gatna- gerðarfé 45 þúsund, af fram- færslufé á að taka 20 þúsund og 40 þúsund frá eftirlaunasjóði bæjarins. Hér er greinilega aðeins um bókhaldsbrellur að ræða, til þess gerðar að sýna skrifstofukostnað- inn minni en hann er. En þótt svona sé reynt með lélegum dulum að breiða yfir raunverulega aukn- ingu skrifstofukostnaðarins, breyt- ir það engu um raunverulegar staðreyndir. Parkinssons-lögmálið er hér sem annars staðar í fullu I gildi og fullum gangi. FBstudogur 24. jonúar 1964 Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.