Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.04.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 03.04.1964, Blaðsíða 2
A sjónskífuimi Páskarnir komu og fóru án hrets. Himininn aðeins sáldraði niður snjókornum einn dag, til að sýna að hann ætti enn ofur- lítinn forða. En það stóð ekki lengi og sumarblíðan lék við landsbúa, hvort heldur þeir sátu heima eða ferðuðust landshorn- anna milli á bílum sínum. Þó mun hafa verið ennþá betra hér en syðra, rigningin er hændari að þar. Lóan er komin, þröstur- inn syngur og fer að hreiðra sig. Það er vonandi að öll þessi vor- merki séu ekki eitt allsherjar aprílhlaup, og að náttúruöflin haldi svo fram sem horfir. Það gæti orðið afdrifaríkt, ef áfelli gerði nú, með frosthörkum og fannkyngi. Vér lesum um það, að veður- farsbreytingar þær, sem allir róma, séu af „mannavöldum", Rússar og Kínverjar séu að bræða upp freðmýrar sínar og jökla, með því að dreifa yfir sóti og kolasalla. Þessar aðgerðir breyti öllu gróðurfarí og kulda- skil færist sunnar. Þá er einnig rætt um, að hinar miklu atom- sprengingar í geimnum, undan- farin ár, muni hafa haft í för með sér miklar breytingar á hreifingu loftstrauma og það geti einnig haft stórfelld áhrif á veðurfarið á jarðkringlu vorri. Þótt vér álítum, að allt fikt manna við náttúruöfl, geti verið hættulegt og þurfi mjög mikillar athugunar við, þá þurfa Islend- ingar ekki um að kvarta eins og nú er. Gafnahreinsun. Þegar sunnanvindarnir blása yfir landið og bera gróðurangan að vitum manna og dýra, dæm- ast nokkrir gamlir menn á þau heiðurslaun að sópa þurru ryki á götum þessa bæjar. Hvers eiga þeir að gjalda? Á dögum tækni og vélvæðingar er þetta gatna- ¦ ¦1*3 ¦II" ¦ GHl- STAFRÓF HEIMILISSTJÓRNAR VERÐUR AÐ LÆRASI DÆMIÐ ER AUÐREIKNAÐ ÚTKOMAN ER BETRI ÁRANGUR MEÐ PERLU ÞVOTTADUFII Þegar þér hafíð einu sinni þvegið með PERLU komizt þér aö raun um, hve þvotturinn getur orðið hvitur og hreinn. PERLA hcfur sérstakan eiginleika, sem gerir þvottinn mjallhvítan % gefur nouum nýjan, skýnanili bfæ sem hvergi á sinn lika. PERLA er mjög notadrjúg. PERLA fer sérstaklega vel með þvottinn og PERLA léttir yöur störfin. Kaupio" PERLU i dag og gleymiö ekki, aö meö PERLU fáið bér hvitari þvott, með minna erfiði. hreinsunarfyrirkomulag öllum til vanvirðu. Því kaupir ekki Akureyrar- bær volduga ryksugu og lætur aka henni um aðalgöturnar og soga rykið á svipstundu fyrir venjulegan fótaferðatíma. Því kaupir bærinn ekki tæki til að þvo göturnar meðan almenning- ur sefur eins og gert er víðast hvar erlendis? Erum við ekki að burðast við að vera fínt fólk, sem vill laða að sér gesti og láta þá dást að bænum? Hér er um meir en þrifnaðar- mál að ræða. Það er ekki sam- boðið okkur að dæma eldri kyn- slóðina, sem ynnt hefur af hendi mikið og farsælt æfistarf, til að standa hér á sólbökuðum götum og torgum og sópa ryki, aka því í hjólbörum eða bera á skófl- um og láta vindinn þyrla því í vit sér og annarra. Þetta er úr- elt. Eldri menn vilja gjarna vinna létt störf. Það er sjálfsagt að bærinn greiði fyrir því, að þeir fái að vinna störf við sitt hæfi. En ekki þetta, það er óþarfi, vélvæðing er ódýrari og mikil- virkari. En leyfið „götusópur- unum" ykkar að vinna við hirð- ingu garða og grasvalla, hlú að gróðri og hreinsa til á hinum grónu svæðum. Það er meir við eðíi þeirra og innræti. f gróður- reitunum gefur starfið þeim un- að og hollustu í stað andstyggð- ar. Og þessir menn eiga skilið annað en það, sem þeim er boð- ið nú. Er offramleiðsla. Aldraður bóndi leit inn til okkar og var næstum angurvær. Er virkilega allt strit okkar bændanna einskisverður fífl- skapur og þjóðarból. Við erum hraktir í ræðu og riti. Okkur er líkt við útafdeyjandi dýrateg- und eins og vísunda. Við erum sagðir vera hemill á einhverjum svokölluðum hagvexti, þó erum við sagðir framleiða of mikið. Hvernig á maður að átta sig á þessu moldviðri? Eg var á bændafundi í Sj álfstæðishúsinu á dögunum og mér fannst eins og verið væri að spila með mig, ég skildi ekkert í þessu þvargi. Það eykur ekki gleði okkar og afkastagetu að heyra þetta. Verst að mér finnst það í bæj- unum aðhyllast þá skoðun, að við séum valdir að því, fyrst og fremst, hve ykkar pyngja er létt. Þið eruð þó synir okkar og dæt- ur og ættuð að geta áttað ykkur á vandamálum bænda. Annars væri gaman, sagði hann ennfremur, að fá rækileg- ar og sannar upplýsingar um öll þessi mál. T. d. hvað þarf þjóð- in mikið af landbúnaðarvörum? Hvað er mikil offramleiðsla rlú, og af hverju? Liggur mikið ó- selt af kjöti, ostum, smjöri? Sé svo ekki, hverjum hefur fram- yfirmagnið verið selt og fyrir hvaða verð? Liggi hinsvegar mikið magn óselt, sé kjötinu hent og smjörið notað í sápur, þá vil ég fá að vita: 1. hvort reynt hefur verið að afla mark- aða — 2. hvort ekki er beint nauðsynlegt að eiga forðabúr í sjálfu landinu af þessum vörum. — 3. Er ekki rangt að framleiða mjólk til vinnslu nú, þar sem ekki er markaður fyrir neyslu- mjólk. Þarf ekki heildarskipulag og samráð milli framleiðslu- stétta. En þeir um það, ég er bráðum dauður. En eitt vil ég segja fyrst. Það eru til í land- inu nokkur þúsund öryrkja, gamalmenna og barnafjöl- skyldna, sem ekki hafa efni á að kaupa hinar hollu og góðu vör- ur bændanna. Þetta fólk fær ein- hverjar bætur frá hinu opinbera. Því ekki að gefa þessu fólki kost á að fá eitthvað af „offram- leiðslunni" fyrir lítið, annað hvort sem hluta styrkjarins eða hreina uppbót á hann. Það myndi ekki hlaupa í offitu. Svo mörg voru þau orð, og fleiri þó. Það eina, sem við gæt- um gjört, er að spyrja viðkom- andi um eitthvað af þessu. Hins- vegar hefur þessi bóndi fyrir ekkert að biðjast afsökunar. Það er ekki grunnurinn, sem svíkur í þessu þjóðfélagi, heldur yfir- hyggingin. Þú ætlar til útlanda í vertíðarlokin? Já, viÖ hjónin förurn til London með Flugfélaginu. Hún til að verzla og ég til að sjá mig um í heimsborginni. Þetta kostar ekkerf, Ffugféíagíð veilír 25 % afslátt, hvorki meira né minna en 3038 krónur fyrir okkur bæði. Það er lika nauðsynlegt að lyfta sér upp öðru hverju! Leitið upplýsinga um lágu fargjöldin hjá Flugfélaginu eða ferðaskrifstof - w^/apJ?fay?{/s. Æj? ICELJkNÐAlMl - Frá almannatr. Framh. af 6. síðu. Igjöld sjómanna .................... Framlag sveitarfélaga ................ Framlag sveitarfélaga til lífeyrishækkana — 193.984.00 — 1.598.000.00 181.045.00 Samtals Kr. 5.677.376.00 Bœtur: Ellilífeyrir .............................. Kr. 6.920.632.00 Ororkulífeyrir .......................... — 1.622.669.00 Órorkustyrkir.......................... — 192.568.00 Barnalífeyrir ............................ — 674.162.00 Fjölskyldubætur ........................ — 3.992.436.00 Fæðingarstyrkir ........................ — 267.132.00 Ekkjubætur og ekkj ulífeyrir .............. — 75.594.00 Mæðralaun ............................ — 214.000.00 Samtals Kr. 13.959.193.00 2) Verkamaðurinn Auk þessa hefur verið greitt í endurkræfan barnalífeyri kr. 1.849.485.00 í Akureyrarumboði, en þær greiðslur eru endurheimtar úr hendi meðlagsskyldra feðra eða sveitarfélaga þeirra, er þeir eiga sveitfesti í. Slysabætu og dánarbætur greiddar um hendur umboðanna árið 1963 voru alls kr. 1.904.253.00. Föstudagur 3. apríl 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.